Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Else MargretheRunólfsson fæddist í Tranekær á Langalandi í Dan- mörku 25. janúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Nils og Marie Rasmussen og systk- ini hennar voru Henning og Karen. Else giftist eftirlif- andi eiginmanni sín- um, Sigurði Runólfs- syni mjólkurfræðingi, 19. febrúar 1939. Þau eiga tvö börn: a) Runólfur, kvænt- ur Þórunni Skapta- dóttir og eiga þau þrjá syni, Skapta Þór, Sigurð Arnar, og Frosta Jón. b) Þórdís, gift Halldóri Hjaltasyni og eiga þau tvær dætur, Hrafnhildi og Sif Ellen. Langömmu- börn Else eru sex, Ragnar Þór, Brynj- ar, Elsa Margrét, Daniel, Tyler og Corteney. Útför Else var gerð frá Laugarneskirkju í kyrr- þey 18. júní. Elsku amma mín er látin og eftir sitja minningar um gleðistundir og sorgir sem við höfum átt í gegnum árin. Ég á eftir að sakna ömmu mikið því samband okkar var mjög náið og hef ég alltaf litið til hennar eins og móður minnar og vinkonu. Ég á margar góðar minningar með henni úr æsku minni. Einnig er ég þakklát fyrir að hafa átt með henni síðustu tuttugu árin hennar, eftir að ég flutti heim frá Bandaríkjunum. Amma mín hafði marga góða kosti. Hún var ákveðin við sjálfa sig og gerði miklar kröfur til sín og hafði metnað í leik og starfi, var fæddur listamaður, fór því miður aldrei í listaháskóla, en verkin hennar standa áfram fyrir okkur sem eftir lifum. Hún saumaði ýmislegt í saumavél en hafði einnig gaman af því að sauma í púða, rókokkóstóla og strengi. Hún prjónaði og heklaði líka. Oft fór hún sínar leiðir og gerði peysur eða veski eftir eigin höfði, án uppskriftar úr blaði. Hún málaði myndir á striga og á postulín. Hún gaf stundum handavinnu á basar hjá Dansk kvindeklub, en þangað sótti hún félagsskap til margra ára. Hún var þekkt fyrir að vera snjöll og gat búið til alveg ótrúlega hluti úr efni sem aðrir sáu ekkert í. Hún nýtti rekavið úr fjörunni, steina og annað úr náttúrunni til að skapa listaverk. Amma sagði ávallt við mig, „et hast- verk er et lastværk“ sem ég skyldi þannig að ef þú gerir eitthvað í fljót- heitum verður lítið varið í það. Enda lagði hún mikla vinnu í vandaðan frá- gang á öllu sem hún kom nálagt. Matarboð heima hjá ömmu voru alveg sértök. Á stórhátíðum var ekk- ert til sparað. Allt besta leirtauið var tekið út úr skápnum, silfur og bestu kristalglösin lögð á borð. Maturinn var einstaklega góður, eins og bestu veisluborð úr Hjemmet. Hún var dönsk í húð og hár og fylgdist með því sem var að gerast í Danmörku í gegnum dönsku blöðin. Hún var mikið fyrir að hafa um- gjörðina huggulega. Jólaborðið hennar var einstaklega glæsilegt heimagerður matur að dönskum hætti og ekki má gleyma handavinn- unni, sérsaumaðar diskamottur og annað fallegt sem prýddi borðið. Marga siði hef ég tekið upp frá henni og mun halda áfram í minni fjöl- skyldu. Amma var einnig mikið fyrir aðrar listgreinar, sem dæmi má nefna ball- ett og sinfóníutónlist. Ég þakka henni fyrir að hvetja mig til að stunda nám við tónlistarskóla og hún gaf mér fiðluna mína í fermingar- gjöf. Hún hvatti mig einnig til fram- haldnáms við Háskólann og minnti mig á að nám opnar möguleika til góðs árangurs í lífinu. Þrátt fyrir hennar miklu veikindi erum við búin að eiga mörg yndisleg ár síðan ég flutti heim frá Bandaríkj- unum 1984. Hún tók vel á móti mér eins og hún hefur gert allt mitt líf. Við erum búnar að spjalla mikið um heima og geima og ég mun áreið- anlega sakna þess að eiga ekki kost á því að heyra í henni. Ég fór stundum með henni í selskap hjá Dansk kvindeklub og fékk einnig að vera með þegar dönsku vinkonurnar hennar komu í heimsókn til að drekka kaffi, borða petitefors og fá sherry. Eins mun ég sakna gardenp- artía í Hátúni á sumrin. Hún var mikið fyrir blóm og fegurð. Garður- inn í Hátúni var alltaf fullur af fal- legum sumarblómum og sérstaklega vel snyrtur. Lífið er ekki alltaf dans á rósum, því miður fékk amma að reyna það, eins og svo margir aðrir. Slys og óhöpp settu sitt mark á hennar seinni ár. Síðustu tuttugu og fimm árin hefur hún verið að berjast við eftirmála af alvarlegu slysi sem hún varð fyrir. Það var þess vegna mikið áfall fyrir mig að hún skyldi lenda í enn einu slysinu sem varð til þess að hún lést og fékk því ekki að njóta síð- ustu ævidaga sinna eins og við von- uðumst til að hún mundi geta gert. Ég bið Guð að blessa afa minn sem eftir lifir, veita honum styrk og mæta honum í þeirri miklu sorg og tómarúmi sem skapast núna þegar amma er farin. Hann hefur gefið ömmu það dýrmætasta sem hægt er að gefa annarri manneskju í þessu lífi, óeigingjarna ást, þolinmæði, góðvild, trúfestu og kærleika, allt þeirra líf saman og sérstaklega í veikindum hennar. Þökk sé þér afi minn fyrir að vera eins og þú ert, al- vega einstakur. Elsku amma mín, ég bið engla Guðs um að leiða þig áfram í nýju lífi sem ég trúi að bíði okkar allra. Þín verður saknað á svo margvíslegan hátt. Vertu sæl, þangað til við sjáumst aftur ... Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Kær ástarkveðja, Hrafnhildur. ELSE MARGRETHE RUNÓLFSSON 0    "     " "  0- 0  0:>0 )-* >2'B 5  &5        1    2 )          2   (  #!4 #!4   ( "#  5<# "#&+  (# >!!#> ! 3+ 3    >6090 2( '  &$  !&(C #4%       (! #+ 3 "      "  $0 ) /,* > D  >44( #    5  6       2     " $  > (## >!!$ # '' .! $ # 33+ 3 "      "  0, 8%) )E  # / F 5 (  << #   $%  $"  )  7  6     1 "   ) .8  - >!! 0&5# $'  #   (0&5 > !%+. # : %!0&5 .':# # 33+ !   "          "" , 8E) $8-99-* 0GE HIB; #9 !  $  %!4&   #  9:  , ;      1,( -  &     2  .7    &   3"&"  --/ , " &   2  <   &        3#    " )  =    >  2 ?3@@1  7--/55A $*  #(   *  9!  /! ( $&!! ?  !9!  - &$&!! ?  < $9!  %&$&!!  = 9!  .&*  #(#   9!  *&(*  #(#+   "       " )  /-98 >--9 9::, #      1(  )  B      +  > (& # .5 >!!#  J'( "# !!#    33+ 0    "  " 0,  K: " 0, (3( &   #    1 @        &       C    ..   // <   &     ( 1 "    C  # "#'# > !0# >!!##  " ( 0# #   '0  ! 6  3 3 5 !2+ LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.