Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HERBERGI OG
HÚSALEIGUBÆTUR
Ámálþingi um fátækt, sem haldiðvar í Hallgrímskirkju um sein-ustu helgi, var m.a. gagnrýnt
að húsaleigubætur væru ekki greiddar
til þeirra, sem leigja einstök herbergi
en ekki íbúðir. „Þeir sem eru verst
settir eru þeir sem fá ekki niðurgreitt
leiguhúsnæði og þurfa þar af leiðandi
að leigja sér herbergiskytru á 30 þús-
und krónur. Þar sem það getur ekki
talizt leiguhúsnæði fær fólkið ekki
húsaleigustyrk og er þar af leiðandi
enn verr sett og greiðir í raun hærri
leigu,“ sagði Bjarni Karlsson, sóknar-
prestur í Laugarneskirkju, í samtali
við Morgunblaðið eftir málþingið.
Húsaleigubætur eru greiddar af
sveitarfélögum en ríkið leggur fé í
jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem kem-
ur á móti kostnaði sveitarfélaga af
greiðslu bótanna. Í lögum um húsa-
leigubætur segir að markmið þeirra sé
„að lækka húsnæðiskostnað tekju-
lágra leigjenda og draga úr aðstöðu-
mun á húsnæðismarkaðnum“. Þar er
hins vegar líka girt fyrir að þeir, sem
ekki leigja „venjulega og fullnægjandi
heimilisaðstöðu“ fái bæturnar. Bætur
eru þannig ekki greiddar vegna ein-
staklingsherbergja eða ef eldhús eða
snyrting er sameiginleg með fleirum.
Er þó algeng leiga fyrir einstök her-
bergi um 20-30 þúsund krónur á mán-
uði og jafnvel hærri, eins og fram kom
í samtali við Jón Kjartansson, for-
mann Leigjendasamtakanna, hér í
blaðinu 1. maí.
Í Morgunblaðinu 1. maí kom fram í
máli Inga Vals Jóhannssonar, deildar-
stjóra í félagsmálaráðuneytinu, að við
setningu laganna hafi markmiðið verið
að „auka möguleika fólks á að búa í
mannsæmandi húsnæði og ef stjórn-
völd færu að setja upp styrktarkerfi
miðað við að fólk byggi í herbergis-
kytru og hefði ekki eldhús eða klósett
fyrir sig, væri verið að viðurkenna það
ástand“. Ingi Valur sagði hafa verið
leitað að fyrirmyndum á Norðurlönd-
um og þar hafi einstök herbergi hvergi
verið inni í kerfinu.
Sambærileg sjónarmið komu fram í
máli Helga Hjörvar, forseta borgar-
stjórnar Reykjavíkur, í blaðinu í gær.
„Það er mikilvægt að ganga ekki of
langt vegna þess að við viljum heldur
ekki niðurgreiða óviðunandi eða
heilsuspillandi húsnæði. Það yrði ein-
ungis til þess fallið að festa slíka út-
leigu í sessi, þ.e. útleigu á kjallarakytr-
um, bílskúrsholum og öðru slíku. Það
verður að gera skýrar kröfur um gæði
húsnæðisins.“ Þá telur forseti borgar-
stjórnar að eðlilegt sé að styðjast við
fyrirmyndir frá löndum sem búa yfir
„sæmilega þróuðum leigumarkaði“.
Það er auðvitað göfugt markmið að
tryggja öllum leigjendum góða íbúð.
Húsaleigubótakerfið, eins og það er
nú, þjónar hins vegar ekki því mark-
miði. Raunveruleikinn á Íslandi er sá,
að leigumarkaðurinn er afskaplega
vanþróaður og lítið framboð af góðu
leiguhúsnæði. Mörgu tekjulágu fólki,
jafnvel fjölskyldufólki, stendur hvorki
niðurgreitt félagslegt húsnæði til boða
né sæmileg leiguíbúð á almennum
markaði. Þessum hópi er nauðugur
einn kostur að leigja t.d. stök herbergi,
innréttaða bílskúra o.s.frv. Stuðlar það
að því að þetta fólk komist einhvern
tímann í betra húsnæði að það fái ekki
húsaleigubætur, heldur detti út úr
kerfinu? Hvorki lækkar það húsnæðis-
kostnað tekjulágra né dregur úr að-
stöðumun á húsnæðismarkaðnum. Ef
aðstæður væru hér svipaðar og annars
staðar á Norðurlöndum og mikið fram-
boð af góðu leiguhúsnæði, horfði málið
öðruvísi við. En eins og raunveruleik-
inn er á Íslandi nú stuðlar óbreytt kerfi
að því að halda fólki í fátæktargildru.
