Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skiptistöðin í Kópavogi ÉG er með fyrirspurn til bæjaryfirvalda í Kópavogi og Strætó bs. um skipti- stöðina í Kópavogi sem stendur við Digranesveg. Í kulda og trekki höfum við farþegar þurft að bíða mislengi eftir vögnunum í vetur í alls konar veðri. Eins og fólk veit sem notar strætisvagnana hér í bæ er skiptistöðin oft á tíðum harðlæst svo dögum skipt- ir. Stundum er búið að brjóta rúður og þá er bara lokað án þess að huga að því að laga og opna á ný. Við farþegarnir getum bara beðið úti í hvaða veðri sem er. Ég man þá daga þegar ég var mun yngri íbúi í þessum bæ að þegar eitt- hvað var skemmt og eyði- lagt var bara drifið í því að lagfæra og opna á ný. En það var þegar SVK var og hét. Þá var hægt að stóla á strætó. En tímarnir breytast og mennirnir með. Hvers vegna er ekki löngu búið að setja myndavélakerfi í skiptistöðina? Eins og víð- ast hvar í borginni hennar Ingibjargar Sólrúnar mundu þessir skemmdar- vargar hugsa sig tvisvar um áður en þeir létu til skarar skríða. Og hvers vegna er ekki hægt að mála yfir þessar klámmyndir á veggjunum. Skiptistöðin er í einu orði sagt ógeðsleg eins og hún er í dag. Ég hef heyrt að það eigi að fara að rífa skiptistöðina og færa yfir í nýju Menn- ingarmiðstöðina, er það rétt? Þá væri nú gott að búa í Kópavogi. Það væri gaman að fá að vita það. Ef ekki langar mig að beina þeirri spurningu til bæjaryfirvalda og strætó bs. hvort þeir ætli ekki að koma skiptistöðinni aftur í lag og opna fyrir þeim far- þegum sem ennþá nota strætó til að komast á milli bæjarhluta. Nú fer að líða að kosn- ingum og vonast ég eftir snöggum lagfæringum og að skiptistöðin verði opnuð fljótt. Ellilífeyrisþegi í Kópavogi. Súlubúllur í Geldinganes MÉR líkaði vel leiðarinn í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag um „búllurnar“. Ég hef verið að bíða eftir að ein- hver stjórnmálaflokkanna tæki af skarið og losaði okkur við þessa staði. Mín hugmynd er sú að flytja mætti þessa staði yfir á Geldinganes. J.G. Fyrirspurn ER einhver sem tekur að sér að setja upp púða og klukkustrengi? Vinsamlega hafið samband við Sigur- borgu í síma 587 3709. Bíðum eftir sumrinu MEÐAN við hérna á Fróni bíðum eftir sumrinu koma sorgarfréttir sunnan úr heimi þar sem fólk hefur gleymt sumrinu úr sálum sínum. Ég hélt í sakleysi mínu að nóg pláss væri í garði Drottins. Ég hélt að mannverur jarðarinnar væru blómin og að við vær- um hvert og eitt okkar mik- ilvæg og falleg, elskuð af eiganda garðsins. Er virki- lega til fólk sem heldur sig meira og betra en næsti maður? Að hata er ófyrir- gefanlegt, sá er það gerir glatar sál sinni. Við eigum að elska og virða hvert ann- að. Það er aldrei að vita í hvaða blómategund við fæðumst næst. Bíðum eftir sumrinu. Erla Stefánsdóttir, kt. 060935-2469. Tapað/fundið Bakpoki í óskilum BAKPOKI fannst í Öskju- hlíð sl. laugardag. Er lík- lega búinn að liggja þar í einhvern tíma. Uppl. í síma 552 1581. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Nei, sko, hvað er þarna?! Víkverji skrifar... VÍKVERJA kom á óvart hvaðmargar verzlanir og þjónustu- fyrirtæki, sem alla jafna eru opin á frídögum, voru lokuð 1. maí. Dag- urinn hefur ekki þá merkingu í huga Víkverja að honum finnist ástæða til þess að það sé t.d. ómögulegt að komast í bókabúð eða láta þvo bíl- inn. Sundlaugar Reykjavíkur voru opnar alla páskana, sem var auðvit- að til fyrirmyndar, en í fyrradag var Laugardalslaugin lokuð og meira að segja pylsuvagninn við hlið hennar líka. Víkverji fékk sér hins vegar sundsprett í Árbæjarlauginni sem var opin og iðaði af lífi. Það verður æ algengara að hægt sé að nálgast vörur og þjónustu á eldfornum stórhátíðisdögum