Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ  KARL Kristjánsson, heilsu- gæslulæknir í Hafnarfirði, varði 1. mars sl. doktorsritgerð sína við Gautaborgar- háskóla. Ritið nefnist Blood pressure, blood pressure dev- elopment and potential risk factors for hyp- ertension with special reference to metabolic factors and kidney function. Leið- beinendur Karls við þessar rann- sóknir voru Calle Bengtsson, fyrr- verandi prófessor við heimilislæknisfræðildeild Gauta- borgarháskóla, og prófessor Jó- hann Ágúst Sigurðsson við heim- ilislæknisfræði læknadeildar Háskóla Íslands. Andmælandi var Matti Klockars, prófessor í sam- félags- og atvinnulækningum við Háskólann í Helskinki, Finnlandi. Rannsóknir Karls eru samvinnu- verkefni þessara tveggja háskóla og byggjast á hóprannsókn Hjartaverndar og hóprannsókn á konum í Gautaborg, en þessar hóp- rannsóknir hófust báðar á svip- uðum tíma á árunum 1967–1968 og hefur verið haldið áfram til dags- ins í dag. Efniviðurinn skapar þannig einstakt tækifæri til þess að skoða þróun ýmissa áhættu- þátta hjarta- og æðasjúkdóma á mjög löngum tíma. Eins og titill rannsóknarinnar gefur til kynna beindust rannsóknir Karls að lang- tíma þróun blóðþrýstings, tíðni há- þrýstings og ýmissa þátta sem geta haft áhrif á hækkun á blóð- þrýstingi með árunum. Stór hluti eldri kvenna þjáist af háþrýstingi Samkvæmt eldri skilgreiningum á háþrýstingi höfðu allt að 77% 78 ára kvenna háþrýsting og þessi tala fór upp í 95% í sama ald- urshóp ef stuðst væri við núver- andi skilgreiningar (efri mörk 140 og/eða neðri mörk 90 mm Hg). Niðurstöður sýndu að offita og þyngdaraukning eykur verulega áhættuna á að fá háþrýsting. Þær konur sem höfðu háþrýsting voru einnig í tvöfalt meiri áhættu að fá sykursýki en aðrar. Rannsóknirnar styðja margar aðrar rannsóknir sem sýna að bæði sykur og insúlin hækkar í blóði mörgum árum áður en vart verður við háþrýsting og að minnkað næmi fyrir insúlíni í fitu og vöðvavef geti verið sameig- inlegur orsakaþáttur fyrir syk- ursýki og háum blóðþrýstingi. Enda þótt ístra sé talin áhættu- þáttur hjarta- og kransæða- sjúkdóma virtist aukin ístrusöfnun ekki hækka blóðþrýstinginn til lengri tíma. Eggjahvíta í þvagi hjá frískum konum virtist ekki spá fyrir um þróun blóðþrýstings næstu 24 árin. Niðurstöðurnar efla skilning vís- indamanna á orsökum og samvirk- andi þáttum efnaskipta sem geta leitt til hjarta og æðasjúkdóma. Auðvelt er að mæla þessa áhættu- þætti í heilsugæslunni og efla þannig forvarnir þegar það á við. Karl Kristjánsson er fæddur 1958. Hann vinnur sem heilsu- gæslulæknir við Heilsugæslustöð- ina Sólvangi í Hafnarfirði. Karl er giftur Steinunni G. Helgadóttur myndlistarmanni og eiga þau fjög- ur börn. Rannsóknarverkefnið var styrkt af fyrrnefndum háskóladeildum, Vísindasjóði Félags íslenskra heimilislækna og Heilsugæslustöð- inni Sólvangi, Hafnarfirði. Varði doktors- ritgerð um há- þrýsting INDVERSKAR stúlkur sem lokið hafa stúdentsprófi frá menntaskóla á vegum Sameinuðu indversku kirkjunnar í þorpinu Kethanak- onda í Andhra Pradesh-héraði á Indlandi íhuga margar hverjar að hefja nám í háskólum fáist til þess fjármagn. Stúlkurnar hafa í mörgum til- fellum staðið sig betur í námi en drengir, að sögn séra John Winst- ons, leiðtoga