Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.04.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 43 Í dag er kvödd göf- ug kona Sigríður Hall- dórsdóttir. Hún lést eftir nokkurra mánaða legu, ýmist á spítölum eða heima. Hún hafði þjáðst um árabil af með- fæddum hjartagalla sem hún bar á sinn hljóðláta hátt. Þegar hún var spurð um líðan sína þurfti að spyrja oftar en einu sinni því hún vildi ekki valda neinum áhyggjum. Sigríður Halldórsdóttir var fulltrúi hógværðar, prúðmennsku og orðvarkárni og heyrðist hún aldrei hallmæla neinum. Eftir að hún fékk undraverðan bata fyrir u.þ.b. þremur vikum vöknuðu vonir um að hún fengi að vera með okkur áfram. En hún kvaddi fyrr en við bjuggumst við, sátt við örlögin. Sigríður lét sér mjög annt um börnin sín og barnabörnin til hinstu stundar. Við Walter kveðjum góða konu með trega og biðjum henni velfarn- aðar á nýjum slóðum. Svo og vott- um við öllum ástvinum hennar inni- lega samúð. Ragnheiður. Enn eitt skarðið er höggvið í frændgarðinn, hún elsku Gógó okk- ar er dáin. Hún var reyndar hvíld- inni fegin eftir erfið veikindi – en dauðinn kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart þegar hann á end- anum bankar uppá. Frá því ég man fyrst eftir Gógó hefur hún alltaf skipað sérstakan sess í mínum huga. Það er erfitt að finna réttu lýsingarorðin til að koma til skila þeirri hlýju sem staf- aði frá henni. Hjartahlýrri mann- eskju held ég að ég hafi ekki kynnst, umhyggjan fyrir öllum í kringum sig var einstök og alltaf var maður velkominn hjá Gógó, þar stóðu allar dyr opnar. Það ríkti líka alltaf mikil glaðværð í kringum hana, en ekki á kostnað annarra því aldrei hallaði hún á nokkurn mann. Hún Gógó var bara einfaldlega svo góð. Ein af mínum fyrstu minningum frá Reykjavík sem krakki er glugg- inn hjá Gógó og Palla í Lönguhlíð- inni. Úr þessum töfraglugga gat maður fylgst með öllu sem gerðist í Reykjavík. Þarna var útsýni yfir mestu umferðargötu bæjarins, þar sá maður bíla í endalausri röð sem hlykkjaðist áfram. Ef maður sat nógu lengi sá maður yfirleitt alltaf a.m.k. einn löggubíl, „vonandi“ einn sjúkrabíl að ógleymdum öllum strætóunum. Palli frændi keyrði líka strætó – þess vegna varð strætóinn enn meira spennandi. En það var líka stutt í friðsældina, því ef maður náði að hafa augun af um- ferðinni í smástund og snúa höfðinu örlítið til hægri þá blasti Miklatúnið við. Þá voru trén reyndar aðeins lægri en þau eru í dag – en þar var oft fólk á ferli og skemmtilegt að fylgjast með þeirra ferðum. Mamma og Gógó voru miklar vin- konur og yfirfærðist sú vinátta yfir á alla fjölskylduna sem hélst áfram eftir fráfall mömmu. Það var eins og lítill og skemmtilegur púki kæmi upp í þeim stöllum þegar þær hitt- ust eða töluðu saman í síma. Það var greinilegt að vináttan var þeim báðum mjög mikils virði og veitti þeim mikla gleði. Þau voru ófá skiptin sem við gist- um hjá Gógó og Palla og alltaf stóð heimili þeirra okkur opið, hvort sem við systkinin vorum í fylgd for- eldranna eða ein á ferð. Það var mömmu líka mikils virði að vita af SIGRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Sigríður Hall-dórsdóttir var fædd að Fögru- brekku í Hrútafirði 30. júlí 1925. Hún lést á Landspítalan- um 27. