Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 11.04.2002, Síða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Norræna leiklistar- sambandsins hefur samþykkt að færeyska leikskáldið Jóanes Niel- sen hljóti Norrænu leikskáldaverð- launin árið 2002 fyrir leikrit sitt Eitur nakað land Weekend? Í rökstuðningi segir: „Leikritið er lagt upp sem fjölskyldudrama úr samtímanum, en þróast þannig að úr verður fremur verk sem gerist á lokuðu geðsjúkrahúsi þar sem að- alpersónan, Jóhanna, er sýnd innan um aðra sjúklinga á deildinni. Styrkur höfundar liggur meðal annars í samþættingu fyndni og trega svo úr verður gamansamur og frumlegur sviðstexti sem kemur á óvart og opnar hugi okkar. Verkið er skrifað á fljótandi og frjálslegan hátt, á afar fögru mynd- máli og hefur áhrifamiklar einræð- ur, sem sýnir að höfundurinn er ákaflega gott skáld, með tilfinningu fyrir því tragikómíska og lýsir fólki af mikilli samúð. Innan verksins er einnig rúm fyrir vænan skammt af færeyskri sjálfsgagnrýni og lýsingu á sjálfsfyrirlitningu; höfundurinn veigrar sér heldur ekki við að leggja fram gagnrýni fyrir hönd fyrrum nýlendu. Innflytjenda- og flóttamannavandamálin ber þannig á góma, en í miðju atburða- rásarinnar stendur persóna Jó- hönnu með ástarþörf sína beislaða. Mannúðleg, áhrifamikil og gam- ansöm lýsing.“ Önnur leikskáld sem voru til- nefnd eru Niels Frederik Dahl fyrir Som torden, Morti Vitzki fyrir Menneskesönnen, Anna Blom fyrir Masjävlar, Kristian Smeds fyrir Alltmer mörknar huset, Villads Villadsen fyrir Quasapis sidste dag og Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir fyrir Hægan Elektra. Norrænu leikskáldaverðlaunin 2002 Í fyrsta sinn til Færeyja Jóanes Nielsen leikskáld í Færeyjum. Ljósmynd/Jens Kr.Vang LJÓSVÖRP nefnist sýning Þor- steins Helgasonar sem nú stendur yfir í baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16. Þorsteinn er arkitekt að mennt. Hann útskrifaðist frá Arkitekta- skólanum í Kaupmannahöfn árið 1988. Hann stundaði myndlist- arnám við Myndlistarskólann í Reykjavík 1993–96 og var gesta- nemi í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996–97. Þetta er þriðja einkasýning Þorsteins, en hann hef- ur einnig tekið þátt í samsýningum. Þorsteinn rekur teiknistofuna Arcus í samvinnu við aðra. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga til 17 og sunnudaga frá kl. 14–17. Sýningunni lýkur 21. apríl. Þorsteinn Helgason við eitt verka sinna í Galleríi Fold. Þorsteinn sýnir í Fold LISTMÁLARARNIR Kristín Geirsdóttir og Benedikt Gunnarsson eru nýir staðarlistamenn í Skálholti og munu verk þeirra verða sýnd næstu mánuðina í Skálholtsskóla. Kristín ríður á vaðið og var sýning hennar opnuð við upphaf Kyrrðar- daganna, sem haldnir voru í Skál- holti í dymbilviku. Sýningin, sem nefnist Tákn litanna, mun standa fram í júnílok en þá tekur Benedikt við. Kristín Geirsdóttir hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum listamanna víða um lönd. Fyrir rúmu ári sýndi hún verk sín í Hallgrímskirkju og eru nokkur þessara verka á sýningunni. Leifur Breiðfjörð, Anna Torfa- dóttir og Þorgerður Sigurðardóttir hafa verið staðarlistamenn undan- farin ár og var það að frumkvæði dr. Péturs Péturssonar þáverandi rekt- ors. Fyrrverandi staðarlistamenn eru til ráðgjafar um val nýrra stað- arlistamanna. Verk eftir Kristínu Geirsdóttur sem nú er staðarlistamaður Skálholts. Nýir staðarlistamenn bætast við í Skálholti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.