Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.06.2002, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 35 ✝ Sveinn GunnarÁsgeirsson fædd- ist l7. júlí l925 í Reykjavík. Hann andaðist á líknar- deild Landspítalans 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá, skrifstofu- stjóri í Reykjavík, f. 9. ágúst l897, d. 2l. júlí l978, og Karólína Sveinbjörg Sveins- dóttir húsfreyja, f. l4. desember l895, d. 4. apríl l99l. Systkini Sveins eru Ásgeir Þór, f. 31. maí 1924, d. 19. júní 1999, Guðmund- ur, f. 1927, Birgir, f. 2. maí 1929, d. 14. ágúst 1984, Bragi, f. 1931, og Hrefna, f. 1932. Hinn 28. apríl l95l kvæntist Sveinn Sigurbjörgu Snorradóttur, f. 20. febrúar l929. Foreldrar hennar voru Snorri Halldórsson héraðslæknir á Breiðabólstað á Síðu og kona hans Guðbjörg Tómasdóttir. Sveinn og Sigurbjörg skildu l968. Börn Sveins eru: 1) Bjarni Gunnar við- skiptafræðingur, kvæntur Unni Helgadóttur. Þau eiga tvo syni. Móðir Bjarna Gunnars er Guðrún Gunnarsson, f. 4. maí l923. Börn Sveins og Sigurbjargar eru: 2) Karólína, f. l3. júní l949. 3) Snorri, f. 3. febrúar l952, hann á þrjú börn. 4) Ásgeir, f. 25. júní l954, hann á eina dóttur. Eftirlifandi kona Sveins er Hrafnhildur Hreiðarsdóttir, f. 23. apríl l938. Sveinn lauk stúdentsprófi frá M.R. 1944. Hann lauk fyrra hluta prófs í lögfræði l945. Nám við Stokk- hólmsháskóla l945– l950, fil.kand. i þjóð- hagfræði, bók- menntasögu, heim- speki og listasögu þaðan l950. Fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík l950–l963. Formaður og fram- kvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna l953–l968. Starf- aði síðan sjálfstætt, aðallega við ritstörf. Ritari Listaverkanefndar Reykjavíkur l954–l963. Fram- kvæmdastjóri Fegrunarfélags Reykjavíkur við stofnun l948. Rit- ari stjórnar Norræna félagsins l954–l969, framkvæmdastjóri þess um skeið. Átti sæti í opinber- um nefndum sem fjallað hafa um vörumerkingar, afgreiðslutíma verslana, endurskoðun laga um verslunaratvinnu og samkeppnis- hömlur. Í stjórn Félags íslenskra stúdenta í Stokkhólmi l945–l950, formaður frá l948. Annaðist fasta þætti, aðallega spurningaþætti í útvarpi, l952–l960. Sveinn fékkst mikið við ritstörf, gaf út bækur og þýddi. Útför Sveins verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan l3.30. Seint að kvöldi eins þessara ný- liðnu daga, þá íslenzk náttúra skart- aði sínu fegursta í manns minni á árstímanum, slokknaði lífsljós bróð- ur míns Sveins Gunnars Ásgeirsson- ar, eins og hann hét fullu nafni. Furður og undur íslenzkra náttúru- skapa mikið, segir okkur nærtæka sögu af framþróuninni, að átök og barátta við að halda lífi skilar af sér harðgerðasta, seigasta og fegursta gróðrinum. Þetta þekkja Íslending- ar, einkum þeir sem hafa dvalið í af- skekktum byggðum og uppi á heið- um í nágrenni við Dumbshaf. Úr firna mörgu að moða er hug- urinn reikar til baka, svo skrifið verður einungis ófullkomin örsaga úr sjóði minninganna. Vil leggja út af því sem Sveini Gunnari var ríkt í huga á góðri stund þakklátur for- sjóninni; að hafa náð í skottið á for- tíðinni eins og hann orðaði það sjálf- ur, var þó maður nýjunga og framfara. Árin í vegavinnu þá ofar- lega á blaði, fyrst er hann var kúsk- ur, teymdi hestvagna í