Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 19

Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 19
Fullt ver ð 1535. - Aukasett + yfirlits mynd + ULTRA fil ma Fullt verð 183 5.- Geisladisku r + yfirlitsm ynd + ULTR A filma www.hanspetersen.is SÍMI 570 7500 á afmælisverði þegar valin er EXCLUSIVE framköllun SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 19 ÞÓTT frekar hvasst hafi verið á þjóðhátíðardaginn í Grindavík var þokkalegt skjól við félagsheimilið Festi þar sem heimafólk og gestir skemmtu sér vel. Að venju hófst dagurinn með há- tíðarguðsþjónustu í Grindavík- urkirkju en eftir hádegið tók við karamelluregn og fallhlífarstökk. Þá tók við skrúðganga sem reynd- ar var með fáum blöðrum, rellum og fánum en til að prýða gönguna fór fjallkonan með þennan stutta hring að Festi. Hátíðarhöldin héldu áfram við Festi að lokinni skrúðgöngu. Einar Njálsson bæjarstjóri flutti hátíð- arræðu en sú ræða var sú síðasta hjá honum í Grindavík, í bili að minnsta kosti, en Einar var ekki endurráðinn eftir kosningar. Í ræðu sinni þakkaði Einar meðal annars Grindvíkingum fyrir þau samskipti sem hann hefði átt og einnig fyrir það hve vel heimamenn hefðu tekið á móti þeim hjónum þegar þau komu hér fyrst fyrir fjórum árum. Þótt aðkomin skemmtiatriði hefðu staðið fyrir sínu var eins og oft áður leitað til heimamanna með að skemmta og þeir brugðust ekki frekar en þau aðfengnu. Ýmsir kór- ar stigu á stokk og ekki skemmdi söngvakeppni unga fólksins fyrir framtaki heimamanna en ljóst að þar komu fram margir tilvonandi stórsöngvarar. Kvöldinu lauk með dansleik þar sem hljómsveitin Stóri Björn spilaði fyrir unga sem aldna. Fráfarandi bæjarstjóri þakkar fyrir sig Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Börnin fylgjast spennt með skemmtiatriðum. Óttast að aukning á botn- fiskafla gangi til baka HELDUR minni afli kom á land á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tíma á síðasta ári, einkum loðna og síld. Grindavík er sem fyrr mesta fiskihöfnin. Hafn- arstjórinn þar óttast að aukning í botnfiskafla gangi til baka í sumar vegna kvótaleysis skipanna. Heildarafli sem á land kom á Suð- urnesjum í janúar til maí var liðlega 164 þúsund tonn á móti 175 þúsund tonnum sömu mánuði síðasta árs, samkvæmt yfirliti Hagstofu Ís- lands. Botnfiskaflinn var nærri því sá sami milli ára eða tæp 37 þúsund tonn en mun minna barst að upp- sjávarfiski, einkum loðnu, eða rúm 125 þúsund tonn á móti 137 þúsund tonnum árið áður. Hefur hlutur Suðurnesja í uppsjávaraflanum minnkað verulega milli ára því heildarafli landsmanna af þessum tegundum jókst til muna. Minnkaði landaður loðnuafli og Suðurnesja- hafnir fengu engan kolmunna. Liðlega 86 þúsund tonn af fiski komu á land í Grindavík fyrstu fimm mánuði ársins sem er sem fyrr mesta fiskihöfn Suðurnesja. Er það heldur minni afli en sömu mán- uði 2001. Á Keflavíkurhöfn eru skráð 46 þúsund tonn og er land- aður afli í Helguvík og öðrum höfn- um Hafnasamlags Suðurnesja þar innifalinn. Þriðja höfnin er Sand- gerði með 31 þúsund tonn. Gengur til baka Afli uppsjávarfisktegunda dróst saman á öllum höfnunum og bolfisk- afli minnkaði einnig heldur hjá Hafnasamlagi Suðurnesja og í Sandgerðishöfn en jókst nokkuð í Grindavík. Sverrir Vilbergsson, hafnarstjóri í Grindavík, segir að hafa verði í huga að á síðasta ári hafi komið nokkur síldarafli á land en ekkert í ár. Það skýri minni upp- sjávarafla í Grindavík því loðnuafl- inn hafi lítið minnkað. Þá segir hann varðandi þorskaflann að hafa verði í huga að á síðasta ári hafi ver- ið sjómannaverkfall og það skekki samanburðinn. Segist Sverrir hafa það á tilfinn- ingunni að sú aukning sem orðið hefur á lönduðum botnfiskafla gangi til baka í sumar og haust. Segir að tíminn sem í hönd fari verði að líkindum ódrjúgur vegna kvótaleysis. Línubátarnir muni til dæmis liggja bundnir við bryggju fram undir lok kvótaársins. Í fyrra hafi útgerðarfélögin náð að vinna upp aflasamdráttinn sem varð í verkfallinu en ekki sé við slíkri þró- un að búast nú. Suðurnes FJÖLMENNI var í skrúðgarðinum í Keflavík þar sem meginhluti há- tíðarhalda íbúa Reykjanesbæjar fór fram á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Samkvæmt venju var risa- stór fáni dreginn að húni en það gerðu skátar undir stjórn Önnu Maríu Sveinsdóttur. Fjölbreytt skemmtidagskrá var í umsjón íþróttafélaganna ÍBK og UMFN og kvöldskemmtun auk þess sem fjöldi annarra atburða var tengdur þjóðhátíðardag- skránni. Hluti hátíðarhaldanna var fluttur inn í Reykjaneshöllina vegna veðurs. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Þjóðfáninn dreginn að húni Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.