Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.05.2002, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. STJÓRN Eddu – miðlunar og út- gáfu og Björgólfur Guðmundsson hafa náð samkomulagi um sameig- inlega markmiðsyfirlýsingu þar sem stefnt er að verulegri eign- araðild Björgólfs að félaginu. Í fréttatilkynningu frá Eddu – miðlun og útgáfu í gær segir að aðilar séu ásáttir um að þegar í stað verði ráðist í vinnu við end- urskipulagningu á rekstri og fjár- mögnun félagsins, að gefnum til- teknum forsendum og innan ákveðins tímaramma, með það að markmiði að efla félagið til fram- tíðar. Þegar þeirri vinnu verði lok- ið verði haldinn hluthafafundur og skýrt nánar frá niðurstöðum í kjöl- far hans. Halldór Guðmundsson, forstjóri Eddu – miðlunar og útgáfu, segir að honum lítist vel á aðkomu Björgólfs Guðmundssonar að fé- laginu ef af því verður. Stefnt sé markvisst að því að ljúka þeirri vinnu sem enn er ólokið. Hann segist að öðru leyti ekki vilja tjá sig um þetta mál frekar á þessu stigi. Björgólfur Guðmundsson vildi í samtali við Morgunblaðið ekki ræða um samkomulag hans og Eddu – miðlunar og útgáfu að svo stöddu. Unnið að fjárhagslegri endurskipu- lagningu Eddu – miðlunar og útgáfu Stefnt að veru- legri eignar- aðild Björgólfs TVEIR hektarar af grónu landi í Eilífsdal norðan Esjunnar urðu eldi að bráð í gær en ekkert tjón varð á sumarbústöðum sem eru á svæðinu. Eldurinn kviknaði þegar verið var að brenna spýtnabraki í gömlu bað- kari. Hitinn frá því varð svo mikill að eldur kviknaði í sinu við hliðina á karinu. Sá sem kveikti eldinn varð ekki var við sinueldinn fyrr en of seint. Varð þá ekki við neitt ráð- ið en mikill vindur magnaði upp eldinn. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins fékk tilkynningu um eld- inn klukkan rúmlega 13 og voru þrír slökkviliðsbílar sendir á vett- vang. Mannskapur var einnig ræst- ur út frá Kjósarsveit og Kjalarnesi. Sinubruninn var þá mikill og nálg- aðist ískyggilega þrjá sumar- bústaði sem voru í umtalsverðri hættu en þeim tókst að bjarga. Kjarrgróður virðist hafa sloppið að mestu en ung grenitré brunnu. Morgunblaðið/RAX Bjarga tókst sumarbústöðum í sinubruna SJÚKRAHÚSLÆKNAR og fulltrú- ar ríkisins undirrituðu nýjan kjara- samning í gærmorgun. Að sögn Ing- unnar Vilhjálmsdóttur, formanns Sambands sjúkrahúslækna, verður innihald samningsins ekki gert opin- bert fyrr en samningurinn hefur verið kynntur félagsmönnum. Samningur- inn gildir út árið 2005 og tekur til 450 sjúkrahúslækna. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, vildi ekki gefa upp hvað samningurinn kostaði ríkið. Kjarasamningar sjúkrahús- lækna voru lausir á síðasta ári, en þeir gerðu bráðabirgðasamning við ríkið sem rann út 1. mars sl. Launakerfi lækna, sem Læknafélagið fer með samningsumboð fyrir, er nú tvenns konar, annars vegar kerfi sem nær til lækna sem starfa eingöngu á sjúkra- húsum og hins vegar kerfi sem nær til lækna sem starfa bæði á sjúkrahús- unum og eru með eigin atvinnurekst- ur, innan eða utan sjúkrahúsanna. Sjúkra- húslæknar semja við ríkið ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkur- borgar 2001 var lagður fram í borg- arstjórn í gær og fór þá fram fyrri umræða. Samþykkt var samhljóða að vísa honum til síðari umræðu að hálf- um mánuði liðnum. Hreinar skuldir eða neikvæð peningaleg staða í sam- stæðureikningi borgarinnar og fyrir- tækja eru 9,5 milljörðum króna meiri en gert var ráð fyrir í áætlun ársins. