Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 4

Morgunblaðið - 03.05.2002, Side 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURLISTINNWWW.XR.IS • XR@XR.IS Kl. 16 hefst útgáfu- og uppskeruhátí› í göngugötunni vegna útkomu bæklings um átta ára árangur Reykjavíkurlistans í borginni. Stultudansari, trú›ar og blómarósir. Kl. 17 opnum vi› kosningaskrifstofu Í Mjódd. Sönghópurinn Gestur og gangandi syngja og Szymon Kuran leikur á fi›lu. Ingibjörg Sólrún og Alfre› flytja ávörp. í Mjóddinni SÍFELLT meira ber á því að for- eldrum sé hótað öllu illu borgi þeir ekki fíkniefnaskuldir barna sinna. Skilaboð Vímulausrar æsku og lög- reglunnar eru skýr. Neitið að borga og kærið til lögreglu. Vímulaus æska og foreldrahúsið boðuðu til blaðamannafundar í gær til „að mótmæla þeim skilaboðum sem send hafa verið almenningi“ að heppilegast sé fyrir aðstandendur að þeir greiði fíkniefnaskuld eða aðra skuld þegar hún er innheimt með hótunum um líkamsmeiðingar. „Okkar skilaboð eru hrein og tær. Það á ekki að verða við hótunum,“ sagði Valdimar Jóhannesson, stjórnarmaður í foreldrasamtök- unum Vímulausri æsku. Sjaldnast sé staðið við þessar hótanir en láti foreldrar hins vegar undan sé eins víst að handrukkararnir muni halda áfram að þvinga þá til að borga. Hótanirnar eigi því að kæra til lögreglu og láta viðkomandi sæta ábyrgð, en tveggja ára fang- elsisrefsing liggur við því að vekja ótta um líf eða heilbrigði. Vímulaus æska hyggst beita sér fyrir því að fjölskyldur sem sæta hótunum geti fengið vernd með vöktun. Komið verði fyrir örygg- ismyndavélum eða upptökutækjum til að ná sönnunum fyrir hót- ununum. Valdimar sagði að reynd- ur sakadómari hefði tjáð sér að slíkar upptökur yrðu metnar sem sönnunargögn fyrir dómi, sér- staklega ef þær væru studdar með framburði. Hjálpar ekki Ólöf Ásta Farestveit afbrota- og uppeldisfræðingur sagði að margir foreldrar héldu að þeir gætu hjálp- að börnum sínum með því að borga skuldirnar fyrir þau. Slíkt hefði þveröfug áhrif. Viti börnin að for- eldrar þeirra muni bjarga þeim úr vandræðunum, viðheldur það fíkni- efnaneyslunni. Reki börnin sig á að þau fái enga hjálp, séu meiri líkur á að þau fari í meðferð og hætti neyslu. Sumir foreldrar haldi að þeir séu að gera börnum sínum óleik með því að kæra hótanir til lögreglu, því með því komist börnin á skrá. Þetta sé misskilningur, enda sé allt eins líklegt að lögregla hafi börnin þegar á skrá. Á blaðamannafundinum voru við- staddir foreldrar fíkniefnaneyt- enda sem sjálfir höfðu lent í því að vera hótað. Í máli þeirra kom fram að fleiri en eitt dæmi væru til um að fólk hafi tapað fasteignum vegna fíkniefnaskulda barna sinna. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, sagði að því miður þori fæstir að kæra hótanir og því sé erfitt að gera sér grein fyrir hversu algeng- ar þær eru. Þessari aðferð sé mikið beitt enda ekki önnur úrræði fyrir fíkniefnasalana, þeir geti ekki inn- heimt skuldirnar með öðrum hætti. Ásgeir hvetur fólk til að kæra hót- anir því að öðrum kosti sé lögreglu erfitt að stöðva þá. Fái þessir menn að vaða uppi megi jafnvel búast við því að næst fari þeir að krefja versl- unareigendur um „verndar- greiðslur“ en annars verði unnar skemmdir á húsnæðinu. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn tók undir með Ásgeiri og sagði að lögregla hefði orðið vör við tals- verða fjölgun í slíkum málum. Brjóta fjölskylduna niður Morgunblaðið ræddi við nokkra foreldra fíkniefnaneytenda og í skjóli nafnleyndar var einn þeirra tilbúinn til að lýsa vinnubrögðum handrukkara og hvernig hótanir þeirra grafa undan eðlilegu fjöl- skyldulífi. Drengurinn byrjaði ung- ur að neyta fíkniefna og eftir því sem árin liðu urðu efnin harðari. Einn daginn var hringt frá banka og foreldrum hans tjáð að ein- staklingur með sama lögheimili væri kominn í talsverð vanskil vegna yfirdráttar hjá bankanum. „Ég firrtist við enda hafði ég ekki skrifað undir eitt eða neitt og þar með var því lokið af minni hálfu. En með þessu komst hann yfir reiðufé sem gerði honum kleift að fá stærri skammta af fíkniefnum til að selja.