Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 32
MENNTUN
32 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MBA-nám
• Öll kennsla fer fram á ensku.
• 11 mánaða almennt MBA-fjármálanám.
• Nemendur alls staðar að.
• Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla.
• „Hands-on“ ráðgjafarverkefni.
Inntökuskilyrði
• Háskólagráða eða tilsvarandi starfsreynsla.
• A.m.k. þriggja ára starfsreynsla.
• GMAT-próf.
• 3 meðmælabréf.
• Viðtal.
Ertu að spá í alþjóðlegt
MBA-nám í haust?
vinsamlegast hafðu samband við
Norwegian School of Management BI,
Postboks 9386 Grønland,
0135 Oslo, Noregi.
Sími +47 22 57 62 00,
eða mba@bi.no
Ef þú óskar eftir að komast að í
MBA-námið
sem hefst í byrjun ágúst
Netfang: mba@bi.no
http://www.bi.edu
FÓLK sem þarf að notakamar gerir sér grein fyr-ir að með lífi sínu og úr-gangi hefur það áhrif og
vegna þeirra áhrifa verður það að
gera ráðstafanir. Þetta fólk fer líka
óhjákvæmilega út fyrir hússins dyr
nokkrum sinnum á dag. Vatnskló-
settið gerir það að verkum að fólk
getur auðveldlega losað sig við það
sem frá því kemur, fólk sturtar því í
burt og fær aftur tært vatn, sér
hvorki né skynjar áhrif sín og hefur
því ekki áhyggjur. Það kemst líka hjá
því að fara út, finnur ekki vind á
vanga, lítur ekki til sólar eða stjarna,
skynjar ekki náttúruna utanhúss.
Það verður firrt, fáfrótt, áhugalaust,
skortir alla náttúru- eða umhverfis-
vitund. Ekkert er mannkyni hættu-
legra.“
Firring borgarbúans getur gert
það að verkum að vatnsklósett verð-
ur hættulegra en kjarnorku-
sprengja. Í kafla í bókinni Græn-
skinna, umhverfismál í brennidepli
(MM, 2002), fjallar Sigrún Helga-
dóttir, kennari og auðlindafræðingur
um um mikilvægi fræðslu segir m.a.
frá þessari hugmynd að hættuleg-
asta uppfinning mannsins ef til vill sé
vatnsklósettið.
Tæknin og umhverfið
Tæknin skapar falskt öryggi, því
hún dregur úr umhverfisvitund. „Sá
sem hefur umhverfisvitund skynjar
umhverfi sitt og veit hvað er við hæfi
og hvað ekki. Hann sýnir tillitssemi,
virðingu og kurteisi,“ skrifar Sigrún
í grein sinni „Náttúrubörn 21, um-
hverfismennt á tækni- og upplýs-
ingaöld“. Sigrún óttast að náttúran
sé að verða of mörgu nútímafólk
framandi. „Fólk lokar sig frá nátt-
úrunni og skynjar ekki þá siði og þær
reglur sem þar ríkja.“ (182).
Lausnin felst þó ekki í að afneita
tækninni, það er einmitt tækninni að
þakka að manneskjan hefur öðlast
sýn á heildina; jörðina, ósonlagið,
regnskóganna. Þrátt fyrir firr-
inguna, verður það sennilega í krafti
tækninnar sem hægt verður að end-
urmennta nútímafólk, þannig að það
vinni bug á skeytingarleysi sínu og
læri að sýna náttúrunni virðingu.
Sigrún segir frá fræðsluaðferð
sem nefnd er náttúrutúlkun, en hún
hefur þróast á náttúruverndarsvæð-
um. Lokatakmark náttúrutúlkunar
er að auðvelda yfirvöldum að vernda
friðlýstu svæðin. „Sú verndun næst
ekki nema gestir svæðanna beri þá
virðingu fyrir þeim að þeir séu fúsir
til að leggja ýmislegt á sig, taka tillit
og breyta lífsháttum sínum á meðan
þeir dvelja þar. Til að fólk öðlist
þessa virðingu fyrir náttúrunni þarf
það að hafa ákveðinn skilning á gildi
hennar, átta sig á hve sérstök hún er,
lífsnauðsynleg, mikilvæg, fögur.
Góður náttúrutúlkandi leggur því
áherslu á að opna augu fólks fyrir
þessum jákvæðu þáttum í náttúrunni
ásamt samspili og hringrásum.“
(184).
Aðferð náttúrutúlkunar
Sigrún segir að árangur fræðslu
með aðferðum náttúrutúlkunar hafi
verið undraverður. Milljónir manna
heimsækja sum hinna friðlýstu
svæða og virðast gestir verða fyrir
miklum áhrifum, og setja hag náttúr-
unnar í forgang umfram eigin þæg-
indi, hagræði og lúxus. En það er
auðvitað „ekki nóg að leggja áherslu
á að vernda og taka tillit til náttúru,
ganga vel um og með virðingu sums
staðar, á afmörkuðum, sérstökum
svæðum“ (185). Ef einstaklingar yf-
irfæra ekki virðingu sína á önnur
„minna metin“ svæði, og verða
skeytingarlausir utan girðingar, ef
ekki til mikils unnið. Aðferð náttúru-
túlkunar þarf því að beita hvarvetna.
