Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 03.05.2002, Síða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 51 ✝ Stella Tryggva-dóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1919. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 27. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún P. Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 10.6. 1901, d. 8.10. 1983, og Tryggvi Gunn- arsson glímukappi og smiður, f. 10.6. 1895, d. 26.10. 1967. Stella var elst tíu systkina. Hún fædd- ist og bjó á Óðinsgötu 1 á heimili afa hennar og ömmu á meðan Tryggvi faðir hennar var að byggja húsið á Lokastíg 6 og þar átti hún sín bernsku- og ung- lingsár þar til hún giftist Leifi Guðlaugssyni, f. 1. apríl 1923, d. 6. desember 1997. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Tryggvi Rúnar málari, kvæntur Sigríði Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, þau eiga saman eitt barn og eitt barna- barn. 2) Salvör, lést nýfædd. 3) Guðlaug- ur Ómar bifvéla- virki, kvæntur Soffíu Jónu Bjarna- dóttur kennara og eiga þau fjögur börn. 4) Hilmar Þór framkvæmdastjóri, sambýliskona hans er Lína Móey Bjarnadóttir og eiga þau eitt barn saman, fyrir á Hilm- ar fimm börn og tvö barnabörn. Stella lærði ung hárgreiðslu og eignaðist hún sína eigin stofu, Hárgreiðslustofuna Mæju á Laugavegi 4, sem hún rak þang- að til hún stofnaði sitt eigið heimili. Útför Stellu fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú þegar ég sest niður og minn- ist Stellu tengdamóður minnar koma upp í huga mér fyrstu kynni okkar í Selásnum. Hún kom mér strax fyrir sjónir sem ákveðin kona en jafnframt blíð og góð. Stella var ekki há í loftinu og uxu barnabörnin henni fljótt yfir höfuð. Eitt af öðru fermdust þau og urðu fullorðin. Það var gaman að sjá þegar þau föðmuðu ömmu sína að sér og klöppuðu henni á kollinn. Það fer vel á því að síðasta barna- barnið sem óx Stellu yfir höfuð var hann Leifur minn, alnafni afa síns. Hann er nýfermdur og mætti Stella í fermingarveisluna og sat á sínum stól í eldhúsinu. Þangað kom svo fjölskyldan og spjallaði við hana. Fólkið hafði á orði að ekki breyttist hún mikið þótt aldurinn færðist yfir. Ég minnist þeirra stunda þegar Leifur minn fæddist. Þá var Stella nýlega hætt að vinna og vildi allt fyrir okkur gera. Þannig æxlaðist það að hún kom til okkar á hverj- um degi frá Yrsufellinu, oft gang- andi, og hjálpaði mér með börnin og heimilisstörfin. Þannig var hún, vildi alltaf vera þar sem hún gat rétt hjálparhönd. Síðan kom fyrsta áfallið og Stella veiktist og var lengi á spítala. Lengi héldum við að hún myndi ekki ná bata aftur en þrautseigja hennar sagði til sín og hún hristi öll veikindi af sér og komst heim aftur. En Stella náði aldrei fullri heilsu aftur og var eftir þetta mikið heima fyrir. Það hjálp- aði henni mikið að Leifur eldri var henni stoð og stytta og keyrði með hana út um borg og bí. Margar ferðir fóru þau saman í bíltúr og komu í heimsókn hvort sem við vorum heima, í sumarbústað eða jafnvel tjaldútileigu. Þá var alltaf veisla því þau komu ekki tómhent heldur með fulla poka af vínar- brauði, kleinuhringjum og kökum. Þegar Leifur dó í desember 1997 missti Stella mikið. Hann hafði ver- ið henni félagi og lífsförunautur í svo mörg ár að einmanaleikinn tók