Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ F riður er meginregla í siðfræði, hann má ekki rjúfa. Stríð vinnur gegn gæðum lífsins, það má ekki hefja. Aðeins neyðin er undan- tekningin, þjóð er leyfilegt að rjúfa frið og hefja stríð í sjálfs- vörn. Sama gildir um ein- staklinga, en neyðarvörn er að- eins lögmæt sé hún nauðsynleg til að verja lögverndaða hags- muni fyrir ólögmætri árás (sjá 12. gr. alm. hegningarlaga). Eftir að stríð er hafið tekur annar mælikvarði við um rétta og ranga hegðun, mælikvarði sem á að vera jafn strangur á brot og sá sem gildir á friðartímum. Stríð hefjast oftast vegna grimmra deilna um verðmæti eins og land, völd og virðingu, og þau vekja tilfinningar eins og hatur, öfund og ógleði, og miskunnarleysið verður ríkjandi. Friður helst venjulega; vegna þjálfunar í að skera úr um deilu- mál, vegna bærilegrar skiptingar lands, valds, virðingar og mennt- unar, og hann hvílir á tilfinningu eins og samkennd, eða að kunna að setja sig í spor annarra og að finna til með öðrum, og miskunn- semin verður ríkjandi. Frumástæða stríðsins í Palest- ínu er deila um land og landa- mæri. Virðing kemur einnig við sögu, eða hvenær Palestínumenn fái að stofna fullvalda sjálfstætt ríki og hvenær palestínskir flóttamenn megi snúa aftur heim. Hún snýst um að fá að ráða yfir sjálfum sér og landinu. Ísraels- menn og Palestínumenn berjast um Landið helga sem er þunga- miðja þriggja trúarbragða: islam, gyðingdóms og kristni. Þjóðirnar í þessu landi hafa í raun svipaða sýn á framtíðina: Báðar vilja búa í Palestínu og báðar geta fært rök fyrir rétti sínum á búsetu. Báðar vilja njóta gæða landsins, báðar vilja hafa Jerúsalem á yfirráðasvæði sínu og gera hana að höfuðborg sinni. Báðar vilja vera fullvalda sjálf- stætt ríki (önnur er það), báðar vilja lifa eðlilegu og friðsælu lífi. En hjá báðum þjóðunum eru áhrifamiklir þröngsýnir öfgahóp- ar sem berjast með öllum ráðum gegn eðlilegum samskiptum þjóðanna. Saga samskipta þjóð- anna er saga tortryggni og dauða. Báðar hafa beitt rétti sínum til neyðarvarnar, og nú hafa Ísraels- menn hneykslað heimsbyggðina með hörku sinni og eru sterklega grunaðir um að misbeita rétti sínum til sjálfsvarnar og fremja glæpi. Í bréfi Mutasem Alasjab, túlks í Ramallah, til Gauta Krist- mannssonar stendur: „En ég spyr mig samt hvernig átökin gátu stigmagnast svona. Stafar það ekki af hersetu á palestínsku landi? Eða vanvirðingu Ísraels á samþykktum Sameinuðu þjóð- anna? Eða eru það hinar daglegu auðmýkingar sem Palestínumenn þurfa að þola sem eru kjarni vandans? Leiðréttið mig ef ég spyr ekki rétt!“ (palestina.is). Ég held að svarið sé að finna í vali á sjálfs- eða neyðarvörninni hjá þjóðunum, og yfirleitt hjá þjóðum heims. Algengasta og jafnframt heiftugasta sjálfs- vörnin er Auga fyrir auga- aðferðin eða réttara sagt: Augu fyrir auga og tennur fyrir tönn. Að reka illt út með illu, gjalda rangt með röngu, morð fyrir morð, o.s.frv. Þessi aðferð hefur svo oft beðið skipbrot í mann- kynssögunni að jafnvel plönturn- ar ættu að hafa lært af þeirri reynslu, hún er samt áfram stunduð og í hana streymir mikið fé úr fjárhirslum flestallra þjóða heims. Önnur vörn gegn stríði er til, og hún er í þróun á vegum Sam- einuðu þjóðanna í Friðarhá- skólanum í San José í Costa Rica, eða University for Peace (www.upeace.org). Í háskólanum er m.a. hægt að taka masters- gráðu í alþjóðalögum, þjóðarétti og mannréttindafræðum. Háskól- inn var í fjársvelti í 20 ár en Kofi Annan bles lífi í hann árið 2000, því leitað er logandi ljósi að nýrri aðferð til að koma í veg fyrir að stríð brjótist út. Guðmundur Ei- ríksson þjóðréttarfræðingur og prófessor við Friðarháskólann segir að hugmyndafræðin að baki skólastarfinu sé þessi: Sterkasta aflið í friðarviðleitni er menntun! og að með rannsóknarstarfi og kennslu á