Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www. .is ÍBÚÐIR TIL SÖLU • ÍBÚÐIR TIL LEIGU • TÆKJALEIGA • ÚTBOÐ KÍKTU Á NETIÐ ÞAÐ var mikið um dýrðir hjá útibúi Landsbankans á Akureyri í gær þegar haldið var upp á 100 ára afmæli þess. Bæjarbúum var boðið í afmæliskaffi í útibúin við Strandgötu og í Kaupangi og þá gafst gestum kostur á að hlýða á vandaða tónlist á afgreiðslutíma bankans. Fjölmargir nýttu tæki- færið, heimsóttu afmælisbarnið, hlýddu á tónlist og þáðu veit- ingar. Leikskólabörnum var boðið að fylgjast með dagskrá sem Gunnar og Felix héldu í Íþrótta- höllinni og þá skemmtu þeir fé- lagar einnig í bankanum síðdegis. Hátíðarfundur bankaráðs var einnig haldinn síðdegis. Þar var samþykkt að stofna til tveggja náms- og rannsóknastyrkja við Háskólann á Akureyri í tilefni af afmælinu. Hvor styrkur er 500 þúsund krónur, samtals ein millj- ón króna á ári í fimm ár eða alls fimm milljónir króna. Fyrsta út- hlutun verður í júní á næsta ári. Verða styrkirnir veittir til nem- enda sem brautskráðir hafa verið frá sjávarútvegs- eða rek- stardeild háskólans. Þeir verða veittir til framhaldsnáms í grein- um sem tengjast sjávarútvegi og eða fjármálum og banka- starfsemi. Þá verður einnig hægt að sækja um styrk til rannsókn- arverkefnis á sömu sviðum. Einn nemandi frá hvorri deild verður styrktur, en heimilt verður að veita báða styrkina til nemenda annarrar deildarinnar ef ekki berast styrkhæfar umsóknir frá báðum deildum. Mikið um dýrðir á 100 ára afmælishátíð Landsbanka Íslands á Akureyri Stofnað til náms- og rannsóknastyrkja við háskólann Morgunblaðið/Kristján Helgi S. Guðmundsson, formaður stjórnar Landsbanka Íslands t.v., af- hendir Jóni Þórðarsyni, deildarforseta auðlindadeildar Háskólans á Ak- ureyri, stofnskjal vegna náms- og rannsóknastyrkja. Með þeim á mynd- inni er Bjarni Hjarðar, deildarforseti rekstrar- og viðskiptadeildar HA. SÝNING á listaverkum eftir Sigríði Ágústsdóttur á Akureyri hefur verið opnuð í Safnasafninu á Svalbarðs- strönd. Hún hefur stundað myndlistar- nám í Englandi og Frakklandi. Á sýningu hennar eru leirverk sem reist eru á sígildri fagurfræði og per- sónulegri formkönnun, segir í frétt um sýninguna. Sigríður hefur áður haldið tvær sérsýningar og tekið þátt í samsýn- ingum bæði hér heima og víða í út- löndum þar sem verk eftir hana prýða opinberar stofnanir. Sýning hennar stendur yfir til 12. júlí næstkomandi. Fleiri sýningar standa yfir í Safnasafninu sem er op- ið daglega frá kl. 10 til 18, en hægt er að panta tíma kvölds og morgna til að skoða sýningarnar. Sigríður sýnir KENNSLA í félagsvísindadeild hefst við Háskólann á Akureyri haustið 2003, en nú er unnið að stofnun slíkrar deildar. Stefnt er að því í fyrstu að bjóða upp á nám í félagsfræði og lögfræði við deild- ina og mun það standa nemendum til boða þar næsta haust. Þetta kom fram í ræðu Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra á háskólahátíð Háskólans á Akureyri um helgina. Menntamálaráðherra sagði til- ganginn með stofnun félagsvísinda- deildar að færa út starfssvið háskól- ans, auka námsframboð og styrkja grundvöll háskólans. Tómas Ingi sagði að við undirbúning að fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2003 væri gert ráð fyrir að nemendum myndi fjölga mun hraðar en gert var ráð fyrir. Jafnframt sagði hann að allar vonir sem bundnar voru við stofnun há- skólans á sínum tíma hafi ræst. Alls voru 134 kandidatar brautskráðir á háskólahátíð á Akureyri og 9 á há- skólahátíð sem haldin var á Ísafirði á þjóðhátíðardaginn, eða samtals 143 kandidatar. Landsvirkjun kostar stöðu prófessors í jarðhitafræði Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskól- ans á Akureyri fjallaði um helstu þætti í starfsemi háskólans í ræðu sinni. Fram kom að nafni sjávarútvegsdeildar hefði verið breytt í auðlindadeild, en markmiðið er að auka fjölbreytni náms við háskólann, sérstaklega á sviði raunvísinda. Fjórar námsbrautir verða í auðlindadeild; fisk- eldisbraut, líftæknibraut, sjávarútvegs- braut og umhverfisbraut og hefst nám í þremur þeim síðasttöldu næsta haust. Landsvirkjun styrkir kennslu og rann- sóknir í deildinni, kostar m.a. stöðu pró- fessors í jarðhitafræði til næstu 5 ára. Tók Hrefna Kristmannsdóttir við stöðu fyrsta prófessors í jarðhitafræðum við háskólann um nýliðin mánaðamót. „Starf hennar mun án efa verða mikil- vægt framlag til að byggja upp nám í umhverfisfræði í deildinni,“ sagði Þorsteinn. Samstarf milli háskólans og FSA Rektor greindi frá því að fyrir lægju drög að samningi um sam- starf milli háskólans og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri m.a. um rannsóknir og kennslu, klínískt vettvangsnám, endur- og símennt- un. Á grundvelli hans yrði FSA skilgreint sem háskólasjúkrahús og Heilbrigðisvísindastofnun kom- ið á fót við háskólann. Fram kom í máli Þorsteins að fjarnám á leikskólabraut hafi styrkt sig mjög í sessi og áætlað væri að 125 nem- endur myndu stunda það nám næsta haust. Áberandi flestir byggju á höfuð- borgarsvæðinu. Þá sagði Þorsteinn að mikil sókn hefði verið í rekstrardeild á nýliðnu skólaári og nemendafjöldi hefði tvöfaldast milli ára. Nafni deildarinnar hefur nú verið breytt í rekstrar- og við- skiptadeild og voru fyrstu viðskiptafræð- ingarnir brautskráðir frá háskólanum nú um helgina. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra á hátíð Háskólans á Akureyri Félagsvísindadeild tek- ur til starfa haustið 2003 Kennsla í félagsfræði og lögfræði Morgunblaðið/Kristján Mæðgurnar Erla Björg Viðarsdóttir t.v. og Hafdís Aust- fjörð Harðardóttir t.h. luku saman BS-prófi í hjúkrunar- fræði frá Háskólanum á Akureyri og fékk Erla Björg verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í heilsugæslufræðum. Á milli þeirra situr frænka þeirra, Eyrún Björg Þorfinns- dóttir, sem einnig lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði og fékk hún verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn á hjúkrunar- fræðibraut og fyrir hæstu meðaleinkunn í hjúkrun full- orðinna. Þær eru allar frá Húsavík. Feðginin Sonja Björk Elíasdóttir og Elías Þor- steinsson útskrifuðust saman frá Háskólanum á Akureyri. Sonja Björk lauk BS-prófi í viðskipta- fræði en faðir hennar lauk prófi í kennslufræðum til kennsluréttinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.