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2 í Reykjavík, 9. apríl. okkur í öruggu húsa- skjóli. Í ys og þys dagsins ætlar maður alltaf að kíkja við á morgun – en nú er það of seint. Ég vildi að ég hefði stoppað oftar í Löngu- hlíðinni síðustu árin – en elsku Gógó, í hvert skipti sem ég hef keyrt Miklubrautina hef ég horft upp í gluggann hjá þér og hugsað til þín. Myndin sem ég fæ upp í hug- ann yljar mér alltaf um hjartarætur og brosið breikkar – ég minnist hlýjunnar sem stafaði frá þér – þú varst einfaldlega svo góð. Elsku Gógó, við systkinin af Lækjargötunni kveðjum þig með þökkum fyrir allar samverustund- irnar í gegnum tíðina. Megi Guð geyma þig og vernda fjölskyldu þína á þessari kveðjustund. Guðný. Mín hlýja og hjálpfúsa frænka Gógó eins og hún var alltaf kölluð í daglegu tali, er nú búin að kveðja okkur í hinsta sinn. Alltaf er maður óviðbúinn og hrekkur við þó svo að við mættum vita að hverju stefndi því hún var búin að vera svo mikið veik. Þegar ég lít yfir farinn veg koma margar ljúfar minningar í hugann. Þegar ég þurfti að fara til Reykjavíkur kom ég alltaf til Gógó- ar og Palla í Lönguhlíðinni og það var alltaf eins og að koma heim. Á þeim árum var þar margt í heimili, Halldór og Guðrún foreldrar Gógó- ar og börnin þrjú Haddi, Palli og Gunna Magga. Þarna ríkti ávallt mikil glaðværð því húmorinn var góður og notuð voru mörg spaugi- leg lýsingarorð, því lýsingarorð áttu foreldrar Gógóar til ríkum mæli og á góðum stundum voru þau ekki spöruð. Gógó og Palli óku með okk- ur um bæinn það sem við þurftum að fara hvort sem var í búðir eða til vina og kunningja og aldrei var það talið eftir. Gógó var einstaklega smekkleg og hjálpleg við að velja föt á ferða- langinn. Smekkvísin sýndi sig einn- ig á hennar hlýlega og fallega heim- ili. Það var fjölskyldunni mikið áfall þegar Palli, hennar ástkæri eigin- maður, varð bráðkvaddur er þau voru að leggja af stað í ferð til að hitta son sinn í Danmörku. Þetta varð fjölskyldunni mjög erfitt enda svo snöggt. Gógó lét þó ekki bugast, hélt heimili sitt áfram og börnin eignuðust sín heimili. Gógó naut þess að umvefja börnin sín, tengdabörnin, venslafólk, vini og frændgarðinn allan sinni miklu ástúð og hlýju meðan kraftar ent- ust. Ég kveð Gógó með trega í hjarta og bið Guð að leiða fjölskylduna um alla framtíð, Elsku Gógó, friður guðs fylgi þér. Þín frænka, Ingibjörg Pálsdóttir (Lilla). Síminn hringdi að morgni dags 27. mars. „Sæll, Óli minn, hún mamma er dáin, hún dó í nótt.“ Síð- an kom stutt þögn, svo hélt vinur minn Halldór áfram: „Ég var hjá henni uppi á spítala í gærkveldi meira en þrjá klukkutíma. Við spjölluðum um allt mögulegt og hún var svo ágætlega hress. Mér datt ekki í hug þá að þetta væri okkar síðasta samtal.“ Eftir stutt og slitrótt samtal kvöddumst við með titrandi rödd- um. Ég sat hljóður eftir og minn- ingarnar fóru að hrannast upp. Undanfarnir mánuðir höfðu verið henni erfiðir á köflum en alltaf á milli hresstist hún og von um bata vaknaði. Þrekið hafði minnkað og þar kom, að hún var tekin til dýrð- arinnar. Hún var fullviss um að það fyrirheit sem hún átti í biblíunni sinni um eilíft líf myndi rætast. Sem ég sat hnugginn þá kom fyr- ir hugskotssjónir mínar minning frá löngu liðnum tíma þegar ég sá Sig- ríði og mann hennar Pál Axelsson í