háskólastigi stuðli há- skólinn að því að friðarmál verði þáttur í menntun hvers og eins einstaklings hjá hverri þjóð. R. Martin Lees rektor Friðar- háskólans gaf út yfirlýsingu í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum árið 2001 og í henni má sjá þessa hugmynd um menntun sem sjálfsvörn. Málið er að ráð- ast að rótum vandans, en hann er oftast falinn í fátækt í heima- landi, óréttlæti, efnahagslegu misrétti, vansæmd, pólitík og fé- laglegum aðstæðum sem vekja hatur, deilur og ofbeldi. Martin Lees segir að mannkynið hafi nú þegar réttinn, þekkinguna og kraftinn til að bregðast við þess- um erfiðu þáttum á áhrifaríkan hátt. Kjarni málsins er að gamla sjálfsvarnaraðferðin Auga fyrir auga er vítahringur; ef hún leiðir til sigurs skapar hún jafnframt vansæmd og hatur. Menntun í djúpri merkingu þess orðs er besta sjálfsvörnin, en ekki bara sem (grunn)fræðsla. Menntaður maður finnur til með öðrum og réttir hjálparhönd, hann leggur stund á samræður en ekki þræt- ur, hann er opinn fyrir framandi menningu og flokkar ekki fólk eftir trú, kyni, stöðu, gráðum, bú- setu eða öðrum greinarmun. Menntuð stjórnvöld skapa að- stæður til að geta gert út um deilur við aðrar þjóðir á frið- samlegan hátt. Friður í landi og öryggi íbúa er þeim metnaðar- mál. Þau vita að klassískur hern- aður er versta aðferðin fyrir allar lífverur. Menntaður leiðtogi eys ekki fé í hernað, heldur veitir því í rannsóknir og kennslu á efni sem fækkar ástæðum til haturs og ofbeldis. Hlýðum þessum ráðum til sjálfsvarnar! Sjálfsvörn og stríð … gamla sjálfsvarnaraðferðin Auga fyrir auga er vítahringur; ef hún leiðir til sigurs skapar hún jafnframt van- sæmd og hatur. Menntun í djúpri merk- ingu þess orðs er besta sjálfsvörnin. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is ✝ Trausti Frið-bertsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 26. júlí 1917. Hann lést á Landspítalanum 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Ólafía Sveinbjörns- dóttir og Friðbert Friðbertsson, skóla- stjóri á Suðureyri. Systkini Trausta eru Ásdís, f. 24. maí 1919 og Hörður, f. 7. mars 1922, látinn. Trausti kvæntist 13. júní 1942 Ragnheiði Láru Sigurðardóttur, f. í Reykjavík 13. júlí 1921, dóttir hjónanna Lovísu Árnadóttur og Sigurðar E. Ingimundarsonar. Ragnheiður lést 29. desember 1984. Börn Trausta og Ragnheiðar: 1) drengur er fæddist andvana árið 1942; 2) Gylfi, f. 19. nóv. 1943, eiginkona hans er Sigríður Davíðsdóttir. Dóttir Gylfa af fyrra sambandi er Laila Irene, búsett í Noregi og börn hennar eru a) Toni og b) Ture. Börn Sigríðar af fyrra hjóna- bandi eru; a) Magnús, b) Davíð, c) Ásdís, d) Gunnar Bolli; 3) Sunn- eva, f. 2. feb. 1947, eiginmaður hennar er Dagur S. Ásgeirsson. Börn þeirra eru a) Ragnheiður Sigríður, eiginmaður hennar er kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Önfirðinga á Flateyri. Trausti var kaupfélagsstjóri á Flateyri í nær 28 ár eða þar til hann lét af störfum vorið 1976. Ásamt með starfi kaupfélags- stjóra gegndi Trausti starfi framkvæmdastjóra Hjallaness hf., sem var útgerðarfélag að stórum hluta í eigu Kaupfélags Önfirðinga, frá og með árinu 1960. Þá féll einnig undir hans stjórn rekstur fiskverkunar, slát- urhúss o.fl. sem þá var á vegum Kaupfélags Önfirðinga. Árið 1976 fluttust þau Ragn- heiður búferlum til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu á Kleppsvegi 16. Eftir flutninginn suður tók Trausti við starfi skrifstofustjóra hjá Gúmmívinnustofunni hf. þar sem hann starfaði allt til vorsins 1995 er hann lét af störfum tæp- lega 78 ára gamall. Á Flateyri tók hann þátt í fé- lagsmálum og sinnti nefndastörf- um á vegum sveitarfélagsins. Hann sinnti einnig félagsstörfum innan Sambands ísl. samvinnu- félaga og vann að ýmsu er laut að framförum og úrbótum innan samtaka fiskframleiðenda og