Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 61 MAÐUR situr í fangaklefa í fjar- lægu landi og getur ekki staðið uppréttur því þess er gætt að loft- hæðin sé ekki næg. Hann gæti verið að velta fyrir sér að hann hefði ekki átt að gagnrýna yfir- völd eða yrkja ljóð sem þóknað- ist ekki valda- miklum mönn- um, eða var kannski glæpur hans að þekkja eða vera skyldur „röngu“ fólki? Það sem er örugg- lega næsta víst er að hann er mjög hræddur því örlög hans eru óráðin og hann getur átt von á öllu. Og þar ræður hann sjálfur engu um at- burðarásina. Hann gæti átt von á því að fangaverðir komi um kvöld og dragi hann inn í sérhannað pyntingaherbergi. En hann gæti líka átt von á því að fangavörður komi til að sleppa honum lausum vegna þess að borist hafa margir sekkir af bréfum frá „mikilvægum“ vinum í útlöndum. Öll þessi bréf gera allt í einu geðþóttaákvörðun illra valdhafa erfitt fyrir og þar sem ekki er lengur hægt að leyna ólöglegri handtöku án dóms og laga er manninum sleppt. Þessi dagur rennur upp eftir 13 ár í leynilega fangelsinu í fjöllunum. Á óskiljan- legan hátt er hann galdraður út úr kassanum sem hann var geymdur í og kemst heim til fjölskyldu sinnar og hefur nú fengið lífgjöf. Hvaðan kom lífgjöfin og hverjir voru þessir mikilvægu erlendu vin- ir? Hverjir voru það sem forðuðu honum undan frekari ólýsanlegum sársauka, illsku annarra og algjörri kúgun? Hann fékk kannski aldrei að vita það, enda fékk hann ekki öll bréfin til að skoða, kannski voru þau svo mörg að hann hefði ekki getað komist yfir það að lesa þau og senda þakkarbréf þótt hann vildi. Þakkarbréfin hefðu ekki farið til valdhafa eða til áhrifamanna sem hefðu kannski getað kippt í spotta og breytt gangi mála. Þau hefðu verið send til prestsins á Vestfjörðum, kennarans fyrir norð- an, bóndans á Austfjörðum og menntaskólanemans í Reykjavík. Þau hefðu líka verið send til allra hinna sem sendu bréf til fangels- isstjórans og yfirvalda þess efnis að manninum bæri að sleppa umsvifa- laust vegna þess að hann hefði ekk- ert gert af sér. Einn af bréfrit- urunum gæti verið nágranni eða vinnufélagi sem fer af stað til vinnu rétt fyrir átta og rennir aftur í hlaðið rétt fyrir fimm. Í frítíma sín- um tekur hann kannski þátt í svo- litlu kraftaverki, birtingarmynd þess kemur hins vegar fram allt annars staðar án þess að hann viti hvort og hvenær það gerist. Það er merkilegt að með litlu framlagi er hægt að koma einhverju svo stór- kostlegu til leiðar eins og að frelsa einhvern frá ótta, pyntingum, fang- elsun og aftöku. Allir búa yfir þess- um mætti, það þarf bara að virkja hann. Þannig er hægt að standa vörð um eitthvað svo mikilvægt sem við öll eigum og berum ábyrgð á. Hvað var það sem bréfritarar áttu sameiginlegt og gerði það að verkum að hið ótrúlega gerðist einn dag í lífi þessa manns? Það var viljinn til að rétta út hjálp- arhönd til einstaklings sem var um- kringdur vonleysi í umhverfi sem virtist vera staður fyrir samansafn- aða grimmd og miskunnarleysi heimsins. Útrétt hjálparhönd til fjölskyldu mannsins sem hafði leit- að hans árum saman en alls staðar komið að lokuðum dyrum hjá yf- irvöldum sem þóttust ekkert kann- ast við manninn þrátt fyrir að halda honum í fangelsi. Þetta fólk var tilbúið til að sjá af hluta af sín- um frítíma til að segja skoðanir sínar á fangelsun saklausra manna og meðferð sem er varla hægt að ímynda sér, ekki einu sinni sem at- riði í verstu hryllingsmynd. Þetta fólk er líka allt félagar í alþjóð- legum mannréttindasamtökum sem heita Amnesty International og berjast fyrir mannréttindum um allan heim. Samtökin eru fólkið sem í þeim er og ávallt er þörf fyr- ir fleiri til að leggja lóð á vog- arskálarnar. Það er magnað hvað hægt er að gera með samtaka- mætti margra einstaklinga þegar viljinn er fyrir hendi. Og penninn; þvílíkt galdratæki í höndum þessa fólks. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 31, Reykjavík. Kynngimagnaðir Íslendingar Frá Guðrúnu Ólafsdóttur húsgagnasmið: Guðrún Ólafsdóttir LEIFUR Jónsson víkur til mín orðum í bréfi til Morgunblaðsins 7. apríl sl. Ég hafði (2. mars) bent á sorglega for- dóma hans gegn sjálfsvarnaríþróttum í bréfi sem hann hafði áður skrifað í Mbl. Hann segir að ég hafi lesið fyrra bréf hans eins og skrattinn Biblíuna en bendir hinsvegar ekki á eitt einasta at- riði sem ég hafi mislesið enda fór þar ekkert á milli mála. Þetta seinna bréf hans sýnir augljóslega að óvild hans í garð íþrótta hefur enn þrútnað og þyk- ir mér leitt ef ég á einhverja sök á því. Leifur Jónsson er ekki ráðvandari en svo að hann segir: „Eysteinn kvaðst hafa borgið líftórunni sökum líkamlega atgervis síns.