Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Gröfumaður óskast strax Upplýsingar í símum 892 1167 og 565 3140. Klæðning ehf. Sölufulltrúi Heildverslun, sem sérhæfir sig í vönduðu sæl- gæti og gjafavöru, óskar eftir sölumanni. Við leitum að samviskusömum starfskrafti, með góða og vandaða framkomu, sem hefur metnað til að takast á við krefjandi starf. Reynsla er æski- leg og aðeins er um að ræða framtíðarstarf. Upplýsingar verða veittar á skrifstofu Íslenskrar Dreifingar, Skútuvogi 1e, í dag, föstudaginn 17. maí, á milli klukkan 15.00 og 18.00. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Útgerðarfélag Vestmannaeyja hf. Aðalfundur Aðalfundur Útgerðarfélags Vestmannaeyja vegna ársins 2001 verður haldinn í Kiwanis- húsinu, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 30. maí nk. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Stjórnin. KENNSLA Vélskóli Íslands Skólaslit 18. maí Vélskólanum verður slitið í hátíðarsal skólans laugardaginn 18. maí kl. 14.00. Kvenfélagið Keðjan verður með kaffi og veit- ingar í matsal Sjómannaskólans. Afmælisárgangar eldri nemenda eru boðnir sérstaklega velkomnir. Skólameistari. TILKYNNINGAR Stækkun ÍSAL í Straumsvík 1. áfangi: Stækkun í allt að 330.000 t á ári 2. áfangi: Stækkun í allt að 460.000 t á ári ÍSAL hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofn- unar matsskýrslu um stækkun ÍSAL í Straumsvík. 1. áfangi: Stækkun í allt að 330.000 t á ári. 2. áfangi: Stækkun í allt að 460.000 t á ári. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 17. maí til 28. júní 2002 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofu Hafnarfjarð- arbæjar og bókasafni Hafnarfjarðar, Strand- götu 1. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðar- bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykja- vík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Hönnunar: www. honnun.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 28. júní 2002 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að deiliskipulagsáætlun í Reykjavík: Sólheimar, Langholtsvegur, Skeiðavogur, deiliskipulag. Tillagan tekur til svæðis er afmarkast af lóðum íbúðarhúsa við Langholtsveg til norðurs, lóðum íbúðarhúsa við Skeiðavog til austurs og Sólheimum til vesturs. Um er að ræða tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Markmið tillögunnar er m.a. að gefa skipulagssvæðinu heildstæða mynd með sameiginlegu útivistarsvæði í garði umhverfis bóka- safnið, ákveða fyrirkomulag, nýtingu og byggingarmöguleika til framtíðar. Uppbygging á svæðinu miðar m.a. að því að bæta útirými og mynda skjól. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að uppbygging eigi sér stað á 5 lóðum. Lóðinni Sólheimum 29-35 verði skipt upp í tvær lóðir. Einnar hæðar verslunarhús á lóðinni verði rifið. Á nyrðri hluta lóðar- innar verði heimilt að byggja fjölbýlishús á 3-4 hæðum ásamt kjallara. Á syðri hluta lóðarinnar verði heimilt að lyfta risi núverandi húss í fulla hæð og byggja tveggja hæða nýbyggingu við húsið til norðvesturs. Á lóðinni nr. 23a verði heimilt að byggja 185m2 viðbyggingu við útibú Borgarbókasafnsins. Ný byggingarlóð verði til þar sem nú er bílastæði fyrir Sólheima 25-27 og þar verði heimilt að byggja 460m2 byggingu á einni hæð. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að stækka safnaðarheimili Langholtskirkju, að lóðinni nr. 11-13 við Sólheima, um 600m2. Tillagan liggur frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 17. maí til 2002 til 28. júní 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 28. júní 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 17. maí 2002. Skipulagsfulltrúi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.