út- vegsmanna á Vestfjörðum. Árið 1990 festi hann kaup á íbúð í nýbyggingu fyrir eldri borgara í Hraunbæ 103 þar sem hann bjó síðan. Trausti sat í stjórn húsfélagsins í Hraunbæ 103 og annaðist fjárreiður þess til hinsta dags. Sambýliskona Trausta síðustu ár er Hrefna Þorvaldsdóttir. Útför Trausta fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Halldór R. Baldurs- son og þeirra sonur Dagur Reykdal, b) Stefán Rúnar; 4) Ragnar Magnús, f. 25. des. 1948, fyrri eiginkona hans er Gyða Halldórsdóttir og dætur þeirra; a) Erla Dögg, sambýlis- maður hennar er Davíð Þ. Valdimars- son og dóttir þeirra Katrín Helga, b) Lára Kristín. Seinni kona Ragnars er Hulda M. Gunnars- dóttir og börn þeirra c) Sóley og d) Gunnar Sær. Dóttir Huldu af fyrra sambandi er Birna Ruth; 5) Friðbert, f. 4. okt. 1954, eigin- kona hans er Sigrún Ósk Skúla- dóttir. Börn þeirra eru a) Sunna Ósk og b) Trausti. Trausti vann á uppvaxtarárum sínum þau störf er til féllu í þeirra tíma íslensku sjávarþorpi, bæði til sjós og lands. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1940 og hóf fljótlega eftir það að starfa við verslun og annan rekstur sem varð síðan hans lífs- starf. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau Ragnheiður á Suður- eyri en fluttu síðan til Ísafjarðar. Hann hóf störf við verslun J.S. Edwald og Shell-umboðið á Ísa- firði árið 1945 og starfaði þar til ársins 1948 er hann var ráðinn Kveðja frá Álfhólum. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og mér ertu genginn á gleðinnar fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Hrefna. Pabbi fæddist í Daníelshúsi á Suðureyri sumarið fyrir frostavet- urinn mikla. Hann sleit barnsskón- um í Súgandafirði, lengst af á Suð- ureyri en einnig úti í Vatnadal og í Selárdal. Níu ára gamall hóf hann skólagöngu í Barnaskólanum á Suð- ureyri, þar sem faðir hans varð síð- ar skólastjóri, og á sumrin vann hann fyrst í reitavinnu við að breiða saltfisk og síðar við beitningar hjá Helga Sigurðssyni útgerðarbónda. Alla tíð var vinnan ekki einungis hans lífsviðurværi, heldur einnig ástríða og áhugamál. Vinnudagur- inn var oftast langur og frídagarnir fáir, sérstaklega þau tæplega 30 ár sem hann starfaði sem kaupfélags- stjóri og útgerðarmaður á Flateyri. Þegar hann flutti til Reykjavíkur var hann heppinn með húsbændur, eigendur Gúmmívinnustofunnar, þau Ívu og Halldór, því starfi sínu hélt hann langt fram yfir sjötugt, sem að öðru jöfnu er starfslokaár flestra. Öll störf vann hann af mikilli kostgæfni og trúnaði og uppskar traust og virðingu allra þeirra sem hann vann fyrir. Hans hlutskipti var að stýra eigum annarra og sjá til þess að þær skiluðu eigendum arði og starfsmönnum viðurværi og góðum vinnustað. Þetta er oftast erfitt hlutskipti, en honum fórst það vel úr hendi, bæði í meðbyr og mótbyr. Pabbi var afskaplega stoltur af uppruna sínum og þótti undur vænt um Súgandafjörð og Vestfirði alla. Hann eignaðist marga vini á Vest- fjörðum og hélst sú vinátta alla tíð, enda bar hann mikla umhyggju fyr- ir öllum, ættingjum, vinum og sam- ferðamönnum. Á Suðureyri býr enn systir hans pabba, Ásdís Friðberts- dóttir, og sér nú á eftir eldri bróður sínum, en fyrir nokkrum árum lést yngri bróðir þeirra, Hörður Frið- bertsson. Við vottum þér, elsku Ása frænka, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þig í sorg þinni. Velferð samborgaranna var hon- um hugleikin og ég veit að á Flat- eyrarárunum aðstoðaði hann marga, sérstaklega þegar illa áraði með atvinnu á staðnum. Aldrei nokkurn tíma heyrðum við hann hallmæla fólki og mættu margir taka hann sér til eftirbreytni í þeim efnum. Hann sá alltaf það góða og jákvæða í fari sérhvers manns og sussaði jafnan á okkur börnin ef við gættum ekki að okkur í dómum um menn og málefni. Pabbi var maður framkvæmda og í samvinnu við stórhuga stjórn- armenn Kaupfélags Önfirðinga náði hann að efla mjög alla starfsemi þess á Flateyri. Árið 1950 byggðu þeir stórt og mikið vinnsluhús, um 1.000 fermetra að flatarmáli, kallað Stórahúsið, sem notað var sem slát- urhús, fiskverkunarhús, vöru- geymsla og frystigeymsla. Á þeim tíma var það stærsta hús á Vest- fjörðum. 