Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNDIRBÚNINGSHÓPUR um Menningarsalinn í Ársölum á Sel- fossi hefur starfað frá miðju síðasta ári að því verkefni að skilgreina Menningarsalinn og marka stefnu í þá veru að gera fullbúinn salinn að veruleika. Í nefndinni eiga sæti Sig- urður Jónsson frá Eignarhaldsfélag- inu Brú, Guðjón Ægir Sigurjónsson lögmaður og Sigurður Bjarnason frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands. Skýrsla um salinn og möguleika hans ásamt drögum að kostnaðar- áætlun hefur verið kynnt fyrir sveit- arstjórnum, alþingismönnum, ríki og nokkrum fyrirtækjum á Suðurlandi. Salurinn er liður í áformum Eign- arhaldsfélagsins Brúar um endur- nýjun og stækkun Hótels Selfoss með það markmið að þar verði öfl- ugur rekstur hótels og ráðstefnu- og menningarmiðstöðvar. Undirbúningshópurinn boðar til stofnfundar sjálfseignarstofnunar um salinn 18. maí klukkan 14 í fok- heldum salnum í Hótel Selfossi að Eyravegi 2 á Selfossi. Á þessum fundi verður hugmynd- in um uppbyggingu salarins kynnt og einnig þeir möguleikar sem sal- urinn býður upp á sem tónlistar- og leikhús fyrir Suðurland. Þá verður kynnt stofnskrá fyrir salinn og fyr- irhugað er að skráning stofnaðildar hefjist þennan dag og munu vænt- anlega fyrstu stofnaðilar skrá sig fyrir framlögum á fundinum. Síðan er gert ráð fyrir að skráning stofn- aðildar standi yfir fram á haust en þá er fyrirhugað að boða til framhalds- stofnfundar og kjósa stjórn stofnun- arinnar. Stofnaðild stendur öllum til boða, einstaklingum, félögum, fyrirtækj- um, stofnunum, sveitarfélögum og ríki. Stefnt er að því að stofnaðild að Salnum verði á sem breiðustum grunni og því markmiði náð að hann verði sannkölluð almenningseign. Hönnun Menningarsalarins hefur staðið yfir í eitt ár og fór hún fram samhliða hönnun Hótels Selfoss. Heildarhönnuður er arkitektastofan ARKÍS sem sá um arkitektahönnun og samræmingu en Hönnun hf. ann- aðist verkfræðihönnun. Fyirtækið Akustikon annaðist hljóðvistarhönn- un í salnum. Öll hönnun miðast að því að ná fram fyrsta flokks hljóm- burði í salnum og að salurinn geti tekið á móti metnaðarfullum við- burðum á sviði tónlistar og leiklistar. Einnig er það markmið að salurinn geti þjónustað stærri ráðstefnur í samstarfi við Hótel Selfoss. Kostnaðaráætlun salarins gerir ráð fyrir að fullbúinn kosti hann um 150 milljónir. Samkvæmt kostnaðar- áætlun er gert ráð fyrir að hver stóll í salnum kosti um 50 þúsund krónur. Undirbúningsnefndin bendir á að hafa megi þá upphæð sem viðmið- unareiningu fyrir einstaklinga og fé- lög þegar ákvörðun er tekin um stofnaðild og framlög en til þess að ná kostnaðaráætluninni þarf að selja 3.000 stóla eða einingar. Markmiðið er að Suðurland eign- ist tónlistar- og leikhús til eflingar menningu og búsetu á Suðurlandi. Þess vegna eru íbúar á Suðurlandi hvattir til að skrá sig fyrir stofnaðild að Menningarsalnum. Stofnfundur um sjálfseignarstofnun Menningarsalarins Selfoss SAMNINGUR um umsjón og rekst- ur búverndarsvæðis fyrir blesgæs í Hvanneyrarlandi var nýlega undir- ritaður í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Aðilar að samningnum eru Náttúruvernd ríkisins og Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri, en umhverfisráðherra og landbúnaðar- ráðherra staðfestu samninginn. Björn Þorsteinssonar, prófessors í plöntulíffræði, sagði við athöfnina að landbúnaður væri náttúrunýtinn. Villtir dýrastofnar þyrftu líka sitt og stundum í samkeppni við okkar eigin fóðuröflun. „Það er því með blendnum huga, sem bændur horfa á gæsir reita vall- arfoxgrasið upp út túnum sínum og það gildir líka um okkur Hvanneyr- inga, ekki síst þegar um tilraunareiti er að ræða, sem mikilvægt er að njóti algerrar friðunar ef niðurstöður eiga að verða marktækar. Það er þó til marks um einlægan vilja okkar Hvanneyringa um að lifa í sátt við náttúruna og sýna ábyrga afstöðu gagnvart villtum dýrastofnum að við öxlum þá ábyrgð að rita undir samn- ing um búsvæðavernd í dag. Þessi ábyrgð mun kosta okkur fórnir og útsjónarsemi þannig að farið getið saman sá landbúnaður og tilrauna- starfsemi sem hér þarf að vera og þessi mikilvæga millilending bles- gæsarinnar hér á Hvanneyri til fit- unar, í sæmilegum friði, á ferðalög- um sínum milli vetrar- og sumarheimkynna sinna.