Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í ÞÆTTINUM Silf-
ur Egils 28. apríl kom
fram í umræðum Ingi-
bjargar Sólrúnar og
Björns Bjarnasonar að
hann hafði miklar
áhyggjur af skuldum
borgarsjóðs. Í auglýs-
ingum hans flokks í
blöðum hefur komið
fram að skuldir borg-
arsjóðs séu 286 þús-
und á íbúa.
Samt lofa Björn og
félagar margvíslegum
framkvæmdum og um-
bótum. Skuldir eiga þó
ekki að hækka, gjöld
ekki heldur. Skýringin
sem Björn gaf var að „Sjálfstæð-
ismenn kynnu betur að fara með
fé.“
Staða Reykjanesbæjar
Nú vill svo til að einn af helstu
forystumönnum sjálfstæðismanna í
Reykjavík til skamms
tíma, Árni Sigfússon,
er nú leiðtogi sjálf-
stæðismanna í Reykja-
nesbæ. Eins og við var
að búast af manni í
hans stöðu, þá kynnti
hann sér fjárhags-
stöðu Reykjanesbæjar
vel. Sjálfstæðismenn
hafa farið með stjórn
bæjarins um langt
skeið. Árni komst að
þeirri niðurstöðu að
staða bæjarsjóðs
Reykjanesbæjar væri
harla góð.
Það sem ég skil ekki
er að ef 286 þúsund kr.
skuld Reykvíkings er óviðunandi,
hvernig getur staðan í Reykja-
nebsæ verið harla góð? Skuldir á
mann í Reykjanesbæ eru töluvert
hærri eða 399 þúsund. Eftir því
sem ég best veit eru sömu krónur í
gildi á báðum stöðum.
Ber e.t.v. að skilja Sjálfstæðis-
menn í Reykjavík þannig að ef Ingi-
björg Sólrún og félagar bættu við
skuldir Reykvíkinga þannig að þær
yrðu svipaðar þeim sem er í
Reykjanesbæ undir stjórn Sjálf-
stæðismanna, þá væru fjármál
borgarinnar í harla góðu lagi? Það
gæfi henni heimild til að hækka
skuldirnar um ca. 113 þúsund á
íbúa. Miðað við 108 þúsund íbúa í
Reykjavík mættu skuldir borgar-
sjóðs því hækka um rúma 12 millj-
arða. Þá fyrst yrði staðan harla góð
að mati Sjálfstæðismanna í Reykja-
nesbæ?
Ekki einsdæmi
Svipað er uppá teningnum ef við
skoðum afrek Sjálfstæðismanna í
Hafnarfirði. Þar eru skuldir bæj-
arsjóðs svipaðar á mann og þær eru
í Reykjanesbæ. Auk þess er í raun
um heilmiklar skuldir til viðbótar
að ræða sem eru faldar í svoköll-
uðum einkaframkvæmdum.
Eitthvað finnst mér skrítið við
málflutning sjálfstæðismanna þeg-
ar þeir tala um fjármál sveitarfé-
laga. Ef til vill bendir þetta til þess
að Björn hafi bara haft rangt fyrir
sér þegar hann segir að Sjálfstæð-
ismenn kunni betur að fara með fé.
Sennilega er mín skoðun réttari en
hún er sú að Sjálftæðismenn hafi
aldrei kunnað með fé að fara og
allra síst opinbert fé.
Þegar ég hugleiði 286 þúsund kr.
skuld hvers Reykvíkings undir
stjórn R-listans og 399 þúsund kr.
skuld á íbúa í Reykjanesbæ undir
stjórn Sjálfstæðismanna þá er nið-
urstaða mín sú að ekki sé æskilegt
að sjálfstæðismenn stjórni sveitar-
félögum, þau séu betur komin í
höndum okkar hinna.
Kunna Sjálfstæðis-
menn að fara með fé?
Jóhann
Geirdal
Reykjanes
Ekki er æskilegt,
segir Jóhann Geirdal,
að sjálfstæðismenn
stjórni sveitar-
félögum.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
FRÁ KÓPAVOGSSKÓLA
Nokkra kennara vantar til starfa á komandi
skólaári, 2002/03.
Meðal kennslugreina eru:
• Íslenska á unglingastigi
• Stærðfræði á unglingastigi
• Bekkjarkennsla á barnastigi
• Sérkennsla
Laun skv. kjarasamningi Kennarasambands
Íslands og Launanefndar sveitarfélaga.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um
störfin.
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur
Guðmundsson, í símum 5540475 eða 8979770.
Umsóknarfrestur er til 15. maí næstk.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Stangaveiðifélag
Reykjavíkur
Opið hús verður í kvöld, föstudagskvöldið
3. maí, í sal félagsins á Háaleitisbraut 68. Húsið
opnað kl. 20.30, en dagskráin byrjar
kl. 21:00.
