Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 6
Hef lengi haft á tilfinning- unni að svona gæti farið GUÐJÓN Þórðarson sagðivið Morgunblaðið að í raunog veru væri langur að-dragandi að brotthvarfi hans frá félaginu og hann hefði lengi haft á tilfinningunni að svona gæti farið. „Segja má að fyrst hafi borið á milli mín og stjórnarmanna félagsins í fyrravor eftir að samningi mínum við félagið var breytt. Þá var gerð sú krafa að Stoke færi upp í vetur, ég fékk ákveðinn leik- mannahóp til umráða og við mig var sagt að ef leikmenn yrðu seldir úr honum, yrðu pening- arnir nýttir til að styrkja hópinn í stað- inn. Síðan voru Peter Thorne og Graham Kavanagh seldir og þá kom í ljós að stjórnar- menn félagsins stóðu ekki við það sem þeir sögðu – ég fékk ekki menn í staðinn og orð þeirra skiptu ekki máli þegar á reyndi.“ Hafðir þú engin samskipti við stjórnarmenn síðustu vikurnar? „Þau voru mjög lítil, enda hef ég haft um nóg annað að hugsa. Ég var mest í samskiptum við varaformann- inn, Stefán G. Þórisson, sem var sá eini sem í raun var hægt að tala við. Það er hinsvegar ekki rétt að við Gunnar Gíslason stjórnarformaður höfum ekki talast við. Ég ræddi oft við hann, eftir honum hefur verið haft að það hafi verið á fagmannlegum nótum en í þær viðræður vantaði fag- mennskuna hjá honum. Viljinn til samskipta var ekki mikill af þeirra hálfu. En þeir geta ekki fært nein rök fyrir þeim fullyrðingum að um sam- starfsörðugleika hafi verið að ræða. Ég var ekki sammála þeim, það er allt og sumt.“ Varst þú aldrei boðaður á fund eftir sigurinn á Brentford? „Eftir leik hvatti ég stjórnarmenn til að ganga hratt til verks því nú þyrfti að vinna í málum af fullum dampi. Þeirra svar við því var að reka mig. Það er ljóst að þeim líkaði ekki að ég væri að segja þeim fyrir verk- um. En ég var bara að benda á stað- reyndir. Vegna úrslitakeppninnar voru önnur félög komin með 2-3 vikna forskot á okkur í að skoða markaðinn og undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Um þetta leyti er óvenju mikið af leik- mönnum með lausa samninga og þar voru margir sem ég var búinn að sigta út og taldi að myndu styrkja okkur. Ég taldi mikilvægt að ná réttu mönnunum inn og ganga strax í það að gera réttu samningana.“ Kom þér niðurstaða fundarins á miðvikudagskvöld á óvart? „Ekki beinlínis því ég sá í hvað stefndi. Á þessum fundi var afgerandi meirihluti fyrir því að segja mér upp, en ég tel að það segi ekki alla söguna. Á fundinn vantaði marga af stjórn- armönnum Stoke Holding. Ég taldi reyndar að formaður þess félags, Magnús Kristinsson, styddi mig, en hann gerði það ekki þegar á reyndi. En þeir ákváðu þetta, og það er í þeirra valdi – þeir eiga félagið. Það er hinsvegar dálítið sérstakt, eftir að hafa kynnst því hjá Englendingum að þar skulu orð manna standa, og menn eru hiklaust leiddir fyrir dómstóla ef svo er ekki. Íslendingar virðast setja önnur viðmið; að það sé ekki skilyrði að standa við það sem menn segja. Það er líka ljóst að stjórnarmenn Stoke gera sér ekki grein fyrir öllu. Í nýja samningnum sem gerður var við mig í fyrravor var eins mánaðar upp- sagnarfrestur, þeirra varnagli þannig að þeir gætu sagt mér upp án skuldbindinga og tilkostnaðar ef liðinu gengi ekki vel í vetur. Ég féllst á það, gat ekki annað í þeirri stöðu sem ég var í þá. Síðan næ ég settu marki fyrir þá, fer með liðið upp í 1. deild, og þá er ég verðlaunað- ur með því að mér er sagt upp þremur dögum eftir að haldið er upp á sigurinn.