Samein- uðu indversku kirkj- unnar, UCCI, sem hefur starfað að hjálp- arstörfum og kristni- boði í Andhra Pradesh í yfir 30 ár. Hann segir einnig brýnt að bæta aðbúnað í mennta- skólanum en þar eru nú um 700 nemendur en voru 30 árið 1989. Íslendingar hafa fyrir milli- göngu Hjálparstarfs kirkjunnar tekið að sér um 440 skólabörn á vegum UCCI sem þeir sjá um að kosta til náms. Reistar hafa verið skólabyggingar og sjúkrahús fyrir íslenskt fé og sem dæmi var ráðist í að byggja iðnskóla fyrir fé sem framhaldsskólanemendur sáu um að afla með söfnunarátakinu Ís- lenskt dagsverk árið 1997. Iðnnám- ið hefur nýst stéttlausum og geta nemendur lagt stund á saumaskap, klæðskurð, bifvélavirkjun og járn- smíði. Að auki er boðið upp á hefð- bundið bóknám, sem fyrr segir, og nýtist þeim sem stefna á há- skólanám. Um 200 prestar starfa á vegum safnaðarins, að sögn Winstons, bæði við kristniboð og kennslu. Heima- vistir á vegum kirkj- unnar eru starf- ræktar í þorpinu Kethanakona og borgunum Vijaya- wada, Tenali og Hyd- erabad sem annast rúmlega 900 börn alls. Þá starfrækir söfnuðurinn skóla á öllum skólastigum í sömu borgum með hátt á annað þúsund nemendum, meðal annars Emmanuel menntaskólann í Kethanakonda. „Við útvegum börnunum frítt húsnæði, fæði, föt, kennslubækur og læknisþjónustu,“ segir Winston. Hann bendir á að húsakostur skólans sé orðinn of lítill og þegar sé búið að leggja hornsteininn að byggingu nýrrar skólabyggingar. Hvenær hún muni rísa velti á frek- ari fjárframlögum. Örar breytingar í ljósi hnattvæðingar Að sögn Winstons hefur stúlkum við skólann gengið mjög vel í námi og betur í sumum tilfellum en drengjum. Hann segist ekki hafa einhlíta skýringu á því en nefnir að þær séu iðnari við námið og hafi oft meiri tíma aflögu en dreng- irnir. Engu að síður séu væntingar þeirra og líkur á starfsframa minni en drengja í ljósi þeirrar stöðu sem karlmenn njóta í indvesku sam- félagi. „Góður árangur eldri nemenda hefur hins vegar áhrif á þá sem yngri eru sem keppast við að fá góðar einkunnir eins og þeir.“ Hann bendir á að sex nemendur íhugi nú möguleika á að stunda há- skólanám og hann merkir mikinn mun á nemendum sínum og því starfi sem söfnuðurinn hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Mestu breytingarnar hafi orðið á síðast- liðnum árum með aukinni hnatt- væðingu og innreið vestrænna gilda í indverskt samfélag. „Fólk er meðvitaðra um gildi menntunar nú en áður. Breyting- arnar gerast hratt og þar leikur sjónvarpið stórt hlutverk.“ Winston er þakklátur fyrir þau fjárframlög sem borist hafa frá Ís- lendingum í gegnum tíðina og væntir frekara samstarfs. „Ég hef rætt við forsvarsmenn Hjálparstarfs kirkjunnar og komið á framfæri óskum um að þeir sendi Íslendinga utan til að aðstoða okk- ur við að byggja upp starfsemina. Einnig vantar okkur fjármuni og styrki vegna lagfæringa á eldra húsnæði og byggingar á nýju skólahúsnæði,“ segir John Winst- on. Íslendingar styrkja 440 börn á vegum UCCI á Indlandi Séra John Winston Stúlkur standa sig oftar betur í skóla „SAMSTAÐA almennings um allan heim er helsta vonin gegn hern- aðarhyggjunni. Ég er mjög ánægð með að fá að koma hingað til Ís- lands, þar sem samtök hernáms- og herstöðvaandstæðinga hafa starfað í fimmtíu ár og beitt sér gegn