Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 35 NOKKUÐ hefur verið deilt á Alþingi undanfarnar vikur vegna samansafnaðra þingmála, sem varð að afgreiða fyrir þinglok og hefur verklagi þess jafnvel verið líkt við færibandavinnu. Ekki má efast um vinnu- semi, samviskusemi og heiðarleika alþingis- manna okkar við þessi störf og eðlilegt er að ágreiningur sé uppi og að umræða fari fram um mál sem til af- greiðslu koma. Á nýliðnu þingi sýndu alþingismenn skilning, fram- sýni og vilja í verki með stuðningi sínum við baráttuna gegn sjúkdóm- um, sem mörg hundruð Íslendinga fá á ári hverju. Hér er átt við sam- þykkt Alþingis á þingsályktunartil- lögu um auknar forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum í melting- arvegi og öðrum sjúkdómum þeim tengdum, en fyrsti flutningsmaður hennar var Árni Ragnar Árnason alþingismaður. Ályktunin var sam- þykkt samhljóða á Alþingi hinn 3. maí síðastliðinn og hljóðar þannig. „Alþingi ályktar að fela heil- brigðisráðherra í samráði við land- lækni að gera tillögur um hvernig staðið skuli að forvarna- og leit- arstarfi vegna krabbameins í melt- ingarvegi fyrir þá sem teljast vera í áhættuhópi og undirbúa fram- kvæmd starfsins. Jafnframt verði hafinn undirbúningur að því að beita sömu aðferðum, eftir því sem fært er, í baráttunni við aðrar al- gengustu tegundir krabbameina hér á landi.“ Það er athyglisverð tilviljun að 23. mars síðastliðinn staðfesti Páll páfi II stuðning sinn við alþjóða baráttu gegn krabbameini í melt- ingarvegi, sem undirbúin er af heimssamtökum meltingarlækna (OMGE og OMED) og Evrópusam- tökum meltingarlækna (UEGF). Á hverju ári greinast um 3 millj- ónir nýrra tilvika krabbameins í melt- ingarvegi í heiminum og 2,2 milljónir manna deyja af völdum þess- ara krabbameina á ári hverju. Í Vatíkaninu var því lýst yfir að fyrsta takmarkið væri að árið 2010 yrði fækkað um helming þeim 500.000 einstak- lingum sem deyja ár- lega um heim allan vegna krabbameins í ristli og endaþarmi. Það á að bjóða öllum, körlum og konum, 50 ára og eldri, skimun eða kembileit fyrir ristilkrabba- meini og forstigum þess, sem nefn- ist kirtilæxli eða ristilsepi. Barátt- an mun því í fyrstu beinast gegn krabbameini í ristli og endaþarmi, en þess má geta að páfinn sjálfur, sem er verndari átaksins, greindist með sjúkdóminn á byrjunarstigi fyrir mörgum árum. Hér á landi er þegar hafinn und- irbúningur að átaki gegn krabba- meinum í meltingarvegi. Á síðasta ári var fræðsluátak fyrir almenning (Vitundarvakning) um vélindabak- flæði. Samkvæmt Krabbameins- skrá Íslands er tíðni kirtilmyndandi krabbameins í vélinda verulega vaxandi hér á landi og er það talið m.a. tengjast langvarandi bólgum vegna vélindabakflæðis. Undirbúningur að aukinni fræðslu og skimun fyrir krabba- meini í ristli og endaþarmi hefur farið fram um nokkurt skeið. Þetta krabbamein er 3ja algengasta krabbameinið meðal Íslendinga og önnur algengasta dánarorsökin af völdum krabbameina. Það greinast um 112 einstaklingar á hverju ári með krabbamein í ristli og enda- þarmi og um 40–50 deyja úr þess- um sjúkdómi árlega. Um 90% þeirra sem fá þennan sjúkdóm eru 50 ára og eldri. Til þess að hafa áhrif á geigvæn- legar afleiðingar sjúkdómsins er nauðsynlegt að leita markvisst að honum og forstigum hans hjá ein- staklingum 50 ára og eldri. Auk þess er mikilvægt að greina áhættustig (t.d ættarsögu um krabbamein í ristli) og aðra rist- ilsjúkdóma, sem kunna að auka hættuna á