STARFSEMI NEKTARSTAÐA
Á fundi borgarstjórnar í gær varvísað til annarrar umræðu tillögu
um að gera breytingu á lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur þess efnis að banna
svokallaðan einkadans, sem boðið hef-
ur verið upp á á nektardansstöðum
borgarinnar. Eins og kom fram í sam-
tali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur borgarstjóra í Morgunblaðinu í gær
hefur verið deilt um hvort það stæðist
lög að binda í reglur hvernig starfsemi
eigi að fara fram á umræddum stöðum,
en eftir að þau svör fengust frá dóms-
málaráðuneytinu að ekkert væri því til
fyrirstöðu að staðfesta slíka breytingu
á lögreglusamþykktinni var ákveðið að
keyra málið í gegn.
Rökin fyrir því að banna sérstaklega
einkadans eru þau að þar sé um að
ræða tilfelli þar sem „áhorfandi er
einn með einum eða fleiri sýnendum og
því illmögulegt að hafa eftirlit með því
sem þar fer fram“, eins og segir í mati
starfshóps borgarstjóra og lögreglu-
stjórans í Reykjavík sem fjallað hefur
um veitingamál og lagði í október fram
ýmsar tillögur til að bæta veitinga-
húsamenningu og eftirlit og draga úr
ölvun á almannafæri. Það er sem sagt
talið að þar sem boðið sé upp á einka-
dans sé engin leið til að fylgjast með
því hvort í raun sé verið að stunda
vændi eða ekki.
Búlurekstur hefur sett svartan blett
á miðborg Reykjavíkur. Nektarstaðir
hafa verið áberandi í skemmtanalífi
Reykjavíkur um nokkurra ára skeið.
Undanfarið hafa komið fram margar
vísbendingar um að vændi hafi verið
að færast í vöxt hér á landi og hafa
nektarstaðirnir tengst þeirri umræðu.
Inn í þessa umræðu hefur einnig
spunnist umræða um þá ógeðfelldu
þróun í ýmsum nágrannaríkjum okkar
að konur, sem eru að flýja kröpp kjör
heima fyrir, lenda í klónum á glæpa-
hringjum, sem meðhöndla þær eins og
húsdýr og neyða til að stunda vændi.
Það er kannski ekki að undra að
þessi vandi skuli breiðast út hér á landi
nú á tímum takmarkalausrar neyslu-
hyggju þegar allt er falt ef rétt verð er
sett upp.
Samþykkt banns við einkadansi er
skref í rétta átt, en betur má ef duga
skal. Einn vandinn er hversu erfitt
verður að fylgja því eftir að farið verði
eftir banni við einkadansi, en mergur-
inn málsins er hins vegar sá að nekt-
ardansstaðirnir sjálfir eru rót vand-
ans. Þar sem þeir eru til staðar virðist
vændi vera skammt undan. Það dugir
ekki að fórna höndum í uppgjöf þegar
búlur spretta upp gegnt Alþingishús-
inu. Ef það er vilji til að taka á málinu
er alltaf hægt að finna leiðir.
INGIBJÖRG Sólrún Gísladótt-ir borgarstjóri gerði greinfyrir helstu þáttum í árs-reikningnum. Hefur borgar-
endurskoðandi lokið endurskoðun
og áritað. Hún sagði að í niðurstöðu
ársreikningsins fælist enn ein stað-
festingin á gildi rammastjórnunar
hjá borginni.
Borgarstjóri vakti í upphafi at-
hygli á bréfi sem sér hefði borist frá
Símoni Hallssyni borgarendur-
skoðanda þriðjudaginn 30. apríl.
Þar hefði hann greint frá að endur-
skoðunarskýrsla sem fylgja beri
ársreikningi og eigi að vera tilbúin
fyrir lok apríl svo sem sveitar-
stjórnarlög tilgreini væri ekki tilbú-
in. Yrði það ekki fyrr en 6. maí.
