Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 31 GAMANMYNDIN Bubble Boy fjallar um drenginn Jimmy Livings- ton, sem fæddist með ónýtt ónæm- iskerfi og þarf því að lifa lífinu í plast- blöðru í herberginu sínu. Þegar hann svo kemst að því að Chloe, konan sem hann hefur elskað og þráð allt sitt líf, er í þann veginn að fara að giftast öðr- um manni við Niagara-fossana í Kan- ada ákveður hann að ráðast í mikið ferðalag til að freista þess að stöðva brúðkaupið og vinna hug og hjarta konunnar, enda hefur hann til að bera allar þær þrár og væntingar sem venjulegir ungir menn hafa til lífsins þrátt fyrir að hafa mátt dúsa í blöðru hingað til. Leikstjóri myndarinnar, sem kem- ur frá Touchstone Pictures, er Blair Hayes, en handritshöfundar eru Ken Daurio og Cinco Paul. Framleiðand- inn Beau Flynn fékk hugmyndina að myndinni eftir að hafa staðið að baki framleiðslu vinsælla mynda á borð við Tigerland og Requiem for a Dream. „Bubble Boy fjallar fyrst og fremst um það að til þess að geta notið þess góða í heiminum þarf maðurinn líka að takast á við það sem miður fer. Það getur enginn lifað með því að ein- angra sig og vernda frá öllum óþæg- indum sem lífinu fylgja,“ segja fram- leiðendur myndarinnar og bæta við: „Myndin stendur ekki síst fyrir frels- ið þegar öllu er á botninn hvolft og það er einmitt það sem allir ættu að vinna að og lifa fyrir,“ segir Flynn. Leikarar: Jake Gyllenhaal (Dangerous Women, The Good Girl, October Sky); Swoosie Kurtz (Get Over It, Cruel Intent- ions, Liar Liar); Marley Shelton (Pleas- antville, Sugar & Spice, Still a Kiss); Danny Trejo (Con Air, Six Days Seven Nights, Champions); John Carroll Lynch (The Next Best Thing, Face/Off, Fargo) Leikstjóri: Blair Hayes. Strákur í blöðru Sambíóin í Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri frumsýna Bubble Boy með Jake Gyllenhaal, Swoosie Kurtz, Marley Shelton, Danny Trejo og John Carroll Lynch. Jimmy Livingston fæddist með ónýtt ónæmiskerfi og þarf því að lifa lífinu í plastblöðru í herberginu sínu. SPIDER-MAN er ein nokkurra mynda þetta árið sem beðið er eft- ir með hvað mestri eftirvæntingu. Myndin hefur verið lengi í fram- leiðslu og aðstandendur lofa miklu og glæsilegu sjónarspili þegar þessi gamalkunna teiknimynda- söguhetja tekur að sveifla sér milli háhýsa á hvíta tjaldinu. Leikstjóri myndarinnar er Sam Raimi, sem einna þekktastur er fyrir The Gift, A Simple Plan og Evil Dead-seríuna. Með helstu að- alhlutverk fara Tobey Maguire, Willem Dafoe og Kirsten Dunst. Handritið skrifuðu David Koepp og Scott Rosenberg eftir sögu Stan Lee og var tónlistin í höndum Danny Elfman. Framleiðendur myndarinnar, sem flokka má sem vísindaskáldskap, ævintýramynd og spennutrylli, eru Columbia Pictures Corporation, Marvel Films og Sony Pictures Entertain- ment. Undarlegir atburðir gerast í lífi venjulegs menntaskólastráks eftir að hann er bitinn af geislavirkri könguló. Skyndilega hefur efna- fræði líkama Peters Parkers (Tob- ey Maguire) stökkbreyst svo hann getur labbað upp lóðrétta veggi og gengið í loftum svo fátt eitt sé nefnt. Hann getur skotið leiftur- hratt vökvakenndum vef úr úlnlið sínum og öðlast mjög næma skynjun fyrir hættum. Hann tekur upp nafnið Spider Man og notfærir sér krafta sína í upphafi til að öðl- ast fé. En þegar frændi hans er myrtur af glæpamanni sem Peter nær ekki að stöðva, sver hann að nota krafta sína einungis til að berjast gegn hinu illa. Á sama tíma lendir vísindamaðurinn og viðskiptajöfurinn Norman Osborn (Willem Dafoe) í skýi af nýrri teg- und af taugagasi sem veitir honum annan persónuleika, hins ofur- sterka Green Goblin. Parker þarf nú að glíma á þremur vígvöllum í lífinu; við hið nýja starf sitt hjá dagblaði, við hinn illskeytta Green