myndun krabbameins. Æskilegt er að fylgjast reglulega með þeim einstaklingum sem hafa greinst með illkynja mein eða for- stig þeirra (ristilsepa, kirtilæxli) í ristli. Hinn alþjóðlegi átakshópur (OMGE, OMED, UEGF) hefur boðið fram aðstoð við að skipu- leggja baráttuna gegn þessum krabbameinum í hinum ýmsu þjóð- löndum. Hér á landi höfum við fylgst vel með gangi mála erlendis þar sem undirbúningur er hafinn og lýst möguleikum okkar og áhuga á að hefja baráttuna gegn fram- angreindum meinum. Samþykkt Alþingis um auknar forvarnir gegn krabbameinssjúk- dómum í meltingarvegi og tilmæli þess til heilbrigðisráðherra og landlæknis um að gera tillögur að því starfi og undirbúa framkvæmd þess, er mikið fagnaðarefni. Þetta er í góðu samræmi við þá vakningu og þróun sem á sér stað víða er- lendis. Hún sýnir reisn Alþingis og er hvatning til þeirra sem berjast hér á landi fyrir þessum aðgerðum, sem verða öllum til heilla og munu auka lífgæði hér á Íslandi. Reisn Alþingis Ásgeir Theodórs Höfundur er læknir. Forvarnir Samþykkt Alþingis um auknar forvarnir, segir Ásgeir Theodórs, gegn krabbameinssjúkdóm- um í meltingarvegi er mikið fagnaðarefni. STAÐA Reykjavík- ur, ekki síst miðborgar- innar, veldur vaxandi áhyggjum, jafnt meðal Reykvíkinga sem ann- arra landsmanna. Öflug höfuðborg styrkir hag okkar allra til framtíð- ar. Lítið um aðgerðir Miðborgin er eitt margra sorglegra dæma um slök tök R- listans á stjórn Reykja- víkurborgar og skort á metnaðarfullri framtíð- arsýn. Þótt mikið sé rætt, m.a. um þéttingu íbúðarbyggðar og endurnýjun versl- unarhúsnæðis við Laugaveginn, hef- ur R-listanum orðið lítið úr verki á átta árum. Eilítil áherslubreyting í stöðumælagjöldum við Laugaveginn og bann við einkadansi á nektarstöð- um er það helsta sem hann hefur fengist til að gera og það með eftir- gangsmunum. Þá fjaraði hratt undan gagnrýni á löggæsluna í miðbænum, enda hefur hún eflst en ekki dregist saman á síðustu árum, þvert á fullyrð- ingar R-listans. Hvað dvaldi orminn langa? Athygli vekur jafnframt að bann við einkadansi á nektarstöðunum er sett rétt fyrir kosningar, þótt um- ræða um afar óæskilega fjölgun þeirra hafi stað- ið linnulítið nær hálft kjörtímabilið. Jafn- framt þykir sjálfstæðis- mönnum heldur skammt gengið og benda á að fyrst R-listinn hafi loksins tekið við sér hefði verið nær að banna þessa starfsemi alfarið, a.m.k. í hjarta borgarinnar. Þá spyrja margir hvað dvaldi orminn langa, fyrst ekki þurfti meira til að setja nektarstöð- unum skorður en ein- falda breytingu á lög- reglusamþykkt Reykjavíkur. Engin framtíðarsýn Mörgum er í fersku minni hvernig R-listinn reyndi að drepa umræðunni um nektarstaðina og hina döpru þró- un miðborgarinnar á dreif með því að vísa ábyrgðinni eins og svo oft áður á aðra, í þessu tilviki á stjórnvöld. Ólík- legt er að R-listinn hafi ekki vitað bet- ur fyrr en hann á elleftu stundu tók skyndilega við sér. Mun líklegra er að þarna hafi verið um eins konar biðleik að ræða sem vinna átti meirihlutan- um tíma. Ástæðan er sú að R-listinn hefur ekki getað komið sér saman um framtíðarsýn fyrir miðborgina, auk þess sem borgarsjóður er blankur og svigrúmið til aðgerða fyrir vikið lítið sem ekkert. Áleitinn samanburður Verulegt átak þarf til svo að snúa megi vörn miðborgarinnar í sókn til fjölbreytts mannlífs, menningar, verslunar og stjórnsýslu. Staðreyndin er sú að sífellt stærri hluti af tekjum Reykjavíkur fer í rekstrarkostnað, þ.