Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARINN.IS SÍÐASTA embættisverk fráfar- andi oddvita og sveitarstjórnar í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu var að afhenda hreppsbúum glæsi- legt fjölnota samkomuhús, sem héðan í frá mun nýtast íbúum hins nýsameinaða sveitarfélags í vest- anverðri sýslunni, áður Djúp- árhrepps, Holta- og Landsveitar og Rangárvallahrepps. Við hátíðlega athöfn í tilefni af vígslu hússins rakti Heimir Hafsteinsson fráfar- andi oddviti byggingarsögu þess og sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur Rangæinga flutti bless- unarorð. Fjölbreytt tónlistaratriði settu svip sinn á samkomuna og ekki má gleyma skemmtilegri júdósýningu barna úr héraðinu. Gamla samkomuhúsið í Þykkva- bæ hafði þjónað hreppsbúum vel og lengi eða allt frá 1936, þegar fyrsti hluti þess var byggður. Árið 1998 eignaðist hreppurinn burð- arvirki, styrkingar og tilheyrandi uppsetningar úr öðru Tívolíhús- anna í Hveragerði og var Vífill Magnússon arkitekt fenginn til að teikna fjölnota hús utan um þær uppistöður. Í upphafi var gert ráð fyrir að samnýta eldra húsið með tengibyggingu, en þau áform urðu að engu eftir jarðskjálftana í júní 2000, en þá gjöreyðilagðist gamla samkomuhúsið og var í kjölfarið bönnuð öll notkun á því. Var þá teikningum breytt og bætt í það eldhúsi með kennsluað- stöðu og mötuneyti sem nýtast mun grunnskólanemum í Þykkva- bæ. Að loknu útboði var tilboði J.Á. verktaka á Selfossi í smíði hússins tekið, en fjölmargir verktakar komu að frágangi og innréttingum í húsið. Í ávarpi oddvitans kom fram að heildarkostnaður við húsið og tækjakaup nemur um 135–140 milljónum krónum, sem hrepp- urinn hefur fjármagnað með sölu eigna, tryggingabótum vegna gamla hússins og lögbundnu fram- lagi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Aðeins hafi þurft að taka 25 millj- óna króna lán til framkvæmdanna hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Menningarhús með íþróttagólfi Heimir sagði í ávarpi sínu frá margvíslegum notum hins nýja húss sem er að grunnfleti 1014 fer- metrar, en í því er aðstaða sem fyrr segir til kennslu í heim- ilisfræðum, skrifstofuaðstaða, bún- ingsklefar, áhaldageymsla, rými ætlað fyrir félagastarfsemi og leik- skólann Gljábæ. Í íþróttasalnum sjálfum, sem er 546 fermetar að flatarmáli, er hægt að setja upp svið, keyptir hafa verið kórpallar og myndarlegur flygill, þannig að húsið er tilbúið til hvers konar menningar- og tónleikahalds. Má segja að Djúpárhreppur taki með sér glæsilegan heimanmund inn í hið nýja sveitarfélag og styrki þannig stöðu dreifbýlisins svo um munar. Glæsilegt fjölnota samkomuhús í Þykkvabæ tekur við af því gamla Hýsir íþrótta- og menn- ingarstarf- semi Morgunblaðið/Aðalheiður Fjölmargir gestir voru við vígslu nýja fjölnota samkomuhússins í Þykkvabæ og nutu veitinga Kvenfélagsins Sigurvonar í boði hreppsins. Tónlistaratriði rangæskra listamanna glöddu huga og eyru gestanna en á mynd- inni hefur Karlakór Rangæinga upp raust sína undir stjórn Halldórs Óskarssonar. Hella GRUNNSKÓLA Borgarness var slitið á hefðbundinn hátt í vor þótt skólaslitin væru nú í fyrsta sinn í júní. Skólanum var slitið formlega í íþróttahúsinu þar sem nemendur í 1. til 9. bekk fengu einkunnir sínar af- hentar. Sídegis var svo útskriftarhá- tíð fyrir 10. bekkinga haldin á Hótel Borgarnesi. Þar voru flutt ávörp, tón- listarflutningur og afhending ein- kunna og viðurkenninga. Glæsilegt veisluborð, hlaðið tertum og brauð- meti var í boði foreldra. Sá nemandi sem náði bestum ár- angri á grunnskólaprófi og er jafn- framt með hæstu einkunn í íslensku, dönsku og náttúrufræði er Jóhanna Sveina Hálfdánardóttir. Hún var með 10 í dönsku og náttúrufræði, auk þess sem hún tók próf við Verkmennta- skólann á Akureyri í ensku 103 og stærðfræði 103 og fékk 10 í