“ Þetta sagði ég alls ekki; ég lét þess hinsvegar get- ið að ég hefði bjargað líftórunni með kunnáttu í sjálfsvarnaríþrótt. Ef Leif- ur Jónsson er hér ekki að afbaka orð mín vísvitandi verður að ætla að hann leggi sjálfsvarnaríþróttir og líkamlegt atgervi að jöfnu og get ég vel við það unað í sjálfu sér. Hinsvegar hlýtur læknirinn þá að vera andvígur líkam- legu atgervi úr því að hann er svarinn óvildarmaður sjálfsvarnaríþrótta. Í fyrra bréfi sínu kallaði hann sjálfsvarnaríþróttir „bardagaíþróttir“ og nú kallar hann þær líka „ofbeldis- íþróttir“ og talar líka um „dýrkun of- beldisíþrótta“. Og „löggjafinn kyndir undir ofbeldisdýrkuninni“ segir hann ennfremur. Hann segir bann við hnefaleikum hafa verið til sóma, og hann leggur allar sjálfsvarnaríþróttir að jöfnu. Einnig birtir hann afstöðu sína til íþrótta almennt: „Nútíminn dýrkar íþróttir og meðan opinbert fé rennur til þeirrar starfsemi, finnst mér full ástæða til að alþingi kyndi ekki undir ofbeldisíþróttum.“ Með þessu orðbragði opinberar Leifur Jónsson slíka fordóma og slíkt ofstæki að mér finnst ákaflega til- gangslítið að eiga við hann málefna- lega viðræðu. Ég læt mér í léttu rúmi liggja þótt hann reyni að sneiða að mér með skætingi og nafngiftum á borð við bardagamann og stríðsherra. Slíkur málflutningur lýsir einungis hans eigin innræti. Prédikun hans um hinn sak- lausa búrhníf og löglega meðferð hans er í besta falli yfirskilvitleg dæmisaga en því miður misheppnuð ef hún á að sýna að við Leifur Jónsson séum sam- mála um öryggi borgaranna. Hann til- færir orð mín um að ofbeldismenn beiti í árásum sínum aðferðum sem eru bannaðar í sjálfsvarnaríþróttum, og segir síðan: „Þetta er nákvæm lýs- ing á því, sem umræðan snýst um og við því hjartanlega sammála þegar allt kemur til alls.“ Nei, umræðan snýst ekki bara um þetta nema frá hinu þröngsýna sjón- armiði Leifs Jónssonar. Hann vill ekki viðurkenna að sjálfsvarnar- íþróttir séu til sjálfsvarnar eins og ég sýndi fram á. Hann mótmælir því hinsvegar ekki með öðru en tilvitnun í Biblíuna: „Mikil er trú þín kona“ og klifar þess í stað á því að íþróttir leiði til ofbeldis. Vissulega er hægt að mis- nota flesta kunnáttu. Það getur átt við um íþróttir og það gerist líka í lækn- isfræði eins og dæmin sanna. En eig- um við þessvegna að banna starfsemi á þessum sviðum og lýsa hana ólög- lega. Ég segi nei og þessvegna erum við Leifur Jónsson ósammála. Ég met starf lækna mikils og fagna því þegar þeir leggja eitthvað skynsamlegt til málanna varðandi almennt öryggi. Mér finnst tímabær sú spurning hvernig tryggja megi almennt öryggi borgaranna, ekki einungis á götum úti heldur líka öryggi roskinna og aldraðra borgarbúa sem búa einir og þurfa að sæta innbrotum og ofbeldis- árásum. Ég álít að úr þessu verði ekki bætt með því að banna íþróttir, og um það held ég að flestir læknar hljóti að vera mér sammála. EYSTEINN ÞORVALDSSON, Drápuhlíð 43, Reykjavík. Læknisraunir Frá Eysteini Þorvaldssyni: KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. V O / S U M A R 2 0 0 2 Kringlunni 8-12, sími 568 6211, Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420. Verð kr. 5.990 St. 36-41 - Brúnir og svartir Verð kr. 2.990 St. 36-41 - Drapplitir, rauðir, brúnir, svartir Verð kr. 3.490 St. 36-42 - Gylltir og svartir Verð kr. 3.990 St. 36-41 - Drapplitir með rauðu, svartir með hvítu Verð kr. 4.990 St. 36-41 - Drapplitir og ljósbláir Verð kr. 3.990 St. 36-41 - Svartir Tegund 39 Tegund 53 Tegund 89 Tegund 318 Tegund 319 Tegund 93 A L D A R A 00 2 Aldarafmæli Halldórs Laxness: Gegn ræktun rófna – um boðskap og skáldskap – Einar Már Guðmundsson ræðir um Halldór Laxness Í tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness efnir Vaka-Helgafell í ár til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu þar sem rithöfundar ræða um verk Halldórs. Fimmtudaginn 11. apríl heldur Einar Már Guðmundsson erindi sem hann nefnir „Gegn ræktun rófna - um boðskap og skáldskap“. Erindið hefst klukkan 17:15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Þetta er fjórði fyrirlesturinn sem efnt er til í tilefni af aldarafmæli Halldórs Laxness, sem hefði orðið eitt hundrað ára hinn 23. apríl næstkomandi. Einar Már hefur um árabil verið í flokki fremstu höfunda þjóðarinnar og hafa bækur hans löngum notið mikilla vinsælda. Þar er skemmst að minnast skáldsagnanna Fótspor á himnum og Draumar á jörðu sem báðar voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verk Einars Más hafa komið út á fjölda tungumála og hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Engla alheimsins árið 1995.FYRIRLESTUR Í NORRÆNA HÚSINU Í DAG KL. 17.15 A L D ARAFMÆLI 20 0 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.