Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 41 KÆRU Kópavogs- búar. Vitiði að nú er er rétt mánuður þar til bæjar- og sveita- stjórnakosningar fara fram á Íslandi. Vitiði að nú er tækifæri til að láta til ykkar taka í málefnum sem snerta ykkar nánasta um- hverfi, velferð barn- anna ykkar, gamla fólksins, þeirra sem minna mega sín og síð- ast en ekki síst málefni sem snerta þá sem eiga eftir að setjast að í Kópavogi í framtíðinni. Ég vona, kæru Kópa- vogsbúar, að þið séuð ekki sofandi og treystið því að allt haldi áfram að vera í fínu lagi hér í Kópavogi. Er það kannski ekki svo? Eruð þið kannski ekki alveg með það á hreinu, kæru Kópavogsbúar, að þið búið í næststærsta sveitarfélagi landsins? Eða haldið þið ef til vill að Kópavogur sé einhvers konar óum- flýjanlegt æxli sem vaxið hafi utan á Reykjavík á síðustu áratugum? Nei, kæru Kópavogsbúar, þið megið ekki sofa á verðinum. Þið megið ekki snúa ykkur undan og hugsa sem svo að pólitík sé svo leiðinleg, að ekki sé vert að taka afstöðu með þessum eða hinum því þetta sé nú allt saman eins þeg- ar öllu er á botninn hvolft og sami rassinn sé undir öllum þessum pólitíkusum. Nú hefur það gerst að hægri öfgamenn í Frakklandi hafa náð til sín miklu fylgi og það gerðist meðan hinir sváfu á verðinum. Ég veit að allir eru þreyttir og lúnir eftir langan vinnu- dag og óska þess heitast að mega hjúfra sig í faðmi fjölskyldunnar í sófanum, láta streituna líða úr sér, hvíla sig og endurnæra fyrir næsta dag. En stundum er nauðsynlegt að standa upp, gera eitthvað, láta sig varða eitthvað, finna til þess að geta haft áhrif á eitthvað sem skiptir máli. Ekki láta það henda, kæri Kópavogsbúi, að meirihluti sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna í Kópavogi í 12 ár verði eitthvert óumbreytanlegt ástand sem hljóti vara í heila öld af því þannig hefur það alltaf verið og þannig er það. Ekki sofa, kæru Kópavogsbúar. Ég veit að þið viljið hafa eitthvað um bæjarmálin að segja. Við í Samfylk- ingunni ætlum að sjá til þess að þið fáið tækifæri til þess. Vaknið! Hugs- ið! Takið afstöðu! Nú þurfum við öll sem eitt að standa saman og róa að því öllum árum að koma núverandi meirihluta frá. Til þess þurfið þið Kópavogsbúar að vakna. Takið af- stöðu! Veitið jafnaðarstefnunni brautargengi í komandi bæjar- stjórnakosningum með því að mæta á kjörstað og greiða Samfylkingunni í Kópavogi atkvæði ykkar. Það er eina leiðin. Það er rétta leiðin! Sam- fylkingin í Kópavogi gerir gott bet- ur! Kópavogur – vakna þú Valgeir Skagfjörð Höfundur er leikari og situr á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Kópavogur Sefurðu Kópavogur, spyr Valgeir Skagfjörð, þegar þú átt að vaka og hugsa um börnin þín? PERLAN í Öskju- hlíð í Reykjavík mun hýsa atvinnuvegasýn- ingu Vestfjarða 3.-5. maí nk. Heiti sýningar- innar, Perlan Vestfirð- ir, er viðeigandi vegna nafns sýningarstaðar og þess sem augljóst er, en Vestfirðir eru mikil perla, hvort held- ur horft er til óviðjafn- anlegrar náttúru eða mannlífs. Þarna verður að sjá sýnishorn úr atvinnulífi Vestfjarða og kynn- ingu á þeim fjölbreyttu möguleikum sem ferða- þjónusta svæðisins býður upp á. Innan Ísafjarðarbæjar starfa framsækin hátæknifyrirtæki tengd sjávarútvegi sem hafa heiminn allan sem sitt markaðssvæði. Öflugir frumkvöðlar hafa skapað þessi fyr- irtæki. En slík fyrirtæki þurfa líka á réttum aðstæðum