“ „Þú talar um upp- sögn, Guðjón, en er ekki um það að ræða að samningur þinn við fé- lagið sé látinn renna út og ekki end- urnýjaður? „Þegar Gunnar hringdi í mig eftir fundinn á miðvikudag sagði hann mér að samningurinn yrði ekki endurnýj- aður. Síðan barst mér bréfið frá þeim í morgun og þar kom fram að um upp- sögn væri að ræða. Þar með komst ég að því að þeir væru með þessu að spara sér tíu daga launagreiðslu til mín, því ég átti inni sumarfrí. Þetta eru stórhuga menn; þessar aðferðir segja meira um mennina sem standa að þessari ákvörðun en nokkurn tíma um mig, og sýnir þakklætið í minn garð fyrir þau störf sem ég hef lagt á mig fyrir þá.“ Í yfirlýsingu frá stjórn Stoke segir að þú hafir ekki alltaf sætt þig við þær peningalegu takmarkanir sem þú haf- ir orðið að vinna við? „Þetta finnst mér einmitt forvitni- legast við yfirlýsinguna því þessar fjárhagslegu forsendur voru aldrei ræddar við mig. Þeir sögðu að ég gæti ekki unnið á þeim nótum sem þeir myndu setja. En þeir hafa aldrei rætt við mig um annan samning, starfs- vettvang, eða neitt annað, og það að segja að samstarfsörðugleikar séu ástæðan fyrir uppsögninni eru afar léttvæg rök. Þeir geta ekki bent á neitt þar sem ég hef gengið á sveig við samþykktir stjórnar. Þeir eiga alltaf lokaorðið í öllum málum og ég gat aldrei skuldbundið félagið fjárhags- lega. Það eina sem ég gat gert var að leggja til að þeir gerðu ákveðna hluti, síðan var það í þeirra valdi hvort þeir færu eftir því. Það má vel vera að þeim fyndist ég ekki fara að þeirra ráðum en ég taldi mig vera í þeirri stöðu að ég þyrfti ekki á þeirra ráðum að halda. Ef vel á til að takast við upp- byggingu félags þarf að byggja upp samstöðu leikmanna og starfsliðs, liðsandinn skiptir miklu máli. Líka að fólkið sem vinnur í kringum liðið sé í jafnvægi og í lagi, og góður starfsandi í húsinu, hjá öllu starfsfólki félagsins. Sumir líta bara á starfsmennina sem tölur í bókhaldi, sem hægt er að skipta út með einföldum hætti og setja aðra tölu inn í staðinn.“ Ertu að segja að viðhorf stjórnar- manna Stoke til starfsfólks félagsins sé á þann veg? „Ég læt þér alveg eftir að túlka það. En einn hérlendur fréttamaður sagði við mig áðan: „Hvernig fara þeir með útlendingana, þegar þeir fara svona með sinn besta mann.“ Það verður forvitnilegt að sjá og margir spyrja sig þeirrar spurningar.“ Þú áttir sjálfur hugmyndina að ís- lensku yfirtökunni á Stoke. Nú halda yfirráð Íslendinganna áfram en þú hverfur á braut. Einkennileg staða? „Þetta er mjög sérstök staða, eink- um eftir að hafa náð félaginu svona vel á veg eins og raun ber vitni. Það verður sárt að sjá annan mann upp- skera og njóta ávaxtanna af minni vinnu. Þessi viðskilnaður við félagið er mér mjög sár. Það hefur ekki verið átakalaust að breyta hlutunum hérna en mér hefur tekist að búa til skemmtilegt fótboltalið sem var jafn- framt tilbúið til að takast á við barátt- una í 2. deildinni. Það var talað um að minn helsti galli væri að ég reyndi að spila of mikinn fótbolta í þessari deild en ég sagði alltaf að ég yrði að búa til gott fótboltalið. Þegar að því kæmi að það færi upp í 1. deild yrði ég að vera með lið í höndunum sem gæti haldið áfram að þróast þar en væri ekki á byrjunarreit þegar upp væri komið. Og þetta Stoke-lið er ekki á neinum byrjunarreit í 1. deild. Það er því afar svekkjandi að fara frá félaginu á þess- ari stundu, það er leiðinlegt að yfir- gefa sköpunarverk sitt og láta aðra njóta góðs af öllu því erfiði sem maður hefur lagt á sig. Frá því undirbún- ingstímabilið hófst í júlí á síðasta ári og þar til seinnipartinn í mars átti ég einn frídag, sem var jóladagur. Í þessari vinnu eru dagarnir oft langir; ég keyrði til að horfa á leiki, kom heim klukkan 11-12 á kvöldin og var mættur upp á völl klukkan 9 morg- uninn eftir. Það voru 2-3 leikir í gangi í viku, ég kappkostaði að fylgjast með varaliðinu og fara á leiki annarra liða. Þetta var því mikil vinna, en ég kann ekki annað, ég er gífurlega metnaðar- gjarn og set allt mitt stolt í það sem ég tek mér fyrir hendur.