Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 13 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Stökktu til Rimini 4. júlí í tvær vikur frá kr. 39.663 Verð kr. 39.663 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 4. júlí, tvær vikur. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.646. Verð kr. 49.750 M.v. 2 í íbúð, 4. júlí í tvær vikur. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. Verð kr. 52.238. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Rimini þann 4. júlí í tvær vikur. Sumarið er komið og yndislegt veður á þessum vinsæla áfangastað Íslendinga. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 Heimasíða www.hekla. is • Net fang hekla@hekla. is Golf Volkswagen Golf Highline 1.6 beinskiptur: kr. 1.850.000,- Volkswagen Golf Highline 1.6 sjálfskiptur: kr. 1.995.000,- Komdu strax og fáðu sumarbílinn í ár! A B X / S ÍA ár á Íslandi Volkswagen NOKKRAR laxveiðiár voru opnað- ar þessa löngu helgi sem afstaðin er. Gekk á ýmsu, allt frá því að menn voru sáttir mjög, t.d. í Langá og yfir í að menn högguðust varla úr sófum og rúmum þar eð gríð- arlegt rok kom í veg fyrir að menn gætu athafnað sig svo vit væri í. Átti þetta við t.d. um ár norðan heiða. Langá byrjar vel „Þetta er áin sem var í efsta sæti ánna með náttúrulegu stofnana í fyrra og mér finnst hún byrja tit- ilvörnina vel. Við opnuðum með átta löxum á land og aðrir átta tóku, voru þreyttir og sluppu. Við vorum að fá lax upp um allt, í Hreimsáskvörn, Kattarfossbrún og Ásgerðarholtskvörn. Sáum meira að segja fjóra boltafiska í stiganum í Sveðjunni. Síðan var líka líf á neðstu svæðunum eins og vænta mátti. Vatnið er gott, en það var orðið ansi hvasst hérna áður en yfir lauk,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, leigutaki Langár, en þar var form- leg opnun á laugardaginn. Skin og skúrir fyrir norðan Sturla Birgisson, kokkur og leið- sögumaður við Miðfjarðará, sagði hollið sem opnaði hafa veitt sjö laxa sem væri ásættanlegt miðað við að síðustu tvær vaktirnar fóru fáir til veiða vegna illviðris. „Þessir fiskar veiddust víða, í Kistunum og Hlíð- arfossi í Vesturá, gilinu í Austurá og í Trumbu í Miðfjarðará. Þeir veiddust allir utan einn á flugu og þetta voru upp í 15 punda laxar,“ sagði Sturla. Hildur Helga Gísladóttir í veiði- húsinu við Víðidalsá sagði í gærdag að fjórir laxar væru komnir á land. Fyrsti hópurinn hefði veitt þrjá laxa, tvo í Ármótum og einn í Dals- árósi. Hópur númer tvö væri kom- inn með einn úr Kerinu, en illviðri væri að spilla sókninni. Þetta voru allt 10 til 11 punda laxar og menn hafa séð nokkra laxa, t.d. í Kerinu. Pétur Pétursson í Vatnsdalsá sagði menn hafa séð laxa stökkva, en rokið væri svo mikið að það ýtti ánni tilbaka gegn straumi, auk þess væri árvatnið afar litað vegna þess að rokið pískaði upp botndrulluna í Flóðinu. „Hann er kominn, en við verðum að bíða eftir að veðrið gangi niður og vatnið sjatni og hreinsi sig,“ sagði Pétur. Hér og þar Laxá á Ásum var opnuð á laug- ardaginn og veiddist enginn lax þann dag. Í gær tókst ekki að hafa upp á veiðiverði til að fá frekari fregnir. Að minnsta kosti 7 laxar hafa veiðst á Brennunni í Borgarfirði síðustu daga og fyrstu laxarnir veiddust í Elliðaánum um helgina, tveir á laugardagsmorguninn og aðrir tveir eftir hádegið. Þrír þess- ara laxa veiddust fyrir ofan teljara, aðeins einn fyrir neðan. Þetta voru allt smáir laxar, þriggja til fjögurra punda, en í Brennunni voru fisk- arnir 9 til 12 pund. Langá og Miðfjarðará byrja vel ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Einar Falur Jóhann Sigurður Þorbjörnsson þreytir bleikju í Brúará hjá Spóastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.