Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ögmundur Ingv-ar Þorsteinsson fæddist í Gíslholti í Holtum í Rangár- vallasýslu 29. desem- ber 1919. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala sunnu- daginn 12. maí síð- astliðinn. Faðir hans var Þorsteinn Brynj- ólfsson frá Mykju- nesi, bóndi í Gíslholti í Holtum og síðar verkamaður í Hafn- arfirði og Reykjavík. Móðir hans var Sól- borg Guðjónsdóttir húsfrú frá Kaldbak í Hrunamannahreppi en hún ólst upp á Þórarinsstöðum í sömu sveit. Ögmundur ólst upp á Skerseyri við Hafnarfjörð og var elstur þriggja bræðra. Bræður hans voru Ingólfur Guðjón, f. 27. nóvember 1922, og Jóhann Krist- maki Guðrún Sigurðardóttir f. 22. október 1952, börn þeirra eru Bjarney Sigrún, Sigurður Karl og Sævar Baldur. 3) Sigurbjörg Guð- rún sjúkraliði, f. 10. ágúst 1949, maki Snæbjörn Ágústsson, f. 23. maí 1940, synir þeirra eru Ágúst Alfreð og Ingvar Jóhann. 4) Jó- hann Sigurður framreiðslumaður, f. 8. september 1953, sambýliskona Bára Guðnadóttir, f. 8. september 1947. Dætur Jóhanns frá fyrra hjónabandi eru Olga Sigríður og Bryndís Erla. 5) Kristinn Bjarni rafvirki, f. 16. nóvember 1956, maki Auður Hreinsdóttir, f. 15. október 1955, börn þeirra eru Guðrún Ósk, Íris Hrönn, Kristín Dögg og Hreinn Ágúst. 6) Þor- steinn Heiðar véltæknifræðingur, f. 18. nóvember 1960, maki Sigríð- ur Erna Hafsteinsdóttir, f. 11. mars 1961, börn þeirra eru Erna Björk, Daníel Arnar og Kristbjörg Elín. Fóstursonur Þorsteins og sonur Sigríðar er Brynjar Ágúst Snædal Agnarsson. Barnabarna- börn eru fjögur. Útför Ögmundar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. inn, f. 30 ágúst 1927, báðir eru þeir látnir. Eftir lifir uppeldis- systir þeirra bræðra, Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 25. ágúst 1917. Ögmundur kvæntist 29. maí 1943 Bjarn- eyju Sigríði Guð- mundsdóttur verka- konu, f. 14. ágúst 1918. Hún er dóttir hjónanna Guðmundar Guðnasonar, fyglings og bónda, og Jóhönnu Bjarnadóttur frá Hlöðuvík í Sléttuhreppi. Börn Ög- mundar og Bjarneyjar eru sex: 1) Kristján Ágúst forstöðumaður, f. 28. ágúst 1943, maki Elín Þórjóns- dóttir, f. 17. júlí 1946, börn þeirra eru Sigurður Kári og Hafrún. 2) Lúðvík Baldur rafmagnstækni- fræðingur, f. 11. desember 1947, Elsku pabbi, það er með söknuði sem ég kveð þig. Um leið rifjast upp allar þær gleðistundir sem við áttum saman í gegnum árin. Sumar stundir eru minnisstæðari en aðrar eins og gerist og gengur í lífi voru. Nú þegar þú ert allur birtast þessi atvik sem ljóslifandi fyrir mér og reikar hugur- inn um víðan völl bæði í tíma og rúmi. Þrátt fyrir að þú hafir ekki átt kost á að veita okkur krökkunum allt það sem þú gjarnan hefðir viljað af ver- aldlegum gæðum skorti ekkert á hjartahlýju þína. Ég tel að sú hjarta- hlýja hafi mótað okkur systkinin hvað mest og að þú megir vera sáttur að starfsdegi loknum. Ég vil sérstaklega þakka þér þann mikla stuðning sem þú veittir okkur með ómældri vinnu þinni að húsinu sem við byggðum í Mosfellsbæ. Mér er minnisstætt atvik sem gerðist á gamlárskvöld þegar ég var smápatti og til stóð að kveikja í ára- mótabrennunni sem við krakkarnir á Grímsstaðaholtinu höfðum staflað upp við Ægisíðuna. Þetta