að halda. Ísafjarð- arbær er gott dæmi um öflugan kjarna (cluster) þar sem sterkar grunneiningar í sjávarútvegi og vinnslu skapa kröfuhart umhverfi sem vettvang fyrirtækja með fram- leiðsluvörur sem standast hörðustu kröfur. Ísafjarðarbær verður kynntur sérstaklega á sýning- unni en sveitarfélagið er í hópi stærri sveitar- félaga landsins og býð- ur upp á góða þjónustu á öllum sviðum mann- lífsins. Ísafjarðarbær verður kynntur sem áhugaverður kostur til ferðalaga, viðskipta og búsetu. Atvinnulífið er fjölbreyttara en marg- an grunar, en við síð- ustu samantekt á árs- verkum var 31% vinnuaflsins við fisk- veiðar og vinnslu, 2,5% við landbúnaðarstörf, þá unnu um 17% við iðnaðarstörf og í byggingariðnaði. Við verslun og þjónustu unnu 43%. Þessi dæmi eru tekin án þess að sundurliða störfin mikið en gefa þokkalega lýsingu á skiptingunni þótt auðvitað breytist þetta alltaf eitthvað á milli ára. Vilji fólk flytja til Ísafjarðarbæjar eru tækifærin til staðar fyrir þá sem vilja koma og skapa sér sín eigin tækifæri. Þau eru t.d. fólgin í hús- næði á hagstæðu verði, tækni- og þekkingarumhverfi, góðri almennri þjónustu, góðu mannlífi og krefjandi en mjög áhugaverðu umhverfi til að búa í. Lítið við í Perlunni í Öskjuhlíð 3.-5. maí, fræðist um Vestfirði og vestfirskt atvinnulíf, ykkur sjálfum og okkur sem stöndum að sýning- unni til ánægju og yndisauka. Verið svo velkomin á sjálfa perluna Vest- firði hvort sem þið hyggið á ferðalög eða búsetu. Perlan Vestfirðir Halldór Halldórsson Sýning Fræðist um Vestfirði, segir Halldór Halldórs- son, og vestfirskt atvinnulíf. Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. SAMFYLKINGIN hefur sett lýðræðismál- in í öndvegi stefnu sinn- ar fyrir sveitarstjórna- kosningarnar í vor. Ásamt baráttu fyrir fé- lagslegu réttlæti og framsækinni atvinnu- stefnu. Samfylkingin í Árborg leggur mikla áherslu á íbúalýðræði og þátttökulýðræði til að byggja um fjöl- skylduvænt samfélag. Íbúalýðræði á oddinn Við höfum sett íbúa- lýðræðismálin á oddinn í Samfylkingunni í Árborg. Stjórn- sýslan þarf að verða skilvirkari, opn- ari og aðkoma íbúanna miklum mun meiri að ákvörðunum um mörg meg- inmál samfélagsins. T.d. hefði verið afar gagnlegt að halda íbúaþing um samein- ingu grunnskólanna á Selfossi. Þá hefði það mál aldrei farið í þann farveg sem það fór og það ófremdarástand sem nú ríkir í skólamál- unum aldrei orðið. Íbú- arnir hefðu einfaldlega vitað betur og haft bein áhrif á ákvarðanatök- una. Mörg önnur dæmi mætti tína til að sýna fram á kosti og mikil- vægi þess að íbúalýð- ræði og íbúaþing séu viðhöfð þegar kemur að því að marka stefnuna í veigamiklum málum í sveitarfé- laginu. Við stjórnun sveitarfélagsins ætlar Samfylkingin í Árborg að hafa opin og lýðræðisleg vinnubrögð að leiðar- ljósi. Íbúar þurfa að hafa greiðan að- gang að kjörnum fulltrúum og eiga auðvelt með að fá upplýsingar um framgang og afgreiðslu mála í stjórn- kerfinu. Nýjustu upplýsingatækni á hverjum tíma á að nota í þessum til- gangi. Árborg í fararbroddi lýðræðisvæðingar Guðjón Ægir Sigurðsson Árborg Til að mynda hefði verið afar gagnlegt, segir Guðjón Ægir Sigurðs- son, að halda íbúaþing um sameiningu grunn- skólanna á Selfossi. Höfundur skipar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Listhúsinu Laugardal, sími 552 5540 Ódýrari orðabækur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.