Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Gjafabréf Íslandsbanki –flar sem gjafirnar vaxa! Framtí›arreikningur Íslandsbanka Fermingargjöf er framtí›arsjó›ur Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga UM síðustu áramót námu ábyrgðir Ríkisábyrgðasjóðs 571 milljarði. Þar af námu ábyrgðir vegna stríðs- og hryðjuverkatryggingar flugrekenda 227 milljörðum. Langstærstur hluti ríkisábyrgðar er vegna Íbúðalána- sjóðs, en ríkisábyrgð er á öllum skuldbindingum sjóðsins. Þær námu um síðustu áramót 306 milljörðum króna. Í ársskýrslu Lánasýslu ríkisins fyrir árið 2000 kemur fram að und- anfarin ár hafi ríkisábyrgðir til einka- aðila að mestu horfið. Á síðustu fjór- um árum hafi verið stofnað til nýrra ríkisábyrgða nær eingöngu vegna lána sem ríkisstofnanir og fyrirtæki sem ríkissjóður á hlut í hafa tekið. Nýjar ríkisábyrgðir á árinu 2000 námu 37,5 milljörðum, en þar af námu ábyrgðir vegna húsbréfa og húsnæðisbréfa 33,5 milljörðum. Þar á eftir kom Lánasjóður landbúnaðarins með 1,6 milljarða. Fátítt að ríkisábyrgðir falli á ríkið Ríkisábyrgðir jukust hins vegar verulega á síðasta ári, en sl. haust ákvað Alþingi að heimila ríkisábyrgð á stríðs- og hryðjuverkatryggingum flugrekenda. Þessi ákvörðun var tek- in í framhaldi af uppnámi sem varð í flugheiminum í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. septem- ber. Ríkisábyrgðirnar vegna flugvél- anna hafa nú nýlega verið framlengdar út maímánuð, en laga- heimildin gildir út árið. Samkvæmt upplýsingum Haralds Andréssonar, hjá Lánasýslu ríkisins, námu ríkisábyrgðir í árslok 2001 samtals 571 milljarði. Hann sagði að inn í þá tölu vantaði ábyrgðir sem hvíldu á lánum Landsvirkjunar en ríkið ber ábyrgð á þeim í hlutfalli við eign sína í fyrirtækinu. Hann sagðist áætla að þessar ábyrgðir næmu ná- lægt 43 milljörðum. Ennfremur væru ekki meðtaldar ábyrgðir ríkissjóðs á skuldbindingum viðskiptabankanna sem mynduðust áður en þeir voru hlutafélagavæddir, en þær skuld- bindingar hafa farið minnkandi. Harald sagði mjög fátítt að ríkis- ábyrgðir féllu á ríkið. Þeir sem fá rík- isábyrgðir þurfa að greiða áhættu- gjald sem rennur í ríkissjóð. Ríkisábyrgðir 571 milljarður í lok árs  Hefur ekki/12 HELGI Sigurðsson og Jón Hjörtur Stefánsson voru að laga Bláustofu í Glaumbæ í Skagafirði þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Þeir félagar kunna skil á fornum vinnubrögðum og verkhátt- um við torfhleðslur og torfskurð. Þeir sóttu torfið í Glaumbæjareyjar og sögðu nóg af góðu efni þar. Torfið er skorið eftir kúnstarinnar reglum eftir því hvort það er notað í þakið eða klömbrur í gafl hússins. Efnið er síðan þurrkað áður en það er lagt. Helgi sagði nóg af verk- efnum hér á landi fyrir vana torf- hleðslumenn. Morgunblaðið/RAX Fornum vinnubrögðum beitt í Skagafirði ÆÐI rann á hjartasjúkling sem beið aðgerðar á hjartaskurðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut í fyrrinótt. Lagði hann hendur á sjúkraliða og ógn- aði starfsfólki með hnífi og þurfti að kalla á lögreglu til að yfirbuga manninn. Maðurinn lá í sjúkrarúmi á deildinni en gera átti á honum aðgerð um morguninn. Snemma um nóttina virðist sem æði hafi runnið á hann. Hann tók harka- lega á sjúkraliða á deildinni sem reyndi að róa hann niður og fór við svo búið inn í eldhús þar sem hann tók upp hníf. Hann ógnaði síðan starfsfólki með hnífnum og var þá brugðið á það ráð að óska eftir aðstoð lögreglu sem yfir- bugaði manninn. Var hann róað- ur niður með lyfjum og aðgerð- inni, sem gera átti á honum, frestað um ótilgreindan tíma. Ekki hlutust alvarleg meiðsli af þessu. Þetta staðfesti Bjarni Torfa- son, yfirlæknir hjartaskurðdeild- ar, við Morgunblaðið í gær. Bjarni segir slík atvik afar fátíð og kunni engar skýringar á hegð- un mannsins. Málið sé til athug- unar hjá spítalanum og í fram- haldi af því verði metið hvort og hvenær maðurinn muni gangast undir aðgerð á spítalanum. Æði rann á sjúkling sem beið aðgerðar ÍSLENSKA ríkið og Reykjavík- urborg undirrita í dag í Háskóla- bíói samning um byggingu tónlist- ar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Undirritunin fer fram klukkan 9:30 við upphaf loka- æfingar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á verkinu Draumur Ger- ontiusar eftir Edward Elgar í stjórn Vladimirs Ashkenazys. Áætlaður kostnaður við byggingu hússins er tæpir 6 milljarðar króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stefnt er að því að á þessu ári verði unnið að gerð útboðs fyrir einkaframkvæmd og gæti útboðið farið fram í byrjun næsta árs, árið 2003. Miðað við áætlaðan byggingar- tíma verður húsið í fyrsta lagi tek- ið í notkun í lok ársins 2006. Samningur um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss Skrifað undir á hljóm- sveitaræfingu í dag ALMENNINGUR og fagstéttir hafa ríka tilkynningaskyldu til barnaverndarnefnda ef grunur vaknar um að börn séu beitt líkam- legu ofbeldi, að sögn Braga Guð- brandssonar, forstjóra Barnavernd- arstofu. Hann segir að í undirbúningi sé að semja leiðbein- andi reglur vegna ákvæða um til- kynningaskyldu þessara mála. Bragi segir lækna, hjúkrunar- fræðinga, kennara, leikskólakennara og aðra sem sinna börnum vera bundna þessari tilkynningaskyldu, sem er ríkari trúnaðarskyldu, að hans sögn. Hann segir ýmis álitaefni koma upp við samningu reglnanna svo sem hvernig meta eigi grun um líkamlegt ofbeldi eða vanrækslu og hverjir eigi að taka þátt í slíku mati. Einnig þurfi að meta hverjir taki ákvörðun um að tilkynna mál, hvort hver deild á sjúkrahúsinu geri það fyrir sig eða ein þverfagleg nefnd sinni þessu fyr- ir allar deildir. Sömuleiðis þurfi að huga að tímamörkum, upplýsingum til foreldra eða annarra nákominna og nafnleynd og setja þurfi ákvæði um framkvæmd skoðana og hvernig skýringa sé leitað hjá foreldri og barni, sé það talandi. Leiðbein- andi regl- ur í undir- búningi  Frumskýrslutaka /36–37 Barnaverndarmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.