Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 41 sumardvalar og lífið gengur sinn ei- lífa hring. Þessi vetur hefur ekki verið tiltakanlega harður en hann hefur verið erfiður tengdaföður mínum, Trausta Friðbertssyni, sem kvaddi þetta jarðlíf á Landspítalan- um að áliðnum degi 3. apríl síðast liðinn með sína nánustu í kring um sig. Þar með lauk baráttu hans við sjúkdóm sem hann hafði átt við að stríða um liðlega tveggja ára skeið. Baráttu sem einkenndist af því þol- gæði og þeirri karlmennsku sem honum var í blóð borin. Uppgjöf var aldrei að finna í orðum hans eða athöfnum heldur snerist hugs- unin um að komast heim og hvernig hann gæti verið sjálfum sér nógur þrátt fyrir að sjúkdómurinn hefði rýrt þrek hans og burði. Hugurinn var einbeittur og skýr allt fram til hins síðasta og snerist um velferð þeirra er næst honum stóðu. Allt fram til síðasta dags spurði hann frétta af sínu fólki, fylgdist með aflabrögðum báta sonanna og lagði á ráðin um framtíðina. Þótt ég hafi þekkt Trausta allt frá því ég fyrst man eftir mér urðu samskipti okkar ekki mikil fyrr en ég fór að draga mig eftir einkadótt- ur hans. Ég man vel hve stoltur hann var er hann leiddi dóttur sína inn kirkjugólfið í Flateyrarkirkju sumarið 1969. Vafalaust hefur hon- um verið líkt farið og flestum feðr- um sem sjá á eftir dætrum sínum út í lífið, að ég tali ekki um einka- dætrum, að í huga hans hefur blundað sú hugsun hvort þessi strákur sem beið við altarið ætti eftir að reynast dóttur hans vel og búa henni mannsæmandi líf. Alla tíð síðan hefur hann staðið að baki tryggur og trúr. Það var ekki hans vani að trana sér fram en hann var ávallt tilbúinn að gefa góð ráð og veita lið eins og hann best gat. Þegar byggingabasl og aura- leysi réð ríkjum kom ósjaldan fyrir að létt var undir á ýmsan máta. Hann þurfti jafnan að vita hvernig gengi, hvort allt væri í lagi og ekki síst hvort allt væri í skilum eins og hann orðaði það. Eftir að þau Trausti og Ragn- heiður, tengdamóðir mín er lést langt um aldur fram árið 1984, fluttu til Reykjavíkur á vordögum 1976 unnum við saman í tæpan ára- tug hjá Gúmmívinnustofunni hf. Vinnuveitendur þar reyndust tryggir og traustir og sýndu Trausta vinsemd og hlýju alla tíð síðan og veit ég að það er honum ljúft að þeim séu hér færðar bestu þakkir fyrir að leiðarlokum. Á þessum árum sem við unnum saman kynntist ég Trausta á annan hátt en áður, ekki sem föður eða afa heldur sem verkmanninum Trausta. Hann var nákvæmur og vildi að allir hlutir væru á hreinu eins og sagt er. Bókhald og fjár- málastjórn báru með sér að þar fór maður sem hafði kunnáttu og þekk- ingu og virti takmörk og reglur. Stjórn og rekstur fyrirtækja var hans ævistarf allt frá því að hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1940. Hann hafði yfirgrips- mikla þekkingu og reynslu af flestu er að rekstri fyrirtækja lýtur. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga í 28 ár og stýrði þar bæði í meðbyr og mótbyr og var farsæll stjórnandi. Hann vissi að það er ekki síður vandi að stjórna í góðæri og vildi því jafnan fara var- lega og hafa borð fyrir báru. Þess- ari þekkingu og reynslu reyndi hann að miðla bæði til mín og ann- arra og var óspar á ráðleggingar. Hann gat verið fastur fyrir og sumum hefur ef til vill fundist hann hrjúfur á stundum en undir niðri bjó góður hugur og velvilji og veit ég að mörgum hefur hann liðsinnt þótt ekki hafi verið höfð um það mörg orð af hans hálfu. Það voru erfiðir dagar er Ragn- heiður lést í lok desember 1984. Mér er þessi tími afar minnisstæð- ur, ekki síst fyrir það að þá skynj- aði