fyrsta sinn. Það var á sunnudags- samkomu í Hvítasunnukirkjunni Filadelfia. Hann var hraustlegur og glæsilegur en hún var fíngerð og af- ar lagleg kona. Þessi hjón vöktu strax athygli mína, það var mikill hjónasvipur með þeim og þau voru glaðleg með afar ljúft viðmót. Við áttum samleið í áratugi eftir þetta og voru þau virt og dáð af öllum sem kynntust þeim. Bænafólk sem fól Drottni vegu sína og treysti því að hann myndi vel fyrir sjá. Páll Axelsson maður Sigríðar lést langt um aldur fram fyrir um fjórtán ár- um. Þau voru þá að leggja uppí ferð til Danmerkur til þess að heim- sækja son sinn. Sviplegt og ótíma- bært fráfall góðs drengs, harm- dauði allra sem til hans þekktu. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskyld- una Sigríður var þarna orðin ekkja á besta aldri rúmlega sextug. Sigríður stóð eftir, og sem sann- kölluð hetja hélt hún fjölskyldunni saman, og hlúði að börnum sínum og barnabörnum. Líf hennar sner- ist áfram um að veita aðstoð og hjálp alls staðar í fjölskyldunnni þar sem þörf var. Þannig var ætíð hennar lífsstíll. Þegar börn hennar, dóttirinn Guðrún Margrét og sonurinn Hall- dór, ásamt nokkrum öðrum réðust í það fyrir löngu að stofna hjálpar- starfið ABC sem var frá upphafi ætlað til að hjálpa fátækum börnum úti í hinum stóra heimi þá stóð hún á bak við það með ráðum og dáð. Í dag veitir þetta stórkostlega starf þúsundum fátækra barna menntun, öryggi og heimili. Þessu starfi veitti hún stuðning og vann mikið að því með ýmsum hætti, hún var alltaf til taks. Fyrir nokkrum árum hóf ég samstarf með syni hennar Halldóri. Við stofnsettum útgáfufyrirtæki og höfum unnið saman síðan hérlendis og í mörgum öðrum löndum. Hún var áhugasöm um þetta og fylgdist með öllu því sem var að gerast. Hún var einnig þátttakandi í merkum tímamótum í rekstri okkar. Við vissum líka að hún bað fyrir starfi okkar, hún bað fyrir farsæld og friði okkur til handa. Þegar ég í dag minnist hennar þá er myndin skýr og falleg af hrein- lyndri konu sem var alltaf fús að rétta fram hjálparhönd. Hún var líka glaðvær og skemmtileg . Fyrir rúmlega tveimur árum kom upp sú staða hjá mér og konu minni að okkur vantaði húsnæði í rúman mánuð, eða þar til íbúð okk- ar væri tilbúin. Við höfðum fengið til afnota þennan tíma herbergi í kjallara og hugðumst láta það nægja. Þarna greip hún inní sem endranær. Hún sagði: „Það kemur ekki til greina að þið farið að kúldr- ast í einu kjallaraherbergi í meira en mánuð. Þið fáið bara íbúðina mína, ég flyt til hans Halldórs og fjölskyldu hans á meðan.“ Ekki þýddi að andmæla hún rétti mér lykilinn og allt varð eins og hún hafði ákveðið. Við nutum þess að vera í Lönguhlíð 19 þennan tíma, hún setti engar reglur, engin skil- yrði, sagði aðeins þegar hún kvaddi okkur ég vona að ykkur líði vel hérna. Þetta er í þeim anda sem ég hefi ætíð fundið hjá þessari fjöl- skyldu alltaf til staðar þegar hjálp- ar er þörf. Ég og kona mín kveðjum í dag konu sem við munum ætíð minnast með þökk og virðingu fyrir það sem hún var. Við biðjum Drottin að blessa minningu Sigríðar Halldórs- dóttur og gefa fjölskyldu hennar huggun og frið. Þökkum ljúfa samferð. Ólafur Gränz. Með Gógó er farin einstaklega falleg og vönduð kona. Hún var öll- um svo góð og geislaði alltaf af svo mikilli