Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurbjörg Sig-urðardóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 2. apríl 1928.
Hún andaðist á St.
Fransiskus-sjúkra-
húsinu 25. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Sigurð-
ur Marinó Jóhanns-
son, sjómaður og
verkamaður í Stykk-
ishólmi, f. 27.7. 1887,
d. 17.3. 1961, og
Hansína Jóhannes-
dóttir húsmóðir, f.
18.11. 1891, d. 9.3.
1995.
Systkini Sigurbjargar eru: Hild-
ur búsett í Reykjavík, Anna sem er
sonur hans er Kristinn; Guðrún
Arna og Hildur. 2) Magdalena, gift
Inga Birni Albertssyni, börn
þeirra eru: Kristbjörg Helga, sam-
býlismaður Guðmundur Bene-
diktsson, þau eiga soninn Albert;
Ólafur Helgi, sambýliskona Sig-
gerður Gísladóttir; Ingi Björn,
sambýliskona Ninna Margrét Þór-
arinsdóttir, sonur hans er Júlíus
Elvar; Kristinn; Albert Brynjar og
Thelma Dögg. 3) Inga Jóhanna,
gift Sveini Þór Elínbergssyni, börn
þeirra eru: Sigurbjörg, sambýlis-
maður Sigurpáll Á. Aðalsteinsson,
sonur þeirra er Aron Logi. Elín-
bergur; Sigrún Erla og Gestheiður
Guðrún.
Sigurbjörg ólst upp í Stykkis-
hólmi, þar starfaði hún við ýmis
störf en lengst af vann hún sem
starfsstúlka á St. Fransiskus-
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi.
Útför Sigurbjargar verður gerð
frá Stykkishólmskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
látin, Þóra búsett í
Stykkishólmi og Sæ-
mundur, sem dó ung-
ur. Uppeldisbróðir
Sigurbjargar er Her-
garð, búsettur í
Stykkishólmi.
Sigurbjörg giftist
18.10. 1952 Kristni
Finnssyni, múrara-
meistara í Stykkis-
hólmi, f. 12.10. 1929,
syni hjónanna Magða-
lenu Hinriksdóttur og
Finns Sigurðssonar
múrarameistara. Sig-
urbjörg og Kristinn
eiga þrjú börn: 1) Sigurður,
kvæntur Sesselju Guðrúnu Sveins-
dóttur, börn þeirra eru: Finnur,
Ég átti þig sem aldrei brást
á öllu hafðir gætur.
Mitt hjarta þrungið heitri ást
þig harmar daga og nætur.
Ylríkt skjól í örmum þér
var auður daga minna
ljósið bjart sem lýsti mér
var ljómi augna þinna.
Þú vaktir meðan sæll ég svaf
ei sviku kenndir þínar
allt sem ljúfast lífið gaf
var lagt í hendur mínar.
(Brynhildur Jóhannsdóttir.)
Hvíl í Guðs friði.
Kristinn Finnsson.
Elsku mamma. Ég man þig sem
góða, umhyggjusama móður sem
ávallt var til staðar þegar komið var
heim. Ég man hvað þú hélst fallegt
og hlýlegt heimili og stjórnaðir því
með mikilli röggsemi. Ég man hve
góð þú varst við tengdamóður þína.
Ég man að þú lagðir mikla áherslu á
það að ég menntaði mig. Ég man
þig sem góða tengdamóður manns-
ins míns. Ég man þig sem góða um-
hyggjusama ömmu barnanna
minna. Ég man alla hjálpina með
barnahópinn, alla pössunina, prjóna-
skapinn og allan baksturinn. Ég
man hve gott var að koma til þín í
Stykkishólminn á sumrin með börn-
in, þá var dekrað við okkur. Ég man
hve barnabörnunum þótti gaman að
fá þig og afa (ópal-afa) í heimsókn í
Brekkubæ. Ég man eftir öllum jóla-
innkaupaferðunum okkar (listinn
var oft ansi langur). Ég man eftir
öllum gleðistundunum sem við átt-
um saman í Brekkubænum og víðar.
Þetta eru aðeins brot af minn-
ingum sem ég mun ávallt geyma í
hjarta mínu.
Takk fyrir allt elsku mamma mín,
Guð geymi þig.
Magdalena Kristinsdóttir.
