Morgunblaðið - 19.06.2002, Side 45

Morgunblaðið - 19.06.2002, Side 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 45 Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 6. flokkur, 18. júní 2002 Kr. 1.000.000,- 18821E 19337F 29743E 31718B 32173H 37567E 40991G 44148H 46169G 48674B w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 9 01 6 Heilir sturtuklefar í horn með öryggisgleri og segullæsingu. Innifalið í verði: sturtubotn með vatnslás, blöndunartæki með sturtusetti. Tilboðsverð kantaðir: 70x70 cm kr. 48.950,- stgr 80x80 cm kr. 50.250,- stgr Tilboðsverð rúnnaðir: 80x80 cm kr. 65.780,- stgr 90x90 cm kr. 67.450,- stgr Baðkars- sturtuhlífar úr öryggis- gleri Verð frá: 14.900,- Handlaugar í borð Verð frá 8.950,- stgr Handlaugar á vegg Verð frá 3.950,- stgr WC með stút í vegg eða gólf Með setu- festingum Tvöföld skolun Verð frá 17.250,- stgr Inn- byggingar WC Verð sett með öllu kr. 43.800,- stgr E ldhússtá lvaskar í úrval i sumartilboðDÚNDUR V. Fellsmúla • S. 588 7332 Ný vefsíða: www.i-t.is Baðkör Stærðir 160x70, 170x70, 160x75 form. m. handföngum 170x75 form. m. handföngum 170x83 form. m. handföngum 180x83 form. m. handföngum Verð frá 12.350,- stgr. Opið: Mán - fös 9-18 Lau 10-14 Verð frá 7.350,- stgr „LANDHNIGNUN og eyðimerkur- myndun er einhver alvarlegasti um- hverfisvandi heimsins. Til að efla samstöðuna í baráttunni gegn þess- um vágesti hafa Sameinuðu þjóðirn- ar tileinkað 17. júní ár hvert verndun jarðvegs. Sameinuðu þjóðirnar hafa upplýst að eyðimerkurvofan ógni nú lífsafkomu um 1200 milljón manns víða um heim, en verst er ástandið í Afríku, Asíu og þeim löndum sem áð- ur mynduðu Sovétríkin. Talið er að um 20 milljarðar tonna af jarðvegi glatist á ári hverju. Frjósemi jarð- vegsins, sem er undirstaða fæðuöfl- unar fyrir jarðarbúa, hnignar ört og vatnsmiðlun hrakar á stórum svæð- um. Í nýjast hefti Kríunnar, frétta- bréfi Landverndar, er greint frá þessu alvarlega ástandi,“ segir í fréttatilkynningu frá Landvernd. „Mikill árangur hefur náðst í gróður- og jarðvegsvernd á Íslandi frá því að markvisst var byrjað að vinna að þeim málum í byrjun tutt- ugustu aldar. Á tilteknum svæðum hefur þó enn ekki tekist að koma á viðunandi aðgerðum til varnar jarð- vegseyðingu. Úr því þarf að bæta. Landvernd telur að sjálfbær land- nýting sé hagkvæmasta leiðin til að koma í veg fyrir eða stöðva gróður- og jarðvegseyðingu. Það er mikil- vægt að sett séu skýr markmið um sjálfbæra landnýtingu og að lög og reglugerðir verði samræmd í þess- um tilgangi og felld að þessum markmiðum. Ástand gróðurs á hálendinu er enn víða bágborið og uppi eru áform um virkjanir sem munu eyða gróðri og kunna jafnframt að skapa hættu á áfoki. Í byggð er gróðureyðing einn- ig víða verulegt vandamál, sérstak- lega af völdum hrossabeitar. Land- vernd skorar á alla sem hlut eiga að máli að stuðla að sjálfbærri nýtingu lands og gróðurs og hefja ekki fram- kvæmdir sem hætta er á að valdi víð- tækri jarðvegseyðingu. Aðild Íslands að samningnum um baráttu gegn myndum eyðimerkur skyldar íslensk stjórnvöld til að sinna alþjóðlegu vísindasamstarfi og til að miðla þekkingu og fjármagni til þróunarlanda. Þekking Íslendinga á þessum málum er mikil og því telur Landvernd eðlilegt að þetta við- fangsefni fái hlutdeild í þróunarsam- vinnu landsins. Samningurinn um líffræðilega fjölbreytni og náttúruverndarlögin kveða á um að sýnd sé varúð við notkun framandi (erlendra) tegunda og við einsleita ræktun sem getur dregið úr fjölbreytni í gróðurfari. Þetta þarf að hafa í huga við upp- græðslu og skógrækt hér á landi,“ segir þar enn fremur. Alþjóðlegi jarðvegs- verndardagurinn VEFRITIÐ tikin.is verður form- lega opnað og kynnt á kvennafrí- deginum 19. júní. Opnunarhófið