Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg sýning fyrir alla í Smáralind Heilbrigði, tækni og vísindi 2002 ÓLAFUR RagnarGrímsson, forsetiÍslands, opnar í dag sýninguna Heil- brigði, tækni og vísindi 2002, sem haldin verður í Smáralind Kópavogi. Sýningin stendur til 21. júní og er opin alla dag- ana frá kl. 10 til 18. For- setinn er verndari sýn- ingarinnar. Á sama tíma og sýn- ingin stendur fer fram ráðstefna á sviði heil- brigðistækni og vísinda, 12 NBC og einnig fyr- irtækjastefnumót á sviði heilbrigðistækni. Rætt var við Ólöfu Söebech hjá Impru síðastliðinn föstu- dag og Þórð Helgason hjá Heilbrigðistækni- félagi Íslands síðastliðinn laug- ardag vegna ráðstefunnar og fyrirtækjastefnumótsins. Samtök iðnaðarins tóku að sér að skipuleggja og sjá um sýninguna og Brynjar Ragnars- son, markaðsstjóri Samtaka iðn- aðarins, og sýningarstjóri á sýn- ingunni í Smáralind, sagði okkur nánar frá henni. Hvert er tilefni sýningar af þessu tagi hér á Íslandi? Tilefnið er hin alþjóðlega ráð- stefna 12 NBC sem haldin er í tólfta sinn frá 1970 og nú í fyrsta sinn hér á landi. Ráð- stefnuna situr fjöldi manns sem starfar á heilbrigðissviði, þar af eru um 150 útlendingar og fjöl- margir Íslendingar. Einnig munu Norræni heilbrigðistækni- vettvangurinn og IRC Medical Thematic Group halda fundi sína hérlendis í tengslum við sýninguna. Þá fer fram fyrir- tækjastefnumót þar sem fulltrú- ar íslenskra og erlendra fyrir- tækja ræða hugsanleg viðskipti sín í milli en Impra hefur um- sjón með stefnumótinu. Síðast en ekki síst verður kynnt stofnun sérstaks starfs- greinahóps íslensks heilbrigðis- tækniiðnaðar innan Samtaka iðnaðarins en sú kynning mun fara fram föstudaginn 21. júní og hefst kl. 8.30. Hve margir taka þátt í sýn- ingu af þessu tagi? Þátttakendur í sýningunni eru um 95 og meðal þeirra eru 50 læknar, vísindamenn og verkfræðingar víðs vegar að úr heiminum sem kynna verkefni sín í heilbrigðistækni og vísind- um af hvaða tagi sem er á heil- brigðissviði. Auk þess kynna 45 fyrirtæki á sviði heilbrigðis- tækni starfsemi sína, þar af fjögur erlend. Hverjir standa að sýning- unni? Helstu aðstandendur sýning- arinnar eru Heilbrigðistækni- vettvangurinn, Sam- tök iðnaðarins, Heilbrigðistæknifélag Íslands, Nýsköpunar- sjóður, Rannsóknar- ráð Íslands, heilbrigð- isráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Impra. Er sýningin öllum opin? Öllum er heimill aðgangur að sýningunni gegn vægu gjaldi sem rennur til kaupa á lækn- ingatækjum fyrir börn og barnabörn Íslands í samvinnu við Lionsklúbbinn Fjörgyn og Barnaspítala Hringsins. Hvert er gildi sýningar og ráðstefnu af þessu tagi? Í nýrri úttekt, sem gerð var á vegum Heilbrigðistæknivett- vangs sem Samtök iðnaðarins standa að, kemur fram að velta íslensks heilbrigðistækniiðnaðar var um 30 milljarðar króna á sl. ári. Þessi fjárhæð kemur mörg- um utan greinarinnar á óvart þar eð aðeins rúmur þriðjungur hennar kemur fram í íslenskri þjóðarframleiðslu en skýringu á þeim mismun er að finna í veltu dótturfyrirtækja íslenskra fyr- irtækja erlendis. Þessi niður- staða sýnir, svo að ekki verður um villst, að greinin er orðin ný stóriðja í íslensku atvinnulífi og þarf að eignast öflugan vettvang til að vinna að sameiginlegum hagsmunum, samskiptum og þróun. Stór og smá fyrirtæki innan þessarar starfsgreinar eru nú þegar innan Samtaka