Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 1
141. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. JÚNÍ 2002 sprengjutilræðinu í Jerúsalem á hendur sér. Er þetta 69. sjálfsmorðs- árás Palestínumanna á 21 mánuði. Tilræðismaðurinn, 22 ára háskóla- nemi, sagði í kveðjubréfi að hann hefði tvisvar áður reynt að gera sprengjuárás í Ísrael. Reynt að afstýra frekari tilræðum í Jerúsalem Lögreglustjóri Jerúsalem, Micky Levy, sagði að lögreglan væri að leita að Palestínumönnum sem væru grunaðir um að undirbúa fleiri sprengjuárásir í borginni. Gert er ráð fyrir því að George W. Bush Bandaríkjaforseti kynni í vik- unni nýja áætlun sem miðast að því að binda enda á átök Ísraela og Pal- estínumanna og búist er við að hann leggi m.a. til að Palestínumenn stofni bráðabirgðaríki að því tilskildu að PALESTÍNUMAÐUR varð sjálfum sér og nítján öðrum að bana í Jerú- salem í gær þegar hann sprengdi naglasprengju í strætisvagni sem var fullur af skólabörnum og fólki á leið til vinnu. Heimastjórn Palestínu- manna fordæmdi árásina og sagði hana minnka líkurnar á því að Pal- estínumenn gætu stofnað eigið ríki. Ísraelsstjórn kenndi Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, um árás- ina og ákvað að svara henni með „ýmsum hernaðaraðgerðum“, að sögn ísraelska ríkisútvarpsins í gær- kvöldi. Útvarpið sagði að stjórn Ísraels hefði rætt þann möguleika að reka helstu aðstoðarmenn Arafats í út- legð, ekki þó hann sjálfan. Ísraelskir skriðdrekar voru sendir inn í flótta- mannabúðir í Jenín á Vesturbakka Jórdanar í gærkvöldi og nutu vernd- ar herþyrlna sem skutu flugskeytum þegar Palestínumenn hleyptu af byssum á skriðdrekana. Íslömsku samtökin Hamas lýstu bundinn verði endi á árásir hryðju- verkamanna í Ísrael. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fussaði við þessari tillögu þegar hann skoðaði flak strætisvagnsins eftir tilræðið í gær og sagði blóðsúthellingarnar „sterkari rök en nokkur orð“ gegn palestínsku ríki. „Palestínuríki? Það væri áhugavert að vita hvers konar Palestínuríki þeir eru að tala um,“ sagði hann. Bush fordæmdi blóðsúthellingarn- ar í gær og sagði að Palestínumenn yrðu að hafna hryðjuverkum og drápum. Bandarískir embættismenn sögðu að gert væri ráð fyrir því að Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færi til Mið-Austur- landa skömmu eftir að Bush kynnti nýju friðaráætlunina. Palestínska heimastjórnin gaf út yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi árásina á strætisvagninn og sagði að markmið palestínsku hryðjuverka- mannanna væri að „hindra tilraunir þjóða heims til að binda enda á her- nám Ísraela og stuðla að stofnun Palestínuríkis við hliðina á Ísr- aelsríki“. Heimastjórnin sakaði einnig þjóð- ir heims um að hafa heimilað „stjórn Ísraels að hefna sín með því að hefja gereyðingarstríð og þjóðernis- hreinsanir“ á svæðum Palestínu- manna. „Sá eini sem hefur hag af þessari árás er Sharon. Ísraelsstjórn mun nota tækifærið til að herða árásirnar á heimastjórnina,“ sagði Yasser Abed Rabbo, upplýsingamálaráð- herra heimastjórnarinnar. Ísraelar sökuðu heimastjórnina um að tala tveim tungum. „Því miður koma fyrirmælin um drápin frá sömu mönnum og fordæma þau,“ sagði talsmaður Ísraelsstjórnar. Tuttugu manns bíða bana í sprengjuárás Palestínumanns í Jerúsalem Óttast að árásin hindri stofnun Palestínuríkis  „Eins og Guð hefði“/24 Jerúsalem. AFP, AP. Ísraelsher ræðst inn í flóttamanna- búðir í Jenín á