Elsku besta mamma mín. Mig
langar hér í fáum orðum að kveðja
þig. Ég veit að þau gleddu þig og
það sefar sorg mína og minnar fjöl-
skyldu.
Það er svo margs að minnast þeg-
ar móðir og amma er kvödd hinstu
kveðju. Það er ég nú minnist yljar
mér um hjartarætur. Svo mun ætíð
verða er ég minnist þín.
Þú varst mikil mamma; dugleg og
ákveðin, alltaf eitthvað að gera í
höndunum. Ég man hvað þú hjálp-
aðir ætíð og studdir Möggu ömmu
við margt sem hún tók sér fyrir
hendur. Þið voruð eins og samrýnd-
ar vinkonur. Ég fékk oftast að taka
þátt í ýmsu með ykkur, eins og t.d.
að pússa silfrið hennar ömmu fyrir
jólin. Þú hugsaðir vel um Möggu
ömmu, sérstaklega eftir fráfall
Finns afa. Þú varst hennar stoð og
stytta.
Þú reyndist mér vel þegar ég
eignaðist nöfnu þína, Sigurbjörgu.
Þá hvattir þú mig til náms fyrir
sunnan. Ég veit ekki hvernig ég
hefði komist í gegnum þetta nema
hafa þig og pabba mér til aðstoðar.
Þær voru ekki fáar ferðirnar þínar
fljúgandi suður til mín með þá litlu,
þá nokkurra mánaða gamla í burð-
arrúminu. Þú hefur ætíð verið ynd-
isleg mamma og amma. Þegar ég
stofnaði fjölskyldu mína úti í Ólafs-
vík fengu börnin mín aldeilis að
kynnast því. Þær eru t.a.m. margar
prjónapeysurnar þínar hér á mínu
heimili sem bera vott um handverk
þitt, vandvirkni og þel til barna okk-
ar Sveins.
Þú og pabbi voruð alltaf svo sam-
rýnd. Ykkur þótti svo gaman að
ferðast, sérstaklega um Norðurland.
Það var einn af föstu punktunum í
lífi ykkar sérhvert sumar. Missir
pabba er mikill en við skulum hugsa
vel um hann. Líf hans snerist um
þig og þína heilsu. Hann er besti
pabbi sem til er! Þú áttir líka
trausta og góða vinkonu sem er hún
Lóa, frænka okkar og nágranni á
Laufásveginum. Lóa frænka er tíð-
ur gestur í minningabrotum um þig
og mig, mamma mín. Við Jóhanna,
dóttir Lóu, fylgdumst svo gjarnan
með ykkur, hvað þið tókuð ykkur
fyrir hendur. Ég veit að traust og
sönn vinátta ykkar var þér mikil
lífsfylling, í blíðu og stríðu. Á sama
hátt mætti lýsa sérstaklega góðu
sambandi þínu við hana Þóru systur
þína heima í Stykkishólmi sem nú
syrgir sárt systur sína og vinkonu.
Þær voru líka margar spurning-
arnar um þig sem vöknuðu hjá
henni Gestheiði Guðrúnu minni sem
nú er aðeins fimm ára þegar ég
sagði henni að nú værir þú farin til
Guðs. En elsku mamma mín! Það er
svo margt fallegt og gott sem segja
má henni um þig. Blessuð sé minn-
ing þín, mamma mín!
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Þín elskandi dóttir,
Inga Jóhanna.
Hinn 25. apríl síðastliðinn lést
tengdamóðir mín hún Sigurbjörg
Sigurðardóttir, blessuð sé minning
þeirrar góðu konu. Ég var svo lán-
samur að giftast inn í fjölskyldu
Boggu, eins og hún var jafnan köll-
uð, og þvílíkt lán. Það getur enginn
tengdasonur farið fram á meira
enda mikil heiðurshjón þau Bogga
og Kiddi. Það er mikið lán þegar
tengdaforeldrar eru ekki aðeins for-
eldrar maka og afi og amma barna
okkar heldur einnig vinir og það er
einmitt það sem ég hef verið svo
lánsamur með að milli okkar hefur
ætíð ríkt vinátta og gagnkvæm virð-
ing. Fyrir þettta er ég þakklátur
þeim sem öllu ræður.