var stærsta áramótabrenna sem nokkurn tíma hafði verið gerð í öllum heiminum að mér fannst, enda búið að hreinsa allt Grímsstaðaholtið og nágrenni af brennanlegum hlutum. Mig grunar sterklega að eitthvað hafi slæðst á brennuna miklu sem ekki átti þangað að fara, en við krakkarnir vorum að sjálfsögðu öll saklaus af slíku. Ég var að suða í pabba um að kaupa fyrir mig blys eða „rakettu“ eins og allir krakkarnir höfðu fengið. Oft var þröngt í búi og engir voru aur- arnir til í þetta sinn. Ég held að pabba hafi þótt ákaflega leiðinlegt að geta ekki orðið við ósk minni. Hann dó þó ekki ráðalaus frekar en fyrri daginn, náði sér í gamalt kústskaft og striga- dræsur og vafði þéttan vöndul á enda skaftsins. Vætti hann vöndulinn í olíu, rétti mér og kveikti á. Ég get ekki að lýst því hvað sá stutti varð glaður og stoltur af þeim gamla við þessa lausn mála. Nú var ég kominn með stærsta blysið á svæðinu og gekk um sperrtur og montinn með þennan bálköst sem ég kallaði blys. Reisn minni og mann- dómi í augum krakkanna var nú borg- ið því að blysið mitt logaði lengst allra blysa á svæðinu. Ófáar eru sögurnar í huga mínum sem ekki verða sagðar hér. Ég mun ávallt minnast þeirrar merku stundar sem við pabbi áttum saman nóttina rétt fyrir andlát hans. Af harðfylgni náði hann að lyfta hend- inni, þrátt fyrir þróttleysi, málleysi og lömun. Hann náði taki á vísifingri mínum og kvaddi mig með því að hrista hann upp niður eins og innilegt handaband. Pabbi var ákaflega hjartahlýr og tilfinninganæmur mað- ur, kannski of hjartahlýr fyrir hina óvægnu og grimmu veröld sem við búum í. Hann hafði ekki skap til að takast á við lífsins óréttlæti og bar því oft harm sinn í hljóði. Hann var vinur vina sinna og ákaflega viljugur að hjálpa öðrum. Ekki átti pabbi óvini í eiginlegum skilningi. Pólitískir and- stæðingar hans komust þó næst því að hljóta þann vafasama heiður og sparaði pabbi þeim ekki kveðjurnar þegar á þurfti að halda. Pabbi var ákaflega varkár maður sem lýsti sér best í því að allt sem hann tók sér fyrir hendur varð hann að sjá fyrir endann á. Hann varð að sjá heildarmyndina og vita að hlut- irnir gætu gengið upp en stundum var langt á milli upphafs og endis. Hann tók afgerandi afstöðu í póli- tískri umræðu minnugur þess að bar- áttan um brauðið hér á árum áður var oft erfið og óvægin, jafnvel hatrömm. Pabba fannst lífsins gæðum ákaflega misskipt og sá heiminn tvískiptan; þeir sem unnu hörðum höndum og hinir sem nutu þess. Pabbi átti ekki kost á að lesa mikið af heimsbókmenntum, enda ekki tími fyrir slíkan munað þar sem marga svanga maga þurfti að fylla. Engu að síður fylgdist hann grannt með heimsmálum og lá ekki á skoðunum sínum. Pabbi hóf ungur á árum störf við sjómennsku en starfaði lengst af sem verkamaður í Reykjavík og þá aðal- lega við byggingarvinnu. Þar var hann eftirsóttur til starfa og eignaðist marga kunningja. Enda var pabbi samvinnuþýður og bóngóður hag- leiksmaður og fjölhæfur á tré og steypu. Hann var ósérhlífinn í starfi en gerði ekki kröfur til annarra. Hann naut sín vel í þeim störfum sem hann tók þátt í. Pabbi gaf sig allan í verk- efnin hverju sinni en fannst hann þó ekki uppskera svo sem hann