Morgunblaðið - 19.06.2002, Síða 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Evrópukynning Samfylkingarinnar
Opinn fundur í Evrópukynningu Samfylkingarinnar
á Akranesi fimmtudaginn 20. júní.
Fundurinn er á Barbró og hefst kl. 20.30
Framsögumenn:
Ágúst Ólafur Ágústsson; sjávarútvegsmál.
Svanfríður I. Jónasdóttir; byggðamál.
Bryndís Hlöðversdóttir; fullveldis- og sjálfstæðismál.
Fyrirspyrjendur:
Gísli Gíslason, bæjarstjóri.
Björn Lárusson, fréttamaður.
Hjördís Hjartardóttir, kennari.
Fundarstjóri:
Björgvin G. Sigurðsson.
www.samfylking.is ALLIR VELKOMNIR
Svanfríður I. Jónasdóttir
Björgvin G. Sigurðsson.
Bryndís Hlöðversdóttir
!"" #
"" #
$
"" #
$
$%
$&
$ '
!
()* +,-.-/
NÝ kvikmynd
gerð eftir vinsælu
teiknimyndaþátt-
unum um hundinn
Scooby Doo og
vini hans glefsaði
til sín toppsæti
bandaríska bíól-
istans um helgina.
Myndin, sem heit-
ir einfaldlega
Scooby Doo, er
hlaðin tölvubrell-
um og skartar
unglingastjörnu-
parinu Söruh
Michelle Gellar og Freddie Prinze
yngri en Mathew Lillard leikur hinn
renglulega Shaggy.
Svo virðist sem Scooby Doo og vin-
ir hans hafi engum vinsældum tapað
þrátt fyrir að hafa óneitanlega verið
börn síns tíma, og það blómabörn, en
þættirnir voru frægir fyrir litadýrð og
skýrar vísanir í hippatískuna sem
ríkti á meðan þeir voru hvað vinsæl-
astir. Myndin gekk reyndar svo vel að
hún sló met, engin mynd hefur hlotið
eins mikla aðsókn í júnímánuði, en
fyrra metið átti Austin Powers: The
Spy Who Shagged Me (þriðja myndin
um Austin Powers verður frumsýnd
vestra í næsta mánuði).
Tvær aðrar myndir voru frum-
sýndar vítt og breitt um Bandaríkin á
föstudaginn; spennutryllirinn The
Bourne Identity og stríðsmyndin
Windtalkers, sem náðu öðru og þriðja
sæti listans yfir tekjuhæstu myndir
helgarinnar.
The Bourne Identity er gerð eftir
samnefndri spennusögu Roberts
Ludlums og skartar Matt Damon í
hlutverki manns sem rankar við sér á
strönd og er minnislaus. Leikstjóri
myndarinnar er Doug Limen, sem áð-
ur hefur getið sér gott orð fyrir
myndirnar Swingers og Go. Og nýja
myndin virðist lítt síðri þótt stærri sé
í sniðum. Gagnrýnendur eru almennt
í skýjunum yfir henni og hafa flestir á
orði að hér sé á ferð skotheld spennu-
mynd, eins og þær gerðust hvað best-
ar hér áður fyrr.
The Windtalkers hefur ekki hlotið
eins góða dóma en þar er á ferð nýj-
asta mynd Hong Kong-búans Johns
Woos. Líkt og í Face Off leikur Nicol-
as Cage aðalhlutverkið, sárkvalinn
liðsforingja á vígvelli seinni heims-
styrjaldarinnar.
Næstu helgi verða svo tvær stórar
frumsýndar vestra, Disney-teikni-
myndin Lilo & Stitch og nýja Spiel-
berg-myndin Minority Report, með
Tom Cruise í aðalhlutverki, en fyrstu
viðbrögð við þessum framtíðartrylli
eru vægast sagt jákvæð.
Scooby Doo er hund-
ur sem segir voff
Það er hundur í bandarískum bíógestum þessa dagana.
skarpi@mbl.is
Vinsælustu bíómyndirnar í Bandaríkjunum
!
" ! #$
%&#
#"#' #$% (((
) % *#+*#(((
, !+-#
#!.,#
, ' # % . #
/!)
skrúða frá toppi til táar, hvort sem þeir voru
að berjast eður ei.
Markaður var opinn alla helgina en þar var
hægt að fjárfesta í steinvölum, sverðum og
ÞAÐ VAR þjóðlegur andi sem sveif yfir vötn-
um í nágrenni Fjörukrárinnar í Hafnarfirði
um helgina þar sem svonefnd Víkingahátíð
var í algleymingi.
Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir alla fjöl-
skylduna. Boðið var upp á bardaga þar sem
víkingar í fullum skrúða stunduðu sverða-
glamur og klæddust viðstaddir víkinga-
skjöldum, allt að víkingasið. Hverju kvöldi
lauk svo með víkingakvöldverði og dansleik
fram á rauða nótt.
Átta íslenskir víkingar reyndu á hátíðinni
með sér í aflraunum og einn þeirra stóð svo
uppi sem sterkasti maður Íslands. Keppend-
urnir reyndu krafta sína í drumbalyftum,
hleðslu og bóndagöngu auk þessa að reyna
við hina 173 kílóa Húsafellshellu. Sterkasti
maður landsins reyndist svo vera Magnús
Magnússon en hann sigraði hann í sex keppn-
isgreinum af níu.
Víkingahátíð í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessi víkingur sá til þess að enginn færi svangur heim.
Fjöldi fólks lagði leið sína í
Hafnarfjörðinn um helgina til
að fylgjast með kúnstum
víkinganna.
Alfrida klórar pabba sínum, Róbert
Frederiksen, í skegginu er hann var
að vinna í tréskurði á hátíðinni.
Sterkasti víkingur landsins
MENNTAMÁL