á m. vaxtagreiðslur, sem þýðir að minna verður afgangs til mikilvægra verkefna á borð við endurreisn mið- borgarinnar. Tölunar tala sínu máli. Gróflega reiknað eru um 70–80% af tekjum Reykjavíkurborgar bundin rekstri hennar. Á sama tíma er þetta hlutfall hjá Kópavogi á bilinu 60–70%. Þessi samanburður segir okkur að verulegir fjármunir fara forgörðum hjá borginni og nýtast því ekki sem skyldi til góðra verka, eins og t.d. bíla- stæðamála, svo dæmi sé nefnt. Aft- urhaldssemi R-listans hefur verið ótrúleg í þeim málaflokki. Endaslepp vinnubrögð Ljóst er að forgangsröðun R- listans hefur ekki tekið mið af mið- bæjarþróuninni. Eitt síðasta útspil talsmanna hans hefur verið að skýla sér að baki laga frá 1998 um deili- skipulag. Borgaryfirvöld neyðist af þeim sökum til að deiliskipuleggja svæðið í heild, í stað einstakra lóða áð- ur, og nú fyrst hilli undir lok þess starfs. Á móti má spyrja hvort það hafi verið ætlun R-listans að bregðast við aðsteðjandi vanda með því að taka eina lóð fyrir í einu? Hætt er við að slík vinnubrögð hefðu orðið enda- slepp. Þessi varnarleikur er því ekki annað en enn einn biðleikurinn í valdatafli R-listans og því er brýnt að sjálfstæðismenn hljóti stuðning til að leiða það mikilvæga uppbyggingar- starf sem framundan er, undir for- ystu Björns Bjarnasonar. Biðleikir og blankheit Helga Guðrún Jónasdóttir Reykjavík Ljóst er að forgangs- röðun R-listans, segir Helga Guðrún Jónasdóttir, hefur ekki tekið mið af mið- bæjarþróuninni. Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. SKYLDI það hafa farið fram hjá einhverjum að eftir fáa daga verður kosið til bæjar- og sveitarstjórna. Í Reykjavík hafa stóru framboðin, R og D, keppst um að ná athygli kjósenda með því að telja upp allt það góða, sem þau ætli sér að gera. Það er eins- og þau fari hamförum í loforðum og má einu gilda hver málstaðurinn er, öllum á að hjálpa og allra kjör á að bæta. Þetta er svosum ágætt. En skyldu menn ekki vera orðnir lang- þreyttir á þessu loforðagjálfri? Sjálf- stæðismenn hamra á því, sem illa er gert og ætla að gera betur. R-listinn bendir á allt hið góða, sem gert hefur verið í valdatíð hans en gleymir að forgangsröðin er þannig að þeir, sem geta margir hverjir ekki borið hönd fyrir höfuð sér, gleymast. Þeir virðast meðhöndlaðir samkvæmt einhverjum aumingjagæðastaðli, sem bæði stóru framboðin hafa komið sér upp. Hvor- ugt framboðanna státar af neinum úr hópi aldraðra eða öryrkja framarlega á framboðslistunum. Hafi einhverjir verið þar úr þessum hópum hefur þess verið gætt að ýta þeim til hliðar. Það er mikið áhyggjuefni hversu velferðarmál hafa þróast hér í Reykjavík. Margt hefur verið vel gert, en staðreyndin er að gera verð- ur stórátak m.a. hvað húsnæðismál varðar. Talið er að allt að 600 manns séu á biðlista eftir viðunandi húsnæði. Þetta er óþolandi og skapast ekki af fjármagnsleysi, heldur vitlausri for- gangsröðun. En ef húsnæðismál aldr- aðra og öryrkja eru vanrækt, verða þau eins og risastór snjóbolti, sem um síðir verður illviðráðanlegur. F-list- inn ætlar sér að vinna að því að tryggja öldruðum og öryrkjum aukið fram- boð á húsnæði, hvort sem er á vegum borg- arinnar eða einkaaðila. F-listinn heitir átaki í aðgengis- og ferlimál- um fatlaðra. Það er skýlaus krafa að um- hverfi sé þannig úr garði gert að það henti jafnt ófötluðum sem fötluðum, hvort sem þeir eru hreyfihamlað- ir, blindir eða sjón- skertir eða eiga við ein- hvers konar aðra fötlun að etja. Staðreyndin