Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 11
www.oo.is
Opið laug. 11-16 Kerrur yfir 20 gerðir TILBOÐ Graco kerra 6.990BRIO - ORA - BASSON Bílstólar yfir 20 gerðir
T
IL
B
O
Ð
á
b
ar
n
ar
ú
m
u
m
er
en
n
í
ga
n
gi
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segist finna
vaxandi byr innan flokksins um að
Ísland sæki um aðild að Evrópu-
sambandinu, einstaka flokksmenn
hafi þó ákveðnar efasemdir í sín-
um huga til málsins, þeirra á með-
al Jóhann Ársælsson, þingmaður
flokksins á Vesturlandi.
Í grein í Morgunblaðinu sl. mið-
vikudag sagði Jóhann að aðild að
Evrópusambandinu kæmi alls ekki
til greina, að óbreyttri fiskveiði-
stefnu hér á landi. Aðspurður hvort
andstaða við Evrópusambandsaðild
sé að vaxa innan Samfylkingarinnar
segir Össur svo ekki vera. Afstaða
sín í Evrópumálum hafi verið ljós
um nokkurra ára skeið. Hún hafi
verið ítrekuð fyrir síðustu þing-
kosningar, aftur við formannskjörið
og síðast á landsfundi Samfylking-
arinnar sl. haust.
„Við erum í formlegu ákvörð-
unarferli sem lýkur í haust með
allsherjar kosningu í flokknum um
málið. Þangað til vil ég ekki gera
því skóna hvernig meiri- og minni-
hluti liggur. Þó finn ég mikinn og
frekar vaxandi byr með sjónarmið-
um þeirra sem hafa skoðanir
skyldar mínum. Ég verð ekki var
við vaxandi neikvæðni í garð Evr-
ópusambandsins innan Samfylk-
ingarinnar. Um þetta er samt erf-
itt að spá. Mikil umræða og gerjun
er í flokknum í þessu máli. Sveit-
arstjórnarkosningarnar hafa hins
vegar yfirgnæft þá umræðu í bili,“
segir Össur.
Jóhann í hópi
efasemdarmanna
Varðandi afstöðu Jóhanns Ár-
sælssonar segir Össur að hann sé
í hópi efasemdarmanna. Það komi
skýrt fram í greininni í Morg-
unblaðinu að hann hafi ekki lokað
á aðild að Evrópusambandinu,
hann óttist hins vegar að miðað
við óbreytta stefnu um stjórn
fiskveiða sé ekki nægjanlega
tryggt að koma megi í veg fyrir
að erlend fyrirtæki komist inn í
auðlindina.
„Þetta er sjónarmið hjá Jóhanni.
Ýmsir sem hafa skyldar skoðanir
telja að því sé nauðsynlegt að
styrkja sameign landsmanna á
auðlindinni með því að taka sér-
stakt ákvæði um það upp í stjórn-
arskrá,“ segir Össur.
Formaður Samfylkingarinnar
segir ennfremur að skoðanafrelsi
ríki innan flokksins. Hann hafi lýst
skoðun sinni með einbeittum hætti
en hann kúgi engan til fylgis við
sig. Vafalítið séu þungavigtarmenn
í flokknum andstæðrar skoðunar
og þannig eigi það að vera í lýð-
ræðislegum flokki. Samfylkingin
eigi að hafa heilsufar til að takast
á við það að nokkrar stórar kvíslir
innan flokksins renni í ólíkar áttir,
eins og hann orðar það.
„Enginn þungavigtarmaður í
Samfylkingunni hefur gert athuga-
semdir við þá vaxandi áherslu sem
einkennt hefur minn málflutning
um nánari tengsl við Evrópusam-
bandið. Ég dreg einnig ljóslega þá
ályktun af ferðalögum mínum um
landið, þar sem ég hef hitt fjölda
flokksmanna, að þar er að draga
úr andstöðu við Evrópusambandið.
Þetta finn ég í sjávarplássum jafnt
sem landbúnaðarhéruðum. Þar
svíður það minna að útlendingarn-
ir geti tekið auðlindina, í mörgum
sjávarplássum hafa menn hvort eð
er séð innlenda innrásarheri koma,
hirða auðlindina og sigla svo með
hana í burtu,“ segir Össur.