“ Ætlar þú að höfða mál á hendur Stoke vegna uppsagnarinnar? „Ég gekk í samtök knattspyrnu- stjóra í deildakeppninni strax og ég kom til Stoke og þau eru geysilega sterk. Forsvarsmaður þeirra, John Barnwell, hafði samband við mig strax í morgun og bauð mér aðstoð. Samtökin eru með lögfræðinga á sín- um snærum og sjá um þetta allt sam- an. Ég sendi þeim öll mín gögn, samn- inginn við Stoke, líka þann gamla sem var ógiltur í fyrravor. Ef þessir lög- fræðingar telja að á mér hafi verið brotið, munu þeir skrifa Stoke og gera félaginu grein fyrir því. Það er ekkert grín að glíma við þessa menn, því hafa margir kynnst.“ Hefur þú fengið viðbrögð frá leik- mönnum og stuðningsmönnum? „Einn leikmaður hefur haft sam- band við mig enn sem komið er, það er allt of sumt. En ég er búinn að fá þúsundir tölvuskeyta, korta og bréfa frá stuðningsfólki félagsins þar sem ýmist er óskað eftir því að ég verði áfram hjá Stoke eða mér þakkað fyrir störf mín fyrir félagið. Þau viðbrögð hafa verið afar sterk. Hinir almennu stuðningsmenn Stoke hafa sýnt mér mikinn skilning í vetur. Þessi þróun mála er greinilega mikið áfall fyrir marga, stuðningsmenn sem starfs- fólk félagsins. Það væri forvitnilegt fyrir marga að tala við mitt sam- starfsfólk hjá félaginu og spyrja það um samstarfsörðugleikana. Þá fengju menn eflaust nýja sýn á málin.“ Hver var þín framtíðarsýn fyrir hönd Stoke? „Það var lögð mikil vinna í liðið í vetur og það nánast byggt upp frá grunni. Ætlunarverk okkar tókst þrátt fyrir mikla erfiðleika vegna meiðsla á tímabilinu, ég þurfti að glíma við 7 beinbrot, tvenn brjósklos, slitin krossbönd og blóðtappa í leik- mannahópnum. Samt fórum við upp. Þetta er tiltölulega ungt lið sem myndi lifa af 1. deildina en ekki gera neinar rósir. Ég hafði hugsað mér að setja upp þriggja ára áætlun sem gekk út á það að liðið myndi festa sig í sessi í 1. deild á fyrsta ári, komast upp í miðja deild á öðru ári og gera atlögu að sæti í úrslitakeppninni um úrvals- deildarsæti á þriðja ári. Þetta taldi ég að væri raunhæft mat, sem síðan færi eftir því fjármagni sem fengist. Hjá Stoke var heildarlaunareikningur fyrir tímabilið aðeins þrjár milljónir punda. Í 2. deild voru Cardiff, Hudd- ersfield, Reading, Wigan og Bristol City öll með hærri launagreiðslur. Cardiff keypti leikmenn fyrir sjö milljónir punda, en lið Stoke sem sló Cardiff út í úrslitakeppninni kostaði 500 þúsund pund.“ Hvaða tilfinningar berð þú til Stoke eftir þessar lyktir mála? „Stoke á frábæra stuðningsmenn sem hafa stutt vel við bakið á mér, sérstaklega síðustu vikurnar, og hafa um leið verið mjög skilningsríkir. Ég mun horfa til tímans hjá Stoke sem mjög góðs hluta af mínu lífi. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími, um leið gífurlega erfiður og krefjandi, en ég hef notið hverrar mínútu. Ekki síst þess að hafa tekist að færa þessu frá- bæra fólki 1. deildarfótboltann sem það hefur beðið lengi eftir. Starfsfólk- ið hér er stórkostlegt og það var afar erfitt að kveðja það í morgun; þá sáust tár á hvörmum.