verður á milli kl. 17:00 og 19:00 á Thorvaldsen-bar. Guðríður Sigurð- ardóttir og Helga Árnadóttir rit- stjórnarfulltrúar opna vefritið og kynna það gestum. „Að Tíkinni stendur hópur ungra kvenna sem deila þeirri skoðun að einstaklingsfrelsi, einkaframtak og jafnrétti séu grundvöllurinn að heilbrigðu samfélagi og að allir skuli hafa jöfn tækifæri til að raun- gera möguleika sína. Flestar skil- greina sig hægra megin við miðju í pólitík en Tíkin tengist ekki stjórn- málaflokkum eða hagsmunasam- tökum. Skoðanir sem fram koma kunna að vera skiptar um hin ýmsu mál og eru pistlar á ábyrgð höf- unda einna. Sjónarmið ungra kvenna á hægri væng stjórnmál- anna hafa ekki farið ýkja hátt í þjóðfélagsumræðunni, hverju svo sem það sætir. Kominn er tími til að ráða bót á þessu og skapa vettvang þar sem ungar hægrikonur geta kynnt skoðanir sínar og tjáð sig um þau málefni sem eru efst á baugi , jafnt varðandi efnahagsmál, utanríkis- mál, heilbrigðis- og menntakerfið, sveitarstjórnarmál og jafnréttis- baráttuna, svo nokkuð sé nefnt. Brýnt er að koma á framfæri hægrisinnuðum sjónarmiðum í jafnréttismálum, en í umræðum um þennan málaflokk hafa vinstri viðhorf um langt skeið verið meira áberandi.“ segir í fréttatilkynn- ingu. Nýtt vefrit opnað MIÐVIKUDAGINN 19. júní kl. 16.00 flytur Björn Brynjúlfsson fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði við Há- skóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Tenging við endanotendur – Einfalt og sjálfskipandi IP margvarp“. Fyr- irlesturinn verður haldinn í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda, VR-II, Hjarðarhaga 2-6. „Á síðustu árum hafa rannsakend- ur áttað sig á því að flækjan sem nú- verandi margvarpsprótókollar bæta í Internetið er of mikil ef miðað er við ávinninginn sem af þeim næst. Ein- faldleiki IP einvarpslíkansins hefur aftur á móti leitt af sér gríðarlega aukningu á umferð um Internetið. Hafa menn tekið mið af því og leitað nýrra og einfaldari leiða til að útfæra margvarp og þá sérstaklega með til- liti til þeirrar staðreyndar að marg- varp hentar best þegar sendendur á hóp eru einn eða fáir, t.d. við sjón- varpsútsendingar. Í rannsóknarverkefninu um einfalt og sjálfskipandi margvarp er sett fram ný útfærsla á margvarpi. Umsjónarkennarar voru Gísli Hjálmtýsson, prófessor við Háskól- ann í Reykjavík, og Sigfús Björnsson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands. Prófdómari er Pálmi Ragnar Pétursson,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Meistaraverk- efni um teng- ingu við enda- notendur ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands útskrifaði 93 nem- endur við hátíðlega athöfn í Há- skólabíói 7. júní síðastliðinn, en nemendurnir hafa allir stundað nám samhliða vinnu. Útskrifað var af fjórum náms- brautum og luku flestir rekstrar- og viðskiptanámi eða 34 manns. Átta nemendur útskrifuðust úr framhaldsnámi í rekstrarfræðum, 29 nemendur úr markaðs- og út- flutningsfræði og 22 nemendur frá námsbraut í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Kristín Jónsdóttir end- urmenntunarstjóri og Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, fluttu ávarp við athöfnina og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, afhenti prófskírteini. Endurmenntun HÍ hefur braut- skráð 1.450 nemendur frá því byrj- að var að bjóða upp á nám samhliða vinnu á árinu 1990. Nú stunda alls um 320 nemendur slíkt nám á níu námsbrautum. Endurmenntunarstofnun HÍ útskrifar 93 nemendur FYRIRHUGUÐU fjöruhlaðborði Húsfreyjanna í Hamarsbúð á Vatns- nesi, sem vera átti laugardaginn 22. júní nk., er aflýst af óviðráðanlegum ástæðum. Fjöruhlaðborði í Hamarsbúð aflýst ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.