ég ljóslega hve viðkvæma sál hann hafði að geyma. Samstarfi okkar í Gúmmívinnustofunni var þá lokið og ég horfinn til annarra starfa en hann bað mig að hjálpa sér við ákveðið verkefni. Við unnum saman tveir, löngum í þögn. Ég skynjaði trega hans og vissi að hann var að hugsa til lið- inna stunda. Hann sagði ekki margt enda ekki vanur að tjá tilfinningar sínar mörgum orðum en það sem hann sagði man ég og hef geymt með mér. Þessar stundir hafa síðan verið mér afar hugstæðar og dýr- mætar. Eftir að Trausti lét af störfum árið 1995, þá nær 78 ára gamall, undi hann við ýmis hugðarefni. Hann hafði gaman af að ferðast og fór víða. Böndin sem tengdu hann vestur voru jafnsterk og áður og hann átti góðar stundir með vinum og ættingjum. Nokkrum árum áður hafði hann kynnst Hrefnu Þor- valdsdóttur sem átti eftir að vera vinur hans og félagi það sem eftir var. Hrefna var hans stoð og stytta eftir að heilsu tók að hraka og vakti yfir honum bæði heima og á sjúkra- húsi. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra hans nánustu er ég færi Hrefnu alúðarþakkir fyrir um- hyggju hennar og hlýju. Læknum, hjúkrunarfólki og öðr- um er önnuðust um hann á sjúkra- húsi eru hér færðar bestu þakkir fyrir allt sem fyrir hann var gert. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti til Trausta fyrir samfylgd- ina. Ég er þakklátur fyrir leiðbein- ingar hans og aðstoð. Mér þykir vænt um að hafa átt vináttu hans og traust. Guð blessi minningu Trausta Friðbertssonar. Dagur. Tengdafaðir minn, eða Trausti afi eins og við kölluðum hann alltaf, er látinn, 84 ára að aldri. Þetta er sorgardagur og nú fæ ég aldrei að hitta afa minn aftur, sagði Gunnar Sær, sonur okkar Ragnars, og grét þegar honum var sagt frá andláti afa síns. Þetta voru viðbrögð sex ára barns. Að kveðja ástvin hinstu kveðju er alltaf erfitt. Trausti afi átti gott líf, var heilsuhraustur alla tíð, þar til fyrir tveimur árum að hann veiktist, en átti mjög góðar stundir á milli. Trausti afi var ljúfur maður, gat verið svolítið þrjóskur en hreinskil- inn, sem ég kunni vel að meta, tal- aði aldrei illa um náungann og vildi allt fyrir alla gera. Barnabörnunum var hann góður og honum fannst gaman að ræða við þau um lífið, nám og vinnu. Fyrir Ragnar er missirinn mikill. Hann missir ekki aðeins föður sinn, heldur einnig góðan vin og félaga. Manninn sem alltaf hafði tíma til að hlusta, ræða málin og gefa góð ráð. Sérstaklega voru þeir þó samrýmd- ir þegar rætt var um útgerð og skyld efni. Hugurinn og minnið voru í góðu lagi en þreyttur á líkama sofnaði Trausti afi í faðmi fjölskyldunnar. Ég þakka tengdaföður mínum góð kynni og kveð hann með virð- ingu. Hulda. Í örfáum orðum langar okkur til að minnast afa okkar, Trausta Frið- bertssonar, sem lést 3. apríl sl. Ákveðni og festa einkenndi fas hans, skoðanir og orð. Hann sagði hug sinn á einfaldan máta. Hann hafði kannski ekki mörg orð um hlutina en treysta mátti að það sem hann sagði var til þess fallið að taka mark á. Hann hafði mjög gott minni og fylgdist vel með því sem hans nánustu voru að fást við, spurði frétta og kom með athuga- semdir. Hann tjáði ekki tilfinningar sínar opinskátt en lét samt fólkið sitt finna væntumþykju og stolt, gladdist yfir framgangi okkar og árangri. Hann gat á stundum verið snöggur í tilsvörum, einnig hnytt- inn og séð það spaugilega í hlut- unum. Heimili hans í Reykjavík og á Flateyri og áður heimili hans og ömmu okkar heitinnar, var ávallt opið. Það var fallegt og vinalegt og þangað var gott að koma. Hann hafði mjög gaman af því að fá unga fólkið sitt í heimsókn og þá var