Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opið: Mán. - fös kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 Stórútsa la á teppasettum Takmarkaðmagn!!! 15-70%afsláttur w w w .d es ig n. is © 2 00 2 SÍÐASTA dag apr- ílmánaðar fór ég á op- inn fund um byggða- mál í Eyjafirði og á Akureyri þar sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til næstu bæjarstjórnar- kosninga tjáðu sig um þetta mikilvæga mál- efni. Þeim varð öllum tíðrætt um hve mikil- vægt hefði verið fyrir atvinnuuppbyggingu á og við Akureyri að fá Háskólann í bæinn og jöfnuðu því við stóriðju sem það vissulega er. Um þetta töluðu allir frambjóðend- ur sig hása og mæltist oft vel. Þegar einn fundarmanna spurði þá hins vegar um afstöðu þeirra til þróunar Verkmenntaskólans og hvað væri til ráða til að efla hann enn frekar varð fátt um svör og engin sérstök fram- tíðarsýn útmáluð eins og þegar há- skólann bar á góma. Var helst að skilja að menn teldu þetta ekkert sérstakt forgangsmál þegar kemur að því að efla atvinnulífið á svæðinu. Vandræðalegri þögn sló á samkom- una og mælskan hjaðnaði niður. Gleymd stefnumótun Árið 1999 samþykkti bæjarstjórn vandaða og ítarlega stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri. Mikil vinna og metnaður var lagður í þetta verk og niðurstaðan kynnt með kurt og pí. Þar er rækilega undirstrikað að aukin og bætt tengsl fyrirtækja og menntastofn- ana í bænum sé forsenda öflugs at- vinnulífs og samkeppnishæfni. Að sjálfsögðu er Háskólinn nefndur þar til sögunnar en einnig er lögð áhersla á mikilvægi uppbyggingar iðnnámsbrauta í samræmi við þarfir atvinnulífsins. M.a. er bent á matvælagreinar, málm- og skipaiðnað og rafeinda- iðnað í því sambandi. Þar er sett fram sú metnaðarfulla stefna að í bænum verði boðin bókleg og verk- leg kennsla til lokaprófs í öllum helstu iðngreinum. Hvatt er til þess að Háskólinn og Verkmenntaskólinn vinni saman að áætlun um skipulag iðn- og framhaldsnáms í tæknigreinum eins og málm- og rafeindaiðn- aði svo og vinnslu- greinum í matvælaiðn- aði og gengið frá tillögum um skipulag þeirra og framkvæmd. Í þessari stefnu bæj- arstjórnar er sem sagt mikill skilningur á því að öflugt verknám og háskólanám verði að fara saman og það svo grundvöllur öflugs at- vinnulífs. Það vakti hins vegar undrun mína og furðu að þegar frambjóðendur töluðu um frekari uppbyggingu at- vinnulífsins minntust þeir ekki einu orði á þessa metnaðarfullu stefnu- mörkun bæjarins og alls ekki hvern- ig gengur að koma henni í fram- kvæmd. Menn virðast alveg hafa gleymt sér úti við Glerá og horfa þar til himins í mærðarfullri alsælu. Ætla mætti að einhvers staðar í öðrum bæjarfélögum myndi minni- hlutinn nýta sér slíka værð til að minna á það sem meirihlutinn ætl- aði að gera. Slíku var ekki fyrir að fara á fundinum góða og hallaðist nú ekki á merinni frekar en fyrri dag- inn. Látum verkin tala Um leið og ég hvet alla verðandi bæjarstjórnarmenn í okkar góða bæ til að rifja upp eigin stefnumörkun í atvinnumálum hlýt ég og aðrir kjós- endur að krefjast þess að henni verði fylgt fast eftir, m.a. með því að fara að vinna að því að gera verk- mennt á Akureyri að nýrri stóriðju. Nauðsynlegt er að hefja um það samstarf við yfirvöld menntamála eins og gert var þegar Háskólanum var komið á fót. Nýta sér m.a. möguleika á að reka á Akureyri öfl- uga kjarnaskóla í sem flestum iðn- greinum og sinna þannig kalli tím- ans um að gera iðnaðar- og skólabæinn að öflugustu miðstöð verkmennta á Íslandi. Það er undir okkur sjálfum komið að slíkur draumur rætist og þess vegna er nauðsynlegt að Akureyringar og ná- grannasveitarfélög sýni frumkvæði og áræði og fylgi þessu þarfa mál- efni eftir í góðri samvinnu við fyr- irtæki, skóla og aðra sem málið varðar. Verkmennta- bærinn Akureyri Ragnar Sverrisson Höfundur er kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmannafélags Akureyrar. Akureyri Menn virðast, segir Ragnar Sverrisson, alveg hafa gleymt sér úti við Glerá. SÍÐASTLIÐINN mánuð hafa átt sér stað viðræður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna á milli fulltrúa námsmanna- hreyfinganna sem skipa minnihluta í stjórninni og fulltrúa ríkisins sem skipa meirihluta. Markmið þessara viðræðna er að fara yfir reglur sjóðsins og sneiða af annmarka sem í þeim finnast en minnihlut- inn í Stúdentaráði hefur látið þau orð falla að árangurinn í þessum við- ræðum sé prófsteinn á hina nýju forystu Vöku í ráðinu. Í þessum reglum eru þó einnig ákvæði sem snerta hag námsmanna og hefur því verið mikið metnaðarmál hjá þeim námsmannahreyfingum sem taka þátt í viðræðunum