stærð- fræðiáfanganum. Tveir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í stærðfræði, þau Einar Ágúst Gylfason og Ólöf Erla Hauks- dóttir. Einar Ágúst lauk ensku 103 og stærðfræði 103 og fékk hann 10 í stærðfræðinni. Í ensku fengu tveir nemendur viðurkenningar, þau Ólöf Erla Hauksdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson. Guðmundur tók jafnframt próf við VMA í ensku 103 og lauk því með sóma. Ennfremur var tekin upp sú nýbreytni að veita við- urkenningar fyrir framúrskarandi ár- angur í list- og verkgreinum. Við val var litið til áhuga og hönnunar, sjálf- stæðis og frumkvæðis, vinnulags og frágangs. Þeir nemendur sem hlutu þær voru Harpa Dröfn Blængsdóttir í textílmennt, Ingibjörg Þorsteinsdótt- ir í myndmennt, Jóhanna Lóa Sigur- bergsdóttir í heimilisfræði og í tækni- mennt Sonja Petra Stefánsdóttir. Kvenfélagið í Borgarnesi veitir þeim viðurkenningar sem mestar framfarir hafa sýnt í námi og voru það að þessu sinni Laufey Rós Hallsdóttir og Geir Konráð Theodórsson. Undanfarin árin hafa grunnskólinn og Rotaryklúbbur Borgarness starf- að saman að undirbúningi og fram- kvæmd með starfskynningar fyrir nemendur. Að loknum starfskynning- um hafa nemendur kynnt þau fyrir- tæki sem þau hafa heimsótt á fundi hjá Rotary. Þær kynningar sem hafa þótt skara fram úr hafa hlotið viður- kenningar á skólaslitum og að þessu sinni voru þær fleiri en venjan er vegna góðrar frammistöðu í ár. Útskrift í Grunnskóla Borgarness Borgarnes Guðmundur Þorbjörnsson, Ein- ar Ágúst Gylfason, Ólöf Erla Hauksdóttir og Jóhanna Sveina Hálfdánardóttir. DYRHÓLAEY er einn af þeim stöð- um á Íslandi sem draga til sín mikinn fjölda ferðalanga á hverju ári. Dyr- hólaey er lokuð á vorin og fram í júní til að vernda viðkvæmt fuglalíf og gróður eyjarinnar. Myndin er tekin þegar sólin var að setjast einn góð- viðrisdag nú í júní og sýnir hún gatið á eynni sem hún er hvað þekktust fyrir og framan við hana stendur Háidrangur, en þar verpir fjöldi sjó- fugla. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólsetur í gatinu á Dyrhólaey. Sólarlag við Dyrhólaey Fagridalur Á FUNDI bæjarstjórnar 14. maí s.l. var samþykkt að í tilefni 60 ára afmælis kaupstaðarins skyldi gert átak í skipulags- og umhverfis- málum bæjarins. Í því skyni yrði ráðinn til tveggja ára aðili er hefði mennt- un og reynslu af skipulagsvinnu og hönnun. Bæj- arstjóri hefur gengið frá ráðn- ingarsamningi, með fyrirvara um samþykki bæj- arstjórnar, við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur til tveggja ára um starf skipulagsfulltrúa Akra- ness. Starf skipulagsfulltrúa verður fólgið í vinnu við endurskoðun að- alskipulags og svæðisskipulags, umsjón með ýmissi aðkeyptri vinnu við gerð skipulaga, svo og skipulagningu ýmissa svæða og samræmingu þeirra við nánasta umhverfi. Skipulags- fulltrúi ráðinn Akranes Ólöf Guðný Valdimarsdóttir MIKIÐ fjölmenni var saman komið í Íþróttahúsinu Reykjahlíð á sunnu- daginn þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, 80 manna blandaður kór úr Þingeyjarsýslu ásamt Kammerkór Norðurlands, einnig Ásgeir H. Steingrímsson tromp- etleikari, Margrét Bóasdóttir sópr- an, Sigrún Arngrímsdóttir mezzo- sópran, Óskar Pétursson tenór, Benedikt Ingólfsson bassi, fluttu fjölbreytta dagskrá við prýðilegar undirtektir tónleikagesta. Fyr- irferðarmest á efnisskránni var Krýningarmessa KV 317 eftir Moz- art. Stjórnandi alls þessa var Guð- mundur Óli Gunnarsson. Stjórnandi og sólistar hlutu hverarúgbrauð og andaregg að mývetnskum hætti í stað blóma í þakkarskyni. Salur íþróttahússins var skreyttur birkigreinum. Hús- fyllir var á tónleikunum sem tókust framúrskarandi vel. Morgunblaðið/BFH Frá tónleikunum í Mývatnssveit, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór. Hátíðartónleikar í Reykjahlíð Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.