sáði. Pabba fannst afkoman oft heldur rýr og þá aðallega þegar hinn óvægni ,,stóribróðir“ komst í launaumslagið. Sérstök vinátta og virðuleiki tókst ávallt á milli pabba og byggingar- meistaranna sem hann starfaði fyrir í gegnum árin. Sú vinátta hélst lengi eftir að samstarfi þeirra lauk. Áhugamál pabba var fyrst og fremst harmonikkutónlist og naut hann þess mjög að spila á harmon- ikku sína og raulaði jafnvel með. Hann notaði hvert tækifæri sem gafst til að spila á harmonikkuna með fé- lögum sínum í Gerðubergi eftir að hann var hættur störfum. Sem ungur maður spilaði hann oft á samkomum og í afmælum sem og öðrum uppá- komum meðal vina og vandamanna. Pabbi var einlægur dýravinur og naut þess mjög að umgangast dýr enda löðuðust þau að honum, sjálf- sagt hafa dýrin fundið hlýjuna. Þó voru kettir í sérstöku uppáhaldi hjá honum því einhverju sambandi náði pabbi við þá sem við hin skiljum ekki alveg. Hvers kyns handverk var áhuga- mál pabba. Hann var ávallt ánægður þegar tækifæri gafst til að munda hamar eða sög enda hafði hann tölu- verða sköpunarþörf á því sviði. Sjórinn heillaði alltaf pabba og kættist hann mjög ef hann komst á skak eða á hrognkelsaveiðar. Slíkar veiðar hafði hann stundað frá barns- aldri með föður sínum út af Skerseyr- inni og síðar sem ungur maður á Skerjafirðinum. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem sinntu pabba af kostgæfni í veikindum hans. Sér- staklega þakka ég hinu indæla starfs- fólki á líknardeild Landakotsspítala, L5, en pabbi hafði orð á því hvað vel væri hugsað um sig á þeim stað. Lúðvík B. Ögmundsson. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn er margs að minnast. Ég var nú ekki gömul þegar ég bað mömmu og pabba um að leyfa mér að hjóla í heimsókn til ykkar ömmu. Þegar ég kom var mér ávallt tekið opnum örm- um. Þú passaðir allaf upp á að hjólið mitt færi inn í geymsluna þína svo því yrði ekki stolið. Mér fannst geymslan þín alltaf svo flott, þar var allt til og öllu svo vel haldið til haga. Úr dótinu í geymslunni bjóst þú til kassa fyrir mig til að setja yfir hljómborðið mitt. Kassinn var rauður og með stöfunum mínum inni í. Þú passaðir svo vel upp á allt sem þú áttir og kenndir mér að gera það sama, kassinn var einmitt til þess að hlífa hljómborðinu. Oftar en ekki þegar ég fór til ykkar ömmu tókst þú upp harmónikkuna þína og byrjaðir að spila fyrir mig. Þú baðst ömmu um að kenna mér að dansa við lögin og það gerðum við, dönsuðum á meðan þú spilaðir undir. Eftir litlu tónleikana þína fórum við að spila og þá var oft mikið fjör hjá okkur. Þegar ég varð eldri fórst þú að tala við mig um stjórnmál. Þú varst nú al- veg harður í afstöðu þinni þar og ekk- ert gat haggað skoðunum þínum. Mér fannst alltaf svo gaman að ræða póli- tíkina við þig þótt ég væri nú ekki allt- af sammála þér. Ég man þegar hann Felix þinn kom inn á heimilið, þú lifn- aður aftur við. Það var hreint með ólíkindum að sjá hversu vel þú hugs- aðir um hann og hversu vænt þér þótti um köttinn. Ég man þegar ég kom eitt sinn að heimsækja þig upp á spítala og þú sagðir mér að það þyrfti kannski að lóga honum, þú tókst það mikið nærri þér en það var ekki gert og hún amma passar hann fyrir þig núna. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín mikið. Mér finnst ég hafa verið hepp- in að hafa átt þig sem afa, þú kenndir mér svo mikið um lífið. Það er eitt- hvað sem ég mun alltaf búa að. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Hafrún Kristjánsdóttir. ÖGMUNDUR INGVAR ÞORSTEINSSON ✝ Unnur GuðlaugEyjólfsdóttir var fædd í Vestmanna- eyjum 4. janúar 1913. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 10. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðrún Helgadóttir frá Steinum í Vest- mannaeyjum, f. 27. júní 1894, d. 17. maí 1983, og Eyjólfur Ottesen frá Dalbæ í Vestmannaeyjum, f. 21. október 1891, d. 9. mars 1957. Unnur giftist Ár- manni Óskari Guðmundssyni frá Viðey í Vestmannaeyjum 21. des. 1935 og eignuðust þau fimm börn. 1) Þórunn Helga, f. 26.4. 1937, gift Gunnari Steinþórssyni, f. 6.4. 1936, þau eiga fjögur börn og 13 barnabörn. 2) Pál- ína, f. 22.12. 1940, gift Kristjóni Sæv- ari Pálssyni, f. 28.8. 1940, þau eiga fimm börn og 11 barna- börn. 3) Jónína Guð- rún, f. 19.6. 1948, maður hennar er Ólafur Jón Leósson, f. 17.6. 1948, hún á fjögur börn og sex barnabörn. 4) Þor- steinn Óskar, f. 25.3. 1951, d. 16.7. 1951. 5) Þorsteinn Óskar, f. 16.7. 1954, hann á tvö börn og eitt barnabarn. Útför Unnar Guðlaugar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar í nokkrum orðum að minnast móður minnar, sem andað- ist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að kvöldi 10. maí sl. Hún var einka- barn móður sinnar og ólst upp hjá henni og móðurforeldrum í Steinum í Vestmannaeyjum. Mamma giftist föður mínum 21. desember 1935 og höfðu þau þá verið gift í 66 ár þegar hún lést. Það var móður minni mikið áfall þegar þau misstu eldri drenginn sinn kornungan. Ég held að hún hafi aldr- ei komist yfir það, en sólin skein aft- ur í lífi hennar þegar þau eignuðust annan son þremur árum seinna. Amma bjó alltaf á heimilinu hjá okkur og var virkur þátttakandi í uppeldi okkar systkinanna. Hún var oft heilsuveil og annaðist móðir mín hana ávallt í veikindum hennar jafn- framt því að sinna heimili og börn- um. Foreldrar mínir fluttu í Kópavog- inn 23. jan. 1973 þegar fór að gjósa á Heimaey og hafa búið þar síðan. Þau tóku virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara í Kópavogi enda ekki óvön að vera í félagsstörfum í Eyjum. Móðir mín starfaði t.d. mikið með Kvenfélaginu Líkn og Slysavarna- félaginu Eykyndli. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og fóru þau pabbi nokkrum sinnum til útlanda. Fyrstu ferðina fóru þau á erlenda grund þegar þau voru 67 ára og orðin löggiltir eldri borgarar. Undirrituð fékk það hlut- verk að fara með þeim svona til trausts og halds og var þessi ferð al- veg ógleymanleg og vel heppnuð. Síðustu utanlandsferðina fóru þau svo um jólin 1995 til Kanaríeyja, það ár áttu þau sextíu ára hjúskaparaf- mæli, þá voru þau 82 ára og við góða heilsu. Stuttu seinna fékk pabbi hjartaáfall og hefur verið heilsuveill síðan. Þegar pabbi dvaldi oft langdvölum á sjúkrahúsi eftir hjartaáfallið var það mömmu mikið kappsmál að geta heimsótt hann á spítalann daglega og gerði hún það eftir fremsta megni. Hún var svo gestrisin og hafði mjög gaman af að taka á móti gestum, en þegar hún var hætt að geta það þá bauð hún bara á kaffihús í staðinn. Þær voru ófáar ferðirnar á kaffihúsin síðustu árin. Alltaf þegar við vorum búin að heimsækja pabba á spítalann þá sagði hún, eigum við ekki að koma og fá okkur kaffi einhvers staðar, þá meinti hún kaffihús, henni fannst það svo gaman. Svo kom hún líka oft með okkur heim og við áttum notalegar stundir saman. Svo kom að því að heilsu hennar fór að hraka. Hún átti oft erfitt með að sætta sig við að geta ekki gert það sem hún áður hafði get- að, þegar hinn illvígi Alzheimersjúk- dómur fór að leika hana grátt. Þegar hún var orðin ófær um að búa ein, flutti hún á sambýli fyrir aldraða í Gullsmára 11 í Kópavogi og bjó þar í tæpt ár. Þar naut hún góðrar umönn- unar og á starfsfólkið þar þakkir skildar. Heilsunni hrakaði hratt og 4. janúar sl. fluttist hún á hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð. Pabbi var kom- inn í Sunnuhlíð nokkrum vikum áður og nutu þau þess að búa undir sama þaki síðustu vikurnar sem hún lifði. Við systkinin viljum færa starfs- fólki Sunnuhlíðar alúðarþakkir fyrir frábæra umönnun hennar og nota- legheit í okkar garð. Ég kveð þig, móðir mín, og bið Guð að blessa minningu þína. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Jónína Guðrún. Elsku stutt-amma mín og vinkona, ef þú bara vissir hve mikils virði það var mér að fá að vera hjá þér síðustu andartökin, mér þótti svo óskaplega vænt um þig. Þegar mamma kom mér í þennan heim 1959 hættir þú að vinna úti til að getað passað mig, svo hún gæti séð fyrir okkur mæðgum, og síðan hef ég verið þín. Þegar ég var tveggja ára giftist mamma og flutti með mig „upp á land“. Ég veit að þú vildir helst halda mér en mamma getur verið mjög ákveðin. Flest öllum sumrum og páskum, fram að gosi, fékk ég að eyða hjá ykkur afa í Eyjum. Þegar ég hugsa til baka þá hlýt ég, í æsku, að hafa verið svolítið eigingjörn á þig. Þú áttir jú fleiri barnabörn. Sagan endurtók sig 19 árum seinna þegar ég kom til þín úr brostnu sambandi ófrísk og veik og þú tókst mér opnum örmum, hjúkr- aðir mér og leyfðir mér að búa hjá ykkur afa, þá í Hlégerði. Þetta var mér ómetanlegur tími og hún var sár kveðjustundin þegar ég flutti með Drífu Pálín mína, nýfædda, vestur til Bolungarvíkur til mömmu og pabba. Ég stoppaði stutt í víkinni, hitti mannsefnið mitt þar, eins og þú sagðir, flutti aftur suður og þú bauðst til að passa Drífuna svo ég gæti unnið. Mér fannst þú einstök. Kvöldkaffispjallið okkar síðustu árin var svolítið prívat, „Viltu nokk- uð kaffi, Ármann.“ Afi þorði varla að trufla okkur, fékk samt kaffið sitt en var fljótur að klára, enda var hann stundum löngu kominn uppí þegar við vorum enn að spjalla. Þetta voru okkar stundir. Alltaf kvaddir þú með þeim orðum að þér þætti vænt um mig. Þú varst aldrei spör á hlý orð til mín. Þú varst vinkona mín. Ég vona elsku amma mín að ég hafi eitthvað getað létt þér lífið síð- asta ár, þegar þessi undarlegi Alz- heimer-sjúkdómur náði heljartökum á þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ástarkveðja til afa á Sunnuhlíð. Þín Unnur Ósk. UNNUR GUÐLAUG EYJÓLFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.