Nato-stöðinni hér á landi,“ segir Sara Flounders, einn ræðu- manna á alþjóðlegri friðarráð- stefnu, sem Samtök herstöðvaand- stæðinga héldu um síðustu helgi. Sara Flounders starfar með samtökunum International Action Center í New York, sem stofnuð voru árið 1992. Einn stofnenda samtakanna var Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. „Samtökin voru stofnuð í kjölfar stríðsrekstrar Bandaríkjanna gegn Írak,“ segir Sara Flounders. „Þau hafa það að markmiði að berjast gegn hern- aðarumsvifum og stríðsrekstri Bandaríkjanna víða um heim og hafa látið til sín taka vegna efna- hagsþvingana gegn írösku þjóðinni, hernaðaraðgerða í Sómalíu, árásar á lyfjaverksmiðju í Súdan og stríðsaðgerða í Júgóslavíu, svo dæmi séu nefnd. Samtökin hafa gefið út ýmis rit og heimasíða þeirra, www.iacenter.org, er mjög mikið lesin, telst reyndar til mest sóttu heimasíðna á Netinu. Að auki vinnum við mikið á heimavelli í Bandaríkjunum, bæði við að berj- ast gegn kynþáttafordómum og styðja pólitíska fanga í baráttu þeirra. Fyrir hálfum mánuði skipu- lögðu samtökin mótmæli í Wash- ington, þar sem yfir hundrað þús- und manns komu saman til að berjast fyrir frelsi Palestínu og gegn hernaði við Írak.“ Flounders segir að samtökin hafi lagt mikla áherslu á að kynna al- menningi í Bandaríkjunum hver kostnaður þjóðarinnar af hermál- um sé. „Ýmis félagsleg vandamál í Bandaríkjunum mætti hæglega leysa ef það fjármagn, sem nú rennur til hermála, færi í að byggja upp menntakerfið og heil- brigðiskerfið. Í þessu auðuga stór- veldi er barnadauði svipaður og gerist í fátækustu löndum Suður- Ameríku og lífslíkur eru hærri í Bangladesh en meðal þeldökkra karla í Bandaríkjun- um. Um 30 milljónir manna njóta alls engr- ar heilsugæslu. Það er ekki nema von að fólk eigi erfitt með að trúa þessu, en svona er ástandið samt, enda er helmingur útgjalda alríkisins eyrnamerkt- ur stríðsrekstri á einn eða annan hátt.“ Almenningur gagnrýnni en áður Sara Flounders seg- ir að almenningur í Bandaríkjunum sé nú farinn að spyrja gagn- rýnni spurninga en áður um stefnu yfirvalda. „Hryðjuverkaárásirnar 11. september urðu til þess að margir fóru að velta fyrir sér hvers vegna hatur á Bandaríkjamönnum væri svo djúpstætt víða um heim. Stjórnvöld gættu þess að beina at- hyglinni frá þessum spurningum og réðust í stríðið í Afganistan, þar sem ráðist var gegn þeim öflum sem bandarísk yfirvöld höfðu stutt við bakið á árum saman og báru mesta ábyrgð á að komist höfðu til valda.“ Sara er ekki í vafa um hver sé drifkraftur hernaðarátaka. Þar liggi ekki hugsjónir að baki. „Stríð- ið gegn Írak er skýrt dæmi. Þar var barist um olíu, fyrst og fremst, og Bandaríkin komu sér upp herstöðvum í Saudi-Arabíu, Kúveit, Sameinuðu fursta- dæmunum og raunar um allt svæðið. Þarna hafa Bandaríkin því komið sér vel fyrir, rétt eins og gerðist þegar settar voru upp herstöðvar Bandaríkj- anna og Nato í Kos- ovo, Bosníu, Króatíu, Albaníu og Makedón- íu.“ Hún vísar í ræðu, sem Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hélt um stríðsrekstur- inn í Afganistan. „Hann talaði um „blitzkrieg“, eða leifturstríð, eins og nasistar köll- uðu hraða sókn sína þvert yfir Evr- ópu, þar sem þeir náðu yfirráðum yfir landi og auðlindum. Hið sama hefur gerst í Afganistan og ná- grannaríkjum, þar sem vitað er að olía finnst í jörðu. Þar hafa Banda- ríkjamenn nú hreiðrað um sig.