við. En baráttuvilji Stellu var mik- ill og vildi hún vera heima og reyndu strákarnir að gera það sem þeir gátu til þess að gera henni það kleift. Margar ferðir fóru þeir í heimsókn til hennar, með hana upp í kirkjugarð á hverjum sunnudegi að heimsækja leiðið hans Leifs og svo oftast í kaffi heim til þeirra á eftir. Alltaf var sama viðkvæðið hjá þeim: Hún á þetta inni hjá okkur, hún gerði allt sem hún gat fyrir okkur þegar hún gat. Nú hafa sálir ykkar Leifs aftur sameinast. Við börnin ykkar, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn sjáum fyrir okkur falleg hjón leiðast eins og þið gerðuð svo oft þegar þið voruð á ferð saman í þessu lífi. Soffía. Hve sárt það tekur mig að hún elsku amma mín sé látin en ég finn það í hjartanu að hún er hamingju- söm núna hjá honum afa mínum, hann er eflaust glaður að fá hana. Hún amma var sko engin venju- leg kona, hún hefur upplifað ým- islegt um sína daga. Þó að amma væri smágerð og lítil kona virtist hún mér næstum óbrjótanleg. Hún stóð alltaf á sínu, jafn fastheldin og hún var. Hún var ávallt jafn ljúf og hún hefði getað brætt köldustu hjörtu með bjarta og hlýja brosinu sínu. Amma passaði alltaf uppá að eiga nóg af kökum og sætindum því oft var von á heimsókn. Ég man fyrir fáum árum þegar ég fór oft í viku til ömmu og afa þá fékk ég alltaf nóg af öllu og amma varð ánægðust ef ég náði að klára heila köku. Eftir spjall við ömmu og afa lagði ég mig stundum í sófann og oft rumskaði ég við að amma var að breiða yfir mig teppi eða koma með súkkulaðimola í dollu til að hafa hjá mér og gekk svo stuttum skrefum í burtu. Frá því að ég var smábarn enduðu allar heimsóknir mínar til ömmu og afa á því að amma vinkaði mér allan tímann meðan ég gekk niður stigaganginn með bros á vör. Ég man allar ferðir okkar ömmu og afa sem ég mun geyma djúpt í hjarta mínu alla ævi. Ég minnist ferðalags okkar hringinn í kringum landið þegar ég var lítil. Amma var alltaf svo róleg og fylgdist með mér leika mér en varð svolítið smeyk og æjaði og óaði ef ég rólaði of hátt eða hljóp of langt burt. Mig rekur einnig minni til ferða okkar til Þingvalla, Hveragerðis og hér um Reykjavík, þær voru svo margar að ég get ómögulega talið þær. Þetta voru ævintýraferðir. Eftir að afi dó breyttist líf okkar allra, hann var svo stór þáttur af því. Amma hélt þó áfram að koma í heimsókn og fara með okkur í bíl- túra. Ég á alltaf eftir að varðveita í hjarta mínu alla sunnudagsbíltúr- ana sem ég og amma fórum í upp að leiðinu hans afa. Þá ákváðum við síðast að bráðum kæmi tími til að gróðursetja falleg blóm þar. Ekki kom það mér til hugar að amma myndi liggja við hlið hans svo stuttu seinna. Mér fannst einhvern veginn eins og að amma myndi ætíð vera til staðar. Elsku hjartans amma mín. Ég kveð þig í dag og veit þú ert bless- unarrík og ánægð þar sem þú ert núna. Anna Birna. STELLA TRYGGVADÓTTIR ✝ Ragna Björns-dóttir var fædd í Pálsgerði í Höfð- ahverfi 29. apríl 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sumarrós Sölvadótt- ir og Björn Árnason bóndi í Pálsgerði. Systkini hennar voru Árni, Brynhildur, Sesselja og Björn, þau eru öll látin. Ragna giftist 15. nóvember 1946 Ólafi S. Ólafssyni, f. 15. nóv- ember 1923, d. 15. febrúar 1974. Þau eignuðust tvö börn: Sigríði og Björn Rúnar, auk þess ólu