Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times fjallar í gær um kort það yfir erfðamengi mannsins, sem Íslensk erfðagreining hefur unnið, og leit vísindamanna á veg- um fyrirtækisins að erfðafræðileg- um orsökum ýmissa illvígra sjúk- dóma. Segir í fyrirsögn að vera kunni að „fjársjóðsleit á vettvangi erfðavísinda“ sé við að skila ár- angri. Fjallað er um þá sérstöðu, sem saga Íslands, uppruni, smæð og einangrun þjóðarinnar í gegnum aldirnar, tryggi á sviði erfðarann- sókna. Íslensk erfðagreining og for- stjóri þess, Kári Stefánsson, hygg- ist nú nýta þessa sérstöðu í þeirri von að þannig megi vinna bug á ýmsum illvígum sjúkdómum. Segir og að Íslenskri erfðagreiningu hafi tekist að staðsetja 20 erfðafræðileg frávik eða erfðamörk, sem tengist 50 illvígum erfðasjúkdómum. „Einstæður árangur“ Fram kemur í greininni að erfitt sé fyrir utanaðkomandi að leggja mat á þann árangur, sem fyrirtæk- ið kveðist hafa náð á þessu sviði því enn hafi aðeins verið birtar greinar um erfðamörk tveggja sjúkdóma. Hins vegar vitnar blaðið til Jonat- han Knowles, sem er yfirmaður hnattrænna rannsókna hjá lyfjafyr- irtækinu Hoffmann-La Roche, sem segir Íslenskra erfðagreiningu hafa náð „einstæðum árangri“ („extraor- dinary progress“ á enskri tungu). Kemur þar fram að 13 erfðamörk, sem Íslensk erfðagreining hafi skil- greint samkvæmt samningi við Hoffmann-La Roche, hafi verið staðfest af óháðum sérfræðingum. Dr. Nancy Cox erfðafræðingur, sem starfar við Chicago-háskóla, segir í samtali við The New York Times að það megi kallast „fram- úrskarandi“ árangur, reynist það rétt að tekist hafi að skilgreina erfðamörk þriggja flókinna sjúk- dóma. Dr. Stephen Warren, rit- stjóri tímaritsins The American Journal of Human Genetics, segir í viðtali við blaðið að Íslensk erfða- greining nálgist verkefnið með afar sannfærandi hætti. Nálgunin sé rökrétt og því komi árangur fyr- irtækisins honum ekki á óvart. Talsmaður Bandarísku heilbrigðis- stofnananna („National Institutes of Health“), sem fjármagnaði frum- gerð fyrsta korts yfir erfðamengi mannsins, segir að ekki sé unnt að leggja mat á yfirlýsingar Íslenskrar erfðagreiningar fyrr en niðurstöður rannsókna hafi verið birtar. Vikið er að sögu Íslenskrar erfðagreiningar í frásögn The New York Times. Segir þar að Kári Stefánsson hafi útvegað fjármagn frá einkaaðilum til að fylgja eftir hugmyndum sínum um rannsóknir á illvígum sjúkdómum með því að nýta sérstöðu íslensku þjóðarinnar. Þau áform hafi mætt mótspyrnu en nú hafi risið fyrirtæki í Reykjavík þar sem starfi 600 vísindamenn. Ræði þar um íslenska sérfræðinga, sem starfað hafi erlendis en tekist hafi að fá til að snúa aftur heim sem og Bandaríkjamenn og aðra. Jonathan Knowles segir í samtali við blaðið að starfsemin, sem fram fer í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar, sé á „heimsmæli- kvarða“ og ótrúlegt sé að slíkt fyr- irtæki sé að finna í Reykjavík, sem fram til þessa hafi einkum verið þekkt fyrir rannsóknir á vettvangi fiskveiða. Sömu stökkbreytingar að verki? Sagt er ítarlega frá starsfemi Ís- lenskrar erfðagreiningar og hvern- ig fyrirtækið hyggist nýta sér þá einsleitni, sem einkenni erfðafræði- legan grunn íslensku þjóðarinnar. Hún geri að verkum að margir Ís- lendingar, sem þjáist af tilteknum sjúkdómi, hafi erft þá hina sömu stökkbreytingu, sem