1956 tók kaupfélagið í notkun nýtt tveggja hæða versl- unarhús og um svipað leyti stofnaði pabbi, í samvinnu við fjóra aðra, ásamt kaupfélaginu, útgerðarfélag- ið Hjallanes. Pabbi sá um alla fram- kvæmdastjórn þessara fyrirtækja og var afskaplega heppinn með samverkamenn, bæði í útgerðinni og hjá kaupfélaginu, og eru þeim öllum færðar bestu þakkir fyrir það traust sem þeir sýndu honum. Konurnar í lífi pabba voru tvær og mikið óskaplega hugsuðu þær vel um hann og aðstoðuðu á allan hátt. Mömmu okkar, Ragnheiði Láru Sigurðardóttur, kynntist pabbi í Reykjavík þegar hann var 21 árs og hún aðeins 17 ára. Þau voru gift í 45 ár, en mamma lést langt fyrir aldur fram árið 1984. Mamma sá um allt heimilishald og uppeldi að mestu því pabbi vann mikið þegar við krakkarnir vorum ungir. En hún hugsaði líka um vel- ferð pabba, ekki síst heilsu hans, og reyndi að sjá til þess að hann fengi tóm til að hvílast. Stundum tók hún símann úr sambandi á kvöldin og nóttunni svo að ekki væri unnt að trufla hann með símhringingum, en þetta mátti hann að sjálfsögðu ekki vita. Hann vildi alltaf vera til reiðu ef á hann var kallað. Mamma var stoð hans og stytta alla tíð, allt fram í andlátið, ástvinur sem hann gat alltaf treyst á í blíðu og stríðu. Þeirra yndi var að ferðast, bæði innan lands og utan. Þau voru svo heppin að komast í nokkrar sigl- ingar saman, fyrst með Sambands- skipunum til meginlands Evrópu og síðar fljúgandi, aðallega til Norður- landanna, Þýskalands og Spánar. Bæði elskuðu þau tónlist, sérstak- lega íslensk og þýsk alþýðulög. Árið 1989 kynntist pabbi Hrefnu Þorvaldsdóttur og bjuggu þau sam- an í Hraunbænum þangað til hann lést. Vinskapur þeirra og samvistir voru þeim báðum mikilvægur gleði- auki í ellinni. Þau ferðuðust saman innan- og utanlands, töluðu saman og þögðu saman, eins og nauðsyn- legt er að kunna líka, ekki hvað síst þegar árin færast yfir. Við börnin hans pabba vitum hvað samband hans við Hrefnu var honum kært og metum mikils allan þann kær- leika sem hún sýndi honum alla tíð. Styrkur sá er hún veitti pabba í veikindum hans undanfarin ár, um- hyggja hennar og umsjón hjálpuðu ekki bara honum heldur okkur öll- um ættingjum hans. Við vissum að hún var alltaf hjá honum og tilbúin að hjálpa þegar hann þurfti á að halda. Elsku Hrefna, bestu hjartans þakkir fyrir alla hjálpina og ástina sem þú veittir pabba okkar. Við vottum þér okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa þér áfram þann mikla styrk, sem þú býrð yfir. Pabbi var aldrei afskiptasamur við okkur afkomendur sína, en var hins vegar mjög umhugað um að allt gengi vel hjá okkur öllum. Hann hvatti okkur óspart til dáða og ítrekaði oft þá bjargföstu skoðun sína þegar hann sagði: „Veldur hver á heldur.“ Með þessu vildi hann segja okkur að velferð okkar væri fyrst og fremst háð því hvern- ig við legðum okkur fram, en ekki hvernig aðrir höguðu sínu lífi. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú gafst okkur, stefnufestu og trúna á lífið, bæði hér á jörðu og á himni hjá algóðum Guði. Við vott- um öllum ættingjum og vinum okk- ar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að blessa pabba og gæta hans. Einnig viljum við nota tækifærið og þakka hjúkrunarfólkinu sem ann- aðist hann. Börnin þín, Friðbert, Ragnar, Sunneva og Gylfi. Það er tekið að vora. Veturinn er smátt og smátt að sleppa tökum sínum og gróandinn tekur við. Far- fuglarnir eru sem óðast að koma til TRAUSTI FRIÐBERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.