Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ þeirri von að víðtækari sátt og var- anlegri friður náist um sjávarútveg okkar í framtíðinni.“ Þjóðin á að njóta veiðigjaldsins Sjávarútvegsráðherra var á fund- inum spurður að því hvaða skoðun hann hefði á þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að veiðigjaldinu yrði ráðstafað heima í héraði, enda ljóst að gjaldið kæmi einkum niður á landsbyggðinni. Árni sagði að helstu rökin fyrir auðlindagjaldinu væru þau ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra telur hugmyndir um að veiðigjaldi á sjávarútveg verði ráð- stafað í þeim byggðum þar sem það er innheimt ekki í anda þeirra raka sem lögð voru til grundvallar álagningu gjaldsins. Hann telur eigi að síður að veiðigjaldið muni verða nýtt til upp- byggingar á landsbyggðinni. Þetta kom fram á vorfundi Útflutningsráðs Samtaka verslunarinnar – FÍS, sem haldinn var í gær. Árni rakti á fundinum breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem meðal annars fjölluðu um álagningu veiði- gjalds. Hann sagði sýnt að lögin hefðu auknar álögur á útveginn í för með sér en aftur á móti væri óvíst að veiði- gjaldið bætti fiskveiðistjórnunina sem slíka. „Von mín er hins vegar sú að það íþyngi fyrirtækjum ekki um of, né setji óraunhæfan hagræðingarþrýst- ing á þau. Við megum á hinn bóginn alls ekki gleyma því að með upptöku veiðigjalds er af minni hálfu og rík- isstjórnarinnar verið að ganga til sátta í miklu pólitísku deilumáli í að þjóðin ætti að fá sjáanlega hlut- deild í arðinum af auðlindinni. Sér þætti því einkennilegt ef menn væru misjafnlega réttháir eftir búsetu þeg- ar kæmi að skiptingu gjaldsins. Sagði hann að sér þætti hins vegar skyn- samlegt að nota auðlindarentuna til uppbyggingar atvinnulífi á þeim svæðum þar sem gera mætti ráð fyrir að yrðu breytingar vegna breytinga í sjávarútvegi, líkt og endurskoðunar- nefndin svokallaða lagði til. „Þannig tel ég nokkuð víst að megnið af veiði- gjaldinu færi til landsbyggðarinnar. En fjármunirnir færu þá þangað á grundvelli þess að við værum að ráð- stafa þeim sameiginlega og til hags- bóta fyrir heildina. Það er auðvitað í þágu heildarinnar að við reynum að byggja sem flestar byggðir í landinu. Ég sé ekki ofsjónum yfir því að fjár- munirnir fari til þessara svæða en ég tel að það þurfi að vera á grundvelli hagsmuna heildarinnar, því það er þjóðin öll sem á auðlindina og hún á því öll að njóta hennar jafnt.“ Árni var einnig spurður að því á fundinum hvort ekki mætti búast við tilfærslum í sjávarútvegi til að komast hjá því að greiða veiðigjald og arð- urinn yrði þannig tekinn í gegnum fiskvinnsluna en ekki útgerðina. Árni svaraði því til að við gerð frumvarps- ins hefði mjög verið fjallað um þetta atriði. Þess vegna væri gjaldstofninn skilgreindur á sérstakan hátt og þess vegna færi gjaldið ekki eftir afkomu einstakra fyrirtækja. Einstök fyrir- tæki hefðu því ekki hag af því að færa til kostnað. Veiðigjaldi á ekki að ráðstafa innan heimabyggðar, segir sjávarútvegsráðherra Gjaldið verði nýtt í þágu heildarinnar BRESKA neytendablaðið Which? hefur hvatt fjóra stærstu bankana í Bretlandi til að hætta að féfletta við- skiptavini sína með of háum útláns- vöxtum og of lágum innlánsvöxtum. Bankarnir fjórir, Barclays, HSBC, Lloyds TSB og NatWest, eru nær einráðir á breska markaðnum og hafa verið gagnrýndir fyrir að bjóða við- skiptavinum sínum mun lakari kjör en aðrir. Það geti þeir gert í skjóli þess að Bretar eru afar tregir til þess að skipta um banka. Which? skorar á yfirmenn bank- anna fjögurra að bjóða fólki allt að tuttugu sinnum hærri innlánsvexti, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Vilja neytendasamtökin að innláns- vextir verði hækkaðir um 0,1 til 2%. Ennfremur vilja þau að yfirdrátt- arvextir verði lækkaðir niður í 10% en þrátt fyrir að hagstæðustu vextir á yf- irdráttarlánum séu innan við 9% þá taka stóru bankarnir fjórir allt að tvö- faldri þeirri upphæð. Samkvæmt út- reikningum Which? gætu viðskipta- vinir stóru bankanna sparað sér um hálfan milljarð punda (66,5 