Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 39 ÁLFTANESHREYFINGIN hef- ur í stefnuskrá sinni sett fram það markmið að uppbygging hreppsins verði í takt við þarfir fólks og umhverfis. Nýframkvæmdir hald- ist í hendur við fjár- hagsgetu og ógni ekki sjálfstæði Bessastaða- hrepps. Á næsta kjörtíma- bili verði stefnt á að íbúum fjölgi um u.þ.b. 200, aðallega með byggingu húsa í reiti á þegar byggðum svæð- um m.a. byggingu smærri íbúða fyrir ungt fólk og eldri íbúa sem vilja minnka við sig. Álftaneshreyfing- in hyggst síðan nota kjörtímabilið til að endurskoða allar skipulagstillögur í samvinnu við íbúa hreppsins og vinna að heildstæðu skipulagi sem sátt getur ríkt um. Í þessu sam- bandi er m.a. mikilvægt að efna til samkeppni um vandaða hönnun á miðsvæðinu í hreppnum og svæðinu við Breiðumýri og í Sviðholtslandi en þessi svæði verða í framtíðinni helstu þróunarsvæði byggðarinnar. Til að auðvelda framkvæmd já- kvæðrar uppbyggingar í samræmi við nýja heildstæða skipulagsstefnu er mikilvægt að Bessastaðahreppur eignist, á næstu árum, sem mest af því landi sem hugmyndin er að byggja eða gera að útivistarsvæð- um. Skuldastefna Álftaneshreyfingin hefur varað við skuldastefnu D-listans sem mun ef áfram verður haldið á þeirri braut ógnað sjálfstæði Bessastaða- hrepps. Skuldir hreppsins hafa á kjör- tímabili D-listans vaxið úr u.þ.b. 150 milljónum í 600 milljónir. Allar áætlanir D-listans á síðasta kjörtímabili hafa brugðist. Þrátt fyrir skuldirn- ar ætla þeir að fjár- festa í nýframkvæmd- um fyrir u.þ.b. 250 milljónir, samkvæmt þriggja ára áætlun sem samþykkt hefur verið af meirihluta þeirra í hreppsnefnd. Í nýrri skólaáætlun D-listans í Bessastaða- hreppi er gert ráð fyrir að brjóta þennan fjár- hagsramma og auka en frekar fjárfestingar. Í málgagni sínu Grásteini þar sem kosninga- stefna D-listans er kynnt er bætt um betur, loforðalistinn lengdur og skuldasúlan um leið. Þar boðar D- listinn fjárfestingar upp á 400–500 miljónir á næstu árum. Skuldir á hvern íbúa voru um síðustu áramót samkvæmt nýlegum ársreikningi 346 þúsund á hvern íbúa. Til sam- anburðar skal vakin athygli á að í Reykjavík hamast sjálfstæðismenn á R-listanum vegna 286 þúsund króna skulda á hvern íbúa og eru þá meðtaldar milljarða lántökur vegna fjárfestingar í nýjum orkuveitu- mannvirkjum að Nesjavöllum. Falleinkunn Hver væri umsögn sjálfstæðis- manna í Reykjavík um fjármála- stjórn félaga þeirra í Bessastaða- hreppi? Það er óþarfi að spyrja, þeir fengju falleinkunn. Slagorð þeirra frá Reykjavík, „skuldir í dag – skattar á morgun“ á vel við í Bessastaðahreppi. Þessi stefna er glórulaus skulda- stefna, vítahringur þenslu og skulda. Skuldastefnan er sett fram sem jákvæð framfarastefna til að blekkja kjósendur – sýndarveru- leiki. Henni verður ekki fylgt eftir nema með áframhaldandi lántökum og skuldsetningu sveitarsjóðs sem bryti í bág við lög og reglur um fjár- mál sveitarfélaga. Núverandi meiri- hluti hefur þegar fengið gula spjald- ið frá félagsmálaráðuneytinu og sækir greinilega í það rauða. Íbúar Bessastaðahrepps sem vilja varð- veita sjálfstæði sveitarfélagsins þurfa að stöðva þessa þróun í kom- andi kosningum. 