“ Hann gagnrýnir bankana harðlega og á blaðamannafundinum kom fram að Vímulaus æska hafi tvíveg- is rætt við viðskiptaráðherra um slík vinnubrögð. Fíklar geti auð- veldlega útvegað sér yfirdrátt, ekki sé gerð krafa um tekjur eða eignir og sjaldnast beðið um ábyrgðar- menn. Þegar það er gert hafi fíkl- arnir gengist í ábyrgð hver fyrir annan. Viðmælandi Morgunblaðsins lýsti vinnubrögðum fíkniefnasalanna þannig að þeir fíklar sem geta borgað fá stóra skammta, ¾ hlutar eru ætlaðir til að selja öðrum en ¼ til eigin neyslu. Þetta gengur sjaldnast eftir enda hafa fíkniefna- neytendur sjaldnast mikla stjórn á eigin lífi. Afleiðingin varð sú að fljótlega skuldaði pilturinn fíkni- efnasalanum háar fjárhæðir. Eitt kvöldið réðst maður inn á heimili þeirra og hafði í hótunum. Sagði að ef hann fengi ekki peninga myndi hann leita í húsinu að verð- mætum. „Við tókum mjög fast á því og greiddum ekki neitt. Þetta var nú drengur sem var ekki mikið fyr- ir mann að sjá og honum var ein- faldlega snúið við í dyrunum og sópað út. En þá fylgdu eftir hótanir um að ráðist yrði á yngri systkini hans á leið heim úr skóla. Þeir hót- uðu að vinna skemmdir á fjöl- skyldubílnum. Hægt væri að vakta húsið þegar fjölskyldan færi að heiman og nota tækifærið til að leggja það í rúst,“ segir hann. Aldr- ei var gerð alvara úr þessu en hann segir hótanirnar hafi verið miklu, miklu verri en það peningalega tap sem hugsanlega hefði orðið af því að borga sektirnar. Smátt og smátt hafi hótanirnar brotið fjölskylduna niður, yngri systkini verði miður sín og móðir piltsins varð um tíma óvinnufær af áhyggjum. Aldrei var þó látið undan hótununum enda hefði það verið firra, að hans sögn. Rukkurum sem einu sinni tekst að innheimta peninga frá foreldrum muni áfram höggva í sama kné- runn. Aðspurður segir hann að hót- anirnar hafi ekki verið kærðar til lögreglu enda vissu þau ekki nöfn eða heimilisföng ógnvalda sinna. Þau nutu á hinn bóginn stuðnings frá lögreglu og frá Foreldrahúsi Vímulausrar æsku en starfsmenn Foreldrahúss hafi veitt sér og konu sinni ómetanlega hjálp. Í dag er sonur þeirra kominn í fasta vinnu „og sér um sig sjálfur“ eins og hann orðar það. Hótanir frá handrukk- urum og fíkniefnasölum berast ekki lengur til fjölskyldu hans. Foreldrum hefur í auknum mæli verið hótað við innheimtu á fíkniefnaskuldum Neitið að borga og kærið til lögreglu Morgunblaðið/Sverrir Fundarmenn voru sammála um að ekki mætti láta undan hótunum. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær aust- urrískan ríkisborgara, Kurt Fellner í 9 ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot, en ákærði var handtekinn með 67.485 e-töflur á Keflavíkurflugvelli á leið frá Amsterdam til New York í sept- ember sl. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt ákærða í 12 ára fangelsi sem var þyngsti dómur sem kveðinn hafði verið upp í fíkniefnamáli. Fíkniefnin voru falin í fölskum botni í tösku ákærða. Hann hélt því fram við yfirheyrslur að hann hefði ekki vitað hvað var í töskunni. Hæsti- réttur taldi hins vegar sýnt af fram- burði tollvarða að ákærði vissi um falska botninn í töskunni og hlaut að vita að þar voru fíkniefni. Við ákvörð- un refsingar var litið til þess að ekki hefði annað verið leitt í ljós en að ákærði hefði einungis verið flutnings- maður efnanna. Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti féll ákæruvaldið frá því ákæruatriði að ákærði hefði sjálfur ætlað að selja fíkniefnin í Bandaríkj- unum og segir Hæstiréttur að eins og málið liggur fyrir verði ekki á því byggt að ákærði hafi verið eigandi efnanna. Ferðasaga hans sé öll með ólíkindum, en af hálfu ákæruvalds hafi þó engar athuganir verið gerðar sem gætu varpað á hana ljósi. Þrír dómarar Hæstaréttar, Mark- ús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason og Haraldur Henrysson vildu dæma ákærða í 9 ára fangelsi, en Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein töldu, að fyrri dómar Hæstaréttar á þessu sviði og hið gífurlega magn hættulegra fíkniefna, sem ætti sér engin fordæmi í réttarframkvæmd hér á landi, gerðu það að verkum, að refsingin ætti vera 10 ára fangelsi. Skipaður verjandi ákærða fyrir Hæstaréttir var Vilhjálmur Þórhalls- son hrl. Málið sótti Bogi Nilsson rík- issaksóknari. Fangelsisrefsingin milduð úr 12 árum í 9 ár Maður með um 67 þúsund e-töflur dæmdur í Hæstarétti FERÐASKRIFSTOFA í Kína sem skipulagði för ellefu Kínverja hingað til lands í mars sl. hefur verið krafin um skaðabætur vegna þess að Kín- verjunum var snúið við á Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn. Krafan er sett fram af einni stærstu ferðaskrifstofu í Kína en Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Kína, hafði ekki upplýsingar um hvort sett hefði verið fram krafa um sérstaka upphæð. Ferðaskrifstofan sem skipulagði ferðina er í Gu- angzhou-borg og nefnir sig, „Iceland Commerce and Tourist Bureau“. Þetta er sama ferðaskrifstofa og skipulagði ferð 16 manna hóps sem leggja átti af stað til Íslands á þriðju- dag. Sá hópur hefur hætt við ferða- lagið. Útlit sé fyrir að vegabréfsárit- anir fyrir hina hópana berist ekki fyrr en eftir viku, sem að öllum líkindum sé of seint. Ólafur veit ekki til þess að krafist hafi verið skaðabóta fyrir þessa hópa. Hins vegar liggi fyrir að rússneska flugfélagið Aeroflot hafi endurgreitt ellefumenningunum. Ástæðan er sú að rússneska flugfélagið bar ábyrgð á fimm klukkustunda töf í Rússlandi sem varð til þess að Kínverjarnir misstu af flugvél í Kaupmannahöfn. Meðan þeir biðu flugfars til Íslands hafði danska landamæralögreglan af- skipti af hópnum og stöðvaði för þeirra. Íslenska sendiráðið í Peking hefur greitt götu ferðaskrifstofunnar í Guangzhou í samræmi við stefnu stjórnvalda um að fjölga ferðalögum Kínverja til landsins. Um 50 manns hefðu þegar ferðast til Íslands á veg- um skrifstofunnar án vandræða. Kínverjar vilja skaðabætur 38 ÁRA breskur fjallgöngumaður lét lífið á Everestfjalli á miðviku- dag. Slysið átti sér stað við þriðju búðir, sem eru í 7.100 metra hæð. Bretinn hét Peter Legate og hrapaði niður rúmlega 200 metra snarbratta hlíð og lenti í grjóturð. Hann var látinn þegar að var kom- ið. Haraldur Örn Ólafsson hefur hvílt sig í öðrum búðum og stefnir á þriðju búðir í dag, föstudag. Peter Legate og félagi hans Laszlo Mecs hófu uppgöngu frá þriðju búðum klukkan 6.15 að staðartíma á miðvikudag. Skömmu síðar féll Legate niður 200 metra, en hann gekk á eftir Mecs. Mecs varð vitni að slysinu og fór strax niður til að huga að Legate, en þegar þangað var kom- ið var Legate látinn. Haraldur er við góða heilsu og hefur náð mjög góðri hæðaraðlög- un á fjallinu. Minnkandi líkur eru á að honum takist að ná tindi Ev- erest 10. maí eins og áætlað var, en þá eru liðin tvö ár frá því að hann komst á norðurpólinn einn síns liðs. Ætla má að Haraldur og félagar hvíli sig í tvo daga í grunnbúðum áður en lagt verður af stað á topp Everest, en það er háð veðurspám hvernig framhaldið verður. Breti lét lífið á Everest HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Teymi sagði upp sex starfsmönnum um síðustu mánaðamót. Gunnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Teymis, sagði að ástæðu uppsagna hjá fyrirtækinu mætti rekja til sam- dráttar á hugbúnaðarmarkaði. „Um var að ræða hæfa starfsmenn sem búa yfir mikilvægri þekkingu sem því miður var ekki þörf fyrir þessa stundina,“ sagði Gunnar. Hann sagði að fyrirtækið mundi gera sitt ýtrasta til þess að aðstoða starfsmennina við að fá vinnu á öðr- um vettvangi og ekki væri loku fyrir það skotið að einhverjar uppsagnir gengju til baka. Hjá Teymi, sem er umboðsaðili fyrir Oracle-hugbúnað, starfa um 70 manns, en fyrirtækið er með skrifstofur hér og í Danmörku. Teymi segir upp starfs- mönnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.