er sú að allt sem gert er til þess að auðvelda fötluðu fólki aðgengi að umhverfinu kemur ófötluðum mjög til góða. F-listinn fer fram á að opinberar byggingar og fyrirtæki séu þannig gerðar að fatlað fólk komist um þær hindrunarlaust. Þetta hlýtur að gilda bæði um nýjar og gamlar byggingar. Það er í rauninni til háborinnar skammar að samtök fatlaðra skuli þurfa að setja fram slíka kröfu í upphafi 21. ald- ar, sérstaklega þegar flokkar, sem tala um fólk í fyrirrúmi og státa af félagshyggju og jafn- rétti hafa verið við völd í Reykjavík síðast liðin 8 ár. Það er ávinningur þjóðfélagsins að nýta þann mannauð, sem býr í fötluðu fólki. Með því að það geti nýtt hæfi- leika sína hefur það í för með sér betri líðan og minni þörf fyrir heil- brigðis- og félagslega þjónustu. Með því að stuðla að aukinni atvinnu fatlaðra má spara tugi milljóna í félagslega og heilbrigðiskerfinu á ári. Það er í samræmi við meginstefnu F-listans að menntastofnanir séu að- gengilegar fötluðum. Aðgengið felst ekki einungis í heppilegum húsa- kynnum, heldur góðri aðstöðu til náms, sem nýtist fötluðum. Það verð- ur að segjast eins og er að yfirvöld menntamála hafa í mörgum tilvikum lagt sig fram um að auðvelda fötluð- um aðgang að námsefni. En miklu betur má ef duga skal. Það er ófrá- víkjanleg krafa F-listans að gerð verði áætlun um að bæta hvers konar aðgengi að menntastofnunum. Kennslugögn eiga að vera þannig úr garði gerð að þau henti öllum. Fatl- aðir þurfa oft lengri tíma til náms en ófatlaðir. Það er vegna þess að þrek þeirra er ekki ætíð til jafns á við ófatl- aða. Það hlýtur að vera eðlilegt að þeim sé sköpuð aðstaða til hvíldar í menntastofnunum þannig að þeir nýti námshæfileika sína sem best og skili sem mestum árangri. Þegar almenningssamgöngur voru sameinaðar á höfuðborgarsvæðinu, gleymdust fatlaðir. Það var mikið framfaraskref þegar ferðaþjónusta fatlaðra tók til starfa. En hluti henn- ar, sem snýr að þeim, sem þurfa hjólastóla virðist rekinn sem sam- félagsleg þjónusta sem er löngu orðin á eftir tímanum. Það er mannrétt- indabrot að fatlað fólk geti ekki ferðast þegar því hentar til ákveðins staðar og farið þaðan þegar þörf er. Ferðaþjónusta fatlaðra verður að lúta sömu lögmálum og aðrar sam- göngur, ferðaþjónustan á að vera hluti almenningssamgangna höfuð- borgarsvæðisins. Það verður að samræma reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð, en til þess að svo geti orðið verður að vinna að sameiningu smárra í stórar heildir. Heimaþjónusta er ákaflega þörf og eykur sjálfstæði þeirra, sem þurfa á henni að halda. Því er það óskiljan- legt hversu vanmetin heimaþjónust- an er. Góð heimaþjónusta er grund- völlur margra fatlaðra til sjálfstæðs lífs. Ég hef stiklað á stóru vegna nokk- urra atriða F-listans, sem varða al- mannaheill og málefni aldraðra og ör- yrkja. Við erum ekki með þá sýndarmennsku eins og sjálfstæðis- menn að bjóða upp á einhvern samn- ing. Við erum raunsæ og komumst við inn með kjörinn fulltrúa í borg- arstjórn í vor munu málefni aldraðra og öryrkja verða í forgangi hjá okkur. Grundvöllur þessa er hreinskilni, um- hyggja og réttlæti til handa þeim, sem í borginni búa. F-listinn styður aldraða og öryrkja Gísli Helgason Höfundur skipar þriðja sæti á lista F-listans í Reykjavík, Frjálslyndra og óháðra. Reykjavík Góð heimaþjónusta, segir Gísli Helgason, er grundvöllur margra fatlaðra til sjálfstæðs lífs. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.