orsaki veik- indin. Þannig reynist mun auðveld- ara en ella að greina hana. Í stærri samfélögum kunni fleiri stökk- breytingar að vera að verki. Fram kemur í frásögn banda- ríska dagblaðsins að enn sé ekki vitað hvort lyf, sem hugsanlega kunni að verða þróuð fram á grund- velli stökkbreytinga í Íslendingum, komi að tilætluðum notum annars staðar. Vera kunni að Íslendingar „spanni ekki allt það svið“ stökk- breytinga, sem valdi tilteknum sjúkdómi í mönnum af öðrum upp- runa og í öðrum löndum. „Jafnvel þótt Íslensk erfðagreining finni helsta genið, sem veldur geðklofa á Íslandi, kann að vera að annað gen sé einkum að verki í Bretlandi,“ segir Nancy Cox. The New York Times segir vísindamenn Íslenskr- ar erfðagreiningar vonast til þess að lyf eða greiningarform, sem þró- uð verði fram á grundvelli rann- sókna á Íslendingum, komi einnig til með að nýtast annars staðar. Þannig liggi fyrir að framgangur algengra sjúkdóma á Íslandi sé þegar á heildina er litið mjög svo sambærilegur við það, sem gerist í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sérstaðan nýtt í þágu vísindanna The New York Times fjallar um starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar og nýtt kort yfir erfðamengi mannsins EIRÍKUR S. Jóhannsson lætur í dag, miðvikudag, af störfum sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirð- inga og verður nú framkvæmdastjóri Kaldbaks. Eiríkur hefur gegnt báð- um þessum störfum að undanförnu. Með þessari breytingu er verið að undirstrika aðskilnað þessara tveggja félaga, Kaldbaks og KEA, samvinnufélags. Enn hefur ekki ver- ið ákveðið hvernig daglegri stjórn samvinnufélagsins verður háttað, en ákvörðun þar um verður væntanlega eitt af fyrstu verkum nýrrar sjö manna stjórnar KEA svf. sem kjörin verður á aðalfundi KEA í kvöld. Benedikt Sigurðarson stjórnarfor- maður KEA sagði að væntanlega yrði innan skamms auglýst eftir nýj- um kaupfélagsstjóra. Eiríkur hefur gegnt starfi kaup- félagsstjóra síðastliðin fjögur ár og á þeim tíma hefur félagið tekið viða- miklum breytingum. Rekstur KEA var færður yfir í hlutafélög jafn- framt því sem eignir og skuldir Kaupfélags Eyfirðinga voru færðar yfir í eignarhaldsfélagið Kaldbak og samvinnufélaginu KEA var markað nýtt hlutverk. Eiríkur sagði KEA svf. síður en svo liðið undir lok, það væri nú skuldlaust með öllu en eignir þess næmu um þremur milljörðum króna. Félagið hefði því mikinn slag- kraft til að takast á við ný verkefni á félagssvæðinu, en einkum myndi það taka þátt í verkefnum á sviði nýsköp- unar og styðja við menningarstarf- semi. „Þetta hefur verið mjög skemmti- legt tímabil, það hefur verið gaman að vinna að þessum breytingum, en vissulega hafa fylgt því mikil átök. Ég neita því ekki að ég er svolítið þreyttur og það verður gott að geta hvílt sig aðeins. KEA hefur lengi verið hluti af samfélaginu hér nyrðra, nánast eins og ríki í ríkinu. Ég er stoltur af því að hafa verið val- inn í þetta starf og þakklátur stjórn og félagsmönnum KEA fyrir að leyfa mér að ljúka þessum umfangsmiklu breytingum á félaginu,“ sagði Eirík- ur. Öflugt fjárfestingarfélag með sterka stöðu Fram kom á fundi þar sem breyt- ingarnar voru kynntar að almenn ánægja er meðal félagsmanna með þær samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var. Staða Kaldbaks væri afar sterk, en Samherji og