Ingibjörg Sólrún vitnaði til bréfs
sem hún sendi borgarendurskoð-
anda í fyrradag þar sem hún segist
enga skýringu hafa fengið á því að
endurskoðunarskýrslan væri ekki
tilbúin í tíma. „Ég hafði ekki hug-
boð um að dráttur yrði á skilum
Borgarendurskoðunar fyrr en kall-
að var eftir skýrslunni hjá þér í
gær, þegar ég ætlaði að hefja und-
irbúning að framsögu minni í borg-
arstjórn. Það er ekki geðþótti sem
ákvarðar þá tímafresti, sem hér
standast ekki, heldur eru þeir settir
í landslögum,“ segir hún meðal ann-
ars í bréfi sínu. „Ég lýsi undrun
minni á að þú hafir varað við þeirri
„hugmynd“ að fyrri umræða um
ársreikning og skýrslu Borgarend-
urskoðunar fari fram í byrjun maí.
Þeir tímafrestir eru einfaldlega
byggðir á lögum og fundartímum
borgarstjórnar, sem ákveðnir eru í
samþykktum um stjórn borgarinn-
ar.“ Lýsti borgarstjóri furðu sinni á
þessu verklagi en í lok bréfsins lýsti
hún sig reiðubúna til að taka þátt í
annarri lausn málsins ef um það
næðist full sátt í borgarstjórn.
Fram kom í umræðunni síðar að
forseti borgarstjórnar hefði haft
samband við oddvita sjálfstæðis-
manna sem fallist hefði á aukafund í
næstu viku en ákveðið hefði verið
að hnika ekki til fundartíma.
Í máli borgarstjóra kom fram að
útgjöld til reksturs málaflokka að
frádregnum sértekjum hafi numið
20,7 milljörðum króna sem hún
sagði 0,4% undir áætlun. Að með-
taldri hækkun vegna áfallinna líf-
eyrisskuldbindinga væru rekstrar-
útgjöld borgarsjóðs 2% umfram
áætlun. Sagði hún áfallna lífeyris-
skuldbindingu færða til gjalda í
rekstrarreikningi í samræmi við
álit bókhaldsnefndar Sambands ísl.
sveitarfélaga frá árinu 1999. Þessi
raunbreyting hefði numið 721 millj-
ón króna í fyrra, 497 milljónir um-
fram áætlun.
Rekstur málaflokka ásam
isskuldbindingum í hlutf
skatttekjum lækkaði úr 8
81,7% og sagði borgarstjóri
hafa verið lagða á að hafa h
sem næst 80%.
Veltufé frá rekstri sagði
stjóri vera 5,1 milljarð kró
það bættust nærri 2,7 mi
sem rekja mætti til sölu p
legra eigna sem borgarsjóðu
eignast við sölu á Sjú
Reykjavíkur og niðurfærslu
fé Orkuveitu Reykjavíkur. S
hefði borgarsjóður haft til r
unar 7.850 m. kr. á árinu. F
milljarðar í fjárfestingar, 83
ónir í niðurgreiðslu langtíma
551 milljón í fjárbindingu
tímakröfum. Væru 314 vegn
vögnum SVR við stofnun Str
Af 6,5 milljarða króna f
ingu voru tveir milljarðar u
áætlun. Til gatna og holræ
varið 1.744 milljónum, 1.
fræðslumála, 339 til íþró
tómstundamála, 292 til leiks
236 til menningarmála. Þ
1.189 milljónir í eignakaup.
um eignasölu sagði borg
ekki hafa gengið eftir og he
mestu munað um að ekki
samningar um sölu Heilsuv
stöðvarinnar og tekjur a
byggingaréttar urðu um 40
ónum undir áætlun. Þá voru
kaup umfram áætlun, m.a.
verð lóða- og landakaup,
Úlfarsfell fyrir 427 milljón
eignarhluta LR í Borgarleik
á 204 milljónir.
Fyrri umræða um ársreikning Reykjav
Rekstur
málaflokka
81,7% af
skatttekjum
Ársreikningur Reykjavíkurborgar var lagður
fram í borgarstjórn í gær og fór þá fram fyrri
umræða um reikninginn. Síðari umræðan verður
að hálfum mánuði liðnum.
INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
sagði að ársreikningur Reykja-
víkurborgar fæli í sér áfellisdóm
yfir fjármálastjórn meirihlutans.
Gerði hún í upphafi máls síns
bréfaskipti borgarstjóra og
borgarendurskoðanda að um-
talsefni. Kvað hún þann hroka
sem hún sagði einkenna borg-
arstjóra í þeim bréfaskiptum fá-
heyrðan. Málið hefði borið á
góma í borgarráði sl. þriðjudag
og komið fram þar að vegna ým-
issa ástæðna yrði endurskoð-
unarskýrslan ekki tilbúin fyrir
umræðu borgarstjórnarfund-
arins. Hún sagði ársreikninginn
ekki hafa legið frammi fyrir lok
apríl eins og lög gerðu ráð fyrir.
Borgarfulltrúinn sagði ekki
hafa verið tækifæri til að skoða
ársreikninginn þar sem hann
hefði ekki verið lagður fram
fyrr en að morgni sl. miðviku-
dags. Það yrði að bíða síðari um-
ræðu og því yrði aðeins tæpt á
meginatriðum nú.
Fjármálastjórn farin
úr böndum
Inga Jóna sagði að oft hefði
verið tekist á um það á síðustu
árum hvert fjármálastjórn
Reykjavíkurlistans hefði leitt
borgina. Ársreikningurinn sýndi
að í málflutningi sjálfstæð-
ismanna hefði ekkert verið of-
sagt, fjármálastjórn hefði farið
gjörsamlega úr böndum. Hún
sagði að óskað hefði verið eftir
því í desember hver yrði áætluð
staða efnahagsreiknings í árslok
2001. Þá hefði verið gert ráð
fyrir að hreinar skuldir borg-
arinnar væru 29 milljarðar
króna, þeim upplýsingum hefði
verið dreift við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunarinnar. Hver væri
staðan nú? Áætlunin hefði hljóð-
að upp á 22 milljarða og með
framreikningi væri hún 24,4
milljarðar króna. Þessi tala væri
nú komin í 33,9 milljarða, aðeins
frá því í desember væru frávik
frá áætlun um stöðu borgarinnar
fimm milljarðar króna. Skoraði
hún á borgarstjóra að gera sér-
staka grein fyrir þessu atriði við
síðari umræðuna. Spurði hún
hvað hefði breyst þennan tíma.
Á að halda áfram að bera það á
borð fyrir okkur að hér sé ábyrg
fjármálastjórn á ferðinni, spurði
Inga Jóna.
25 milljóna króna
skuldaaukning á dag
Oddviti sjálfstæðismanna
sagði stóru fréttirnar úr þessum
ársreikningi þær að skuldasöfn-
un borgarinnar væri komin á
þann skrið sem hún hefði aldrei
farið áður. Raunbreytingin væri
9,2 milljarða króna skuldaa
ing. Þetta þýddi að skuldaa
ing hvern dag síðasta árs h
verið 25 milljónir króna. Sa
hún sjálfstæðismenn hafa n
lægri tölur í kosningabarát
eða um 9 milljónir króna o
hefði meirihlutinn fengið a
njóta vafans í þessum efnu
það kannski sérstakt keppi
meirihlutans að auka skuld
spurði borgarfulltrúinn. Sa
hún þann málflutning hafa
heyrst að það væri jákvætt
auka skuldir. Kvaðst borg-
arfulltrúinn kalla þetta að
endaskipti á hlutunum og v
ekki ábyrg fjármálastjórn.
Inga Jóna sagði ársreikn
inn einnig sýna að gengið h
verið freklega á fyrirtæki
arinnar. Hún hefði oft min
það undanfarin ár að geng
hefði verið á Orkuveitu Re
víkur og fengið bágt fyrir.
hún ársreikninginn sýna að
gengið hefði verið freklega
fyrirtækinu og reikningar
sýndu að veltufjárhlutfall v
komið niður í 1,15 og það v
menn að hættumörkin vær
1. Veltufjárhlutfall OR vær
aðeins að hrynja heldur mæ
einnig líta á borgarsjóð. Í l
kæmi þegar skoðuð væri fj
hagsstaða hans og mælikva
að meta greiðslustöðu, að v
Segja skuldir hafa auk
ist um 25 millj. á dag