hlýju og umhyggju. Gógó var mjög dugleg og ósérhlífin kona og var hún oft samferða okkur í kirkju á sunnudagsmorgnum. Það var svo ánægjulegt að hafa hana með okkur, hún hafði svo friðsæla og góða nærveru. Við munum einn- ig alltaf minnast samverustundanna með henni á heimili hennar í Lönguhlíðinni. Hún var mjög skemmtileg í samræðum og ungleg og létt í lund. Allt var svo fágað og snyrtilegt í kringum hana og alltaf tók hún svo vel á móti okkur. Gógó fylgdist alltaf vel með námi okkar og öllu sem við höfðum fyrir stafni. Hún var okkur sem amma og lét sér svo annt um alla okkar hagi. Gógó var mjög trúuð kona og kær- leikur Guðs skein í gegnum líf hennar. Við munum ávallt vera henni þakklátar fyrir allar hennar bænir og alla umhyggju, sem hún sýndi okkur. Nú er amma Gógó farin heim til Drottins en fallegu minningarnar um hana munu alltaf lifa í hjörtum okkar. Allri fjölskyldu hennar og ástvinum viljum við votta okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja. Pálína og Margrét. Þakklæti til Guðs er mér efst í huga er við nú kveðjum Sigríði Halldórsdóttur, eða Gógó, eins og hún var jafnan kölluð. Þakklæti fyr- ir þau miklu forréttindi, að hafa fengið að kynnast þessari einstöku konu. Ég man eftir henni frá því ég var ung að árum. Móðir mín, Pál- ína, og hún þekktust vel og komum við oft til hennar. Mér er minn- isstætt eitt sinn er við komum við hjá henni. Ilm af kjötsúpu lagði á móti okkur. Með blik í augum, sagði hún: „Ég á von á honum Árna mági mínum í mat. Honum þykir svo góð kjötsúpa.“ Ekki vissi ég þá, að við Árni ættum síðar eftir að ganga saman í gegnum lífið. Við Gógó vorum svilkonur, trúsystur og mjög nánar vinkonur og þannig kynntum við okkur, ef svo bar und- ir. Við hjónin minnumst margra ánægjulegra samverustunda með Palla og Gógó. Ferða við ýmis tæki- færi til ættingjanna fyrir norðan. Einnig er okkur sérstaklega minn- isstæð hringferðin um landið, sem við fórum síðasta sumarið, sem Palli lifði. Í þeirri ferð gerðist margt skemmtilegt, sem oft var rifjað upp síðar. Gógó var falleg kona, hún var fal- leg bæði hið ytra og innra. Hún var fróð og skemmtileg. Að vera í nær- veru hennar var eins og að sitja við veisluborð. Okkur hjónunum og okkar börnum var hún einstaklega góð og umhyggjusöm. Er ég vitjaði hennar sársjúkrar, byrjaði hún allt- af á að spyrja um hvernig mér og allri fjölskyldunni liði. Síðustu mán- uðir hafa verið Gógó erfiðir. En í veikindum sínum missti hún aldrei gleðina og tók alltaf brosandi á móti manni. Við ræddum margt, er hún lá á hjartadeild Landspítalans. Við vissum báðar að brátt gæti liðið að leiðarlokum. En hún var glöð og sátt. Hún hafði ung gefist Kristi og valið Hann sem leiðtoga lífs síns. Líf hennar og öll framkoma var predikun fyrir alla þá er henni kynntust. Hún var góðilmur Krists hvar sem hún fór. Suma daga var hún svo veik að við þögðum og héld- umst í hendur, þakklátar fyrir tím- ann, sem Guð hafði gefið okkur. Ég gekk út úr sjúkrastofunni, leit til baka í dyrunum og við vinkuðum hvor annarri, ekki vissar um hvort við sæjumst næsta dag. Það var mikið gleðiefni, er hún hresstist og komst heim, en aðeins í nokkra daga. Þá kom kallið. Sigríður Hall- dórsdóttir var kölluð til fundar við Drottin sinn og frelsara. Hún hafði fullnað