Vesturbakkanum KNATTSPYRNUSTJÖRNUR á borð við Ronaldo þurfa ekki að hafa áhyggjur af starfinu sínu, enn sem komið er að minnsta kosti. Heims- meistara- keppni vél- menna í knattspyrnu hefst í Japan í dag, en skipuleggj- endur henn- ar segja að það verði ekki fyrr en eftir hálfa öld sem þeir geti gert sér vonir um að tefla fram vélmennaliði sem geti sigrað heimsmeistarana í knatt- spyrnu. „Þegar ég fylgist með hreyf- ingum Ronaldos virðist mark- mið okkar harla vonlaust,“ sagði Minoru Asada, prófessor í vélmennatækni við Osaka-há- skóla. Búist er við að 193 lið frá 30 löndum taki þátt í heimsmeist- arakeppni vélmenna í japönsku borginni Fukuoka. Reglurnar eru að mestu þær sömu og í venjulegum knattspyrnuleikj- um, vélmennin hlaupa um teppalagðan völl, sparka á milli sín bolta og fá gul spjöld brjóti þau af sér. Aðeins vantar rang- stöðuregluna og yfirvöld þurfa ekki að hafa áhyggjur af knatt- spyrnubullum. Fyrsta heimsmeistarakeppni vélmenna var haldin fyrir sex árum með þátttöku nokkurra liða kassalaga þjarka sem gátu varla hreyft sig. Að þessu sinni taka tugir vélmenna með skýr einkenni manna þátt í knatt- spyrnunni en ekki er búist við mörgum mörkum, nema úr vítaspyrnum. AP Japanskt knatt- spyrnuvélmenni. Ætla að sigra menn- ina eftir hálfa öld Tókýó. AP. MILLJÓNIR manna fögnuðu á götum borga í Suður-Kóreu í gær eftir sigur landsins á Ítalíu í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Eru þetta ein af óvæntustu úrslit- unum í 72 ára sögu keppninnar. Suður-kóreskir áhorfendur fagna hér sigr- inum á knattspyrnuleikvanginum í Daejeon þar sem leikurinn fór fram. Tvö þúsund flugeldum var skotið af þökum skýjakljúfa í Seoul og Da- ejeon þegar sigurmarkið, svokallað gullmark, var skorað á 117. mínútu. Lögreglan sagði að um 4,7 milljónir manna hefðu safnast saman á götum suður-kóreskra borga, þar af 1,7 milljónir í Seoul, til að fylgj- ast með leiknum sem sýndur var á risastórum skjám. Eru þetta fjölmennustu samkomur í sögu Suður-Kóreu. Um 300.000 Kóreumenn komu til Daejeon til að geta verið nálægt knattspyrnuleikvanginum þótt enginn möguleiki væri á að þeir kæmust á leikinn. Margir foreldrar höfðu samband við lögreglu með tárin í augunum til að tilkynna að þeir hefðu týnt börnum sínum í fagnaðarlát- unum. Stúlkur á táningsaldri hafa setið um hótel suður-kóreska landsliðsins í Daejeon í von um að sjá þjóðhetjunum bregða fyrir og neitað að hlýða foreldrum sínum og lögreglumönnum sem hafa reynt að fá þær til að fara heim til sín á næturnar. Mikil reiði ríkti hins vegar á Ítalíu og stjórn- sýsluráðherra landsins, Franco Frattini, sagði að Ítalir hefðu ekki komist í átta liða úrslitin vegna „dómarahneykslis“. „Það var eins og þeir hefðu bruggað launráð og ákveðið fyr- irfram að kasta okkur út úr keppninni,“ sagði ráðherrann. S-Kóreu- menn í sigurvímu Reuters Kóreumartröð/ B2 YFIRVÖLD í Sádi-Arabíu hafa handtekið ellefu Sádi-Araba, einn Súdana og Íraka sem tengjast al- Qaeda, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens, og eru grunaðir um að hafa lagt á ráðin um sprengju- og flugskeytaárásir á mikilvæg mannvirki í landinu. Súdaninn og sex Sádi-Arabanna eru taldir hafa reynt að skjóta flug- skeyti á bandaríska herþotu á flug- velli í Sádi-Arabíu. Er þetta í fyrsta sinn sem skýrt er frá handtökum meintra liðsmanna al-Qaeda í Sádi-Arabíu. Sádi-Arabía Al-Qaeda-lið- ar handteknir Jiddah. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.