Rachel Carson sem skrifaði tíma-
mótaverkið Raddir vorsins þagna,
lýsti í bókinni The Sense of Wondar
mikilvægi þess að börn umgangist
náttúruna og njóti hennar. Hún dró
þá ályktun að áhugi á náttúrunni
væri börnum meðfæddur og „það
væri lífsspursmál fyrir þau að sá eig-
inleiki fengi að þroskast og dafna
með umgengni við náttúrna allt frá
frumbernsku.“ (185). Sigrún telur að
slíkt uppeldi sé ekki aðeins mikil-
vægt fyrir einstaklinginn sjálfan
heldur samfélagið allt, náttúruna
alla. Hún skrifar að umhverfis-
menntun þurfi að vera hluti af upp-
eldi til að umhverfisvitund og virkni
verði samofin menningu þjóða. Og að
það sé á ábyrgð foreldra og skóla.
Sigrún hefur stundað útikennslu í
Selásskóla, og verkstýrir þróunar-
verkefni til að efla umhverfismennt
og útikennslu við Selásskóla. Selás-
skóli er einn af sk. móðurskólum í
náttúrufræði og útikennslu í Reykja-
vík. Hún stundaði nám í umhverfis-
fræðum við Edinborgarháskóla í
Skotlandi og hefur kynnt sér þau í
öðrum löndum m.a. í Kanada. Hún
hefur kennt námskeið í Kennarahá-
skólanum, þýtt bækur um þessi efni.
Árið 2001 hlaut Sigrún viðurkenn-
ingu nokkurra náttúru- og umhverf-
isverndarsamtaka fyrir störf sín og
fræðslu um umhverfis- og náttúru-
verndarmál. Selásskóli hlaut einnig
umhverfisviðurkenningu umhverfis-
ráðuneytisins fyrir framúrskarandi
starf og þróun umhverfisfræðslu. Í
útikennslunni, sem er ólík eftir ald-
urshópum, kanna nemendur Selás-
skóla umhverfi skólans síns með því
að stunda m.a. veðurathuganir og
smádýraleit, kanna Elliðaárdalinn
og sögu hans, kynna sér jarðfræði,
skoða hraun og jarðlög umhverfis
skólann og velta fyrir sér fjöllum við
sjóndeildarhringinn. Þau tileinka sér
sorpflokkun og stunda endurvinnslu
með safnkassa.
Að njóta eða týna rusl?
En hvernig er staðan með um-
hverfismennt í íslenskum grunnskól-
um? Í skólum á umhverfismennt að
vera þáttur í öllum námsgreinum. Ef
það á að virka vel, þurfa allir kenn-
arar að hafa kunnáttu í umhverfis-
málum og færni í verkefnum þeim
tengdum. Einnig ættu að finnast
verkefni í hverri kennslubók um um-
hverfismennt. En svo er ekki. „Jafn-
vel kennarar sem hafa áhuga á um-
hverfismálum finna sig vanmegnuga
til að takast á við umhverfismenntun.
Þá skortir uppörvun, námsefni, hug-
myndir að verkefnum, samstarfsvilja
frá öðrum kennurum og aðstöðu í
skólunum.“ (186). Við þetta má bæta
að oft hafa umhverfisverkefnin nei-
kvætt yfirbragð. Dæmi um það er að
fara með nemendum sínum út til að
týna rusl.
Aðalnámskrá og sveitarfélög
Í kaflanum um náttúrufræði í Að-
alnámskrá grunnskóla frá 1999
stendur að umhverfismennt eigi að
vera mikilvægur þráður í skólastarfi
og kennslu ólíkra námsgreina frá
upphafi skólagöngu. Gallinn er hins
vegar sá að þessu yfirmarkmiði er
ekki fylgt vel eftir í undirmarkmið-
um námsgreina. Sigrún skrifar. „Að-
alnámskrá mótar ekki aðeins skóla-
námskrár heldur líka kennslubækur
Umhverfis-
vitund
skólabarna
Morgunblaðið/Jim Smart
Hér er útikennslan í jákvæðum anda – börn við nám við Vífilsstaðavatn í Garðabæ.
Umhverfismenntun/Grænskinna – er les- og kennsluefni um umhverfismál í alþjóðlegu samhengi. Þrettán höf-
undar skrifa greinar sem nýtast almenningi og nemendum. Gunnar Hersveinn las bókina og valdi grein um um-
hverfismennt, sem sýnir ljóslega að börnin þurfa skilningsríkt samband við náttúru landsins.
Áhugi íslenskra barna á náttúrunni
dafnar ekki nægilega
Umhverfisvitund og -uppeldi barna
er á ábyrgð foreldra og skóla