Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 35 BIODROGA Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi. Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri. Jurta - snyrtivörur Nýr farði Silkimjúk, semi-mött áferð. 4 litir. Póstkröfusendum SÆLL Björn. Í opnu bréfi til mín í Morgunblaðinu á laugardag sakaðir þú mig um að hafa brugðist trúnaði þín- um. Að ég hefði birt í útvarpi það sem okk- ur fór á milli í tölvu- pósti þótt svo að ég hefði lofað þér áður að hafa ekkert eftir þér. Hér með biðst ég vel- virðingar á því að hafa ekki haft samband við þig og sagt þér að ég ætlaði að nota upplýs- ingar frá þér í frétta- skýringaþætti 25. mars, en búa um leið svo um hnút- ana að ekki væri hægt að rekja textann til þín. Það hefði verið sjálfsögð kurteisi. En í raun virðist mér þetta vera algert aukaatriði málsins, enda birti ég ekki textann undir þínu nafni í útvarpsþættinum. Þú kaust af einhverjum ástæðum að koma fram og segja til þín í Morgun- blaðinu á laugardag, ekki birti ég nafn þitt. Í raun og veru var ég ekki að gera neitt annað en að birta niðurstöður af margra vikna ef ekki mánaða löngum athugunum mínum á nokkrum atriðum sem snerta „viðkvæm“ mál fiskifræð- innar, en íslensk þjóð þarf að geta virt og treyst þeirri vísindagrein alveg sérstaklega. Þú lætur sjálfur koma fram í Mbl. á laugardag, að nýtingarstefnan sé mjög viðkvæmt mál og það standi öðrum sérfræð- ingum nær, svo og forstjóra Haf- rannsóknastofnunarinnar, að fjalla um málið. Vilt þú ekki fjalla um viðkvæm og mikilvæg mál opinber- lega? Þú skilur að ég varð undr- andi þegar þú neitaðir að láta hafa eitthvað eftir þér. Þess vegna kaus ég að kalla þig „fiskifræðing B“ í útvarpspistlinum. Og benti á að af- staða B væri alls ekki samhljóða afstöðu A sem einnig starfar hjá Hafrannsóknastofnunni og heitir Björn Ævar Steinarsson eins og þú upplýstir í opnu bréfi þínu. Ástæður mínar fyr- ir því að taka efnið til umfjöllunar þrátt fyr- ir okkar orðaskipti í tölvupósti eru nokkar: 1. Þegar fréttamað- ur/blaðamaður biður sérfræðinga um bréf- leg svör mega þeir vita að fréttamaður- inn er að störfum við að kortleggja eitt- hvert mál. Ég býst við að þú og nafni þinn Björn Ævar hafið haft þetta í huga þegar þið lögðuð á ykkur að svara mér allítarlega. 2. Heiður minn sem fréttamaður hefði beðið hnekki hefði ég stungið „viðkvæmum“ en greinargóðum og upplýsandi svörum frá þér og Birni Ævari ofan í skúffu. 3. Ég hafði gildar ástæður til að ætla að okkar bréfaskipti væru ekki tveggja manna tal. Vísast var að mat þitt yrði notað í einhverju samhengi t.d. í fréttaskýringu. Því ætti varla að vera um tveggja manna tal að ræða nema það hefði verið tekið fram alveg sérstaklega. 4. Mér er algerlega frjálst að biðja um mat þitt og þér er frjálst að svara. Er ekki svo? Við búum í frjálsu landi þar sem skoðanaskipti eiga jafnframt að vera frjáls og op- in. Það á alveg sérstaklega við í vísindum. Sumir ganga svo langt að segja að opin og jafnvel herská umræða sé næring vísinda og hvetji til framfara. Nýlega birtist skýrsla dr. Tuma Tómassonar forstöðumanns Sjáv- arútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur ekki farið hátt og hef ég séð ómerkilegri skýrslur kynntar með meiri látum á ferli mínum sem fréttamaður. Skýrsla Tuma fjallar um faglega gagnrýni á stofnmati og veiðiráð- gjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Henni lýkur á eftirfarandi orðum: „Það er mikill misskilningur að líta svo á að gagnrýnin umræða sé merki um veikleika Hafrannsókna- stofnunarinnar eða vantraust á starfsemi hennar. Þvert á móti ætti að skoða slíka umræðu sem sjálfsagðan hlut því málefnaleg átök við öfluga andstæðinga í vís- indum ættu að efla stofnunina enn frekar og leiða til framfara í rann- sóknum og nýtingu á auðlindum hafsins sem er okkur öllum svo mikilvæg.