kirkj- unnar. Víkverja finnst því merkilegt að á jafnveraldlegum og jafnungum hátíðisdegi og 1. maí skuli við- skiptalífið nánast leggjast í dvala. x x x HEIMASÍÐA Reykjavíkurborg-ar er að mörgu leyti ágæt og upplýsandi en Víkverja sýnist þó að hana mætti uppfæra oftar og fylgj- ast betur með því að upplýsingar séu réttar. Á dögunum ætlaði Vík- verji t.d. að hlusta á borgarstjórn- arfund í útvarpinu en á FM 104,5, sem á heimasíðu borgarinnar var gefin upp sem bylgjulengd útvarps- sendinga frá borgarstjórn, fann Víkverji kristilega útvarpsstöð sem hafði enga tilburði í frammi til að fjalla um borgarmálin. Kvarðinn á útvarpstæki Víkverja er ekki mjög nákvæmur, en hann fann loks borg- arstjórnarútsendinguna nálægt FM 97. Fleira mætti nefna, t.d. er hlekkur á forsíðu vefjar borgarinn- ar, sem á að vísa á skipurit, búinn að vera „dauður“ mánuðum saman. x x x ATHYGLISVERT þótti Vík-verja að lesa frétt í Morgun- blaðinu í gær af keppni í „Snocross“ austur á landi. Fyrir nú utan þetta orðskrípi sem heiti á íþróttinni, sem Víkverji hefur áður gert að umtals- efni, eru heiti keppnisflokka ekki beysin: Pro Open, Pro Stock, Sport Open og Sport 500. Nú eru til tugir orða um snjó á íslenzku og íslenzkt íþróttamál er líka fjölbreytt og lit- ríkt. Getur verið að orðaforði vél- sleðamanna sé svo fátæklegur að þeir geti hvorki fundið almennilegt nafn á íslenzku á íþrótt sína né á keppnisflokkana? x x x ALGENGT er að útlendingarhaldi að miklu fleiri búi á Ís- landi en raunin er – margir halda að hér hljóti að búa a.m.k. nokkrar milljónir manna. Því er þó ekki þannig farið um útgerðarmanninn Stuart Wallace á Falklandseyjum, sem sagði fyrir stuttu í viðtali við The Observer að hann dreymdi um að Falklandseyjar yrðu „svar suð- ursins við Íslandi.“ Þannig sér Wall- ace framtíð eyjanna fyrir sér: „Framtíðarsýn mín er að það búi 10.000 til 20.000 manns á Falklands- eyjum, Íslandi Suður-Atlantshafs- ins. Fólkið hér á að hafa góða menntun og búa við góð lífskjör. Og samband okkar við Bretland verður að taka mið af þessu árþúsundi. Það þýðir að við verðum að vera sjálf- stæð.“ Þetta hljómar kannski frek- ar eins og draumur um Færeyjar Suður-Atlantshafsins, en líklega hefur hróður Íslendinga farið víðar. LÁRÉTT: 1 gamals manns, 8 fisk- veiðar, 9 varfærni, 10 stórfljót, 11 tálgi, 13 ís- lausum, 15 karlfisks, 18 fugl, 21 nem, 22 bogni, 23 framan, 24 tarfur. LÓÐRÉTT: 2 til fulls, 3 lipurð, 4 reka nagla, 5 viðurkennt, 6 knippi, 7 tölustafur, 12 leiði, 14 blóm, 15 hirsla, 16 athugasemdir, 17 stíf, 18 húð, 19 stokks, 20 þyngdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þamba, 4 felur, 7 aflát, 8 feiti, 9 tól, 11 aðan, 13 eisa, 14 atorð,15 form, 17 agga, 20 eta, 22 öldur, 23 meitt, 24 deiga, 25 nemur. Lóðrétt: 1 þjaka, 2 molda, 3 autt, 4 fífl, 5 leiti, 6 reiða, 10 óloft, 12 nam, 13 eða, 15 fjöld, 16 ruddi, 18 grimm, 19 aft- ur, 20 erta, 21 amen. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Hvid- björnen, Jupiter, Hjalt- eyrin, Mánafoss og Lagarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ludvik Andersen, Gem- ini, Merike komu í gær. Bitland kom og fór í gær. Örvar og Ocean Tiger fóru í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerðir, kl. 13 frjálst að spila. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum fimmtu- daga kl. 17–19. Les- klúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Handavinnusýning verður laugardag og sunnudag 4. og 5. maí kl. 13–17. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9 snyrti- námskeið. Laugard: kl. 10 sundleikfimi, mánud: kl. 9 glerskurður kl. 11.15, 12.15 og 13.05 leikfimi, kl. 13 skyndi- hjálp, þriðjud. 7. maí: Spilað í Kirkjuhvoli – opið hús. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Myndlist og brids, kl. 13:30, morgungangan á morg- un, laugardag, 4. maí, farið frá Hraunseli kl 10. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Sunnud:agur: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20 Caprí- tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Söngvaka kl. 20.30, ath. síðasta söngvakan á þessu vori. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12 í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Op- ið sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14 bingó, kl. 15 koma frambjóð- endur frá R-listanum í heimsókn. Allir vel- komnir. Gerðuberg, félagsstarf. Vinna í vinnustofum fellur niður í dag vegna uppsetningar á handa- vinnusýningu sem verð- ur opin um helgina frá kl. 13–16 og næstu viku virka daga frá kl. 9–18. Önnur dagskrá kynnt síðar. Frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 bók- band. Veitingar í Kaffi Bergi. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 rammavefnaður, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, Gleðigjafarnir syngja kl. 14–15. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 verður spilað bingó. Í kaffitímanum verður spilað á harmonikku og nokkrar konur taka lagið. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Allir vel- komnir. Leikhúsferð. Sunnudaginn 5. maí verður farið að sjá Kryddlegin hjörtu í Borgarleikhúsinu. Skráning á skrifstof- unni og í s. 588 9335. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30– 16 verður dansað við lagaval Halldóru, kaffi- veitingar. Vitatorg. Öll regluleg starfsemi félagsmið- stöðvarinnar fellur nið- ur 2., 3. og 6. maí vegna handverkssýningar. Matsalurinn verður op- inn eins og venjulega. Sýningin verður opin föstudaginn 3. maí kl. 9–16.30 og laugardaginn 4. maí kl. 11–16.30. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í fé- lagsstarfinu í vetur. Kaffisala verður í mat- sal og ýmis skemmti- atriði verða báða dag- ana. Allir velkomnir. Háteigskirkja, eldri borgarar. Kl. 13.30 stund með Þórdísi. Kaffi. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Árlegur fjáröfl- unardagur verður sunnudaginn 5. maí í Safnaðarheimilinu. Kaffisala félagsins með kökuhlaðborði og hluta- veltu. Húsið opið frá kl. 14. Lifandi tónlist. Tek- ið á móti kökum frá kl. 11 sunnudaginn 5. maí. Allir velkomnir. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- daga og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Aðalstræti 2. Kraftur. Síðasti fundur vetrarins verður þriðju- daginn 7. maí kl. 20 í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Fyrirlesari Guðrún Óla- dóttir, reikimeistari og ráðgjafi, flytur erindið „Leiðbeining um lífið“. Allir eru velkomnir. Veitingar í boði Krafts. Seyðfirðingafélagið í Reykjavík, aðalfund- urinn verður sunnud. 5. maí kl. 15. í Gjábakka, Fannborg 8. Talsímakonur. Hádeg- isverðarfundurinn er á Hótel Loftleiðum á morgun, laugardag, í hádeginu. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Á uppstign- ingardag, 9. maí, verður farið eftir messu frá kirkjunni austur í Rang- árþing að Hestheimum. Matur og skemmtan. Upplýsingar veitir Dag- björt í s. 510 1034. Kvenfélag Kópavogs. Farið verður út að borða 23. maí. Þátttaka tilkynnist fyrir 13. maí hjá Ólöfu s. 554 0338 eða Guðmundu s. 554 5164. Skaftfellingar. Árlegt kaffiboð aldraðra Skaft- fellinga verður í Skaft- fellingabúð, Laugavegi 178, sunnud 5. maí kl. 14. Söngfélag Skaftfell- inga syngur og Vina- bandið spilar og syngur. Í dag er föstudagur 3. maí, 123. dagur ársins 2002. Krossmessa á vori. Orð dagsins: Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. (Rómv. 12, 18.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.