ma.kr.) ár- lega ef 70% þeirra flyttu viðskipti sín til eins þeirra sem bjóða hvað bestu kjörin á yfirdráttarlánum. Bresku bank- arnir hætti að féfletta við- skiptavini sína hafi á tveimur árum fallið úr 150 milljörðum sænskra króna í 60 millj- arða, eða úr um 1.350 milljörðum ís- lenskra króna í um 540 milljarða. Þá hafi persónulegar eigur hans minnk- að úr 8 milljörðum sænskra króna í að hámarki 6 milljarða. Það svarar til lækkunar úr um 72 milljörðum ís- lenskra króna í um 54 milljarða. Veldi sem grundað er á eldspýtum Í frétt BT segir að grunninn að ríkidæmi Jan Stenbecks megi rekja til eins mesta fjármálahneykslis Evr- ópu. Faðir hans, Hugo Stenbeck, hafi SÆNSKI milljarðamæringurinn, fjarskipta- og fjölmiðlakóngurinn Jan Stenbeck, hefur tapað miklu fjár- magni upp á síðkastið. Stenbeck, sem oft er líkt við Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, stofnaði m.a. sjónvarps- stöðvarnar TV3 og TV4, símafyrir- tækið Tele2 og dagblaðakeðjuna Metro International, sem dreift er ókeypis. Greint var frá erfiðleikum Sten- becks í frétt á vefsíðu Berlingske Tid- ende í gær. Í fréttinni segir að hægt sé að setja verðmiða á erfiðleikana. Markaðsvirði fyrirtækja Stenbecks verið einn af þeim lögfræðingum sem unnið hafi að því að ganga frá búi sænska eldspýtnakóngsins Kreuger, sem í kringum 1930 réð yfir um 60% af eldspýtnaframleiðslunni í heimin- um. Kreuger skaut sig þegar í ljós kom að veldi hans byggðist á mjög svo hugmyndaríkum bókhaldsaðferðum. Hugo Stenbeck keypti nokkur af þeim fyrirtækjum sem Kreuger skildi eftir sig, aðallega í stál- og timburiðnaði. Jan Stenbeck tók við stjórn fjöl- skyldufyrirtækisins árið 1975. Árið 1987 hóf hann að fjárfesta í fjölmiðla- geiranum er hann stofnaði sjónvarps- stöðina TV3. Á næstu árum stofnaði hann fleiri sjónvarpsstöðvar auk þess sem hann hóf samkeppni á fjarskipta- markaði við símafyrirtækið Telia, sem hafði haft einokun á því sviði. Metro-dagblöðin eru svo það nýjasta sem Jan Stenbeck hefur tekið sér fyr- ir hendur. Í frétt BT segir að þeir sem keppi við Stenbeck viti, að þó hann eigi í erf- iðleikum nú þá sé það einmitt á slík- um stundum sem hann þrífist allra best. Erfiðleikar hjá sænskum fjölmiðlakóngi FLUGFÉLAGIÐ EasyJet hefur yf- irtekið flugfélagið Go, en bæði teljast þessi flugfélög vera lágfargjaldaflug- félög. Með þessari yfirtöku er Easy- Jet orðið stærsta félagið á þessum markaði og hefur þar með skákað Ryanair úr fyrsta sæti. EasyJet hefur fleiri flugfélög í sigtinu og er eitt þeirra Deutsche BA, sem er í eigu British Airways. Go er félag sem var skilið frá Brit- ish Airways og selt stjórnendum og stofnanafjárfestum í fyrra. Helstu stjórnendur Go munu hagnast vel á sölunni, en framkvæmdastjórinn, Barbara Cassani, er engu að síður ósátt við söluna og telur að betri kost- ur hefði verið að fara með fyrirtækið í frumútboð. Þá hefði fyrirtækið haldið sjálfstæði sínu og nafni, en Go-nafnið hverfur við sameininguna. Mikill vöxtur hefur verið hjá lágfar- gjaldaflugfélögum að undanförnu. Frá mars í fyrra til jafnlengdar í ár flutti Go 4,27 milljónir farþega, sem er 55% aukning frá sama tímabili ári áður. EasyJet flutti 8,25 milljónir far- þega á sama tímabili og Ryanair 11,09 milljónir. EasyJet kaupir Go ♦ ♦ ♦ Afl kaupir í Þor- móði ramma- Sæbergi AFL fjárfestingarfélag hf. seldi í gær 11,9 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Granda hf. á verðinu 5,7. Söluverðið var því um 68 milljónir króna. Sama dag keypti Afl hlutafé í Þormóði ramma-Sæbergi hf. fyrir svipaða fjárhæð. Nafnverð hlutafjár- ins var 16,4 milljónir og verðið 4,15. Eignarhlutur Afls í Granda eftir viðskiptin nemur 4.248.546 krónum að nafnverði, sem er um 0,3% hluta- fjár félagsins. Eignarhlutur Afls í Þormóði ramma-Sæbergi eftir þau viðskipti er 258.411.388 krónur að nafnverði, sem er um 19,9% af heild- arhlutafénu. Frá þessu var greint í flöggunum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnar- formaður Afls, er varamaður í stjórn Þormóðs ramma-Sæbergs hf. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.