vinnuflokki Jóhanns Hjörleifssonar á Holta- vörðuheiði, þegar vegur var lagður þar yfir, var þá upphaflega á ellefta aldursári. Seinna á lýðveldisári ný- orðinn stúdent, lá leiðin innst inn í Langadal við Ísafjarðardjúp, er lagt var í að margra áliti óframkvæm- anlegt verkefni, að ryðja veg upp á Þorskafjarðarheiði, þar verkstjóri Lýður Jónsson, nafntogaður fyrir afrek í vegagerð. Í báðum tilvikum voru helstu verkfærin skófla, haki og járnkall, hestvagnar mikið til notað- ir til flutninga, einkum í fyrra fall- inu, en fullkomnari vörubílar komnir í gagnið í því síðara. Vegavinnu- flokkurinn einn sá fjölmennasti á landinu fyrr og síðar og samanstóð aðallega af mönnum víða að úr Djúp- inu, ungum ofurhugum, hárum þul- um og allt þar á milli. Við vorum þarna þrír bræðurnir og óhætt að segja að þetta hafi verið eitt eftir- minnilegasta sumar á lífsleið okkar, dagarnir bjartir og heitir, næturnar bjartar en kaldar, gat verið hin mesta þrekraun að standa óvarinn uppi á bílpalli inn dalinn um nótt með ískaldan heimskautssvalann í fangið. Mikið kapp í liðinu með hið unga vonbjarta lýðveldi í bakið og hið ótrúlega gerðist að við náðum upp á heiðarbrún og aðeins betur um haustnætur, lögðum að auki fallegan veg með á köflum firnaháum listi- legum grjóthleðslum. Þótt unnið væri frá sjö að morgni til sjö að kveldi alla rúmhelga daga var fé- lagslífið mikið, inni var teflt og spil- að, úti leikið og iðkaðar kraftraunir. Þó var okkur bræðrum kannski eft- irminnilegast hve berjasprettan var mikil uppi í hlíðunum beggja vegna sem við notfærðum okkur óspart, einkum voru bláberin stór og safa- rík. Matráðskonan Kristín Jóhanns- dóttir frá Goddastöðum í Dölum listakokkur, á borðum hollur ís- lenzkur matur, sem nú sést helst á þorra. Þessir löngu liðnu dagar heiðríkj- unnar komu helst upp í huga mér er ég hóf skrif mín, þótt af mörgu og nærtækara væri að taka og væna eðliskosti upp að telja. Og skyldi ekki viðkynningin við íslenzka nátt- úru og fólkið í landinu hafi dugað okkur öllum best, í sumum tilvikum til úrslita í lífi og starfi? Í öllu falli finn ég hér nokkra hliðstæðu við áratuga pataldur bróður míns við ill- kynjaðan sjúkdóm og hin hörðu ís- lenzku náttúrusköp, sem verða samt grænni og yndislegri allri útlendri virkt þá fáu mánuði er vor og sumar varir. Einnig að hann bar ekki veik- indi sín á torg, lengi vel ekki hægt að fá upp úr manninum hvað að væri, eyddi hér öllu tali sem léttvægt væri. Það var svo ekki fyrr en ég rakst á bók um Parkinson-veikina í bóka- hlaða á skrifborði hans að staðfest- ing fékkst hvers eðlis væri. Þeir eru til, er telja sig hafa orðið varir við breytingar í fari Sveins fyrir fimm- tugt, og ef rétt er tók það veikindin þrjá áratugi að vinna sitt verk, gerð- ist þó ekki fyrr en vágesturinn mikli krabbinn lagði sinn skapadóm að. Bauð allt til hins síðasta dauðanum byrginn, lífsþráin hafði lengstum betur en lét undan í bylnum stóra síðast. Sveinn Gunnar var gagnmenntað- ur og fjölfróður heimsmaður, gerði ekki upp á milli manna og vinur vina sinna, svo umtalsfrómur að eftir var tekið, lagði aldrei illt til nokkurs manns þótt oft stæðu spjót á honum sjálfum. Stofnaði á lífsleiðinni sam- tök til hags almenningi er skyldu fullkomlega ópólitísk, sem