Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 25

Morgunblaðið - 19.06.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 25 OD DI H F I4 79 9 Kæli- og frystiskápar Eldunartæki Þvottavélar og þurrkarar Uppþvottavélar HELGA Steffensen hefur rekið Brúðubílinn í yfir tuttugu ár og heldur áfram ótrauð. Eins og svo oft áður eru tvær frumsýningar á sumri, ein í júní og önnur í júlí. Næsta auglýst sýning er við Ljós- heima 19. þ.m. kl. 10, en sýning sú sem hér um ræðir var í Árbæjar- safni á þriðjudaginn í mesta blíð- skaparveðri sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í manna minnum. Í dagskránni sem Helga hefur sett saman eru fjórir þættir, en sýn- ingin er í heild fjölbreytt, kröftug og litskrúðug. Það eftirtektarverðasta við dagskrána er hve vel Helgu tekst að fella inn í sýninguna atriði úr íslenskri barnamenningu tuttug- ustu aldar. Tvö þeirra vöktu upp gleymdar minningar sem geymdar höfðu verið áratugum saman í und- irmeðvitundinni. Annað var sagan af Stúfi (í endursögn Ísaks Jónssonar) sem vildi ekki borða hafragrautinn sinn og átti alla mína samúð þegar hún var lesin fyrir mig í Brákarborg og hins vegar flutningur eins barna- laga Ómars Ragnarssonar, Sumar og sól, sem orsakaði þá fáheyrðu upplifun hér á landi að geta hlustað á íslenskt sumarlag við aðstæður sem það lýsir. Önnur leikgerð barnabókar var Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni eftir sögu Holzwarths og Erlbruchs í þýðingu Þórarins Eldjárns sem kom út hér fyrir jólin í hitteðfyrra. Hinn ósvífni húmor sem ríkir í sögunni var greinilega eitthvað sem börnin tóku fegins hendi. Þau fengu útrás fyrir spennu í glæpatryllinum um örlög unghænunnar Lóu Lipurtáar sem úlfurinn stakk í poka og hafði á brott með sér og hollráð um hvernig beri að haga sér í Guttavísum Stef- áns Jónssonar, sem er enn eitt dæmið um hve langt aftur Helga seilist í sögu íslenskrar barnamenn- ingar. Hver þáttur er sviðsettur með sínu sniði, tekið var mið af mynd- skreytingu bókanna en hvað Gutta- vísur og frásögnina um Lóu Lipurtá varðar ríktu stíleinkenni Helgu ein. Skemmtilegast var þegar brotist var út úr viðjum brúðuleikhússins og leikari klæddur búningi lék öllum illum látum, ýmist sem hinar klass- ísku leikpersónur Helgu, úlfurinn og Dúskur trúður eða sem Stúfur stór. Annars er fjölbreytnin í brúðu- gerðinni mikil, flestar handbrúður af ýmsum stærðum og gerðum en líka tvívíðar myndir sem brugðið er upp augnablik yfir rönd sviðsins. Þetta gefur sýningunni aukna vídd, í stað þess að færa áhorfendur nær eða fjær eins og kvikmyndatöku- maður gerir með linsu myndavélar sinnar breytir Helga hlutföllum brúða og leikmuna. Leikraddirnar voru skemmtilegar og vel unnar og ættu að vera börn- um að góðu kunnar úr hljóðsetningu barnaefnis fyrir sjónvarp eða hvíta tjaldið. Greinilegt er að Helga not- færir sér nýjustu tækni sem skilar sér í auknum gæðum hljóðsins. Enginn lét stutt straumrof á sig fá og öllu var kippt í liðinn á örskots- stund. Brúðubíllinn er á ferð í hvaða færð sem er og að sögn Helgu er sýnt sama hverju veðurguðirnir taka upp á. Það er ánægjulegt að sjá að brúðubílssýningin sem byggist á gömlum merg vex enn og blómgast. Sveinn Haraldsson Sumar og sól LEIKLIST Brúðubíllinn Handrit, brúðugerð og leikstjórn: Helga Steffensen. Höfundar og þýðendur vísna og sagna: Ísak Jónsson, Ómar Ragn- arsson, Stefán Jónsson, Werner Holz- warth, Wolf Erlbruch og Þórarinn Eldjárn. Brúðuhreyfingar: Edda Björk Þórðardóttir og Helga Steffensen. Tæknimaður: Birgir Ísleifur Gunnarsson. Hljóðstjóri og tón- list: Vilhjálmur Guðjónsson. Búningar: Ingibjörg Jónsdóttir. Aðstoð við uppsetn- ingu: Felix Bergsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikraddir: Felix Bergsson, Helga Steffensen, Júlíus Brjánsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Þriðjudagur 11. júní. ÓÞEKKTARANGAR Morgunblaðið/Jim Smart „Sýningin er í heild fjölbreytt, kröftug og litskrúðug.“ Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN, 17. júní, var Hörður Áskelsson kant- or í Hallgrímskirkju útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur samkvæmt þeim reglum sem sam- þykktar voru í borgarráði 1995. Þar er kveðið á um að útnefning borgarlistamanns sé „viðurkenn- ing handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sér- stök spor í íslensku listalífi.“ Þetta er í áttunda sinn sem borgarlistamaður er valinn í Reykjavík. Við athöfnina, sem fram fór í Höfða, söng einn af kórum Harðar, Schola cantorum, Signý Pálsdóttir menningar- málastjóri gerði grein fyrir vali nefndarinnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti listamanninum ágrafinn stein, ávísun að upphæð 500 þúsund krónur og viðurkenningarskjal. Borgarstjóri gat þess í ávarpi sínu að útnefning borgarlista- manns varpaði ljósi á listsköpun í borginni og styrkti sjálfsmynd Reykvíkinga sem íbúa menning- arborgar. Menningarmálastjóri sagði Hörð Áskelsson einn þeirra kraftaverkamanna sem með áræði sínu, listfengi og dugnaði hafa gert það að verkum að tón- listarlíf í Reykjavík hefur tekið ótrúlegum framförum á und- anförnum áratugum bæði hvað varðar framlag listamanna og áhuga almennings á að njóta tón- listar. Fyrir tilstilli Harðar, kirkj- unnar þjóna og samstarfsfólks í tónlistinni hafi Hallgrímskirkja orðið magnaður segull sem dreg- ur til sín ótrúlegan fjölda kirkju- gesta, tónlistarunnenda og ferða- manna. Hörður Áskelsson hafi óumdeilanlega skarað fram úr á sínu sviði og auðgað menningarlíf borgarinnar undanfarin ár. Þá hafi hann og það frábæra tónlist- arfólk sem með honum starfar borið hróður borgarinnar víða um heim, bæði á tónleikaferðum og tónlistarhátíðum. Borgaryf- irvöld vilja með þessari við- urkenningu sýna þakklæti sitt fyrir hvort tveggja. Atkvæðamikill við kynningu á íslenskri kirkjutónlist Hörður Áskelsson hefur verið organisti við Hallgrímskirkju og forgöngumaður í uppbyggingu listalífs þar frá 1982. Hann stofn- aði Listavinafélag kirkjunnar og Mótettukór Hallgrímskirkju strax á fyrsta starfsári, en bæði eru hornsteinar í listastarfsemi kirkj- unnar. Kirkjulistahátíð, sem hald- in hefur verið annað hvert ár frá 1987, og orgeltónleikaröðin Sum- arkvöld við orgelið, sem haldin hefur verið á hverju sumri frá 1993, eru tilkomin að frumkvæði og fyrir atorku Harðar. Árið 1996 stofnaði hann kammerkór- inn Schola cantorum, sem hefur mikið látið að sér kveða í ís- lensku tónlistarlífi, meðal annars með reglulegum tónleikum í Hall- grímskirkju. Kórar undir stjórn Harðar hafa tekið þátt í tónlist- arhátíðum á erlendri grundu og nokkrum sinnum unnið til verð- launa í alþjóðlegri samkeppni. Hörður hefur verið atkvæðamikill við kynningu á íslenskri kirkju- tónlist og frumflutt fjölda verka, innanlands og utan, bæði sem orgelleikari og kórstjóri. Þá hef- ur Hörður kennt orgelleik og kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkj- unnar og á árunum 1985–1995 var hann lektor í litúrgískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands. Tónlistarflutn- ingur Harðar, bæði sem kórstjóra og orgelleikara, hefur verið hljóðritaður af útvarpi og sjón- varpi og gefinn út á mörgum hljómdiskum. Hörður Áskelsson er nú hand- hafi Íslensku tónlistarverð- launanna fyrir starf sitt að tónlist í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Jim Smart Borgarlistamaður 2002, Hörður Áskelsson, organisti og kórstjóri. Hörður Áskelsson valinn borgarlistamaður 2002 „Hefur auðgað menningarlíf borgarinnar“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.