Lífeyrissjóður Norðurlands hefðu gengið til liðs við félagið og KEA selt hluta af sínum hlutabréfum. Kaldbakur hefði nú um 580 milljónir króna handbærar til fjárfestinga á næstu misserum. Bók- fært eigið fé Kaldbaks nemur um 4 milljörðum króna. „Þetta er gríðar- lega öflugt fjárfestingafélag, með miklar og góðar eignir,“ sagði Eirík- ur. Unnið að því að fjölga félagsmönnum Félagsmenn í KEA svf. eru tæp- lega 8 þúsund talsins og sagði Bene- dikt að brýnt væri að fjölga þeim. Meðalaldur þeirra væri nokkuð hár og yrði einkum reynt að höfða til ungs fjölskyldufólks varðandi aðild að félaginu. Eitt af helstu verkefnum nýrrar stjórnar yrði að koma upp svonefndu Kostakorti í samvinnu við Visa Ísland, en með því að veita handhöfum þess margvísleg afslátt- ar- og vildarkjör yrði auðveldara að ná til nýrra félagsmanna. Eiríkur S. Jóhannsson verður framkvæmda- stjóri Kaldbaks Morgunblaðið/Kristján Eiríkur S. Jóhannsson t.v. lætur af starfi kaupfélagsstjóra KEA í dag og tekur við starfi framkvæmdastjóra Kaldbaks í kjölfarið. Við hlið hans situr Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar KEA. VIÐSKIPTARÉTTURINN í Le Havre í Frakklandi hefur samþykkt sameiginlegt tilboð frá SIF France, dótturfélagi SÍF hf., og hópi stjórn- enda frönsku matvælafyrirtækjanna Servifrais og Pêcheries de Fécamp um yfirtöku á tækjum og rekstri fé- laganna tveggja. Tilboðið felur í sér að SIF France kaupi öll framleiðslu- tæki í verksmiðjum þrotabús félag- anna, eignist vörumerki þeirra og hefji samstarf við rekstrarfélag starfsmanna um innkaup á um 7.000 tonnum af hráefni, tæknimál sem og sölu og dreifingu á reyktri síld og reyktum laxi. Fyrirtækin Servifrais og Pêcher- ies de Fécamp hafa selt afurðir und- ir vörumerkinu „York“ og um árabil verið helstu keppinautar SIF France í helstu vöruflokkum þess, svo sem frystum afurðum, reyktum laxi, reyktri síld og saltfiski. Rekst- ur félaganna tveggja hefur gengið mjög illa undanfarin misseri og lýstu þau yfir gjaldþroti undir lok apr- ílmánaðar. Um 400 starfsmenn störfuðu hjá fyrirtækjunum tveim- ur, þau framleiddu um 17.000 tonn af afurðum og veltu um 63 millj- ónum evra. Viðræður um hugsanlega aðkomu SIF France að rekstrinum hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Nið- urstöður viðræðnanna eru m.a. þær að stofnað hefur verið nýtt, sjálf- stætt fyrirtæki í eigu starfsmanna Pêcheries de Fécamp sem heldur áfram vinnslu á kældum afurðum í Fécamp. Félagið mun leigja tæki til framleiðslu reyktra afurða af SIF France og vinna að öðru leyti náið með fyrirtækinu. Eigendur þess og stjórnendur eru fjórir fyrrverandi stjórnendur fyrirtækjanna tveggja og verða starfsmenn þess 170. Þar sem SÍF er ekki eignaraðili að félag- inu hefur rekstur þess takmarkaða rekstraráhættu í för með sér fyrir SIF France, að því er segir í til- kynningu frá félaginu. Þá mun SIF France kaupa öll framleiðslutæki í verksmiðjum þrotabúsins. Tækjabúnaður til fram- leiðslu frystra afurða verður fluttur úr verksmiðju Servifrais í sambæri- lega verksmiðju SIF France í Wi- mille í Frakklandi. Þá verða nokkrar vörulínur Pêcheries de Fécamp og viðeigandi tæki flutt í verksmiðju SIF France í Jonzac. Með þessum tilfærslum á tækjakosti og sölu- samningum þeim tengdum upp á 7.000 til 8.000 tonn af fullunnum af- urðum, skapast möguleikar á fjöl- breyttari