sumir hvorki skildu né meðtóku og var þar er fram liðu stundir ranglega farið að nytsömum hugsjónum og góðum dreng. Þótt fast væri eftir leitað á yngri árum vildi hann engin afskipti hafa af stjórnmálum, var sjálfstæð- ismaður af gamla lýðræðislega skól- anum, eitthvað í anda Johns Lockes og umburðarlyndisstefnu hans. Lífið er draumur, og draumarnir settir saman af sterkum andstæðum hita og kulda, ljóss og myrkurs, milli framtíðarvona og tortímingar. Draumurinn vinnur sem sveiflu- kennt ástand sem rökfræðilega get- ur sameinað aðskilda heima, en um leið sogað til skuggahliða og orsakað flótta frá raunveruleikanum, eða upphafning og vænting um betri tíma. Draumurinn er sem afrit skyn- reynslu okkar, á einhvern hátt hug- lægt fyrirbæri tengt efnisheiminum í óljósu yfirraunsæi, líkast sértæk- um hreyfimyndum af verundinni allt um kring. Enginn skilur dauðann fullkomlega og færri lífið. Fann hjá mér sterka hvöt til að festa þessar línur á blað í minningu bróður sem var mér kær og afar ná- inn, átti margt gott og frábært upp að unna. Einneigin til að koma sér- staklega á framfæri virðingu og þökk til konu hans Hrafnhildar Hreiðarsdóttur, sem annaðist hann af eindæma alúð, bjó honum fagurt heimili og festi lífsferilinn í mörg al- búm. Var vakin og sofin yfir velferð hans til síðasta andvarps. Bragi Ásgeirsson. Mínar fyrstu minningar um Svein Ásgeirsson tengjast heimsóknum á Dyngjuveg 10 til ömmu minnar og móður Sveins, Karólínu Sveinsdótt- ur. Ungur að árum vandist ég því að heyra Svein að störfum við ritvél sína á skrifstofu sinni á efri hæð hússins á meðan tekist var á um hin ólíkustu mál á þeirri neðri. Þessar minningar eru sterkar enda var Sveinn atorkusamur eins og sést á æviferli hans en Sveinn var einkar fjölhæfur og gáfaður maður. Eftir- tektarvert er hversu mikið Sveinn fékkst við málefni sem á einn eða annan hátt tengdust góðgerðar- og mannúðarmálum, sem lýsir betur en annað hugsun hans og lífsviðhorfum. Þegar ég lít til baka og hugsa til heimsókna minna á Dyngjuveginn situr fast í minni hversu þægilegur Sveinn var í allri návist. Sérstaklega beindist góðmennska Sveins að móð- ur sinni, sem hann unni mjög og reyndist vel alla tíð. Skapgerð og persónuleiki Sveins var á þá leið að þægilegri mann var tæplega hægt að eiga samskipti við. Sveinn var umfram allt heilsteyptur og heiðar- legur maður. Aldrei heyrði ég hann skipta skapi og því síður að hann tal- aði illa um nokkurn mann. Síðari minningar tengjast fjölskyldusam- komum og ennfremur heimsóknum á heimili Sveins og Hrafnhildar Hreiðarsdóttur. Hin síðari ár var ljóst að Sveinn gekk ekki heill til skógar og hafði það djúp áhrif á fjöl- skylduna alla. Ég minnist fjölda heimsókna, þægilegra stunda með fjölskyldu Sveins, og vona að hin fjölmörgu verk sem leikin voru á virðulegt hljóðfæri þeirra Hrafn- hildar og Sveins veki upp góðar minningar. Ást og eindrægni ein- kenndi sambúð þeirra og aðdáunar- verð var umhyggja Hrafnhildar í erfiðum og langvarandi veikindum Sveins. Þegar ég hugleiði hinn þroskaða og heilsteypta persónuleika Sveins kemur upp í huga mér fyrirmynd, sem ég mun hafa að leiðarljósi um alla tíð. Ég votta Hrafnhildi, börnum Sveins og fjölskyldu samúð mína. Ólafur Reynir Guðmundsson. Kær