Bogga var einstök kona sem gott
var heim að sækja, alltaf var sér-
staklega eldað fyrir tengdasoninn
og fjölskyldu eða vini eða kunningja
eða hvern sem með honum var. Þær
eru ófár minningarnar sem ég á um
Boggu og Kidda í Hólminum, í
Brekkubæ, erlendis og víðar. Bogga
hugsaði vel um sína, aldrei gleymdi
hún til dæmis afmælisdögum barna-
barna sinna þótt mörg væru orðin,
alltaf kom pakki frá afa og ömmu í
Hólminum. Bogga var líka ákaflega
hjálpsöm kona og ein af þeim sem
ekki þurfti að biðja um að leggja
hönd á plóginn, hún einfaldlega rétti
fram hjálparhönd ef hún sá að hún
gæti orðið að liði. Samrýndari hjón
en Kidda og Boggu tel ég erfitt að
finna, þau voru saman öllum stund-
um og undu greinilega vel í návist
hvort annars. Kraftur og ósérhlífni
Boggu kom berlega í ljós þegar hún
glímdi við veikindi sín, þar var ekki
kvartað og kveinað. Alltaf var Kiddi
stoð hennar og stytta, og í veik-
indum hennar gerði hann allt sem í
hans valdi stóð fyrir Boggu sína,
Guð styrki þig Kiddi minn og hjálpi
þér að yfirbuga sorgina, það getur
hann og gerir. Ég á fjölmargar góð-
ar minningar um Boggu, þær geymi
ég með sjálfum mér en þakka fyrir.
Það er huggun harmi gegn að vita
að nú situr Bogga við hlið Guðs al-
máttugs í himnaríki, þangað fara
þeir sem sáð hafa í lifanda lífi fræj-
um í garð drottins og hlúð að þeim
með lifshlaupi sínu.
Blessuð sé minningin um góða
konu, blessuð sé minning Sigur-
bjargar Sigurðardóttur.
Bless Bogga mín, þinn tengdason-
ur,
Ingi B. Albertsson.
Gott er að eiga góðs að minnast …
(Jakobína Sigurðardóttir.)
Það er gæfa og í raun forréttindi
barna að mega kynnast og jafnvel
alast upp í nálægð foreldra foreldra
sinna. Það þarf í sjálfu sér ekki að
rökstyðja frekar.
Slík er og gæfa minna barna. Sú
gæfa verður þeim ætíð auður mikill
sem þau ávaxta sem einn höfuðstóla
hjartans sem þau taka út af þegar
þau miðla sjálfum sér, samferðafólki
sínu og loks eigin börnum og barna-
börnum.
Bogga, amma barna minna og
ástkær tengdamóðir mín, er í dag til
moldar borin. Með þessum orðum
langar mig og börnin mín að kveðja
hana hinstu kveðju. Eftir situr dýr-
mæt minning um góða konu, góða
ömmu. Sú mynd verður okkur ætíð
afar skýr og ljúf. Líkt og í lífi sínu
verður Bogga amma í minningunni
stoð okkar og stytta, hlý, góð og gef-
andi persóna sem með viðmóti sínu,
orðum og gjörðum var öðrum leið-
arljós.
Við minnumst samvistarstunda
með henni, bæði hér hjá okkur í
Ólafsvík en síðast en ekki síst inni í
Hólmi þangað sem við förum oft um
helgar og á frídögum. Bogga amma
var alltaf nýbúin að baka heil ósköp
þegar við renndum inn í Hólm.
Aldrei kom nokkur að tómum kof-
unum hjá henni því oft komum við
með stuttum fyrirvara enda leiðin
milli bæja greið og stutt. Hjá ömmu
var líka hjartarými mikið og gott.
Öll eru börnin fædd inni í Stykk-
ishólmi á sjúkrahúsinu hjá St.
Fransiskussystrum en þar vann
Bogga amma lengst af. Hún var því
nálægt þegar við komum í heiminn
og heim á Laufásveginn fórum við
öll nýfædd af spítalanum og dvöld-
umst áður en við héldum heim.
Amma var afar trúrækin og hefur
það mótað okkur eins og svo margt
gott af heimili þeirra afa. Sum okkar
hafa fengið að fara með þeim í kaþ-
ólskar messur hjá nunnunum, vin-
um og samstarfsfólki ömmu og afa,
því afi hefur svo oft unnið við
sjúkrahúsbygginguna þeirra.
