Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRAKKINN Francois Scheefer,
sem deilt hefur um forræði yfir
tæplega þriggja ára gamalli dóttur
sinni við franska móður hennar,
var staddur hér á landi fyrr í þess-
um mánuði til að freista þess að
hitta barnið. Scheefer hitti ekki
dóttur sína að þessu sinni en hann
hafði óskað eftir því að eiga fund
með henni án afskipta opinberra
aðila.
Scheefer var síðast á Íslandi í
maí á þessu ári og átti þá klukku-
stundarlangan fund með dóttur-
inni, Lauru Sólveigu, undir eftirliti
lögreglu. Hann segist undrandi á
viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í
málinu.
Morgunblaðið átti viðtal við
móður barnsins, Caroline Lefort,
skömmu eftir að hún sneri frá
Frakklandi með dóttur sína í lok
mars á þessu ári, eftir að hafa
numið hana á brott úr höndum
barnsföður síns í Lille. Scheefer
segir að umræðan hér á landi hafi
dregið nokkuð dökka mynd af sér
og hefur því óskað eftir að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri.
Scheefer hefur áður sagt að
hann líti svo á að íslenskir dóm-
stólar hafi ekki lögsögu í forsjár-
deilunni og að samkvæmt frönsk-
um lögum beri að flytja slík mál
fyrir í dómstólum í Frakklandi
þegar franskir ríkisborgarar eigi í
hlut.
Sem kunnugt er hefur móðirin
bráðabirgðaforræði yfir dóttur
sinni samkvæmt úrskurði íslenskra
dómstóla og hafa þær verið búsett-
ar hér á landi frá því Caroline kom
með dóttur sína frá Lille.
Scheefer undirstrikar að um-
ræða hér á landi um að hann hafi
rænt dótturinni frá Íslandi í sept-
ember á síðasta ári sé byggð á
misskilningi. Hann hafi verið í
fullum rétti að fara með hana
til Frakklands samkvæmt
frönskum lögum. Hann segist á
hinn bóginn hafa undir höndum
gögn sem bendi til að Caroline
hafi ætlað að fara með barnið
til Frakklands án hans vitund-
ar.
Taldi Lauru Sólveigu ekki
óhulta hjá móður sinni
Scheefer segist hafa kunnað
vel við sig á Íslandi þau ár sem
hann bjó hér og að hann hafi
ákveðið að fara með barnið ut-
an fyrst og fremst vegna þess
að hann áleit að Laura Sólveig
væri ekki óhult hjá móður sinni
sem hafi stundum beitt hana
harðræði. Hann segist hafa
ákveðið að leita álits franskra
sérfræðinga en að sú heimsókn
hafi aðeins átt að vera tíma-
bundin. Þegar deila hjónanna
hafi harðnað hafi dvölin ytra
dregist á langinn. Scheefer hef-
ur leitað réttar síns hjá mann-
réttindadómstól Evrópu í
Strassborg og segist hafa feng-
ið þau viðbrögð þar að dæma bæri
í málinu samkvæmt frönskum lög-
um.
Scheefer bendir á að við skoðun
hafi ýmislegt komið fram sem
bendi til þess að dóttirin hafi verið
beitt harðræði og að barnageð-
deild Ríkissjúkrahússins í Lille,
sem framkvæmdi skoðunina,
hafi komið á framfæri áhyggj-
um þess efnis í bréfi til rík-
issaksóknara í Frakklandi dag-
sett 26. nóvember í fyrra og til
barnaverndar Reykjavíkur dag-
sett 4. apríl síðastliðinn.
Scheefer er gagnrýninn á
viðbrögð yfirvalda hér á landi
og vísar meðal annars til þess
að barnaverndarnefnd hafi ekki
svarað fjölmörgum erindum
hans og annarra sérfræðinga.
Þá hafi Leikskólar Reykjavíkur
neitað honum um upplýsingar
varðandi dóttur hans þegar
hann kallaði eftir þeim hjá
stofnuninni.