vinur og frændi, Sveinn Ás- geirsson hagfræðingur, er látinn. Eftir löng og ströng veikindi. Konan SVEINN ÁSGEIRSSON og alúðleg, sem þetta fólk allt. Ég var um þessar mundir að taka sam- an niðjatal Rögnvaldar Jónssonar útvegbónda, langafa okkar Sveins. Sveinn varð strax áhugasamur fyrir þessu framtaki og hét mér að safna sínu fólki á blöð og færa mér, sem hann og gerði, þótt seinlegt væri því margt er búsett erlendis og fjöl- skyldan stór. Hann var mikið glaður þegar ég sá fyrir endann á þessu þolinmæðisverki. Og boðaði til ætt- armóts 9. sept. 1989 og saman komu rúm 400 manns í félagsheimilinu að Hlöðum. Við Sveinn skrifuðumst á og ræddum málin í síma, og hlý var jólakveðjan. Sveinn reyndist mér sannur vinur og kærleiksríkur frændi. Frænd- rækinn og áhugamál okkar í ætt- fræðinni áþekk. Öll kynni við Svein og frú við okkur voru sem fagur sól- skinsdagur, sem áður er lýst. Þau voru samrýnd og elskulegir vinir, sem báru birtu í bæinn. Sveinn var landsþekktur og verður, um það skrifa aðrir. Þetta eiga aðeins að vera fátækleg kveðjuorð frá gömlum frænda, sem við leiðarlok færir kær- ar þakkir ljúfum frænda. Blessuð sé minning Sveins Ásgeirssonar, guð blessi konu hans og vini. Við hjónin vottum þeim öllum samúð okkar. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. hans ástkæra, Hrafnhildur, veitti honum þá heitu ósk að hjúkra hon- um heima, með nauðsynlegustu að- stoð. Þar til síðasta áfangann þegar sjúkrahús varð ekki umflúið. Þar sat hún hjá honum og hélt í hendi hans, þegar hann kvaddi þetta líf og sveif inn á friðlýst svæði draumalandsins, sem okkar bíður. Því trúum við, sem varðveitum okkar barnatrú. Þar til eitthvað annað sannast. Sveinn og Hrafnhildur sýndu okkur hjónum trausta vináttu og hlýhug. Fyrst heimsóttu þau okkur á Hjarðarholt 8, Akranesi, einn sólbjartan sunnu- dag. Þau komu siglandi spegilsléttan sæinn með Akraborginni, fín og fal- leg gengu þau með mér að bílnum, sem ég ók þeim á heim til konu minnar, sem bauð upp á veitingar. Að loknu borðhaldi og spjalli ókum við með gesti okkar í sveitina okkar kæru. Við urðum að lofa þeim að sjá jörðina fögru, þar sem við áttum okkar sælustu ævidaga, sannkallað draumaland, með börnunum okkar góðu. Þau Sveinn og Hrafnhildur eru oft búin að lofa og dásama þenn- an sólfagra samverudag og það sem fyrir augun bar. Við hjón nutum svo sannarlega samverunnar með þessu hugljúfa fólki, sem endranær. En þau komu seinna á Höfðagrund 14, til okkar. Einnig ber að þakka rausnarlegar og hlýjar móttökur, þegar Sveinn tók mig í heimsókn til síns fólks. Þar gafst tækifæri til að fræðast af öldruðu frændfólki, fróðu og glaðværu. Það var hin glæsilega móðir Sveins, Karólína, stillt, prúð  Fleiri minningargreinar um Svein Ásgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.                               ! "### # #  $%&# #  '# # "#  # #" ( # )  ##  & *+ !        "    "    " ,-*) . , /0, (1%23( #  $%  & ' ( )  *      +   # -! .# -4 #  !4& +,#!4# #567  ) *+,#!4 893 ( # #-4 ,#!4  ( 3-! ,#!4# /5,#+ ! "  %"   ( "   $0 :;- % !  !&<< =  /& ) #       , )  -      &    ,     ./  --/ +0!&##;  !;  ! = #/! 2!  " &(  # # *  >!?  0 /+ <  9 !@+ <   0A;!5 ((  +

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.