Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 13 YFIRLÆKNI slysadeildar Landspítala-háskóla- sjúkrahúss lýst afar vel á hugmyndir um að læsa dyrum deildarinnar að næturlagi í öryggisskyni og vonar að af því geti orðið sem fyrst. Forstjóri spítalans segir að auka verði öryggi starfsmanna og sjúklinga en segir ekki víst hvort það verði gert með því að efla gæslu eða læsa dyrum. Á sunnudagsmorgun kom til harðra átaka á biðstofu slysadeildar og voru fjórir menn hand- teknir í kjölfarið. Í Morgunblaðinu á þriðjudag sagði Friðrik Sigurbergsson, sérfræðingur á slysadeild, að slík ráðstöfun væri nauðsynleg til að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Með því að læsa dyrunum megi koma í veg fyrir að of- beldismenn komist inn á deildina. Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar, segir að þetta þurfi í sjálfu sér ekki að vera flókið mál og lítinn undirbúning þyrfti til að hægt yrði að hafa þennan háttinn á og útidyrum hafi endrum og sinnum verið læst af öryggisástæðum þegar ofbeldismenn hafa viljað komast inn á slysadeild- ina. Jón ætlar að ræða þessi mál við yfirmenn sína. „Það er grafalvarlegt mál ef öryggi starfs- manna eða sjúklinga er í hættu,“ segir Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans. Yfirstjórn spítalans líti málið alvarlegum augum og hafi rætt það sín á milli í gær en engin ákvörðun verið tek- in. Fyrst þurfi að funda með stjórnendum á slysa- sviði spítalans. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss Auka þarf öryggi sjúklinga og starfsfólks á slysadeildinniEKKI NÆST GSM-símasambandfrá Víetnam hjá Landssímanum og Tali. Íslandssími er með reiki- samning við British Telecom og næst samband frá Víetnam í gegn- um GSM-kerfi Íslandssíma. Heiðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Símans, segir aðspurð að Landssíminn sé enn sem komið er ekki með reikisamning í Víetnam. Hún segir að eftir því sem næst verði komist séu Víetnamar ný- byrjaðir að semja við utanaðkom- andi aðila og það sé skýringin á því að ekki náist samband enn sem komið er. Heiðrún vildi aftur á móti minna á að Landssíminn sé nú með 197 virka reikisamninga í 83 þjóðlönd- um en í vinnslu séu 33 samningar (búið að skrifa undir samning en verið að vinna í tæknimálum/und- irbúningi). „Samtals er því um að ræða 230 samninga í rétt um níu- tíu löndum.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir að Tal sé ekki með reiki- samning við Víetnam en félagið sé þó með slíkan samning í mjög mörgum löndum í Suðaustur-Asíu. „Að vísu er til dæmis ekkert GSM- kerfi í Suður-Kóreu og það er heldur ekki GSM-kerfi í Japan, þessi lönd nota önnur kerfi eða staðla. Þannig að það er víða heim- inum sem ekki næst samband gegnum GSM-kerfið.“ Íslandssími einn með reikisamning við Víetnam Fleiri grun- aðir en fyrst var talið FLEIRI starfsmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru grunaðir um að hafa í óleyfi keypt tollfrjálsan varning í fríhöfninni en lögregla taldi í upphafi. Málið kom upp um páskana í kjöl- far þess að tollverðir urðu varir við að starfsmenn keyptu vörur á rým- ingarútsölu íþróttabúðar í flugstöð- inni og var í kjölfarið gerð leit í vist- arverum starfsmanna. Þar fannst nokkuð magn tollfrjáls varnings en starfsmenn mega ekki kaupa slíkan varning nema þeir eigi leið um flug- stöðina sem farþegar. Vörurnar sem fundust voru ekki eingöngu úr íþróttabúðinni heldur ekki síður úr öðrum verslunum í flugstöðinni. Ósk- ar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir ljóst að koma þurfi í veg fyrir að slíkt geti gerst á ný. Komi þar til álita að haga málum þannig að aðeins þeir sem hafa brottfararspjald geti verslað í fríhöfninni. Slíkur háttur sé hafður á víðast í nágrannalöndum okkar. Leifsstöð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ kr. 81.90 0.- k r. 91.000 .- kr. 12.50 0.- kr. 62.50 0.- kr. 54.90 0.- Hæð: 1 80cm - Breidd: 150cm - Dýpt: 40cm kr. 109.0 00.- Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir þjófnaði í starfi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi örygg- isvörð Securitas hf. í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skil- orðsbundna í tvö ár, fyrir þjófnaði sem hann framdi í starfi sínu árið 2001. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, játaði fyrir dómi öll ákæruatriðin sem voru sex talsins. Hann var ákærður fyrir að stela fjármunum, bæði íslenskum krónum og öðrum gjaldmiðli, auk ýmissa persónulegra muna frá viðskiptavinum öryggis- þjónustufyrirtækisins Securitas hf. sem hann starfaði fyrir sem örygg- isvörður. Dómari var Jón Finnbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.