Hefur fundið fyrir
velvilja almennings
Scheefer segist halda í þá
von að báðir foreldrar geti farið
með sameiginlegt forræði yfir
barninu að undangengnu mati á
aðstæðum foreldra. Hann seg-
ist hafa mætt miklum velvilja
hér á landi meðal almennings
en hann geri sér jafnframt grein
fyrir að umræðan á Íslandi hafi
skaðað málstað hans. Hann ítrekar
að hann muni ekki freista þess að
nema dóttur sína á brott héðan
heldur leggi hann áherslu á að
lausn náist fyrir frönskum dóm-
stólum. Scheefer hafnaði á sínum
tíma skilnaðarbeiðni eiginkonu
sinnar og ber við af sömu ástæðum
og varða forsjárdeiluna að það mál
skuli rekið fyrir frönskum dóm-
stólum þar eð þau eru franskir rík-
isborgarar auk þess sem aðrar
reglur séu í gildi þar.
Spurður um eftirmála af átökum
sem brutust út þegar Caroline
nam barnið á brott frá Frakklandi
í lok mars segir Scheefer að hann
hafi ekki náð sér að fullu og muni
aldrei gera. Meðal annars sé hluti
andlits hans dofinn vegna átaka við
foreldra og vitorðsmenn þeirra.
Áverkavottorð sem læknar á
sjúkrahúsinu í Lille gáfu út beri
vott um þessa áverka og fleiri.
Hann segir ljóst að samkvæmt
frönskum refsilögum eigi Caroline
yfir höfði sér 10 ára fangelsi vegna
málsins og foreldrar hennar enn
strangari dóm fyrir að aðstoða
hana.
Scheefer, sem staddur var hér
ásamt aldraðri móður sinni, hafði
vonast til að geta hitt dóttur sína
þá daga sem hann dvaldi á Íslandi.
Hann sagði aðspurður að Caroline
hefði nefnt að hugsanlega gæti
orðið af því fyrir milligöngu barna-
verndar Reykjavíkur. Scheefer
undirstrikar hins vegar að hann
eigi rétt sem foreldri að hitta
barnið án eftirlits opinberra aðila.
Eins og áður sagði hitti Scheefer
ekki dóttur sína á meðan hann
dvaldi hér á landi. Hann segist litl-
ar fréttir hafa fengið af dóttur
sinni undanfarið og að oft reynist
erfitt fyrir hann að ná tali af Car-
oline og Lauru Sólveigu.
Franskur faðir sem á í forsjárdeilu segir umræðu hér á landi hafa skaðað málstað hans
Francois Scheefer segist halda í þá von
að báðir foreldrar geti farið með sameig-
inlegt forræði yfir barninu að undan-
gengnu mati á aðstæðum foreldra fyrir
frönskum dómstólum.
Morgunblaðið/RAX
Vill að málið verði
til lykta leitt fyrir
frönskum dómstólum
TÆPLEGA 19 þúsund konur tóku
þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið
var á yfir 90 stöðum um land allt á
sunnudaginn, að sögn Gígju Gunn-
arsdóttur, framkvæmdastjóra
hlaupsins. Í hlaupinu söfnuðust
800-900 þúsund krónur sem runnu
til Samhjálpar kvenna.
Fjölmennasta hlaupið var í
Garðabæ og segir Gígja þátttak-
endur þar hafa verið tæplega
7.000. „Þetta er nokkur fækkun
síðan í fyrra en við erum samt
mjög ánægð með þátttökuna þeg-
ar haft er í huga að þetta var löng
helgi og margir á faraldsfæti.“
Vigdís Finnbogadóttir flutti
ávarp fyrir hlaupið í Garðabæ.
Þar var elsta konan sem tók þátt
93 ára en sú yngsta einungis nokk-
urra vikna gömul, að sögn Gígju.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Um sjöþúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ í Garðabæ á sunnudag.
Þúsundir
kvenna
hlupu
KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram á
Eskifirði eins og víða annars
staðar um land á laugardaginn. Í
hlaupinu tóku þátt fjórir ættliðir,
ættmóðirin Sigríður Rósa Krist-
insdóttir, Guðný Ragnarsdóttir,
Rósa Björg Jónsdóttir og Áróra
Erika Luciano.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Fjórir ættliðir
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ávarp frá Falun Gong
iðkendum:
„Þeim fjölmörgu Íslendingum og
fjölmiðlum á Íslandi sem hafa stutt
Falun Gong og mannréttindamáls-
tað Falun Gong færum við okkar
einlægustu og hjartanlegustu þakk-
ir. Við óskum þess af heilum hug að
mega áfram njóta stuðnings ykkar
og samhygðar.