“ Hvert horfir Guðjón Þórðarson á þessari stundu? „Núna horfi ég til suðvesturs, til sólar sem er hátt á lofti hér í Stoke þessa stundina! Hjá mér er ekkert fast í hendi, aðeins vangaveltur en ekkert meira en það. Ég mun skoða mín mál í rólegheitum. Ég hefði gam- an af því að vera áfram hér í Englandi en ég gæti þurft að fara héðan. Það kom fram á fréttamannafundi sem ég boðaði til að kveðja pressuna, að ég væri búinn að ná árangri á hálfu þriðja ári sem öðrum hefði ekki tekist á mörgum árum og jafnvel aldrei. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég geri næst. Ætli ég fari ekki fljótlega að líta í kringum mig.“ Guðjón Þórðarson þjálfari um brotthvarf sitt frá enska knattspyrnuliðinu Stoke City Guðjón Þórðarson stjórnar ekki lengur enska liðinu Stoke City. Í fyrrakvöld var ákveðið á stjórnarfundi hjá Stoke að rifta samningnum við Guðjón. Víðir Sigurðsson ræddi við Guðjón í gær um viðskilnað hans við Stoke og meinta samstarfsörðugleika. FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN Þórðarson átti frum- kvæði að því að í október árið 1999 gerði hópur íslenskra fjárfesta til- boð í ráðandi hlut í enska knatt- spyrnuliðinu Stoke City. Hann setti sig í samband við Kaupþing, sem hóaði saman hópi fjárfesta. Stofnað var eignarhaldsfélagið Stoke Hold- ing um kaupin. Þetta tilboð hljóðaði upp á ríflega 700 milljónir króna. Fyrir 51% hlutafjár yrðu greiddar 400 millj- ónir, 115 milljónir færu til kaupa á nýjum leikmönnum, annað eins til greiðslu gjaldfallinna skulda og ríf- lega fimmtíu milljónir til bættrar æfingaaðstöðu. Svo virtist sem heimamenn væru yfir sig ánægðir með tilboðið, enda teldu þeir þörf á nýju blóði í þetta forna knatt- spyrnuveldi. Tilboðið dregið til baka Helst höfðu menn áhyggjur af framtíð knattspyrnustjórans Gary Megsons, sem nýlega hafði tekið við liðinu og staðið sig afar vel. Til gamans má geta að í ár var Megson valinn knattspyrnustjóri ensku fyrstu deildarinnar, en hann leiddi lið West Bromwich Albion upp í úr- valsdeildina á liðnu tímabili. Í lok októbermánaðar kom þó babb í bátinn. Við nánari skoðun kom í ljós að fjárhagsstaða Stoke var ekki jafn góð og gefið hafði ver- ið í skyn. Þriðjudaginn 26. október 1999 var tilkynnt að fallið hefði ver- ið frá kaupunum. Ástæðan var sögð auknar kröfur um yfirtöku skulda. Skoðun Kaupþings hf. á bókhaldinu leiddi í ljós að bókfært verð leik- manna liðsins var mun hærra en markaðsverð, auk þess að skuldir félagsins voru umtalsvert hærri en tilboðið gerði ráð fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins námu þær um 100 milljónum króna. Nýtt tilboð samþykkt Nokkrum dögum síðar var komið annað hljóð í strokkinn. Sam- komulag um kaup Stoke Holding á knattspyrnufélaginu Stoke City FC var undirritað að morgni 2. nóv- ember 1999. Samkvæmt því nam eignarhlutur íslensku fjárfestanna 66% og fyrir þann hlut voru greidd- ar um 700 milljónir króna. Samn- ingurinn var staðfestur með blaða- mannafundi 15. nóvember. Þá tilkynnti nýr stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason, að Guðjón Þórðarson væri ráðinn knattspyrnustjóri í stað Gary Meg- sons. Fjölmargir enskir blaða- og fréttamenn mættu á staðinn, breska ríkisútvarpið útvarpaði beint frá fundinum og meðal gesta voru frammámenn í samtökum stuðn- ingsmanna. Blaðamannafundurinn gekk bet- ur en bjartsýnustu menn höfðu þor- að að vona. Íslendingunum var tek- ið afar vel af íbúum Stoke-on-Trent, sem margir sögðust binda miklar vonir við hina nýju stjórn. Frá undirskrift samnings um kaup Stoke Holding á Stoke City FC. Kaupin á Stoke hugmynd Guðjóns vs@mbl.is Guðjón Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.