Goblin og við að reyna að vinna ástir hinnar fögru skólasystur sinnar, Mary Jane Wilson (Kirsten Dunst), í samkeppni við besta vin sinn Harry Osborn (James Franco), son Normans Osborns. Spurningin er, bara hvort þetta geti ekki verið sjálfum Spider Man ofviða? Leikarar: Tobey Maguire (Don’s Plum, Wonder Boys, Ride with the Devil); Willem Dafoe (Bullfighter, The Reckoning, Edges of the Lord); Kirst- en Dunst (The Cat’s Meow, Get Over It, All Forgotten); James Franco (Blind Spot, Mean People Suck, If Tomorrow Comes; JK Simmons (The Mexican, The Gift, Autumn in New York); Michael Papajohn (The An- imal, Charlie’s Angels, Impala). Leik- stjóri: Sam Raimi. Hæfileikum fylgir ábyrgð Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn, Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri frumsýna Spiderman með Tobey Mag- uire, Willem Dafoe, Kirsten Dunst, James Franco, JK Simmons og Michael Papajohn. Efnafræði líkama Peters Parkers (Tobey Maguire) hefur stökkbreyst svo hann getur labbað upp lóðrétta veggi og gengið í loftum. KVIKMYNDIN You Can Count on Me fjallar um samband tveggja systkina í smábæ einum í Banda- ríkjunum. Sammy er einstæð móð- ir í smábænum Catskill í New York-ríki sem tekst á við rótlausan bróður sinn, Terry að nafni, og dagleg vandræði í vinnunni. Systk- inin höfðu misst foreldra sína í bíl- slysi á unga aldri og birtist Terry loks allt í einu og kemur inn í líf systur sinnar eftir áralanga fjar- veru. Það slær svo alvarlega í brýnu á milli þeirra systkina þegar bróð- irinn býðst til þess að kynna átta ára gamlan son Sammy fyrir föður sínum, sem hann hefur aldrei aug- um litið, en ímyndar sér á degi hverjum sem mikla hetju. Þá reyn- ir loks á systkinin að endurskil- greina samband sitt. Leikstjóri myndarinnar og hand- ritshöfundur er Kenneth Lonerg- an, fæddur í New York árið 1963. Hann er m.a. þekktur fyrir að hafa skrifað handrit að bíómyndunum Gangs of New York, The Advent- ures of Rocky & Bullwinkle og Analyze This. Framleiðandi mynd- arinnar er Cappa Production Hart Sharp Productions, sem er fremur lítið kvikmyndaver á bandarískan mælikvarða. Myndin hlaut tvær tilnefningar til Óskarsverðlauna. Annars vegar fékk Kenneth Lonergan tilnefn- ingu fyrir besta frumsamda hand- ritið og hins vegar fékk Laura Linney tilnefningu fyrir besta að- alhlutverk kvenna sem Sammy. Leikarar: Amy Ryan (A Pork Chop for Larry, Roberta, Remembering Sex); Michael Countryman (Black Knight, Ransom, The Paper); Adam LeFevre (The Victim, Born Loser, Hearts in Atlantis); Halley Feiffer (Lax & Ord- er); Laura Linney (Maze, Lush, The House of Mirth); Whitney Vance (Wet Hot American Summer). Leikstjóri: Kenneth Lonergan. Sammy er einstæð móðir í smábænum Catskill í New York-fylki sem tekst á við rótlausan bróður sinn og dagleg vandræði í vinnunni. Systkinasamband Háskólabíó frumsýnir You Can Count on Me með Amy Ryan, Michael Country- man, Adam LeFevre, Halley Feiffer, Laura Linney og Whitney Vance. Í TILEFNI af væntanlegri frum- sýningu Hollendingsins fljúgandi á Listahátíð í Reykjavík 11. maí mun Reynir Axelsson halda kynningar- fyrirlestur um óperuna í Norræna húsinu á morgun, laugardag kl. 13. Einnig verður sýnd upptaka óper- unnar frá Bayerische Staatsoper í München árið 1991. Hljómsveitar- stjóri þeirrar sýningar er Wolfgang Sawallisch en leikstjórn og sviðs- mynd annaðist Henning von Gierke. Enskur skjátexti. Aðgangur ókeypis. Hollendingurinn fljúgandi kynntur VORTÓNLEIKAR Tónmennta- skóla Reykjavíkur verða haldnir á morgun, laugardag, kl. 14 í Ís- lensku óperunni við Ingólfsstræti. Fram koma yngri og eldri nem- endur með einleiks- og samspils- atriði. Aðgangur er ókeypis. Vortónleikar í Óperunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.