þau upp dótturson sinn Ólaf Ragnar Hilmarsson. Fyrir átti Ragna dæturnar Guðbjörgu Ástu og Helgu Dómhildi. Barnabörnin urðu fjórtán, þar af eru tvö látin. Barna- barnabörnin eru tuttugu og tvö og barnabarnabarna- barnið er eitt. Ragna og Ólafur bjuggu í Hafnarfirði allan sinn búskap þar vann Ragna hin ýmsu störf ásamt húsmóðurstarfinu. Hún fluttist til Ak- ureyrar eftir að Ólafur féll frá. Þar starfaði hún í bókaverslun Árna bróður síns þar til hann hætti verslunarrekstri. Hún var lengst af búsett í Hafnarstræti 23 á Ak- ureyri. Ragna verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Að morgni sumardagsins fyrsta kvaddirðu okkur, amma mín, í síðasta sinn. Eftir langan og erfiðan vetur vorar á ný og þú ferð inn í birtuna og eilífa sumarið þar sem enginn er veik- ur og þarf að þjást. Þar taka á móti þér afi, foreldrar þínir, systkini, Óli og Hjalli og allir hinir ástvinirnir sem fóru á undan þér. Þegar ég var yngri þekkti ég þig, amma mín, ekki mjög náið, þú varst langamma á Akureyri sem við heim- sóttum á sumrin og aldrei brást það að þú varst búin að elda handa okkur dýrindis grýtu þegar við komum. Þú hafði mjög gaman af að spila yatzy og leggja kapal og alltaf voru teningar og spil á borðinu þínu í stofunni og tókum við alltaf nokkur zatzy þegar við komum í heimsókn. Amma mín, þú varst alltaf svo einstaklega skemmtileg og orðheppin, gullmolana þína þekkja allir í fjölskyldunni eins og „haldiði að hann prjóni“, „jahérna, Ólafur minn“, og „koma ásarnir mínir allir eins í framan“. Á síðasta ári bjó ég í sex mánuði á Akureyri og vann á dvalarheimilinu Hlíð þar sem þú bjóst þitt síðasta ævi- ár. Þar kynntumst við náið og verð ég ævinlega þakklát fyrir það. Í júní fer ég svo aftur norður að vinna á Hlíð. Ég hlakkaði mikið til að geta hitt þig aftur á hverjum degi. Það er sárt til þess að hugsa að ég geti ekki hlaupið upp til þín í pásunum mínum og eftir vinnu og faðmað þig aðeins og sagt þér hve vænt mér þykir um þig, maul- að með þér rúsínur og lofað þér að ég kæmi aftur daginn eftir. Í dag er 29. apríl, 88 ára afmæl- isdagurinn þinn, og ég sit hérna við gluggann heima í stofu og reyni að koma hugsunum mínum á blað. Í hjarta mínu er sorg og söknuður en einnig gleði því að ég veit að nú ert þú á góðum stað, laus við sjúkdóma og erfiðleika. Elsku amma, komið er að kveðju- stund í bili, ég mun aldrei gleyma þér og lofa að passa Öggu ömmu vel fyrir þig. Takk fyrir allt. Í sandinum átti ég eftir ástkæru sporin þín. En regnið grét, uns þau grófust, geisli þar yfir skín. Í sál minni ógleymd á ég að eilífu brosin þín. Þau grafast ei, þó ég gráti – geisli þar yfir skín. Þín langömmustelpa, Snjólaug María Guðjónsdóttir. Dáin, horfin … sár söknuður nístir hjartað, því þótt árin væru orðin mörg og heilsan farin er tilfinningin óbærileg að fá ekki að sjá þig framar. Lífsganga okkar mannanna er æði misjöfn, en fáa þekkti ég sem hafa gengið sína ævistigu af slíku æðru- leysi, sem þú gerðir, elsku frænka mín, þrátt fyrir að mótvindar blésu oft á tíðum. Meðan þú bjóst í Hafn- arfirði þótti aldrei annað koma til greina en taka hús á þér, ef maður brá sér suður yfir heiðar, og þótt húsrými væri ekki alltaf mikið var hjartarými þitt ótakmarkað og allir alltaf meira en velkomnir á þitt heimili. Þegar ég heimsótti þig í Hlíð síðast er ég var heima sagðir þú að venju: „Ertu virki- lega á landinu?