æviskeiðið, varðveitt trúna og var nú geymdur sveigur réttlæt- isins. Guð blessi þá björtu minningu, sem hún eftirlætur okkur öllum. Lydia. Okkur langar til þess að minnast vin- og velgjörðarkonu okkar til margra ára sem látin er eftir stutta en harða baráttu við manninn með ljáinn. Gunna var stoð okkar og stytta á frumbýlingsárunum á Akra- nesi og óspör á góð ráð handa byrj- endum í búskaparbransanum. Aldrei taldi hún eftir sér að leiðbeina okkur þegar við vorum að staulast okkar fyrstu skref, kornung að árum, og alltaf að gera vitleysur og mistök. Hún var ætíð boðin og búin til að að- stoða okkur með börnin og gæta þeirra ef svo bar undir. Eitt sinn vor- um við ungu hjúin hálfstúrin því okk- GUÐRÚN ÁRMANNSDÓTTIR ✝ Guðrún Ár-mannsdóttir fæddist að Efri-Ey I í Meðallandi í V-Skaft. 16. október 1907. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Klaust- urhólum á Kirkju- bæjarklaustri 25. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju mánudaginn 8. apríl. ur langaði svo mikið til að fara upp í Borgar- fjörð um verslunar- mannahelgi en enginn var tiltækur til að gæta litlu dóttur okkar, allir farnir út úr bænum. Þá hringdi Gunna og sagði á sinn snögga og sér- staka hátt: „Hvaða vit- leysa er þetta, komið þið bara með stelpuangann eins og skot og farið þið svo og skemmtið ykk- ur.“ Ekkert óþarfa fjas um svona smámuni, bara að drífa sig. Þegar við svo eign- uðumst okkar yngsta barn, þá komin hingað til Reykjavíkur, hringdi sím- inn og þar var Gunna með sinn stóra faðm og hlýja hjarta að bjóðast til að gæta Gunnars, sem þá var yngstur, og ekki áttum við að tvínóna neitt við það bara setja guttann í Akraborg- ina. Honum var ekki skilað fyrr en hálfum mánuði seinna. Þarna var Gunnu rétt lýst, ekkert að telja eftir sér hlutina, þetta var bara sjálfsagt. Ekki er annað hægt en að segja frá því hvað við litum upp til hennar fyrir það hvað hún var mikil afburða húsmóðir svo vandfundin var önnur eins. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var það á sömu bókina lært, það var einfaldlega ekki hægt að gera betur, allt lék í hönd- unum á henni. Svo tók þetta enga stund hvort sem það var að baka, sauma, þrífa og laga til eða bara að elda matinn. Alltaf var eins og ekk- ert hefði verið bardúsað því svo var umgengnin snyrtileg. Allt lagfært og þrifið jafnóðum og heimilið alltaf glansandi fínt út úr dyrum. Já, það var leit að öðrum eins vinnuvíkingi enda kunnu margir að meta verkin hennar. Hin síðari ár hefur samgangurinn orðið strjálli því hún var uppi á Skaga en við í Reykjavík. Þegar við fréttum af hinum alvarlegu veikind- um hennar flýttum við okkur til hennar og urðum harla glöð þegar við komum í aðra heimsóknina því hún var svo miklu hressari en fyrst og bjartsýn á að allt færi vel enda hafði hún tröllatrú á læknunum sín- um, en því miður, þá fór sem fór. Við kveðjum mæta manneskju og biðjum að hún fái góða heimkomu. Að síðustu biðjum við Guð um að gefa Kela styrk og vaka yfir honum því hann á erfitt sem aldrei fyrr og missir hans er mikill. Börnum henn- ar og fjölskyldum þeirra biðjum við alls hins besta og vottum fjölskyld- unni allri innilega samúð okkar hjónanna og barna okkar. Hildur Guðbrandsdóttir og Ævar Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.