og hagkvæmari fram- leiðslu bæði í Wimille og Jonzac. Þá verður vörumerkið „York“ eign SIF France með þessum samningum. Samningar um samstarf SIF France við rekstrarfélag starfs- manna grundvallast á hráefnisöflun eða sölu SIF France á um 7.000 tonnum af hráefni, mest ferskum laxi og síldarflökum til rekstrar- félags starfsmanna. Eins kveða samningarnir á um tæknilega aðstoð á nokkrum sviðum, auk sölu og dreifingar á unnum, kældum sjáv- arafurðum. SÍF aðili að yfir- töku í Frakklandi SÆPLAST mun væntanlega styrkja stöðu sína enn frekar á Asíumarkaði á komandi árum, enda útlit fyrir að markaðurinn muni vaxa umtalsvert með auknu fiskeldi og matvælafram- leiðslu, að mati Steindórs Sigur- geirssonar, sjávarútvegsfræðings, en hann er sölu- og markaðsstjóri söluskrifstofu Sæplasts í Hong Kong. Skrifstofan hefur með hönd- um tengsl við viðskiptavini Sæplasts í Ástralíu, Asíu og Rússlandi. Sæplast hefur undanfarin ár selt framleiðsluvörur sínar á þessum mörkuðum, en með stofnun skrif- stofunnar í Hong Kong hefur Sæ- plast sett sér þá stefnu að sækja verulega fram í þessum heimshluta. Allt bendir til að markaðurinn vaxi á næstu árum með aukinni tæknivæð- ingu og mikilli aukningu í fiskeldi og matvælaframleiðslu í þessum heims- hluta. Hann segir að Sæplastkerin hafi verið að tryggja markaðsstöðu sína í Asíu og einnig hafi fyrirtækið mjög sterka stöðu í sölu á nótaflotum og baujum á svæðinu. Sæplast rekur verksmiðju á Indlandi og vegna ná- lægðar við hana eru sóknarfæri fyr- irtækisins í Asíu meiri en ella. „Í Asíu er vinnsla og eldi sjávaraf- urða í örum vexti og því tel ég að hér séu miklir möguleikar fyrir okkar framleiðsluvörur í þeim geira sem og öðrum greinum matvælaiðnaðar. Í Asíu einni eru alin um 40 milljón tonn af fiski árlega og gróflega áætl- að eru veidd hér um 35 milljón tonn. Það er því pláss fyrir nokkur ker og baujur frá okkur á þessum markaði. Hingað hefur matvælavinnsla verið að flytjast í æ meiri mæli á síðast- liðnum árum og við erum jafnvel að sjá fisk fullunninn í verksmiðjum í Asíu í dag sem veiddur er og frystur t.d. á Íslandi eða Noregi og afurð- irnar síðan fluttar aftur til Evrópu og Bandaríkjanna til neytenda,“ seg- ir Steindór. Sæplast styrkir stöðu sína í Asíu SEXTÁN Falun Gong-iðkendur mættu fyrir rétt í Hong Kong á mánudag en þeir eru sakaðir um að hafa valdið truflun þegar þeir mót- mæltu fyrir utan skrifstofu kín- verskra yfirvalda í borginni í mars. Við réttarhöldin í gær sýndi sak- sóknari myndband með mótmælun- um sem leiddu til handtöku fólksins. Fólkið segir kæruna vera tilbúning sem ætlað sé að draga athyglina frá málstað Falun Gong. Þá segja þau einnig að mótmælin hafi verið frið- söm og geti ekki talist ólögleg. Þetta er í fyrsta skipti sem iðk- endur Falun Gong eru dregnir fyrir dóm í Hong Kong, en fjórir í hópn- um eru svissneskir ríkisborgarar. Níu af iðkendunum eru kærðir fyrir að hafa hindrað störf lögreglu sem reyndi að brjóta upp mótmælin 14. mars síðastliðinn. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Þá er þremur gert að sök að hafa ráðist á lög- reglumenn. Lögregla fór ítrekað fram á það við Falun Gong-iðkend- urna 14. mars að þeir færðu sig frá byggingunni, áður en hún handtók þá. Falun Gong-iðkendur fyrir rétti í Hong Kong Hong Kong. AP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.