iðnaðarins en til að þétta samstöðuna enn frekar vilja Samtökin bjóða fleiri fyrirtækj- um innan greinarinn- ar að ganga í SI og taka þátt í að vinna að sameiginlegum hagsmunum hennar. Landsmenn eru hvattir til að koma í Vetrargarðinn í Smára- lind Kópavogi og sýna stuðning í verki í söfnun sýningarinnar til kaupa á lækningatækjum fyrir börn á Íslandi, í samvinnu við Lionsklúbbinn Fjörgyn og Barnaspítala Hringsins. Brynjar Ragnarsson  Brynjar Ragnarsson, mark- aðsstjóri Samtaka iðnaðarins, fæddist 17. maí 1966. Útskrif- aðist sem tækniteiknari úr Iðn- skóla Hafnarfjarðar 1984, starf- aði með námi á tæknideildum og verkfræðistofum en hóf störf sem útlitshönnuður hjá Morg- unblaðinu þá um haustið. 1987 stofnaði Brynjar auglýsingastofu og starfaði sem sjálfstæður hönnuður og ráðgjafi í 10 ár eða þar til hann söðlaði um og réði sig til Samtaka iðnaðarins sem markaðsstjóri árið 1997. Brynjar hefur nú starfað síðastliðin 5 ár hjá SI við markaðs- og kynning- armál, þróun, hönnun og ráðgjöf auk þess sem hann tekur að sér skipulagningar vörusýninga, kaupstefna, ráðstefna og ann- arra viðburða Samtakanna og samstarfsaðila. Kona hans er Sigrún Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingur og eiga þau tvö börn, Ingu Huld og Ragnar. Allur ágóði til kaupa á lækn- ingatækjum fyrir börn Ekki eru allir jafn par hrifnir með að 58 ára afmæli Nonna Boy væri haldið með kínverskum stæl. STANDARD + Bílskúrs- hurðir Sími 525 3000 • www.husa.is STANDARD+ bílskúrshurðirnar frá Garaga eru framleiddar undir ströngu eftirliti í mörgum stærðum og litum. Framleiddar með varanleika og fallega hönnun í huga. PRESTASTEFNAN verður haldin dagana 19. og 20. júní á Egils- stöðum. Helsta viðfangsefni prestastefnunnar að þessu sinni verður stefnumótun fyrir Þjóð- kirkjuna. Prestastefna hefst með messu í Egilsstaðakirkju kl. 9 fyrir hádegi í dag, 19. júní, en síðan setur biskup Íslands prestastefnuna og flytur yfirlitsræðu sína þar sem fjallað er um starfsemi Þjóðkirkjunnar. Að því loknu verður tekið fyrir helsta verkefni prestastefnunnar en það er að þessu sinni stefnumótun fyrir Þjóðkirkjuna. Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við Háskóla Íslands, flytur erindi sem nefnist „Hvað er stefnumótun? Hvers vegna að fara í stefnumótun?“ Því næst verður þátttakendum á prestastefnu skipt upp í hópa þar sem fer fram greining á stöðu Þjóðkirkjunnar í samtímanum, styrkleikum hennar og veikleikum, tækifærum sem hún hefur og ógn- unum sem að starfi hennar stafa. Seinni dag Prestastefnunnar verða síðan niðurstöður þessarar grein- ingarvinnu kynntar. Af öðrum mál- um sem tekin verða fyrir á presta- stefnu má nefna umfjöllun um svokallað brauðamat og nefnd sem fjallar um val á prestum mun kynna störf sín. Stefnumótun rædd á prestastefnu á Egilsstöðum ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á mánudagskvöld tæplega fertugan karlmann sem grunaður er um að hafa tilkynnt um sprengju í danska sendiráðinu fyrr um kvöldið. Hann mun eiga við andleg veikindi að stríða. Tilkynning um að sprengja væri í sendiráðinu barst um klukkan 19 og lokaði lögregla þá götum í nágrenninu og kallaði til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Engin sprengja fannst og var hættuástandi aflýst á tíunda tímanum. Hótun um sprengju í sendiráði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.