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar
Vaxandi fylgi við
ESB-aðildina
síðan hækkað aftur á 10. áratugn-
um og taldi hann líkur á að hærra
hitastig gæti verið viðvarandi
næstu árin og jafnvel áratugi þegar
litið er á meðaltal margra ára.
Þetta gæti þýtt að afrakstursgeta
stofnsins gæti aukist nokkuð á þess-
um tíma. Það myndi þó aðeins ger-
ast ef veiðidánarstuðull ásamt
brottkasti og löndun fram hjá vigt
helst undir 28% en veiðidánarstuð-
ullinn hefur verið of hár um langt
skeið fram að þessu og sýndi hann
fram á með sannfærandi hætti að ef
PÁLL Bergþórsson, veðurfræð-
ingur og fyrrum veðurstofustjóri,
boðaði nokkra starfsmenn Har-
aldar Böðvarssonar hf., skipstjóra
og stjórnendur til fundar við sig
fyrir skemmstu. Þar reifaði hann
hugmyndir sínar um það hvaða
þættir ráða vexti og viðgangi
þorskstofnsins.
Páll lagði á fundinum fram
reiknilíkan, byggt á fimm ára með-
altölum, sem sýndi fram á tengsl
hitastigs við Ísland, nýliðunar,
veiðiprósentu og hrygningarstofns.
Hafði hann til hliðsjónar þróunina á
síðustu öld. Þar má m.a. sjá að hita-
stig hefur mikið að segja fyrir af-
rakstursgetu þorskstofnsins. Með
hærra hitastigi er líklega meira æti
til staðar fyrir þorskinn, hrogna-
þroski e.t.v. hraðari, lífslíkur þeirra
meiri og umhverfisaðstæður hag-
stæðari. Veiðidánarstuðullinn, þ.e.
hlutfallið sem veitt er af veiðistofn-
inum ár hvert, hefur mikið að segja
fyrir stærð stofnsins. Páll talaði um
að mikilvægasti hluti hrygning-
arstofns þorsks væri á aldrinum 9
ára og eldri, þetta væri sá hluti sem
bæri uppi nýliðunina. Rannsóknir
síðustu áratuga hafa sýnt að þessi
hluti stofnsins hafi minnkað stöð-
ugt og væri það mikið áhyggjuefni.
Páll talaði um að kuldaskeið hafi
staðið yfir á Íslandi á 7., 8. og 9.
áratug síðustu aldar sem hafi dreg-
ið úr nýliðun þorsks. Hitastig hafi
hann verður of hár, hefur það
margföldunaráhrif í för með sér til
minnkunar á stofnstærð. Hann
lagði þ.a.l. áherslu á það hversu
mikilvægt það er að sýna ábyrgð
við nýtingu fiskimiðanna og upp-
ræta brottkast á afla, enda hefði
brottkastið og löndun fram hjá vigt
þessi sömu margfeldisáhrif á lakari
afrakstur stofnsins og ofveiði. Að
sama skapi verði menn að reyna að
ganga tiltölulega jafnt á árganga,
ekki megi t.d. einblína á það að ná í
stóra hrygningarfiskinn, t.a.m. með
of stórum netariðli. Það gæti haft
mikil áhrif á nýliðunina. Hann taldi
líkur benda til að svæðalokun á
hrygningarslóðum síðan um miðjan
tíunda áratuginn hefði haft veruleg
áhrif til að vernda hrygningarfisk-
inn og því þyrfti að halda áfram.
Upp úr þessu spunnust miklar og
fróðlegar umræður á fundinum þar
sem menn voru á sama máli um það
að horfa þyrfti á samspil á milli
fiskistofna í víðu samhengi á þann
hátt að afrakstur Íslandsmiða yrði
hámarkaður.
Páll Bergþórsson hélt fund með stjórnendum og skipstjórum Haraldar Böðvarssonar. F.v. Sturlaugur Sturlaugs-
son aðstoðarframkvæmdastjóri, Páll Bergþórsson, Sturlaugur L. Gíslason og Kristján Pétursson, skipstjórar á
Höfrungi III, Marteinn Einarsson, skipstjóri á Ingunni, og Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB.