“ Fram kom hjá Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra að markmið frið- lýsingarinnar væri að vernda bú- svæði fyrir blesgæsir og þar með tryggja grænlensku blesgæsinni at- hvarf á Íslandi en Hvanneyrarland er einn af mikilvægustu viðkomu- stöðum blesgæsa hér á landi. Talið er að um 10% grænlenska blesgæsa- stofnsins hafi viðkomu í landi Hvanneyrar og næsta nágrenni vor og haust. Einnig er markmið friðlýs- ingarinnar að tryggja almenningi landsvæði til náttúruskoðunar og fræðslu. Búsvæðaverndin nær yfir jörðina Hvanneyri, frá jarðamörkum sem liggja frá Stórastokk í Vatnshamra- vatn og þaðan um Ausulæk (landa- merkjaskurð) í Andakílsá miðja og þaðan út í Hvítá. Mörk náttúru- verndarsvæðisins í Hvítá liggja um jarðamörk. Að undirritun lokinni fluttu ávörp Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins, Sveinbjörn Eyjólfsson, f.h. Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Borgarfjarðar- sveitar. Þar sem engin blesgæs var við- stödd, en athöfnin var öll í hennar þágu, bættu börn úr Andakílsskóla úr því, en þau voru mætt færandi hendi, ásamt kennara sínum, Elísa- betu Haraldsdóttur. Þau höfðu með- ferðis tvær gæsir gerðar úr brennd- um leir og festar á spjald. Um leið og þau afhentu rektor gjöfina báru þau fram þá ósk, að friðland fyndist einn- ig fyrir þessar gæsir á Hvanneyri. Villtir dýra- stofnar þurfa líka sitt svæði Nemendur í Andakílsskóla bjuggu til blesgæsir með aðstoð kennara. Skorradalur Samningur gerður um rekstur verndar- svæðis fyrir blesgæs á Hvanneyri NÝLEGA héldu börnin á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði sýningu á verkum sínum, skemmtu bæjarbúum og buðu upp á kaffi og kökur í Félagslundi. Leikskólinn tekur þátt í verkefninu Vistvernd í verki og hafa börn og starfsfólk mjög gaman af. Þau flokka sitt sorp, lífrænn úrgangur fer í safnkassa, glerkrukkur málaðar til skrauts eða not- aðar undir gróður, allur pappi sem til fellur er endurunninn í listaverk, t.d. blómavasa og myndir og þau búa til sinn eigin pappír. Markmið þessa verkefnis er að efla vitund og þekkingu fjölskyldunnar á nauðsyn þess að ganga betur um umhverfið og nýta betur náttúruauðlindir. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Svona lítur starfsfólkið út í augum barnanna. Vorsýn- ing leik- skólans Reyðarfjörður TVEIR slöngubátar voru sjósettir í fjörunni við Hvalssíki í fyrra- kvöld, til að draga vélarvana trillu í land. Allt fór vel að lok- um, enda taldi skipverjinn, Bjarki Þór Arnbjörnsson, sig aldrei hafa verið í lífshættu. Honum var bjargað í land og trillan á end- anum dregin til hafnar í Vest- mannaeyjum. Ljósmyndari Morg- unblaðsins var á staðnum þegar slöngubátarnir voru sjósettir. Morgunblaðið/Eiður Björn Ingólfsson Til bjargar trillu ÆRIN Móra, sem María Jóhanns- dóttir að bænum Kúskerpi í Skagafirði á, bar hvorki meira né minna en fimm lömbum um síð- ustu helgi. Móra er reyndar þekkt í sinni sveit fyrir að bera fleiru en einu lambi og hefur hún eignast 20 lömb á undanförnum sex árum, en Móra er sjálf þrílembingur. Vorið 2000 bar Móra t.d. fjórum lömbum, en gerði gott betur þetta vorið. Lömbunum fimm sem komin eru nú í heiminn heilsast vel, en þess má geta að nú fyrir skömmu bar önnur ær fimm lömbum að bænum Hjarðarfelli í Miklaholts- hreppi, en fimmlembingar þykja sjaldgæfir. Morgunblaðið/Rögnvaldur Móra fylgist grannt með lömbunum sínum fimm. Móra bar fimm lömbum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.