“ og ég svaraði alltaf því sama: „Brá mér heim bara til að sjá þig.“ Þetta var okkar grín, sem kætti okkur ávallt. Þótt minnið væri farið að daprast undir það síðasta var alltaf stutt í þinn skemmtilega húmor. Nú ertu farin í ferðina löngu, sú síðasta af systkinunum. Þar sem ég er fjarri ættlandinu og fæ því ekki fylgt þér síðasta spölinn bið ég þér guðs blessunar á nýjum stigum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar frá okkur Edda. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Hvíldu í friði, elsku frænka mín, Ásdís. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls hins góða. Ég bið minn guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Kolbrún. RAGNA BJÖRNSDÓTTIR Laugardaginn 6. apríl var til moldar bor- in í Grindavík Kristín Sæmundsdóttir húsmóðir. Mann- eskjur vekja hjá manni mismunandi tilfinningar, allt eftir framkomu,við- móti og lundarfari. Kristín, mágkona mín, var ein þeirra sem aðeins vöktu góðar tilfinningar, hlýju gæsku og væntumþykju. Hún var þeirrar gerðar sem mannlífsflóra nútímans virðist oft vera svo fátæk af, full af góðvild og þakklæti,nægjusemi, ást- ar og umhyggju í garð sinna nán- ustu. Hún gerði ekki víðreist um ævina, en sinnti eiginmanni sínum Haraldi Hjálmarssyni börnum þeirra og heimili af einstakri trúmennsku. Góð var hún heim að sækja, ánægjuleg í viðræðum, hafði skoð- anir og gerði vel grein fyrir þeim, umtalsfróm og lagði aldrei illt til annarra. Miklu frekar að hún tæki svari þeirra sem á var hallað. Það var KRISTÍN SÆMUNDSDÓTTIR ✝ Kristín Sæ-mundsdóttir fæddist á Kaganesi í Helgustaðarhreppi við Reyðarfjörð 26. febrúar 1919. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 30. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkur- kirkju 6. apríl. ánægjulegt að sitja á spjalli við hana, þar sem hún rifjaði upp gamla daga, aðallega frá Neskaupstað, sagði frá kynlegum kvistum og lífinu almennt. Hún talaði alltaf af hlýju og væntumþykju um Nes- kaupstað og Austfirði, enda lágu hennar ræt- ur þar. Hlutverk húsmóður- innar hefur ekki alltaf á síðari árum verið hátt skrifað.En þegar verk kvenna eins og hennar eru virt, kvenna sem komu mörgum börnum til manns og sinntu afkom- endum sínum af slíkri kostgæfni eins og hún gerði, er öllum ljóst að þar er um mikilsvert framlag að ræða. Þau hófu sinn búskap á Neskaupstað, þar fæddust börnin. Seinna fluttu þau til Flateyrar og enn síðar til Grindavík- ur. Það hlýtur að vera happ hverju bæjarfélagi að þangað flytji fjöl- skylda sem þeirra. Sjórinn og verk tengd útgerð og sjósókn var þeirra viðfangsefni,og síðar barnanna flestra. Stór barnahópur, sjö talsins, þeirra makar, barnabörn og barna- barnabörn, hafa nú kvatt sinn besta vin. Frá okkur Elínu, dætrum okkar og barnabörnum sem kynntust henni fylgja þakkir fyrir allt sem hún var okkur. Góður Guð blessi minn- ingu Kristínar Sæmundsdóttir. Ástbjörn Egilsson. EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina  !         1 M131 )) % # !" # *7D !&" "# "  2%5 +5 2   2   ./( 6 % +   )  %    & &&'      )  5 %   %   4''      $   $    %   +          , "     7,.8,88   9/79988 &"  $#%   8  AA   * A    # + &  0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.