Við biðjum góðan Guð að passa
hana ömmu vel. Við biðjum hann
líka að styrkja hana mömmu og afa
Kidda, Möggu og Sigga, systkini
mömmu, í sorg þeirra.
Í hjarta okkar varðveitum við
dýrmæta minningu um Boggu
ömmu og tengdamömmu um aldur
og ævi.
Kidda afa og öllum aðstandendun
flytjum við innilegar samúðarkveðj-
ur pabba og mömmu, – þeirra afa og
ömmu í Skálholti 11 í Ólafsvík, sem
þakka góða vináttu og kynni við
mæta konu.
Sveinn Þór, Sigurbjörg,
Elinbergur, Sigrún Erla
og Gestheiður Guðrún.
Elsku Bogga amma, með þessum
orðum kveðjum við þig og þökkum
fyrir allan þann tíma sem við eydd-
um saman.
Það var frábært að fá að alast upp
með ömmu og afa í næsta húsi. Þú
studdir okkur í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur hvort sem það
var nám, íþróttir eða annað sem
okkur datt í hug að gera. Þú hrós-
aðir okkur þegar við gerðum vel en
leiðbeindir ef illa fór. Þú sýndir öll-
um íþróttum mikinn áhuga og varst
auðvitað mætt á völlinn ef við vorum
að keppa. Þegar við svo fluttum suð-
ur til Reykjavíkur átti maður alltaf
von á símtali eftir að við vorum búin
að taka próf eða spila leik. Það var
svo gaman að spjalla við þig, þú
varst alltaf að hvetja okkur áfram
og þegar við töluðum um körfubolt-
ann varstu yfirleitt vel að þér um
það sem gekk þar á. Meira að segja
þegar þú varst komin upp á spítala
og gast lítið sem ekkert tjáð þig þá
spurðir þú um úrslitakeppnina sem
var bráðlega að hefjast í körfubolt-
anum.
Aldrei munum við heldur gleyma
öllum kvöldkaffiveislunum hjá þér
og afa, súkkulaðikaka með banana-
kremi á milli, það fengum við í
kvöldkaffi þegar við gistum hjá ykk-
ur og stundum sóttuð þið okkur
bara yfir í smá kvöldkaffi, það var
alveg frábært. Eins öllum aðfanga-
dagskvöldunum sem við eyddum
saman, og peysunum sem þú prjón-
aðir á okkur jól eftir jól. Litla her-
bergið var alltaf fullt af peysum sem
þú prjónaðir handa okkur barna-
börnunum, allar jafn flottar og
smekklegar. Svo sagði afi þegar við
opnuðum pakkann ,,já ég var í alla
nótt að prjóna þetta“ og þú hlóst og
hnipptir í hann. Þú varst alltaf svo
glaðleg og stutt í húmorinn hjá þér.
Þegar kom svo að þér að opna jóla-
gjafirnar þá voru það yfirleitt
minnst þrír pakkar frá afa og auð-
vitað vildi hann að þú mátaðir her-
legheitin og snerir þér í kring og þú
varst alltaf jafn glæsileg. En elsku
amma, nú ertu komin á betri stað
þar sem þér líður vel, þú barðist
hetjulega við erfið veikindi og ert
hvíldinni fegin. Hann Kiddi litli spyr
hvar Bogga langamma er og spyr
afhverju Kiddi langafi sé bara einn.
Við segjum honum að þú sért hjá
Guði og að Guð passi þig og þá veit
hann að þú ert á góðum stað. Auð-
vitað vitum við líka að afi er ekki
einn og að þú ert hjá honum en það
er erfiðara að útskýra það fyrir
Kidda litla. Elsku Bogga amma,
takk fyrir allt saman, við söknum
þín en vitum að þér líður vel núna.
Guð geymi þig, þín
Finnur, Guðrún Arna, Hildur
og Kristinn Finnsson yngri.
Elsku amma mín, Sigurbjörg Sig-
urðardóttir, er látin eftir erfið veik-
indi.