að bæta lánakjör stúdenta. Mismunandi áherslur Í Háskóla Íslands eru tvær álíka stórar fylkingar sem hafa keppst um að leiða starf Stúdentaráðs HÍ. Árangur í lánasjóðsviðræðum hef- ur oft verið áberandi í þeirri bar- áttu en fylkingarnar hafa ekki allt- af verið sammála um hvernig best verði að þeim staðið. Vaka vakti máls á því að árangur síðustu ára í lánasjóðsviðræðum væri ekki við- unandi fyrir námsmenn enda væru þau kjör sem þeir nytu hjá LÍN í engu samræmi við kaupmáttar- aukningu í landinu. Þær aðferðir sem fulltrúar Stúdentaráðs hafa beitt síðustu ár hafa einkennst af háværum upphrópun- um og mikilli tor- tryggni í garð meiri- hluta stjórnar LÍN. Nýr meirihluti í Stúd- entaráði telur að þessi aðferð sé ekki vænleg því að enginn dansar við sjálfan sig og hef- ur því miðað sína samningaviðleitni að því að finna sameig- inlegan grundvöll þeirra hagsmunaaðila sem að viðræðunum koma. Námsmanna- hreyfingarnar Ljóst er að betra samstarf hefur ríkt á milli námsmanna í barátt- unni fyrir bættum kjörum náms- manna en oft áður. Sterkt Stúd- entaráð undir forystu Vöku setti fram skýr markmið sem samþykkt voru einróma á fundi Stúdentaráðs 18. apríl síðastliðinn. Í góðri sam- vinnu við hinar námsmannahreyf- ingarnar var lokahöndin lögð á að marka stefnu íslenskra náms- manna í lánasjóðsviðræðunum sem síðan var birt fulltrúum ríkisins. Frá upphafi var ákveðið að fara samningaleiðina í viðræðunum og leita leiða til að finna sameiginleg- an grundvöll og niðurstöðu sem allir gætu sætt sig við. Umtalsverð hækkun Töluverðar breytingar voru gerðar á reglum sjóðsins sem flestar miða að því að einfalda þær. Mestu breytingarnar á út- hlutunarreglunum eru þó þær sem snúa að þeim námsmönnum sem taka lán. Námsmannahreyfingarn- ar hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á að hækka grunn- framfærsluna enda er ljóst að hækkun hennar bætir hag náms- manna mest. Mikil samstaða hefur verið um þetta atriði því að stúd- entar eru almennt sammála um að nám sé full vinna og ekki sé eðli- legt að námsmenn verði að vinna með námi. Því lögðu námsmenn til að fulltrúar ríkisins tækju tillit til þessa sjónarmiðs og legðu náms- mannahreyfingunum lið í þeim til- gangi að létta fólki námið. Menntun er fjárfesting og sem slík skilar hún miklum arði fyrir allt þjóðfélagið. Þessi sameiginlegi grundvöllur sem fannst í nefndinni leiddi til þess að ákveðið var að grunnframfærslan var hækkuð úr 69.500 í 75.500, sem er rúmlega 8,6% hækkun á lánunum. Ljóst er að á síðustu árum hefur grunn- framfærslan ekki hækkað eins mikið en sem dæmi má nefna að í síðustu viðræðum náðist sam- komulag um 4,5% hækkun. Fjárhagslegt sjálfstæði Vaka hefur lengi talað fyrir því að afnema beri tekjutengingu maka því að fjárhagslegt sjálf- stæði einstaklinga hefur alltaf skipt miklu máli fyrir fylkinguna. Því er ánægjulegt að greina frá því að að þessu sinni komust fulltrúar ríkisstjórnarinnar og námsmannahreyfinganna að sam- komulagi um að afnema skuli tekjutengingu maka. Nú geta námsmenn hagað sambúðarmálum sínum eftir eigin höfði án þess að hafa áhyggjur af skerðingu á fjár- hagslegu frelsi og ljóst að stórt hagsmunamál stúdenta er nú í höfn. Meðal annarra breytinga má nefna lán vegna töku sumarprófa, hækkun skólagjaldalána, hækkun bókakaupaláns, rýmkun á hinni svokölluðu fimm ára reglu og auk- in réttindi einstæðra foreldra. Aðeins fyrsta skrefið Nýr meirihluti í Stúdentaráði hefur haft að leiðarljósi í starfi sínu að auka samstarf allra hags- munaaðila sem að sjóðnum standa. Árangurinn talar sínu máli og má því segja að Vaka í meirihluta hafi staðist þetta próf með ágætisein- kunn. Þetta er þó aðeins eitt af mörgum skrefum sem taka þarf til að bæta stöðu stúdenta, því mikið starf er þar óunnið. Í ár standa til að mynda skerðingarhlutfall og frítekjumark lánanna óbreytt og því ljóst að þar þarf að taka til hendinni í næstu samningaviðræð- um. Sterkt Stúdentaráð undir for- ystu Vöku hefur í þessu skilað námsmönnum langþráðum ár- angri. Þetta er árangur sem allir stúdentar hljóta að gleðjast yfir. Frábært samstarf námsmanna- hreyfinganna var algjör grundvöll- ur þess árangurs sem nú hefur náðst og eins hafa samskipti við fulltrúa ríkisins verið góð og kann ég öllum sem að málinu hafa kom- ið bestu þakkir fyrir samstarfið. Grunnframfærslan var hækkuð um rúm 8,6% Ingunn Guðbrandsdóttir LÍN Sterkt Stúdentaráð undir forystu Vöku, seg- ir Ingunn Guðbrands- dóttir, hefur í þessu skilað námsmönnum langþráðum árangri. Höfundur er fulltrúi Stúdentaráðs HÍ í stjórn LÍN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.