eld- aður einhver uppáhaldsmatur þess sem mættur var. Ég held helst að honum hafi ekki fundist við borða nóg. Þrátt fyrir baráttu hans við sjúk- dóm sinn í liðlega tvö ár var hann ávallt jákvæður um framtíðina og gerði sér far um að geta hjálpað sér sjálfur. Hann var mjög ánægður og þakklátur fyrir þá læknisaðstoð og umönnun sem hann fékk og talaði ætíð vel um þá sem að henni komu. Við þökkum honum fyrir allt sem hann var okkur og biðjum Guð að geyma afa okkar. Ragnheiður og Stefán. Það er sorg og þetta er sárt, afi er farinn! Fólk spyr: Hve gamall var hann? Jú, hann var að verða 85 ára en..., hann var hress og skýr, keyrði m.a. um á eigin bíl og sá um húsfélagið. Hann var sko ekki gamall eins og fólkið í blokkinni! Þó svo að hann hefði átt við sjúkdóm að stríða und- anfarin tvö ár var hann aldrei veik- ur, aldrei sjúklingur og skipti þann- ig ekki um hlutverk. Viljinn til að lifa var sterkur og það reif hann upp hvað eftir annað. En svo kom að lokalotunni og hana sigrar eng- inn. „Sælla er að gefa en að þiggja, stendur í góðri bók og eftir því fór afi. Nú síðast á sjúkrabeðinum mundi hann eftir afmæli langafa- barns og þótt hann rétt kæmi upp orði komst afmælisgjöfin til skila. Það var honum mjög í mun að gleðja og gera það sem hann gat fyrir aðra. Umfram allt var afi ró- legur og ljúfur maður sem gott var að vera nálægt. Elsku Hrefna, pabbi, Gylfi, Sunna og Friðbert, guð gefi okkur öllum styrk á erfiðum tímum og megi minningin um góðan mann lifa í hjarta okkar. Erla Dögg og Lára Kristín. Elsku afi minn. Það er erfitt að hugsa til þess að ég fái aldrei að hitta þig aftur. En ég á margar góðar minningar um þig að grípa til þegar söknuðurinn er sem sárastur. Til dæmis þegar við stelpurnar vor- um litlar og komum í heimsókn til þín og rótuðum í skúffunum þínum til að skoða gömlu skartgripina hennar ömmu. Þú varðst aldrei reiður við okkur, heldur gafst okk- ur þá sem okkur langaði í. Svo var heldur ekki slæmt að kíkja í pönns- ur til þín og Hrefnu. Á svona stundum eru það þessar minningar sem á að varðveita. Þegar ég var að vinna í blokkinni þinni síðasta sumar fannst mér ég kynnast þér á nýjan hátt, ég sá nýja hlið á þér. Ég held að þá höf- um við orðið vinir. Ég hitti þig þá næstum á hverjum degi og staldr- aði stundum við hjá þér, þá töl- uðum við saman um allt og ekkert og slúðruðum aðeins. Oftar en ekki voru líka aðrir í heimsókn hjá þér og ég sá hvað það voru margir sem leituðu hjá þér félagsskapar og ráða. Ég skil það vel, því þú varst bráðskemmtilegur þegar ég fékk að kynnast þér nánar, þótt þú hafir ekki verið allra. Ég held ég hafi erft þann eiginleika frá þér og er ánægð að hafa einkenni sem hægt er að rekja til þín. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna, og að þú fylgist stoltur með okkur hinum. Bless bless, afi minn, þú munt lifa í minningunni. Sóley. Minningar flæða fram og spurn- ingar um hvata til þroska á mann- legum eiginleikum gerast áleitnar þegar komið er að ferðalokum og kveðjustund Trausta Friðbertsson- ar, fyrrverandi tengdaföður míns. Hvað var það sem mótaði manninn? Voru það meðfæddir eiginleikar eða aðbúnaður og umhyggja í barn- æsku sem réð þar mestu? Mik- ilvægir eiginleikar í fari Trausta vekja slíkar spurningar. Eiginleikar þar sem agi og eljusemi náðu að þróast og þroskast í fíngerðu sam- spili við umhyggju. Hann lét ekki endilega mörg orð falla, en með þeirri virðingu sem gætti í fari hans var ekki endilega þörf á að segja svo mikið. Trausti tilheyrði þeirri kynslóð sem hefur lifað ótrúlega miklar þjóðfélagsbreytingar. Kynslóð sem sinnti öðrum