Dagskrá:
1. Veiðistaðalýsing á Leirvogsá í umsjón
Júlíusar Jónssonar og Sverris Kristinssonar
(Svedda).
2. Happahylur, fullur af stórglæsilegum
vinningum frá Veiðihorninu.
(Sjá vinningaskrá á www.svfr.is).
Skemmtinefndin.
Aðalfundur
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf., fyrir reikn-
ingsárið frá 1. sept. 2001 til 31. des. 2001, verð-
ur haldinn í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum
föstudaginn 10. maí 2002 og hefst hann kl. 16.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. sam-
þykkta félagsins, sbr. bráðabirgðaákvæði
í samþykktum félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf.
TIL SÖLU
Umboð
á frábærum heilsuvörum
Einstakar vörur með sérstöðu. Svo sem prótein
fyrir varnir líkamans, prótein gegn svefnleysi,
vítamín, húðkrem, orkudrykkur og margt fleira.
Upplýsingar í síma 899 9046.
TILKYNNINGAR
Auglýsing frá yfirkjörstjórn
Seltjarnarnesbæjar
Framboðsfrestur til sveitarstjórnarkosninga,
sem fram skulu fara laugardaginn 25. maí 2002,
rennur út laugardaginn 4. maí 2002 kl. 12.00
á hádegi.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum þann
dag á milli kl. 11.00 og 12.00 í fundarsal bæjar-
stjórnar á Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
F.h. yfirkjörstjórnar
Seltjarnarnesbæjar,
Ingi R. Jóhannsson.
UPPBOÐ
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Fagrasíða 11A, Akureyri, þingl. eig. Þorvaldur R. Kristjánsson og
Helga Steingrímsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudag
inn 8. maí 2002 kl. 10:00.
Grenilundur 7, Akureyri, þingl. eig. Heiður Jóhannesdóttir, gerðar-
beiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn
8. maí 2002 kl. 10:30.
Rauðamýri 11, Akureyri, þingl. eig. Sólrún Helga Birgisdóttir, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., miðvikudaginn
8. maí 2002 kl. 11:00.
Strandgata 39, efsta hæð, Akureyri, þingl. eig. Stefán Ásgeir Ómars-
son, gerðarbeiðendur Bílós ehf., Íbúðalánasjóður og Landssími
Íslands hf., innheimta, miðvikudaginn 8. maí 2002 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
2. maí 2002.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr.
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Sálarrannsókna-
félag Suðurnesja
Skyggnilýsingarfundur
María Sigurðardóttir, miðill,
verður með skyggnilýsingarfund
í húsi félagsins, Víkurbraut 13 í
Keflavík, sunnudaginn 5. maí
kl. 20.30.
Húsið verður opnað kl. 20.00.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 1 183538 8½ III
I.O.O.F. 12 183538½ 9.0.
Kevin White predikar á samkom
í kvöld og annað kvöld kl. 20.30
Kvennamót Hjálpræðishers
ins hefst í kvöld kl. 20.00.
Laugardag kl. 16 og sunnuda
kl. 16.
Oberst. laut. Marit Berre er ges
ur mótsins.
Á miðvikudag, 8. maí kl. 21, e
Lótusfundur í húsi félagsins, Ing
ólfsstræti 22.
Sýnt verður Myndband me
ljóðum Sigvalda Hjálmarssona
og myndum Snorra Sveins Frið
rikssonar.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
www.gudspekifelagid.is
Laugardagur 4. maí
Helgufoss — Gljúfrasteinn
Gengin verður nýopnuð göngu-
leið frá Helgufossi að Gljúfra-
steini. Fararstjóri Bjarki Bjarna-
son. Brottför kl. 13.00 frá íþrótta-
miðstöðinni Mosfellsbæ. Að-
gangur ókeypis.
Sunnudagur 5. maí
Skipsstígur — Grindavík.
Skemmtileg fyrrum fjölfarin forn
þjóðleið, þvert yfir Reykjanes-
skagann úr Innri-Njarðvík til
Grindavíkur. Um 5 klst. ganga.
Fararstjóri Ásgeir Pálsson, Leið-
sögumaður Elín Hermannsdótt-
ir. Verð 1.700/2.000. Brottför frá
BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í
Mörkinni 6, kl. 11.15 frá íþrótta-
miðstöðinni Mosfellsbæ og
sunnan við kirkjugarðinn í Hafn-
arfirði.
Kaffibollar
Cappucino
verð kr. 2.700
Mokka
verð kr. 1.890
Kaffikönnur
verð kr. 1.890
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mánudag-föstudag 11-18,
laugardag 11-15
Begga fína