Falun Gong er ævafornt kín-
verskt æfinga- og hugleiðslukerfi til
að þroska huga og líkama. Falun
Gong snýst um þrjú grundvallarat-
riði, sannleiksiðkun, kærleika og
umburðarlyndi. Það er friðsamlegt,
ópólitískt og öllum opið. Sjálfboða-
liðar í yfir 50 löndum víða um heim
kenna öllum þeim sem áhuga hafa
æfingasamstæður Falun Gong án
endurgjalds.
Árið 1992 kenndi Mr. Li Hongzhi
almenningi fyrst þetta forna æf-
ingakerfi. Áhrif Falun Gong á iðk-
endur þess og samfélag þeirra voru
það jákvæð að tala iðkenda náði 70
milljónum í Kína árið 1999.
Fordæmalausar vinsældir Falun
Gong ógnuðu alræðisvaldi Kínafor-
seta. Í júlí 1999 bannaði hann því
iðkun Falun Gong og fyrirskipaði
allsherjar rógs- og lygaherferð og
ofsóknir á hendur iðkendum.
Frá þessum tíma hafa 100.000
saklausir iðkendur verið sendir í
fangelsi, þrælkunarbúðir eða á geð-
sjúkrahús. Meira en 1.600 hafa ver-
ið pyntuð til dauða í gæsluvarðhaldi
og milljónum kínverskra fjölskyldna
hefur verið splundrað vegna þess-
ara ólöglegu og ómannúðlegu of-
sókna. Augliti til auglitis við þessar
hrottafengnu ofsóknir hafa iðkend-
ur Falun Gong samt sem áður hald-
ið á lofti undirstöðuatriðum iðkunar
sinnar: sannleiksiðkun, kærleika og
umburðarlyndi og á sama tíma
haldið uppi friðsamlegri opinberri
beiðni um að ofsóknunum megi
linna.
Í júní á þessu ári tóku fjölmargir
iðkendur frá hinum ýmsu löndum
sér frí frá vinnu og yfirgáfu fjöl-
skyldur sínar til þess að ferðast til
Íslands á meðan heimsókn forseta
Kína á Íslandi færi fram. Við kom-
um til þess að bera fram beiðni til
kínverskra stjórnvalda, sýna iðk-
endum Falun Gong í Kína samstöðu
og til þess að standa vörð um sann-
leikann.
Í hinum óvæntu og ófyrirsjáan-
legu erfiðleikum sem mættu okkur
hér, voru það þið, fólkið á Íslandi og
fjölmiðlar Íslands, sem sýnduð okk-
ur fulla samstöðu og samhygð. Sam-
hygð til þess að standa vörð um al-
heimssannindin, sannleiksiðkun,
kærleika og umburðarlyndi og til
varnar grundvallarréttindum og
frelsis fólks til skoðana, tjáningar
og samfélags. Við erum ykkur inni-
lega þakklát fyrir að sýna kínverska
einræðisherranum með sameigin-
legu átaki ykkar að mannréttindi og
frelsi eru virt í lýðræðissamfélagi.
Stuðningur ykkar hefur sýnt
heimsbyggðinni að ofsóknirnar á
hendur Falun Gong eru ekki ein-
ungis mannréttindamál heldur einn-
ig siðferðislegt mál.
Þið hafið sýnt öllum heiminum að
Íslendingar muni undir öllum kring-
umstæðum standa vörð um það sem
er rétt.
Ótrúlega kröftugur stuðningur
ykkar hefur hjálpað öllum Falun
Gong iðkendum í Kína að hljóta
áheyrn.
Góðvild og styrkur allra ykkar
sem tókuð ykkur tíma til þess að
veita okkur lið og styðja málstað
okkar hefur snert okkur djúpt.
Þið verðið okkur ævinlega hjart-
fólgin. Það sem þið gerðuð til þess
að styðja Falun Gong er sögulegur
minnisvarði um góðvild ykkar.
Með dýpstu virðingu þökkum við
fólkinu á Íslandi. Sameiginlega get-
um við haldið á lofti grundvallarat-
riðunum, sannleiksiðkun, kærleika
og umburðarlyndi og gert heiminn
betri öllum til handa.“
Þakkir til fólks-
ins á Íslandi