Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.2002, Blaðsíða 2
Lárus Orri Sigurðsson er búinn að semja við WBA / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Í sandölum og ermalausum bol/B1  Fordómar alltof mikil einföldun/B2  FÍT – Fiðlur, ígerðir og tjón/B4  Edrú og frjáls/B6  Auðlesið efni/B8 Í l r l l r r llt f i il i f l Í i l r, í r ir tj r frj l l i f i Sérblöð í dag Hannes Þ. Sigurðsson vekur athygli í Noregi / C4 FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR pólskir ljósmyndarar, Tom- ek Gkowacki og Jakub Kowalczyk, gengu frá Stafafelli í Lóni um Lóns- og Snæfellsöræfi út í Hrafn- kelsdal og voru á ferðinni í hret- unum sem nú eru að ganga yfir Austurland. Í fyrrakvöld hringdu ábúendur á Stafafelli í lögregluna á Höfn í Hornafirði og lýstu áhyggjum sín- um yfir afdrifum mannanna, þeir hafi ætlað að hringja og láta vita af ferðum sínum en ekki gert. Hóf lögregla eftirgrennslan og í gær var lýst eftir Pólverjunum í svæð- isútvarpi Austurlands. Í framhald- inu hringdi fréttaritari Morgun- blaðsins á Vaðbrekku í Jökuldal í lögreglu og tjáði henni að menn- irnir hefðu gefið sig fram á bænum á sunnudag. Í samtali við fréttaritara kom fram að Pólverjarnir hrepptu af- takaveður við Geldingafell og í Hálsi við Jökulsá á Dal enda ekki heiglum hent að vera gangandi um öræfin á þessum árstíma, þó sumar sé komið samkvæmt dagatalinu. Þeir Tomek og Jakub gengu frá Stafafelli í Lóni upp með Jökulsá í Lóni um Víðidal og Kollumúla til Geldingafells. Á leiðinni milli Kollumúla og Geldingafells hrepptu þeir aftakaveður og gekk illa að finna Geldingafellsskálann en þeir voru með kort sem skálinn var vitlaust merktur inn á. Lengsta dagleiðin var frá Geld- ingafelli í Snæfellsskála um Eyja- bakkajökul en þeir voru 11 tíma að ganga þá leið. Næsti áfangi var úr Snæfellsskála vestur í Háls þar sem þeir gistu í Lindum. Þar reyndu þeir að vaða Jökulsá á Dal til að komast í bað á Laugavöllum en áin var of straumþung og er reyndar alls ekki væð á þeim slóðum. Sneru þeir þess vegna til Hrafn- kelsdals um Búrfell og hrepptu aft- ur aftakaveður á þeirri leið og sögðust hafa haldið að þeirra síð- asta stund væri runnin upp. Kom- ust þeir samt við illan leik ofan í Glúmstaðadal og náðu að tjalda við Tungusporð þar sem var skárra veður. Gengu þeir þaðan út í Vað- brekku og fengu bílfar til Egils- staða alls hugar fegnir. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Tomek Gkowacki og Jakub Kowalczyk á hlaðinu á Vaðbrekku. Gengu Lónsöræfi og hrepptu aftakaveður Í DAG verður lögð fyrir Íþrótta- og tómstundaráð tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að kanna hug íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi um að selja bygging- arrétt á lóðum sem nú eru ætl- aðar fyrir æfingasvæði og nýta fjármuni til að byggja strax upp æfingaaðstöðu annars staðar. Á fundi borgarstjórnar í gær sagðist borgarstjóri viljug til að ræða hvort önnur svæði en Gylfaflöt væru hentugri sem íþróttasvæði Fjölnis. Sagði hún að til greina kæmi að gera lóð- ina að byggingarlóð en íþrótta- svæði yrði byggt upp annars staðar. Rætt um að flytja íþróttasvæði Fjölnis TRYGGVI Rúnar Guðjónsson var í gær dæmdur í 10 ára fangelsi af Hæstarétti, fyrir að flytja inn tæp- lega 17.000 e-töflur, um 200 grömm af kókaíni og rúmlega 8 kg af hassi. Þetta er þyngsti dómur sem Hæsti- réttur hefur kveðið upp í fíkniefna- máli. Með broti sínu rauf Tryggvi skilorð á eftirstöðvum tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisrefsingar. Þá var þyngsta refsing fyrir fíkni- efnabrot 10 ára fangelsi en vegna skilorðsrofsins dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann í 11 ára fangelsi. Aðalmeðferð málsins fór tvisvar fram í héraði þar sem dómarinn, sem fór með málið í fyrra skiptið, reynd- ist vanhæfur. Tryggvi og ríkissaksóknari áfrýj- uðu málinu til Hæstaréttar. Krafðist Tryggvi þess aðallega að dómnum yrði vísað heim í hérað til nýrrar að- almeðferðar en ríkissaksóknari vildi fá refsinguna þyngda. Kröfu um ómerkingu byggði Tryggvi á því að við síðari aðalmeðferðina hefðu tvö vitnanna ekki komið að nýju fyrir dóm og hið þriðja hefði neitað að tjá sig. Fram kemur í dómnum að sú sem neitaði að tjá sig var fyrrum sambýliskona hans, eitt vitnið sinnti ekki kvaðningu fyrir dóm en þriðja vitnið bar að hún hefði fengið hótanir frá og hræddist Tryggva og menn sem honum tengdust. Þá hefði hún fengið ótal hringingar frá Tryggva kvöldið áður en hún átti að mæta fyr- ir dóm. Hún vísaði til þess sem hún hefði áður sagt fyrir dómi og hún hefði engu við það að bæta. Hæstiréttur taldi að héraðsdóm- ari hefði gert rétt með því að líta til framburðar vitnanna við fyrri aðal- meðferð málsins og nægar sannanir væru komnar fyrir sekt Tryggva. Ekki var fallist á að héraðsdómur hefði þurft að vera fjölskipaður eða að Tryggvi Rúnar hefði talið að hann væri að flytja inn hass í stað e-taflna. Sigríður J. Friðjónsdóttir sak- sóknari sótti málið f.h. ríkissaksókn- ara en Kristinn Bjarnason var til varnar. Málið dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrys- son, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. 