8. bekkur grunnskólans Framkvæmd skólastefnu í Bessa- staðahreppi er að sjálfsögðu ná- tengd fjárhagsstöðu sveitarfé- lagsins, en bygging og rekstur skólans er stærsta einstaka verk- efni sveitarfélagsins. Þannig hindr- ar skuldastefna D-listans nú að hægt sé að byggja upp með hraði unglingadeild við Álftanesskóla. Álftaneshreyfingin talar í skólamál- inu fyrir raunsærri umbótastefnu meðan D-listinn lofar umfram efni og heldur sig við sýndarveruleika. Í málefnum Álftanesskóla ætlar Álftaneshreyfingin að hefja kennslu 8. bekkjar, sem nú fer fram í Garða- bæ, haustið 2003. Námskrá þessa aldurshóps fellur vel að núverandi kennslu Álftanesskóla sem gerir að- lögun hans að skólanum auðveldari. Heimkomu 9. og 10. bekkjar verður hinsvegar frestað enn um sinn, þar til undirbúningi unglinga- deildar skólans er að fullu lokið. Að þessum undirbúningi verður unnið í samræmi við fjárhagsgetu í sam- vinnu við foreldra, kennara og skólanefnd. Álftaneshreyfingin telur að það samrýmist ekki hagsmunum ung- linganna að hefja kennslu fyrir eldri bekkina í ófullnægjandi skólaum- hverfi, í bráðabirgðahúsnæði, við skort á valgreinum og án nauðsyn- legrar félagsaðstöðu. Staðið verður þannig að heim- komu 8. bekkjar að það raski ekki skólaumhverfi nemenda yngri bekkja skólans. Þannig þarf m.a. að byggja við enda skólahússins nýjar kennslustofur, en þessar fram- kvæmdir munu kosta fullbúnar um 60 milljónir króna. Stefna Álftaneshreyfingarinnar í málefnum Álftanesskóla er þannig ábyrg og traust. Við hvetjum íbúa Bessastaða- hrepps til að kjósa í maí ábyrgð og framsýni en hafna skuldastefnu hins þreytta meirihluta D-listans. Kjósum X-Á í vor fyrir umhverfið og börnin okkar. Uppbygging í takt við þarfir fólks og umhverfis Sigurður Magnússon Höfundur skipar 1. sæti Álftaneshreyfingarinnar. Bessastaðahreppur Nýframkvæmdir, segir Sigurður Magnússon, haldist í hendur við fjárhagsgetu og ógni ekki sjálfstæði Bessastaðahrepps. KOSNINGAR eru í nánd. Eins og alltaf þegar slík tímamót nálgast hefur svart- sýniskórinn upp raust sína. Í Reykjavík hefur R-listinn samkvæmt heimildum Sjálfstæðis- flokksins algjörlega gengið fram af debet- reikningnum. Sami kór heldur því fram að fólk flykkist frá borginni þar sem allt sé þar ómögulegt og setjist að í nágrannasveitar- félögum þar sem lífs- gæði eru umtalsvert betri en í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn kveðst hafa lausnir á vanda Reykvíkinga stórum og smáum. Leikskólapláss fyrir öll börn eldri en 18. mánaða; skífur í bílrúður sem leysa vanda kaup- manna og bílstjóra í miðbænum – og síðast en ekki síst, varanleg lausn á húsnæðisvandanum. Heimilislausum í Reykjavík hefur fjölgað sl. ár og telur Björn Bjarna- son ástæðuna vera óvenjuhátt lóða- verð og lítið framboð af lóðum í borginni. Björn segist hafa hitt hundruð ef ekki þúsundir Reykvík- inga sem segja honum þá sögu að þeir hreinlega neyðist til þess að flytjast búferlum frá Reykjavík til Garðabæjar, í Kópavoginn eða á Seltjarnarnesið, vegna þessa vanda – enda nóg af lóðum þar. Einkenni- legur málflutningur, svo ekki sé meira sagt, að ætla að heimilislausir muni njóta þess ef framboð af lóð- um verði aukið í Reykjavík. Um langt árabil hefur