Páll Bergþórsson kynnir rannsóknir sínar fyrir útgerðarmönnum
Hlýskeið gæti hugsanlega aukið
afrakstursgetu þorskstofnsins
Oddvitar Sjálfstæð-
isflokks og R-lista
Mætast
ekki í kapp-
ræðum
FUNDI sem fara átti fram
milli Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur borgarstjóra og
Björns Bjarnasonar, oddvita
Sjálfstæðisflokks, til borgar-
stjórnarkosninga í aðalútibúi
Búnaðarbankans við Austur-
stræti á laugardag hefur verið
aflýst. Að sögn Árna Emilsson-
ar útibússtjóra lýsti Björn sig
reiðubúinn að mæta til leiks en
Ingibjörg mun ekki hafa sæst á
kappræður. Sagði Árni að til-
gangurinn hefði verið sá að
gefa viðskiptavinum bankans
kost á að skoða nýuppgert
útibú bankans og hlýða um leið
á málflutning frambjóðenda.
Þegar ljóst hefði verið að annar
frambjóðendanna sættist ekki
á kappræður hefði verið ákveð-
ið að aflýsa fundinum, en við-
bótarástæða hefði verið sú, að
endurnýjun afgreiðslusalar var
ekki endanlega lokið.
Að sögn Önnu Kristínar
Ólafsdóttur, aðstoðarkonu
borgarstjóra, mun Ingibjörg
hafa fallist á að mæta Birni, en
ekki í kappræðum. Hún hafi
staðið í þeirri trú að frambjóð-
endur yrðu með ávörp og
myndu spjalla við gesti. Henni
hafi því komið á óvart þegar
fundurinn var blásinn af auk
þess sem sér hafi verið tjáð að
það hafi verið gert vegna þess
að ekki hafi tekist að ljúka
framkvæmdum við bankann.
ÓSKAR Axel Óskarsson, stofnandi
íslenska skófyrirtækisins X-18, hef-
ur að fullu sagt skilið við fyrirtækið
vegna djúpstæðs ágreininings við
stjórnarformann um rekstur og
framtíðarstefnu fyrirtækisins, að
því er segir í fréttatilkynningu frá
Óskari.
Óskar segir ástæður brotthvarfs
síns m.a. þær að bráðabirgðafram-
kvæmdastjórar, sem hafa verið
ráðnir til fyrirtækisins eftir að hann
lét af því starfi, hafi ekki verið
starfi sínu vaxnir og með afar lélega
yfirsýn yfir daglegan rekstur.
Þannig hafi framkvæmdastjóri
kynnt bráðabirgðauppgjör á stjórn-
arfundi, sem geri ráð fyrir 60 millj-
óna króna tapi, þegar tapið reyndist
vera a.m.k. 260 milljónir króna auk
65 milljóna króna skuldar við Ís-
lenska skófélagið.
Óskaði eftir
starfslokasamningi
Albert Sveinsson, framkvæmda-
stjóri X-18, vísaði fullyrðingum
Óskars á bug í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld og tók fram að
Óskar hefði óskað eftir því að gerð-
ur yrði við hann starfslokasamn-
ingur. „Óskar vildi starfa áfram hjá
fyrirtækinu svo fremi sem hann
fengi að sjá um hönnun og mark-
aðsmál eins og hann hafði gert hjá
fyrrum framkvæmdastjórum en það
gekk ekki eftir vegna samstarfsörð-
ugleika,“ sagði Albert. „Hann gerði
sjálfur samninga í trássi við sam-
þykki stjórnar og skuldbatt þannig
fyrirtækið, svo dæmi séu tekin.“
Óskar sagðist í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld vera á leiðinni
með nýtt vörumerki í tískuskóm eft-
ir samninga við innlenda og erlenda
fjárfesta og mun fyrsta skólínan
koma í ágúst nk. „Þetta er gríð-
arlega stór lína og mun breiðari en
hjá X-18,“ sagði Óskar. Hann sagði
skóframleiðsluna verða í sama anda
og hjá X-18 en eini munurinn væri
sá að hún birtist undir nýju vöru-
merki, sem Óskar sagðist ekki
tilbúinn að gefa upp strax. „Við
komum með okkar skó í byrjun
ágúst og fáum alls staðar hillupláss
þar sem X-18 hafði áður,“ sagði
hann.
Óskar Axel Óskarsson stofnandi X-18
Hefur sagt skilið
við X-18 vegna
ágreinings