“ Aðspurð segist Sara Flounders leggja bandarísk hernaðaryfirvöld og Nato að jöfnu. „Nato hefur frá upphafi verið að mestu stjórnað frá Bandaríkjunum og þegið vopna- búnað sinn þaðan. Bandarísk yf- irvöld styðja af öllum mætti við samtökin, því þau vilja alls ekki að upp rísi sérevrópskt hernaðar- bandalag. Útþensla Nato til aust- urs hefur gríðarlega þýðingu fyrir framleiðendur herbúnaðar í Banda- ríkjunum, enda þarf hvert nýtt að- ildarríki að setja framtíð sína að veði með því að verja helmingi út- gjalda sinna, næsta áratuginn að minnsta kosti, til að byggja upp herlið sitt í þágu Nato. Þar hagn- ast enginn nema hergagnafram- leiðendur í Bandaríkjunum, sem eru öflugustu fyrirtækin þar í landi.“ Heimsveldi eru merkilega skammlíf Sara Flounders segist fyllast bjartsýni þegar hún sér hvers and- staða almennings er megnug. „Bandaríkin eru núna heimsveldi, en heimsveldi eru merkilega skammlíf. Græðgin verður þeim alltaf að falli. Barátta Palestínu- manna er eitt lítið dæmi um hvern- ig hægt er að sameina milljónir manna um allan heim í baráttu fyr- ir réttlætinu og um leið leggja stein í götu heimsveldisins, sem ætlaði sér að ráðast næst gegn Írak. Vissulega höfðu nánast öll ríki heims hvatt Bandaríkin til að fara varlega í slíkan stríðsrekstur, en stjórnvöld létu það sem vind um eyru þjóta. Það var ekki fyrr en al- menningur sýndi samstöðu sína gegn Ísraelum, sem Bandaríkin hafa ávallt stutt með ráðum og dáð, sem Bandaríkin sáu sitt óvænna og hafa nú a.m.k. frestað árás á Írak. Samstaða fólks um allan heim er ógurlegt afl, sem fátt fær staðist. Ekkert ríki getur staðið uppi í hárinu á Bandaríkjunum í hernaði, en andstaða fólks um allan heim er önnur saga. Nú hefur allur heim- urinn aðgang að sömu fréttum á þeirri stundu sem þær gerast og það breytir heimsmyndinni. Nú ráðum við, ekki bara herforingj- arnir.“ Sara Flounders, fulltrúi friðarsamtakanna International Action Center Sara Flounders „Nú ráðum við, ekki bara her- foringjarnir“ LEIÐANGRI íslenskra fjallaleiðsögumanna þvert yf- ir Grænlandsjökul er lokið. Leiðangursmennirnir Leifur Örn Svavarsson, Pétur Pétursson og Alvin Arnold náðu föstu landi á svo- kallaðri hæð 660 á Syðra- Grænlandi þann 12. maí sl. Höfðu þeir félagarnir þá ver- ið16 daga á jökli. Stefnt er að því að þeir komi til Íslands nú í lok vikunnar. Þetta er þriðji íslenski leið- angurinn sem fer yfir Græn- landsjökul. Settu þeir þre- menningarnir nýtt íslenskt hraðamet yfir jökulinn þar sem fyrri tveir leiðangrar hafa farið leiðina á um 25 dögum. Voru mun fljótari í förum en reiknað var með Leiðangurinn hófst 25. apr- íl og voru lagðir að baki 600 km frá þorpinu Isertoq yfir í Syðri-Straumfjörð á austur- strönd Grænlands. Leiðang- ursmennirnir gerðu upphaf- lega ráð fyrir að vera þrjár vikur á leiðinni og voru með 31 dags vistir, en voru fljótari í förum en þeir bjuggust við. Þeir fengu góðan vind í bakið á þriðja degi ferðarinnar sem er sjaldgæft á þessum slóðum og lentu ekki í alvarlegum áföllum utan þess að elds- neyti lak yfir talsverðan hluta vista þeirra. Yfir Græn- landsjökul á nýju Ís- landsmeti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.