Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 56
FRÉTTIR
56 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Er uppskipting markaðsráðandi
fyrirtækja lausnin?
Samtök verslunarinnar - FÍS efna til ráðstefnu sem haldin
verður í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum,
þriðjudaginn 16. apríl nk. kl. 13:30-17:00.
SETNING
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar.
ÁVARP
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
RÆÐUMENN
Breskar siðareglur um samskipti stórmarkaða og birgja.
John Ward, lögfræðingur hjá bresku samkeppnisstofnuninni.
Skipting fyrirtækja með opinberu valdboði.
Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Kaffihlé
„Brotið eða bundið - jafngildir valkostir fyrir neytendur?“
Þórólfur Matthíasson, dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands.
PALLBORÐSUMRÆÐUR
Pallborðsumræður með þátttöku frummælenda auk
Birgis Rafns Jónssonar, forstjóra Kjarans ehf. og
Þórunnar Guðmundsdóttur, hrl.
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Guðrún Ásta Sigurðardóttir, lögmaður Samtaka verslunarinnar.
Þátttökugjald er kr. 4.500 fyrir félagsmenn en kr. 6.000
fyrir aðra þátttakendur.
Vinsamlega skráið þátttöku í síma 588 8910 eða á
netfang: lindabara@fis.is
15. apríl
er lokadagur fyrri umsóknarfrests um nám
við Háskólann í Reykjavík veturinn 2002–2003.
Þeir sem sækja um 15. apríl eða fyrr fá svar
innan þriggja vikna.
Síðari umsóknarfrestur er til 5. júní.
Umsóknir er hægt að nálgast á www.ru.is
og á skrifstofu skólans Ofanleiti 2, sími 510 6200.
Þitt tækifæri til að ná lengra
• Lögfræði • Viðskiptafræði
• Tölvunarfræði • Háskólanám með vinnu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
17
36
9
04
/2
00
2
Á UNDANFÖRNUM árum hafa nýj-
ungar í útgáfu frímerkja verið að
koma fram öðru hvoru hér á landi.
Þar má nefna aukna gerð frímerkja-
hefta, með alla vega ótökkuðum
hliðum frímerkjanna. Einnig má
nefna myntbréf frímerkt og stimpl-
uð með minnapeningi í sama um-
slagi.
Þá hafa verið gefin út frímerki án
verðgildis, en með uppgefnum
grammafjölda sem má vera í póst-
sendingunni. Mikið aukinn fjöldi
svonefndra gjafamappa, með frí-
merkjum í og nú síðast gjafamappa
með minnablokk 100 ára afmælis
Halldórs Kiljans Laxness, með ekta
gyllingu á upphleyptri mynd af Nób-
els-verðlaunapeningnum.
Þetta eykur íslensku söfn-
unarflóruna og er yfirleitt vel tekið
af söfnurunum. Þó kveinkar buddan
sér hjá ýmsum, er verðið fer upp í
1.700kr. á stykkið eða jafnvel meira,
fyrir gjafamöppu eða myntbréf.
Eitt er þó það sem við höfum ekki
fengið ennþá, en það eru sjálflím-
andi frímerki. Þau eru nú í fullu
gengi um víða veröld, í örkum, heft-
um og stök, jafnvel kringlótt.
Það mun hafa verið um 1963 að
Togo hóf að gefa út kringlótt frí-
merki, sem þurfti að fjarlægja bak-
hliðina af, til að líma það á bréfin.
Þetta voru frímerki með upphleyptu
letri og mynd, og litirnir úr málm-
blöndu, jafnvel eðalmálmum. Ýms
fleiri lönd tóku þetta svo upp á
næstu árum, eins og lýðveldið Umm
Al-Qiwain, Burundi, Bhutan og
Sharjah. Gekk þetta nokkra stund
og jafnvel með gylltum frímerkjum,
en svo lauk þessu, enda reyndist
þetta dýr frímerkjaprentun og þau
lítið notuð á póst.
Þegar þessari tilraun lauk tóku
svo ýms lönd að framleiða sjálflím-
andi frímerki, sem þarf að plokka af
bakhliðinni. Lím þeirra leysist upp í
vatnsbaði.
Nú eru að koma út frímerki, á 100
ára afmæli Halldórs Kiljans Lax-
ness, sem eru prentuð á blokk, þar
sem verðlaunapeningi er þrykkt í
pappírinn, en slíkt hefir ekki verið
gert hér síðan um 1911, er út komu
merkin með höfðum Jóns Sigurðs-
sonar og Danakonungs. Auk þess er
gulli þrykkt á blokkina sem frímerk-
ið er í, en þar er mynd af Nóbels-
verðlaunapeningi þeim sem Halldór
fékk. Þessi blokk verður aðeins í
gjafamöppu, sem gefin er út á 100
ára fæðingardegi Halldórs.
Það væri synd að segja að ekki sé
nokkur tilbreytni í frímerkjaútgáfu
okkar á þessum síðustu tímum. Þar
má einnig nefna frímerki úr heftum,
sem eru ótökkuð á einni eða tveim
hliðum, sbr. sænsku frímerkjaheftin.
Sigurður H. Þorsteinsson
Nýjungar
í frímerkja-
útgáfu
Blokkin með mynd Halldórs Kiljans Laxness.
Gyllt hringlaga frímerki, þrykkt
fyrir Bhutan.