fremur en eigin þörf- um og gerði sér far um að hlúa að og liðsinna fjölskyldu og vinum ef þess var nokkur kostur. Þau voru mörg þung lífssporin til þroska á tímum svo áhrifamikilla umhverf- isbreytinga. Allt frá því að slíta barnsskónum í faðmi fjölskyldunn- ar í Súgandafirði, þar sem sjósókn- in var eitt helsta bjargræðið í harð- gerðri náttúru Vestfjarðakjálkans, yfir í bjarta og víðsýna íbúðina í Hraunbæ, í sambúð með Hrefnu Þorvaldsdóttur, þar sem aðbúnaður og aðstæður eru eins og best verð- ur á kosið. Víst er, að mikið hefur reynt á hæfileika til aðlögunar á þeim langa ferli. Þegar erfið veikindi Trausta tóku yfirhöndina og innlögn á sjúkra- húsið varð ekki umflúin bar hann harm sinn í hljóði og vildi sem minnst láta á því bera. Umhyggjan fyrir fjölskyldunni var honum hug- stæð og var honum þá gjarna fyrst hugsað til þarfa hinna. Hann vildi lítið gera úr eigin veikindum en hafði því meiri áhyggjur af Hrefnu sem syrgir dóttur sína frá síðast- liðnu hausti. Hann spáði líka mikið í farsæld barna sinna og barnabarna. Dætur mínar, Erla og Lára, voru þar engin undantekning. Þar gat hann verið naskur og fylgdist vel með hvort valin væri leið til heilla eður ei og til hvers framvindan leiddi. Lífsmynstur Trausta mót- aðist sterkt af þeim viðhorfum, að sælla er að gefa en þiggja. Að gefa án skilyrða svo lítið bæri á, það var honum einum lagið. Þannig var Trausti, maður sem ætíð var reiðubúinn að rétta hjálparhönd ef hann átti þess nokkurn kost. Hann fór sér hægt og hljóðlega, vann jafnt og þétt og var stöðugt að. Hann fór áfram með seiglunni, á sinn hljóðláta og einlæga hátt. Trausti var kaupfélagsstjóri á Flateyri við Önundarfjörð frá árinu 1948 og rak þar einnig útgerð um skeið. Á Flateyri bjó hann mynd- arbúskap á fallegu heimili ásamt Ragnheiði Láru konu sinni. Þar komu þau börnunum, þeim Gylfa, Sunnevu, Ragnari og Friðberti, til manns í nálægð við sjóinn og höfn- ina. Á þeim árum var fátt sem kaupfélagsstjórinn lét óafskipt. Hann vann myrkranna milli frá búi og börnum og sló ekkert af til að halda verslun og útgerð gangandi. Hagur heimilanna í firðinum átti mikið undir því að úttektin í kaup- félaginu brygðist ekki, þó að sjó- sókn og aflabrögð gerðust stopul. Rekstur og afkoma kaupfélagsins snerti því hvert mannsbarn á staðn- um. Eftir 28 ára starf á Flateyri, þeg- ar börnin voru flutt að heiman, fluttust þau hjónin búferlum til Reykjavíkur. Þeir Trausti og Hall- dór faðir minn höfðu gert með sér samning sem leiddi til þess að Trausti réðst til starfa við Barðann og síðar Gúmmívinnustofuna. Í 19 ár starfaði hann við fyrirtæki fjöl- skyldunnar og rækti störf sín ávallt af ábyrgð og trúnaði. Ragnheiður lést árið 1984. Aðstæður Trausta höfðu breyst eftir að Ragnheiður lést og hann var orðinn 78 ára gam- all þegar hann lét af störfum við Gúmmívinnustofuna árið 1995. Eft- ir að Trausti lét af störfum hélt hann áfram tryggð við fyrirtæki okkar og fjölskylduna. Sú um- hyggja og ræktarsemi sem hann sýndi Ívu móður minni síðustu árin var einstök. Fyrir það erum við þakklát. Þannig var Trausti, bón- góður og einlægur vinur sem bar virðingu fyrir því sem gefur lífinu gildi. Djúpstæð tengsl með gagn- kvæmri virðingu eru dýrmæt. Tengsl sem standast ytri breyting- ar og einkennast af tryggð og ein- lægni. Þannig var samband okkar Trausta, tryggðin og kærleikurinn var vís. Það var ekki alltaf nauðsyn- legt að segja svo mikið, virðingar gætti í þeirri alúð og yfirvegun sem hann sýndi. Fyrir það er ég þakklát og kveð Trausta Friðbertsson með virðingu. Kæra Hrefna, Gylfi, Sunneva, Ragnar og Friðbert, fyrir hönd fjöl- skyldu minnar bið ég Guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar, með innilegri samúð. Gyða Halldórsdóttir. Hann Trausti er ekki lengur á meðal okkar hér í Hraunbæ 103. Hann beið lægri hlut fyrir sjúkdómi sem læknavísindin hafa ekki enn fundið ráð til að lækna. Skömmu eftir að ég flutti í þetta hús vék sér að mér hressilegur maður og sagði formálalaust: „Þú sérð um að mála húsið að utan.