Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stefnumót við nýsköpun Hugmynd verð- ur að veruleika FÉLAG kvenna í at-vinnurekstrigengst fyrir ráð- stefnu um nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi nk. fimmtudag. Ráðstefnan, sem fer fram á Grand Hót- eli, er haldin í samvinnu við Nýsköpunarsjóð og Háskólann í Reykjavík. Dagný Halldórsdóttir varaformaður FKA er ráð- stefnustjóri og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hvað felst í yfirskrift ráðstefnunnar, „Stefnu- mót við nýsköpun“? „Í sínum upphafsskref- um má líkja nýsköpun við tilhugalíf. Hugmynd verð- ur að veruleika. Hug- myndin byggist oft á ást- fóstri á verkefni sem fær síðan undirtektir og er veitt brautar- gengi. Oft ríkir samhliða nokkur óvissa um afdrif og niðurstöðu ný- sköpunarverkefna þó unnið sé af mikilli ástríðu og hún knýr verk- efnið áfram. Í anda þessa var ákveðið að bjóða á stefnumót í stað þess að boða til ráðstefnu um nýsköpun. Orðið stefnumót er lítið notað nú til dags en er fallegt ís- lenskt orð sem ber með sér bjart- sýni og væntingar. Stefnumót má segja að séu eins og orð, „til alls fyrst“, og tengist það inntaki ráð- stefnunnar að fá umræðu um stöðu og framtíð nýsköpunar á Ís- landi.“ – Hver er tilurð og tilgangur ráðstefnunnar? „Upp úr miðjum síðasta áratug kom fram geysilegur áhugi fjár- festa á nýsköpunarverkefnum og lögðu þeir mikið fjármagn í þau. Jafnt opinberir aðilar sem og al- menningur hrifust af þessari grósku. Bjartsýnin var mikil, op- inberir aðilar hvöttu nýsköpunar- umhverfið áfram með styrkjum og viðurkenningum og einstak- lingar beindu sparifé sínu til ný- sköpunarverkefna. Nú hefur orðið talsvert bakslag í þessu umhverfi. Nýsköpunarverkefnin, sem ráðist var í, eiga nú mörg hver erfitt uppdráttar þar sem áframhald- andi stuðning við þau skortir þó þeim sé ekki lokið. Þau njóta mörg hver ekki lengur þess stuðnings sem nauðsynlegur er til að þau megi verða arðbær. Umhverfið fyrir nýsköpun er erfitt þar sem m.a. háir vextir hamla framgangi verkefna, fjárfestar halda að sér höndum og dregið hefur úr hvatn- ingu opinberra aðila. Ný verkefni fá lítinn hljómgrunn. Félag kvenna í atvinnurekstri saknar umræðunnar um nýsköpun og umhverfi hennar á Íslandi sem átti sér stað í góðærinu. Það er enn mikilvægara að huga vel að þessum verkefnum í samdrætti en í góðæri. Með þessari ráðstefnu viljum við leggja okkar af mörk- um til að vekja á ný umræðuna um nýsköpun með það að markmiði að bæta umhverfi nýsköpunar á Íslandi á öllum tímum.“ – Hverjar verða helstu áherslurnar á ráðstefnunni? „Á ráðstefnunni líta fyrirlesarar um öxl, rifja upp hvernig ný- sköpunarverkefnum hefur verið lagt lið og hvað hefur verið gert til að hlúa að umhverfi nýsköpunar hér á landi. Reynt verður að meta hvernig til hefur tekist. Lagt verður mat á stöðuna í dag og hvað megi bæta með það að mark- miði að nýsköpun sé viðvarandi þáttur í íslensku atvinnulífi. Því má ekki gleyma að það tekur ný- sköpunarverkefni gjarnan mörg ár að verða arðbær. Þetta kallar ekki eingöngu á bjartsýni heldur einnig mikla þrautseigju allra sem verkefnið snertir. Á ráðstefnunni fáum við að heyra einn fremsta vísindamann á sviði rannsókna á áhrifum nýsköpunar á efnahagslíf þjóða greina frá sínum niðurstöð- um. Drifkraftur nýsköpunar er margþættur en frumskilyrði eru trú og áhugi á viðfangsefninu ásamt von um ávinning. Nýsköp- unarverkefni skila ekki eingöngu eigendum sínum ávinningi heldur þjóðfélaginu í heild sinni. Það er samt mikilvægt að minna á að ef ekki er gefið af sér í verkefnin í upphafi á einstaklingsvísu og af hálfu þjóðfélagsins þá uppskera þessir aðilar ekki heldur. Í lok ráðstefnunnar verða umræður með þátttöku fyrirlesara, frum- mælenda og ráðstefnugesta.“ – Hefur ekki rofað til í þátttöku kvenna í fyrirtækjastofnun og rekstri? „Á ráðstefnunni verður kynnt úttekt Hagstofunnar á þátttöku kvenna í stjórnun fyrirtækja og í formennsku fyrir þau. Reynt verður að líta á hver þróunin er og tengja við nýsköpun. Konur hafa lengi verið ötular í smærri fyrir- tækjarekstri sem tengist fag- þekkingu þeirra, s.s. í verslun, dansi, hárgreiðslu og snyrtingu. En á ráðstefnunni fáum við svar við spurningunni.“ – Nú eru sveitarstjórnarkosn- ingar framundan, hver er þáttur sveitar- stjórna í nýsköpun? „Sveitastjórnir skapa nánasta um- hverfi fyrirtækja jafnt og íbúa í hverju sveitarfélagi.Þó að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé ætíð mikilvægt þá vega aðrir þættir innan sveitarfélaganna jafnframt þungt eins og svigrúm og undirtektir þeirra undir nýjar hugmyndir og frumkvæði. Vænt- anlega verða líflegar umræður um þennan þátt á ráðstefnunni sem er haldin tveim dögum fyrir kosning- ar.“ Dagný Halldórsdóttir  Dagný Halldórsdóttir fæddist 22. október 1958. Stúdent frá MR 1978. B.Sc. í rafmagnsverkfræði frá Washington State University 1982 og M.Sc. í sama fagi auk tölvunarfræði frá Minnesota- háskóla 1984. Fjölmörg sérfræði- námskeið í gegnum árin. Verk- fræðingur hjá Rafteikningu 1984, ýmis sérfræðistörf v/IBM á Íslandi 1985–93, einn stofnenda og framkvæmdastjóri Tákns 1993, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Skímu 1994–2000 og aðstoðarforstjóri Íslandssíma frá 2000. Gift Finni Sveinbjörns- syni bankastjóra og eiga þau tvö börn. Umhverfið nú erfitt fyrir nýsköpun Þú lætur mig bara vita ef þú þarft fleiri milljarða, vinur. Það má ekkert til spara, til að finna þetta vitlausa gen í Dóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.