HÚSAVÍKURLISTINN, fram-
boðslisti Bæjarmálafélags H-
listans á Húsavík og í Reykja-
hverfi, var samþykktur á fundi 7.
apríl sl.
Framboðslisti til sveitarstjórnar-
kosninga á Húsavík og í Reykja-
hverfi 25. maí verður svohljóðandi:
1. Reinhard Reynisson bæjarstjóri,
Húsavík, 2. Tryggvi Jóhannsson
bæjarfulltrúi, Húsavík, 3. Gunnar
Bóasson bæjarfulltrúi, Húsavík, 4.
Þorbjörg Jóhannsdóttir grunn-
skólakennari, Reykjahverfi, 5. Að-
alsteinn Árni Baldursson skrif-
stofumaður, Húsavík, 6. Valgerður
Bjarnadóttir grunnskólakennari,
Húsavík, 7. Dóra Fjóla Guðmunds-
dóttir leikskólakennari, Húsavík, 8.
Hulda Jónsdóttir hárgreiðslumeist-
ari, Húsavík, 9. Hilmar Dúi Björg-
vinsson skrúðgarðyrkjufræðingur,
Húsavík, 10. Trausti Aðalsteinsson
framkvæmdastjóri, Húsavík, 11.
Þórdís Anna Njálsdóttir skrifstofu-
maður, Húsavík, 12. Valgeir Páll
Guðmundsson, tæknifulltrúi, Húsa-
vík, 13. Yngvi Leifsson nemi,
Húsavík, 14. Guðrún Kristinsdóttir
íþróttakennari, Húsavík, 15. Þor-
steinn Krüger framhaldsskóla-
kennari, Húsavík, 16. Pétur Helgi
Pétursson sjómaður, Húsavík, 17.
Herdís S. Guðmundsdóttir fyrrv.
bæjarfulltrúi, Húsavík, og 18.
Kristján Ásgeirsson bæjarfulltrúi,
Húsavík, segir í fréttatilkynningu.
Húsavíkurlistinn
HLUSTENDUR Radíó X 103,7 sem
gefa blóð í Kringlunni milli kl. 13 og
18 í dag, fimmtudag, fá miða á for-
sýningu myndarinnar BLADE 2 og
næringu frá Coca Cola og Prince
Polo, segir í fréttatilkynningu.
Gefa blóð í
Kringlunni
FÉLAG áhugafólks um Downs-heil-
kenni er með aðalfund í dag, fimmtu-
daginn 11. apríl, kl. 20, í húsnæði
Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22,
2h. Að loknum aðalfundi halda Ás-
laug Jónsdóttir sjúkraþjálfari og
Erla Björk Sveinbjörnsdóttir iðju-
þjálfi fyrirlestur um sjúkra- og iðju-
þjálfun einstaklinga með Downs-
heilkenni, segir í fréttatilkynningu.
Aðal- og
fræðslufundur
NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG
Reykjavíkur heldur aðalfund í dag,
fimmtudaginn 11. apríl, kl. 20 á
Hótel Esju.
Gunnlaugur K. Jónsson, formað-
ur stjórnar HNLFÍ, flytur erindi
um uppbyggingu á Heilsustofnun
NLFÍ. Anna Pálsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi HNLFÍ, kynnir það
nýjasta í starfsemi Heilsustofnun-
ar Náttúrulækningafélags Íslands
í Hveragerði, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Aðalfundur
Náttúrulækn-
ingafélagsins
„NÝ vitund“ er yfirskrift fyrirlest-
urs sem dr. Prashant Kakoday held-
ur í Norræna húsinu sunnudaginn
14. apríl kl. 16.
Kakoday sérhæfði sig í ENT-
skurðlækningum við „Royal College
of Surgeons“ í London.
Hann kemur hingað til lands á
vegum Lótus húss, Brahma Kumaris
World Spiritual University.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og
er öllum opinn og aðgangur er
ókeypis, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur
á vegum
Lótuss húss
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirarandi ályktun frá stjórn
Heimdallar:
„Stjórn Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, mótmælir harðlega tillögu rík-
isstjórnarinnar um að ríkissjóður
ábyrgist útgáfu skuldabréfa vegna
fjármögnunar nýrrar starfsemi Ís-
lenskrar erfðagreiningar.
Stjórn Heimdallar telur að það
sé ekki hlutverk hins opinbera að
taka þátt í einkarekstri. Þar á
meðal eigi hið opinbera ekki að
gangast í ábyrgð fyrir einkafyr-
irtæki og taka þannig áhættu með
fé skattborgaranna.“
Heimdallur
gegn
ríkisábyrgð
LÆKNAR Læknalindar hafa
ákveðið að fylgjast gaumgæfilega
með sínum skjólstæðingum og kalla
ákveðna hópa til skoðunar. Til að
byrja með hefur verið ákveðið að
kalla alla þá sem skráðir eru hjá
Læknalind og eru á aldrinum 45 til
65 ára og gera á þeim nákvæmari
athuganir en venja hefur verið hér
á landi, en er gert víða í nágranna-
löndum okkar. Fólk á öðrum aldri
er einnig tekið inn í hópinn ef
ástæða er til, eða það óskar sér-
staklega eftir því sjálft, segir í
fréttatilkynningu.
Skipulegar
heilsufars-
skoðanir hjá
Læknalind