“ Ég gerði mér í fyrstu ekki grein fyrir hver þessi maður var sem ávarpaði mig svona hvatvíslega, við nánari viðræður kom í ljós að hér fór gjaldkeri húsfélagsins. Það kom í ljós að hann vissi hver ég var og að ég hafði verið málari og starfs- maður við mælingar hjá málurum. Að hætti góðra gjaldkera fylgdi sú athugasemd að verkið mætti ekki kosta meira en það sem til væri í viðhaldssjóði hússins. Niðurstaðan varð sú að ég tók að mér undirbún- ing þessa verks og hafði að leið- arljósi þá uppskrift frá gjaldker- anum að ekki væri hægt að velta skuldabagga yfir fólk á þessum aldri. Áætlunin stóðst og enginn í þessu húsi tapaði íbúðinni vegna skulda við málun hússins. Við Trausti unnum saman í stjórn húsfélagsins undanfarin fjög- ur ár. Á þeim tíma kynntumst við náið. Framganga og hvöss tilsvör virkuðu í fyrstu kuldaleg, en við nánari kynni kom í ljós að undir skelinni var hlýja og kunningsskap- ur þróaðist í vináttu. Að vera hrein- skiptinn og heiðarlegur var hans lífsstíll, nafnið Trausti á vel við þann stíl. Ég hygg að íbúar í þessu húsi telji fjármál hafa verið í góðum höndum að undanförnu, en nú stöndum við frammi fyrir því að hafa engan gjaldkera og aðeins tveir dagar til aðalfundar. En vandamál eru til að leysa þau, hefði hann Trausti sagt. Nú reynir á það. Undanfarið ár, og þó einkum síð- ustu mánuðir þess, hefur verið erf- itt. Þrátt fyrir aldur var lífsorka hans óbilandi og erfitt var að sætta sig við að dauðinn biði við næstu dyr. Trausti fékk að vera heima dag- part áður en kallið kom. Við Páll, ritarinn okkar, sátum hjá honum smástund. Við sáum að hverju stefndi og skynjuðum tilfinningar sem aðskilnaður vina hefur í för með sér. Hann Trausti átti að hana Hrefnu, sambýliskonu og vin, sem lagði sig alla fram við að létta þessa bið eftir því sem varð ekki umflúið. Við í stjórn húsfélagsins og í raun allir íbúar þessa húss sendum Hrefnu hlýjar samúðarkveðjur. Þær kveðjur eru einnig sendar ætt- ingjum og vinum hins látna. Hjálmar Jónsson. Kveðja frá Álfhólum. Við kynntumst Trausta fyrir u.þ.b. 14 árum er hann birtist í sveitinni, borgarmaðurinn með sjó- mannsblóð í æðum, þá orðinn góður félagi móður okkar. Ekki datt okk- ur í hug að hann væri mikið fyrir bústörfin, en annað átti eftir að koma í ljós. Hann fylgdist með af áhuga og var óðar kominn austur ef hann taldi sig geta orðið að liði og hafði yndi af að dvelja í kyrrð og ró sveitarinnar. Það var sama hvað var að ske; sauðburður, heyskapur, kindasmölun eða einhverjar fram- kvæmdir. Hann lét ekki sitt eftir liggja, hvort heldur var að búa til lambamerki, vera dyravörður í rétt- inni og fylgjast með tölunni, útrétta og sendast eftir varahlutum og vörum, spá í veðrið og binda fyrir heyrúllurnar, sækja kýrnar og reka aftur í hagann á bílnum sínum eða fúaverja hrossaréttina, þótt hann skildi nú lítið í þessari miklu hesta- dellu hér á bæ. Á leiðinni í sveitina var oft komið við í verinu og sóttur nýr fiskur í soðið. Hann eignaðist líka litla kartöflurækt sem hann dundaði við af alúð. Með virðingu og þökk kveðjum við Trausta og vottum aðstandend- um hans samúð. Sigríður og Rósa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.