Sjálfstæðisflokk- urinn stjórnað landsmálunum og m.a. með þátttöku von- biðils Reykjavíkur- borgar, Björns Bjarna- sonar. Sjávarútvegsstefna og aðrar aðgerðir í byggðamálum hafa gert það að verkum að gríðarlegur flótti hefur verið frá landsbyggð- inni á höfuðborgar- svæðið. Þetta fólk skil- ur eftir stórar eignir, sem seljast ef þær ná því á slikk, sem aftur veldur því að fólk get- ur ekki keypt sér íbúð í höfuðborginni – né annarsstaðar á höfð- uborgarsvæðinu. Það er napurt til þess að hugsa að ef Björn Bjarnason og co. komast til valda í Reykjavík sé það efst á baugi að taka Garðabæ og litla Nes- ið, sem Þórbergur orti um, sér til fyrirmyndar. Þessi sveitarfélög starfa í anda alþýðulýðveldisins Kína þegar kemur að félagslegum vandamálum. Verði á vegi þeirra „félagslegt vandamál“ er því útrýmt með þeim orðum að „félagsleg vandamál“ fyrirfinnist ekki þar á bæ – eða með orðum Kínverja: „... þetta er vestrænn sjúkdómur og þekkist ekki í Kína“. Björn, sem hefur miklar áhyggjur af ástandi húsnæðismarkaðarins, hefur hug á að innleiða hugmyndafræði áður- nefndra sveitafélaga og telur það muni redda málunum. Á Seltjarn- arnesi eru 9 félagslegar leiguíbúðir og 4663 íbúar – það gerir 518 íbúa á hverja íbúð. Í Reykjavík eru 1310 félagslegar leiguíbúðir og 112.276 íbúar sem gerir 86 íbúa á hverja íbúð. Í Kópavogi eru 186 félagslegar leiguíbúðir sem gerir 130 íbúa á hverja íbúð. Seltjarnarnesaðferðin í Reykjavík myndi því þýða fækkun íbúða um 1100 eða í 210 íbúðir. Því er erfitt að sjá hvernig hugmynda- fræði sótt í smiðju nágrannasveit- arfélaganna megi verða til þess að ástandið á húsnæðismarkaðnum batni og að heimilislausir komist í hús. Allur sá loforðapakki sem rennur undan Sjálfstæðisflokknum er móðgun við Reykvíkinga. Að bera borgina saman við nágrannasveit- arfélögin er með öllu óskiljanlegt og sérstaklega þegar samanburðurinn er rifinn úr öllu samhengi við heild- armyndina. Það er kannski betra að vera múltimilljóner og búa í Garða- bæ frekar en Reykjavík – en um leið og tekjurnar fara minnkandi og einstaklingar þurfa á félagslegri þjónustu að halda virðist fátt um fína drætti í Garðabæ. Gleymum því ekki að í Garðabæ, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi stjórna Sjálfstæðismenn og hafa gert lengi. Þar er gott að vera ríkur. Þetta sést einnig þegar litið er til landsmálanna en er allt á einn veg: Þeir sem minna mega sín hafa það skítt en ríkir menn í vina- sambandi við Landshöfðingjann hafa það gott – peningalega. Því er það í raun einföld spurning sem Reykvíkingar þurfa að spyrja sig á kjördag: „Er ég múltímilljóner eða venjulegur maður?“ Björn og hús- næðisvandinn Grímur Atlason Reykjavík Það er napurt til þess að hugsa, segir Grímur Atlason, ef Björn Bjarnason og co. kom- ast til valda í Reykjavík. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. EINHVER falleg- asti hluti Ölfusár er frá kirkjunni á Selfossi og upp fyrir Laugardælur. Við ána skiptast á fal- legir grónir bakkar og klettar og úti í ánni eru fallegar eyjar. Vestan við ána eru fallegir klettar og mýrarsund, þar sem verið er að rækta skóg í landi Hellis. Austan ár eru ræktuð tún þar sem Golfklúbbur Selfoss hefur gert 9 holu golf- völl og byggt golfskála. Í ánni skiptast á lygnur, straumrastir og hring- iður sem eru síbreytilegar frá degi til dags, eftir veðri og vatnsmagni árinn- ar. Næst ánni gnæfir Ingólfsfjall yfir en fjær sést sunnlenski fjallahring- urinn, með Jarlhettur, Langjökul, Bláfell og austur til Heklu og Eyja- fjallajökuls. Yfir hyldjúpa gjána í ánni er hengibrúin, fallegt mannvirki og tákn Selfoss. Í núverandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að Suðurlandsvegurinn verði fluttur norður fyr- ir þéttbýlið á Selfossi, í gegnum Hellisskóginn, með brú yfir Ölfusá og stöpul á Laugardæla- eynni og áfram á hárri uppfyllingu yfir golf- völlinn á milli Laugar- dæla og Selfoss. Þessar hugmyndir um vegagerð eru barn síns tíma og það er eðli- legt að þær verði end- urskoðaðar nú þegar fyrir liggur að gera þarf nýtt aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vinstrigrænir í Árborg leggja til að hætt verði við þessi áform en í staðinn verði sett brú yfir Ölfusá miklu vestar. Þá kem- ur nýr vegur fyrir sunnan Selfoss og flugvöllinn og austur á núverandi Suðurlandsveg svo langt austan bæj- arins að hann sker ekki í sundur eft- irsóknarverð byggingasvæði í fram- tíðinni. Með þessu vinnst það að öll þungaumferð flyst út fyrir bæinn. Umferð um Suðurlandsveg flyst úr veðravítinu undir Ingólfsfjalli, þar sem árlega verða nokkur slys þegar bílar fjúka af veginum. Suðurlands- vegurinn mun tengjast byggðinni á Selfossi mjög vel um torg vestan Kögunarhóls, sem tengir veginn inn á Biskupstungnabraut og til Selfoss um gömlu brúna. Annað torg yrði á Eyrarveginum með tengingu við Stokkseyri og Eyrabakka og í iðn- aðarhverfið í suðvesturhluta Selfoss. Þar yrði einnig tenging við flugvöll- inn, sem getur orðið hluti af sam- göngukerfi Vestmannaeyja og Hafn- ar í Hornafirði, ef innanlandsflugið hverfur af Reykjavíkurflugvelli. Þá yrðu innkeyrslur í bæinn sunnan- verðan, hvort sem er við Votmúla eða um Gaulverjabæjarveg. Úr austri yrði svo tenging eftir gamla Suður- landsveginum. Þessi leið er sjálfsagt heldur dýarari, og ef til vill lengir hún Suðurlandsveginn eitthvað, en hún er miklu eftirsóknarverðari fyrir sveit- arfélagið, en úreltar hugmyndir um veg í gegnum ákjósanlegasta og fal- legasta útivistarsvæði Selfyssinga, Hellisskóg og yfir golfvöllinn. Einn kostur við þessa leið er að fljótlega mætti hefja framkvæmdir við veg fyrir sunnan Selfoss yfir á Eyrarveginn þó að ný brú sé ekki komin á áætlun. Þungaflutningarnir sem munu vaxa á næstu árum til og frá Þorlákshöfn með efni austan af Mýrdalssandi og ofan frá Heklu, fisk austan af landi í flug um Suður- strandarveg og áburð frá Þorláks- höfn fara þá fram hjá Selfossi. Með endurbótum á Þrengslavegi er líklegt að flutningabílstjórar velji heldur að fara um Þrengsli og Óseyrarbrú á leið sinni frá Reykjavík austur á land en að troðast um Austurveginn og klifra yfir Hellisheiði. Nýr þjóðvegur 1 fyrir sunnan Selfoss Þorsteinn Ólafsson Árborg Með þessu vinnst það, segir Þorsteinn Ólafs- son, að öll þungaumferð flyst út fyrir bæinn. Höfundur er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í Árborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.