Amma var mér svo miklu meira
en bara amma. Hún var sú sem ól
mig upp fram að fimm ára aldri. Nú
þegar hún er fallin frá reikar hug-
urinn aftur í tímann til áranna í
Stykkishólmi þar sem ég ólst upp
hjá henni og afa. Mínar ljúfustu
bernskuminningar tengjast ömmu
og afa. Þau gengu mér í foreldra-
stað á meðan móðir mín var í námi í
Reykjavík og tengdist ég þeim
órjúfanlegum böndum. Amma
kenndi mér margt og þar á meðal
mína fyrstu bæn „Ó Jesú bróðir
besti“. Þá var ég tveggja ára. Amma
var einstök húsmóðir og ber heimili
þeirra afa þess glöggt merki, alltaf
svo hreint og fínt. Ég man ekki eftir
að hafa opnað frystikistuna hjá
ömmu án þess að þar væru nokkrar
brúntertur sem biðu þess að afi
fengi leyfi til að smakka þær og oft
stálumst við til að taka forskot á
sæluna.
Á kvöldin fengum við afi alltaf
eitthvað gott með kvöldkaffinu. Svo
sátum við þrjú og spjölluðum, síðan
var farið að sofa og ég að sjálfsögðu
á milli. Amma vann á þessum tíma á
sjúkrahúsinu fram að hádegi og ég
var í leikskóla á meðan. Ósjaldan
fékk ég frí og var þá með ömmu í
vinnunni. Skottaðist ég þá með
henni og nunnunum í hinum ýmsu
störfum.
Þetta er mér skemmtileg minn-
ing. Þegar kom að hádegi mætti afi
að sækja okkur og var farið heim á
Laufásveginn og útbúinn hádegis-
matur. Að honum loknum fórum við
nöfnurnar og lögðum okkur saman.
Ég gæti trúað að ég hafi aðeins
stjórnað heimilinu á þessum tíma og
nú á seinni árum ef afi sagði að ég
hefði nú verið svolítið óþekk þá
heyrðist í ömmu: „Skammastu þín,
Kiddi! Hún Sigurbjörg var alltaf svo
góð!“ Þetta lýsir ömmu vel.
Alltaf að verja mig. Eftir að ég
flutti suður til mömmu keyrðum við
oft vestur til ömmu og afa í heim-
sókn og eyddi ég mörgum frístund-
um þar. En oft átti ég erfitt þegar
ég átti að fara til baka. Ég grét eins
og ég ætti lífið að leysa og spann
upp alls kyns ástæður fyrir því að
ég gæti ekki farið, eins og t.d. að ég
væri með svo miklar magakvalir og
ég væri komin með svo háan hita.
Allt var þetta gert til að fá að vera
lengur hjá ömmu og afa.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem ég á um hana ömmu og á
ég eftir að sakna þess sárt að fá ekki
að heyra í henni. Við töluðum saman
í síma nánast daglega og ef ég
hringdi og afi svaraði heyrði ég í
ömmu eftir smástund fyrir aftan
afa: „Er þetta mín?“ Við nöfnurnar
gátum talað saman um allt milli
himins og jarðar. Ég á eftir að
sakna þessara símtala sárt en ég og
afi eigum eftir að halda þeim áfram.
Veit ég að þú munt fylgjast með og
fylgja okkur áfram.
Elsku amma. Þakka þér fyrir allt
sem þú hefur kennt og gefið mér og
ég er svo sannarlega stolt af að bera
nafnið þitt. Ég veit að nú líður þér
vel.
Þú hefur öðlast frið eftir erfið
veikindi. Ég bið góðan Guð að styðja
elsku afa, mömmu og systkini henn-
ar og alla aðstandendur í sorg
þeirra.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín ömmustelpa,
Sigurbjörg Sigurðardóttir.
Elsku amma. Það er erfitt að
hugsa til þess að framvegis þegar
haldið er í Hólminn að þú takir ekki
á móti okkur. Við systkinin vorum
því láni gædd að eiga það sem við
viljum kalla „alvöru ömmu“, svona
ömmu sem kunni allt.
Þegar bíll var keyrður eftir Lauf-
ásvegi eftir þriggja tíma keyrslu frá
Reykjavík vissum við systkinin hvað
beið okkar. Afi og amma voru komin
út á tröppur og veifuðu til okkar.
Þegar við stigum út úr bílnum og
hlupum í áttina til þeirra hlupum við
í ávallt í gegnum hangikjötsilminn.
Þegar inn var komið beið okkar
SIGURBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR