Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Hafnasamlags Suðurnesja samþykkti í fyrrakvöld fyrir sitt leyti samning um lóðar- og hafn- argjöld við bandarískt fyrirtæki sem hyggst reisa stálpípuverk- smiðju við Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ. Um er að ræða 4 hektara lóð og mun samningurinn fara til afgreiðslu bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem kölluð hefur verið saman til aukafundar í kvöld vegna þessa. Að sögn Ellerts Ei- ríkssonar, bæjarstjóra í Reykja- nesbæ, bárust samningsdrögin frá Bandaríkjunum í gærmorgun, und- irrituð af fulltrúum stálfyrirtækis- ins. Fyrirtækið hefur nýlega stofnað einkahlutafélag hér á landi, Inter- national Pipe&Tube á Íslandi ehf., sem er með áform um að hefja framkvæmdir í haust að lokinni fjármögnun. Uppbygging verk- smiðjunnar er talin kosta um 4 milljarða króna og hátt í 240 ný störf gætu skapast í Reykjanesbæ. Fáist samningurinn samþykktur í bæjarstjórn, sem miklar líkur eru taldar á, verður fjármögnun verk- efnisins sett í fullan gang, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins frá lögmanni fyrirtækisins hér á landi, og verður fyrst og fremst um erlent lánsfé að ræða. Íslenskir fjár- festar hafa ekki verið inni í mynd- inni til þessa. Ellert sagði að ef af byggingu verksmiðjunnar yrði, þá myndi hún mestu skipta fyrir tekjur hafnarinn- ar af sjóflutningum með stálið. Einnig gæti þetta skipt sköpum í at- vinnulífi sveitarfélagsins en um 240 manna starfsliði væri krafist tækni- og/eða iðnmenntunar starfsmanna. Könnuðu aðra kosti í Evrópu Eigendur stálfyrirtækisins settu sig í samband við íslensk stjórnvöld og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ fyrir áramót, eftir að hafa kannað nokkra kosti í Evrópu á uppsetn- ingu verksmiðju sem þessarar. Telja þeir Helguvík hagkvæman kost en ætlunin er að flytja inn hrá- efnið, stálrúllur, til framleiðslunnar frá Austur-Evrópu, framleiða stál- rör og -pípur til sérstakra iðnaðar- nota og flytja sjóleiðis á markaði í Evrópu og jafnvel í Bandaríkjunum. Framleiðslan fellur undir tolla- ákvæði EES-samningsins og telja Bandaríkjamenn það til tekna við sölu á Evrópumarkaði, líkt og haft var eftir Valgerði Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra í Morgunblaðinu í lok mars sl. er hún kynnti málið í rík- isstjórn. Hún sagði þetta áhuga- verðan kost sem stjórnvöld myndu leggja sig fram við að ná í höfn. Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri í Reykjanesbæ, sagði við Morgun- blaðið í gær að verksmiðjan kallaði ekki á frekari hafnarframkvæmdir við Helguvík til að byrja með, síðar gæti lenging viðlegukantsins mjög líklega koma til greina. Pétur sagði að sprengja þyrfti talsvert magn af bergi til að koma verksmiðjunni fyr- ir en framkvæmdin ætti ekki að kalla á sérstakt mat á umhverfis- áhrifum. Ekki kæmi mengun frá verksmiðjunni þar sem stálið væri valsað í pípur og rör og framleiðslan væri heldur ekki mjög orkufrek. Samningur liggur fyrir um hafnar- og lóðargjöld stálpípuverksmiðju í Helguvík Bæjarstjórn kölluð saman til aukafundar í kvöld Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bandaríska fyrirtækið þarf 4 hektara lóð við Helguvíkurhöfn undir stál- pípuverksmiðjuna og síðar gæti þurft að lengja viðlegukantinn. Helguvík TÓNLEIKAR, til minningar um Sig- uróla Geirsson, fyrrum orgainsta og skólastjóra Tónlistarskóla Grinda- víkur, verða haldnir í Grindavíkur- kirkju að kvöldi hvítasunnudags kl. 20. Í frétt frá aðstandendum tón- leikanna segir að Siguróli hafi verið afkastamikill starfsmaður kirkjunnar og áhugasamur um kirkjulegt starf, sérstaklega tón- listarstarf. Á yngri árum stofn- aði hann barnakór og æskulýðskór við Keflavíkur- kirkju, þar sem hann starfaði þá. Víst er að á þessu sviði var hann brautryðjandi og voru æskulýðskór- ar hans afar vinsælir í mörg ár. Hann kenndi við tónlistarskóla Njarðvíkur og Keflavíkur áður en hann flutti til Grindavíkur og stjórnaði einnig Karlakór Keflavíkur um tíma. Í Grindavík var hann skólastjóri og organisti, með starfandi kirkjukór og einnig barnakór í samvinnu við eig- inkonu sína, Vilborgu Sigurjónsdótt- ur. Starf þeirra var afar farsælt. Nokkrir vinir Siguróla ásamt ekkju hans hafa skipulagt tónleikana, en á þeim koma fram kirkjukórar Grindavíkur og Keflavíkurkirkna undir stjórn Arnar Falkner og Há- kons Leifssonar, Karlakór Keflavík- ur undir stjórn Smára Ólasonar, Kammerkór Hafnarfjarðar undir stjórn Helga Bragasonar, Barnakór Seljakirkju undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, einsöngvararnir Einar Örn Einarsson, Guðmundur Sigurðs- son og Steinn Erlingsson, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guð- laugsson orgelleikari. Siguróli var menntaður tónmenntakennari og tréblásarakennari og á tónleikunum verður leikið á þau hljóðfæri sem hann lærði og kenndi á. Á fagott leik- ur Rúnar Vilbergsson, á klarinett Gunnar Kristmannsson, á þverflautu Gunnar Gunnarsson og á saxófón Rúnar Georgsson. Píanóleikarar verða Ester Ólafsdóttir, Frank Her- lufsen, Gróa Hreinsdóttir og Helgi Bragason. Þá kemur fram harmón- ikkuklúbburinn Stormur, en harmón- ikkan var eitt af hljóðfærum Sigur- óla. Ágóði rennur í sálmabókasjóð Grindavíkurkirkju Kynnir á tónleikunum verður Kjartan Már Kjartansson. Á eftir verður kaffi í boði bæjarstjórnar Grindavíkur. Grindavíkurkirkja býð- ur ókeypis afnot af kirkjunni, allir flytjendur gefa sína vinnu og að- gangseyrir sem verður 1.000 kr. rennur óskiptur í sálmabókasjóð Grindavíkurkirkju. Tónleikar í minningu Siguróla Geirssonar Grindavík Siguróli Geirsson HLJÓMSVEITIN Rými heldur út- gáfutónleika í Frumleikhúsinu að kvöldi hvítasunnudags kl. 21 vegna nýútkominnar plötu, Unity for the first time. Rými er keflvísk hljóm- sveit skipuð fjórum strákum á aldr- inum 19–21 árs, þeim Sveini, Tómasi, Ævari og Oddi. Aðgangseyrir er 300 krónur og verður platan leikin í heild sinni. Allir gestahljóðfæraleikararn- ir á plötunni munu spila. Rýmispiltar voru einnig með tón- leika í Holtaskóla í gær og stefna að útgáfutónleikum á Gauki á Stöng í Reykjavík í lok mánaðarins. Rými með út- gáfutónleika Keflavík ♦ ♦ ♦ STARFSMANNAFÉLAG Suð- urnesja hefur falið lögmanni sín- um, Gesti Jónssyni, að innheimta laun ellefu ófaglærðra starfs- manna Garðvangs, hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða, sem félagið telur að séu vangreidd vegna námskeiðs sem starfsmennirnir sóttu. Starfsmannafélagið íhugar einnig að grípa til mótmælaað- gerða á Garðvangi vegna málsins en hátt í 20 starfsmenn heimilisins eru í félaginu. Starfskjaranefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum hef- ur úrskurðað að Garðvangi beri að hækka umrædda starfsmenn um launaflokk. Stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum kom saman til fundar á þriðjudag og þar var lögð fram tillaga frá öðrum fulltrúa Reykjanesbæjar og fulltrúa Gerðahrepps um að greiða þessi laun, samkvæmt beiðni Starfs- mannafélags Suðurnesja. Tillagan var felld af fulltrúum Sandgerðis og Vatnsleysustrandarhrepps og hinum fulltrúa Reykjanesbæjar í stjórninni. Hins vegar var sam- þykkt að fela framkvæmdastjóra Garðvangs, Finnboga Björnssyni, að skoða málið nánar og í samráði við lögfræðing ef með þyrfti. Finnbogi vildi í samtali við Morgunblaðið ekki tjá sig um þetta að öðru leyti en því að hann ætlaði að ræða við formann starfs- mannafélagsins í því skyni að finna lausn í málum starfsmann- anna. Ekki væri búið að loka nein- um dyrum í málinu. „Tefja á málið enn frekar“ Ragnar Örn Pétursson, formað- ur Starfsmannafélags Suður- nesja, sagði við Morgunblaðið að það væru forkastanleg vinnu- brögð af hálfu stjórnenda Garð- vangs að hundsa enn niðurstöðu starfskjaranefndar, æðsta valds sem færi með málefni kjarasamn- inga á gildistíma þeirra. „Það hefur tekið á annað ár að fá þessa lagfæringu í gegn. Af- greiðslan á stjórnarfundi Dvalar- heimilis aldraðra á Suðurnesjum er svo hreint með ólíkindum. Það er alveg ljóst að framkvæmda- stjóri Garðvangs virðist stjórna því sem meirihluti stjórnarinnar samþykkti. Að fá lögfræðing til að skoða málið er bara gert til að tefja málið enn frekar,“ sagði Ragnar Örn. Ragnar Örn minnti á yfirlýs- ingu í kjarasamningi félagsins frá febrúar 2001 þar sem samninga- nefnd gerði þá kröfu að starfs- kjaranefnd og Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum sæju til þess að starfsfólk á Garðvangi, sem sótt hefði námskeið en ekki fengið launaflokkahækkun, fengi leið- réttingu aftur til þess tíma er námskeiðunum lauk. Starfsmannafélagið hefur einn- ig falið lögmanni sínum að inn- heimta laun fyrrum starfsmanns Garðvangs sem ekki hefur fengið metna afturvirka launaflokks- hækkun. Starfsmannafélag Suðurnesja leit- ar til lögmanns vegna Garðvangs Telur 11 starfs- menn eiga inni vangreidd laun Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.