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, gagnrýndi þetta atriði í ræðu sinni við umræðu um ársreikninginn. Sagði hún að við af- greiðslu fjárhagsáætlunarinnar hefðu skuldir verið áætlaðar 22 milljarðar króna sem með framreikingi væru 24,4 milljarðar. Samkvæmt ársreikn- ingi hefðu skuldir hins vegar verið orðnar 33,9 milljarðar í árslok. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði skýringuna að nokkru leyti þær miklu breytingar sem orðið hefðu á gengi á liðnu ári og hefði gengistap hjá borginni numið um 3,3 milljörðum króna. Útistandandi skatttekjur hefðu einnig hækkað um milljarð milli ára. Hún sagði einnig að fjárfesting hefði farið framúr áætlun- um þar sem tækifæri til fjárfestinga hefðu verið gripin og ekki hefði tekist að selja Heilsuverndarstöðina. Ingibjörg Sólrún sagði fjármála- stjórn R-listans sýna að mikill árang- ur hefði náðst í áætlanagerð, eftirliti, skulda- og eignastýringu. Borgar- stjóri sagði að útgjöld til reksturs málaflokka að frádregnum sértekjum hefðu verið 20,7 milljarðar króna. Með lífeyrisskuldbindingum hefðu rekstrarútgjöld borgarsjóðs hækkað um 2% umfram áætlun. Hún sagði veltufé frá rekstri vera 5,1 milljarð og að viðbættum 2,7 milljörðum sem rekja mætti til sölu eigna hefði borg- arsjóður haft 7,8 milljarða til ráðstöf- unar. Hefðu 6,5 milljarðar farið í fjár- festingar, 830 milljónir í niðurgreiðslu langtímalána og 551 milljón í fjár- bindingu í langtímakröfum. Inga Jóna sagði ljóst að ekkert hefði verið ofsagt í gagnrýni sjálf- stæðismanna á síðustu árum á fjár- mál borgarinnar undir stjórn R-list- ans. Hún sagði ársreikninginn mikinn áfellisdóm yfir fjármálastjórn borgar- stjóra, það blasti við á hverri síðu. Fjárhagsstaðan versnaði sífellt og R- listinn væri búinn að missa tökin á fjármálastjórninni. Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2001 Skuldir 9,5 millj- arða yfir áætlun  Rekstur / 34 Stefnt að þing- frestun í dag STEFNT er að þingfrestun á Al- þingi klukkan 15 í dag. Samkomu- lag um þingfrestun náðist á milli stjórnar og stjórnarandstöðu í gær. Boðað verður til þingfundar kl. 14 í dag þar sem atkvæða- greiðsla fer fram um þau mál sem miðað er við að verði að lögum í dag. Þar á meðal er frumvarp um ábyrgð skuldabréfa vegna nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagrein- ingar en þriðju og síðustu um- ræðu um frumvarpið lauk í gær- kvöld eftir að henni hafði verið frestað fyrr um morguninn að kröfu stjórnarandstæðinga. Þá er stefnt að því að frum- varpið um auðlindagjald á hand- hafa aflaheimilda verði að lögum í dag sem og frumvarp um Um- hverfisstofnun og frumvarp um álbræðslu á Grundartanga. Enn- fremur er stefnt að því að af- greiða tillögu til þingsályktunar um byggðaáætlun frá 2002 til 2005. Umræður um þingmál stóðu fram eftir nóttu á Alþingi í gær. ♦ ♦ ♦ RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært rúmlega tvítugan mann fyrir að senda sprengjuhótun í bandaríska sendiráðið í Reykjavík 15. janúar sl. Skv. ákæru sendi hann hótunina með tölvupósti úr tölvupóstfanginu bombtheembassy@hotmail.com sem hann hafði stofnað sama dag. Í hótunarbréfinu stóð að sprengja myndi springa samdægurs í banda- ríska sendiráðinu og hann myndi drepa alla Bandaríkjamenn á Íslandi en hótunin var send í nafni hryðju- verkamannsins Osama bin Laden. Hótanir um að fremja refsiverðan verknað varða sektum eða fangelsi í allt að tvö ár. Beinist hún gegn þjóð- höfðingja eða sendimönnum erlends ríkis má herða refsinguna um allt að helming. Ákærður fyrir sprengjuhótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.