10 ára fangelsi fyr- ir fíkniefnasmygl eru hlið við hlið í sama húsinu. „Ég hafði heyrt að við hefðum sameig- inlegt klósett þarna, það er nú ekki nema eitt klósett, en framtíðin er ekki björt því samvinnan byrjaði með þeim hætti að Halldór læsti þessu klósetti þannig að við höfum ekki aðgang að því,“ sagði Guðni. Umræddur Halldór er Jónsson og skipar hann efsta sæti A-listans. Til að bregðast við orðum Guðna komu A-listamenn fyrir útikamri fyrir utan skrifstofurnar í gær- morgun og buðu framsóknarmönn- um að létta af sér. Um miðjan dag KOSNINGABARÁTTAN fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Ísa- firði tók nokkuð sérkennilega stefnu í gær þegar fulltrúar A-lista Nýs afls lögðu útikamri fyrir utan kosningaskrifstofur listans og buðu framsóknarmönnum að nota hann að vild. Kamarinn var síðar fjar- lægður að kröfu lögreglustjóra. Forsagan er sú að í blaðinu Bæj- arins besta var viðtal við Guðna Geir Jóhannsson, oddvita fram- sóknarmanna, þar sem hann lýsir samstarfinu við A-lista, en kosn- ingaskrifstofur A-lista og B-lista var kamarinn hins vegar fjarlægður að kröfu lögreglustjórans en m.a. var gerð athugasemd við að kam- arinn stæði uppi á gangstétt. „Hing- að komu lögreglumenn með þau skilaboð frá lögreglustjóra að kam- arinn skyldi fjarlægja hið fyrsta. Við urðum að sjálfsögðu strax við þeim óskum og fjarlægðum kamar- inn, enda er A-listinn skipaður fá- dæma löghlýðnum einstaklingum,“ sagði Halldór í samtali við Bæjarins besta og óskaði um leið framsókn- armönnum góðs gengis við lausn salernismála sinna. Framsóknarmenn máttu nota náðhúsið Tekist á um salernismál í kosningabaráttunni á Ísafirði INGA Jóna Þórðardóttir borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks gerði að umtalsefni á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi viljayfirlýsingu, dagsetta 26. apríl, milli Reykjavíkurborgar, Frumafls og Markarholts, um að stofna félag um byggingu hjúkr- unarheimilis í Sogamýri. Yfirlýs- ingin hafði verið kynnt í borgarráði áður en viljayfirlýsing heilbrigðis- ráðherra og borgarstjóra var kynnt fyrr í vikunni. Á fundi borgarráðs 7. maí óskuðu sjálfstæðismenn eftir að fá upplýs- ingar um fyrri viljayfirlýsinguna og spurðu hvort Frumafl kæmi til með að reisa og reka heimili í Sogamýri. „14. maí kom ný yfirlýsing og þá voru þessir aðilar ekki lengur inni í myndinni og ég kann ekki skýringu á því. En ég velti fyrir mér hvort hugmyndir um þátttöku Frumafls og umræða í fjölmiðlum um það hafi komið illa við vinstrigræna í R- listanum,“ sagði Inga Jóna. Þess freistað að losa R-listann úr vandamálum Sagði Inga Jóna að vinstrigrænir hefðu áður lýst andstöðu við að einkaaðilar komi til liðs við opin- bera aðila við uppbyggingu í vel- ferðarkerfinu. „Það má vel vera að þetta hafi að einhverju leyti verið ástæðan fyrir því að borgarstjóri fór á stúfana og freistaði þess að leita eftir samkomulagi við ríkis- valdið til að losa R-listann úr þeim vandamálum sem hann þarna var kominn í.“ Sagði hún R-listann hafa varið litlum fjármunum til uppbyggingar þjónustu aldraðra miðað við þá fjármuni sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram á sínum tíma. Inga Jóna sagði uppbyggingu í tíð R-listans hafa verið fyrir tilstilli og forgöngu annarra. Eðlilegt að ríkið komi að þjónustunni í meiri mæli Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lagði áherslu á að eðli- legt væri að ríkið kæmi að upp- byggingu þjónustu fyrir aldraða í meiri mæli en verið hefur. Benti hún á að ríkið kæmi með 40% fram- lag á móti borginni í þessum efnum en 60% yrði að finna eftir öðrum leiðum. Benti hún á að Fram- kvæmdasjóður aldraðra hefði verið stofnaður sérstaklega til þessa, en sífellt meira væri tekið úr honum í rekstur og æ minna til uppbygg- ingar. „Gert er ráð fyrir að Reykja- víkurborg leggi 1,4 milljarða til uppbyggingar hjúkrunarrýma aldr- aðra á komandi árum og tel ég þeim fjármunum vel varið, vegna þess að sá áfangi sem náðst hefur í þetta sinn í þessum samningum er að ríkið komi með 70% framlag.“ Yfirlýsing um hjúkrunar- heimili rædd í borgarstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.