“ Á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar setti sovéski líffræðingurinn Trofim Lysenkó fram kenningar um að umhverfið réði mestu um erfðir og þar með kynbætur. Hann hafnaði erfðafræði Mendels sem enn er stuðst við í dag. Athuganir Lysenkós og kenningar nutu hylli kommúnistastjórnarinnar og sér í lagi í tíð Stalíns. Þetta afvegaleiddi líffræðina í Sovétríkjunum og olli miklum búsifjum í greininni á löngum tíma. Kenning Lysenkós varð ríkiskenning, trúarbrögð. Björn. Af hverju er umræða um fiskifræðina svo krampakennd hér á landi sem raun ber vitni? Eruð þið í gíslingu einhverra afla sem hafa annarra hagsmuna að gæta en að stuðla að umræðum og fram- förum í þessari mikilvægu vísinda- grein lítillar fiskveiðiþjóðar? Og hvað er að óttast þótt Hafrann- sóknastofnunin hafi margar radd- ir? Svarbréf til Björns Björnssonar Jóhann Hauksson Fiskifræði Af hverju er umræða um fiskifræðina, spyr Jóhann Hauksson, svo krampakennd hér á landi sem raun ber vitni? Höfundur er fréttamaður og for- stöðumaður RÚV á Austurlandi. HVATAMÖNNUM aðildar Íslands að Evr- ópusambandinu hefur að undanförnu hlaupið kapp í kinn í ljósi skoð- anakannana, og skín ánægjan og sigurviss- an úr orðum þeirra. Í því sambandi vænta sumir að fylgisaukning flokka sinna í skoðana- könnunum stafi af vax- andi sókn þjóðarinnar til ESB. Sem ber fer höfum við Íslendingar löngum átt framsýna menn, sem hafa séð lengra en við hin, og vísað okkur til vegar. Fyrir tæpum áratug viðhafði ég eft- irfarandi orð í þingræðu, þar sem ég vitnaði til merkra orða látins þjóð- skörungs: „Á fyrstu árum svonefndrar við- reisnarstjórnar kom mjög til álita, að við sæktum um beina EB-aðild. Þáverandi viðskiptaráðherra var því eindregið fylgjandi. Aðrir menn réðu þó ferðinni árin 1961 til 1963, þegar EB-aðildin var til um- ræðu. Dr. Bjarni Bene- diktsson forsætisráð- herra benti á það í útvarpsræðu 1. desem- ber 1961, að forsendur væru aðrar í efnahags- málum en varnarmál- um – lega lands okkar væri slík, að máli skipti fyrir nágranna okkar í heimsátökum, en fram- leiðsla okkar hins veg- ar svo smá, að einu gilti fyrir þá. Væri því eðlilegt, eins og ráðherrann komst að orði, „að við hikuðum við að láta þeim í té úr- slitaráð yfir nokkrum þáttum efna- hagsins“. Þetta er kjarni málsins. Ákveðin lausn þessara mála var fundin með fríverslunarsamningi við EFTA í lok sjöunda áratugarins og síðan bókun 6 við EB. Hvorugur samningurinn fól í sér heimild út- lendinga til veiða innan lögsögu okk- ar.“ Orð Bjarna Benediktssonar sem eru fjögurra áratuga gömul eru vissulega varða við veginn, gagn- vart aðild að ESB, og þau lýsa áfram. Einnig má minna á orð Einars Benediktssonar um land og þjóð: áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur situr hún hafsins höfuðmið. Evrópusambandið Eggert Haukdal Evrópusambandið Við Íslendingar höfum átt framsýna menn, segir Eggert Haukdal, sem hafa séð lengra en við hin, og vísað okkur til vegar. Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.