Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur auglýst embætti forstjóra nýrrar Umhverfisstofnunar laust til umsókn- ar og rann umsóknarfrestur út hinn 21. júní sl. Umsækjendur eru: Áki Ármann Jónsson líffræðingur, dr. Árni Braga- son líffræðingur, Ársæll Harðarson MBA, Ásta Magnúsdóttir lögfræð- ingur, Bergur Hauksson lögfræðing- ur, Davíð Egilson mannvirkjajarð- fræðingur, dr. Gunnlaug Einarsdóttir efnafræðingur, Hallur Magnússon viðskiptafræðingur, dr. Hjalti Guð- mundsson náttúrulandfræðingur, Ingunn S. Þorsteinsdóttir MBA, Karl Friðriksson hagfræðingur, Kristín Einarsdóttir líffræðingur, Kristín Gísladóttir rekstrarfræðingur, dr. Róbert Hlöðversson landbúnaðar- fræðingur, Stefán Arngrímsson BA, Steinn Kárason MS, Tryggvi Felix- son hagfræðingur og Þórey I. Guð- mundsdóttir stjórnmálafræðingur. Umhverfisstofnun Átján sækja um embætti forstjóra UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur gert athugasemd við framgöngu kínverskra sendi- ráðsstarfsmanna í tengslum við komu Falun Gong-iðkenda til landsins. Sverrir Haukur Gunnlaugs- son ráðuneytisstjóri segir að hann hafi kallað sendiherra Kína á fund í framhaldi af frétt í Ríkissjónvarpinu um að kínverskir sendiráðsstarfs- menn hafi farið á gistiheimili í borginni í því skyni að láta gistihúsið vísa Falun Gong- iðkendum frá. Í fréttinni var greint frá því að sendiráðs- starfsmennirnir hefðu sagt að í hópi Falun Gong-iðkenda væru hryðjuverkamenn og glæpamenn á sakaskrá í Kína. Slíkt vandræðalið vildi enginn hafa í sínum húsum. Skv. frétt Ríkissjónvarpsins kváðust sendiráðsstarfsmennirnir vera í samstarfi við lögregl- una og það væri öllum fyrir bestu ef hópnum yrði vísað frá. Fréttin var borin undir kín- verska sendiherrann og hon- um sagt að væri þetta rétt væri þetta mjög óviðeigandi framkoma. Sendiherrann hefði sagt að sendiráðsstarfs- mennirnir hefðu verið að leita að gistingu fyrir Kínverja sem voru að undirbúa komu Jiangs Zemins, forseta Kína. Sverrir segir að sendiherrann hafi á hinn bóginn ekki mótmælt meginefni fréttarinnar. Því var gerð munnleg athuga- semd við sendiherrann vegna framgöngu sendiráðsstarfs- mannanna. Aðspurður segir Sverrir að ekki hafi verið gerðar fleiri at- hugasemdir við fulltrúa kín- verskra stjórnvalda vegna heimsóknar Jiangs Zemins. Athugasemd gerð við framgöngu kínverskra sendi- ráðsstarfsmanna Mjög óvið- eigandi framkoma JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að aukning á greiðslu- þátttöku almennings í lyfjaverði hafi verið uppfærsla til verðlags, ekki hlutfallsleg aukning. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá greinargerð sem Samtök versl- unar og þjónustu settu saman fyrir Morgunblaðið vegna umræðna um þátt lyfsala og stjórnvalda í hækkun lyfjaverðs að undanförnu. Þar kemur fram að heildar- greiðsla sjúklings fyrir þrjú algeng lyf hefur hækkað um 42-91% frá því í desember 1998, miðað við sama grunn að heildsöluverði og há- marksálagningu lyfsala. Þar segir að þær hækkanir séu til komnar vegna lækkunar á greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar. Einnig er bent á að sú fasta álagningarkrónutala sem lyfsölum leyfist hafi ekki verið hækkuð miðað við neysluverðsvísi- tölu, sem hafi í för með sér 8-13% lækkun á álagningu lyfja sem séu dýrari en 1.000 krónur í heildsölu. Jón segir að hafa beri einnig í huga að í umferð séu 20.000 lyfja- kort í landinu. „Þau eru gefin út til að lækka lyfjakostnað þeirra sem þurfa mest á því að halda. Þeir sem nota mikið af lyfjum njóta meiri af- sláttar en þeir sem nota lítið,“ segir hann. „Við höfum verið að leita leiða til að finna sem réttlátasta skiptingu lyfjakostnaðar, með það í huga að þeir borgi meira sem noti minna af lyfjum,“ segir hann. „Þessi vinna er í gangi og ég held því ekki fram að núverandi fyrirkomulag sé hið eina rétta,“ segir ráðherra. Hann bætir við að þegar horft sé til prósentu- hækkana á vissu árabili þurfi einnig að hafa í huga krónutöluna, enda sé bæði um gólf og þak að ræða. Jón segir að lyfjaverðsþróun sé í stöðugri skoðun. Heildarkostnaður Tryggingastofnunar vegna lyfja hafi farið mjög vaxandi. Lyfjaverðsnefnd ákveður leyfilega álagningu Aðspurður segir Jón að það sé í höndum lyfjaverðsnefndar hvort til greina komi að hækka leyfilega krónutöluálagningu til samræmis við þróun verðlags í landinu. „Mat hennar hefur verið að það þurfi ekki. Auðvitað hlýtur það atriði alltaf að vera til skoðunar,“ segir hann. Hann segir að ráðuneytið muni funda með lyfjaverðsnefnd um greinargerðina. Jón viðurkennir að lyfjaverðs- kerfið sé afar flókið, sem torveldi eftirlit með lyfjaverði og uppruna verðhækkana. „Auðvitað er þetta miðstýrt kerfi, enda er alþjóðaversl- un með lyf háð mun stífari og strangari reglum en flest önnur. Við erum líka bundin af alls kyns lögum og reglugerðum, því þarna er um af- ar viðkvæman varning að ræða. Verðákvarðanir á lyfjum eru mið- stýrðar, það er alveg ljóst,“ segir ráðherra. Heilbrigðisráðherra um þátttökuaukningu í lyfjaverði Uppfærsla til verðlags enía, Danmörk, Austurríki, Þýska- land, Írland, Kanada, Portúgal, Holland, Noregur, England, Pól- land, Svíþjóð og Slóvakía. Þriðja æfingin á Íslandi Æfingin er hluti af alþjóðlegu ör- yggis- og varnarmálasamstarfi Atl- antshafsbandalagsins og er þriðja Samvarðaræfingin sem haldin er á Íslandi. Markmið slíkra æfinga er að styrkja og samhæfa aðgerðir herja og borgaralegra stofnana að- ildarríkja Atlantshafsbandalagsins og samstarfsríkja þess á sviði frið- argæslu og björgunarstarfa og æfa viðbrögð við náttúruhamförum. Íslendingar sem taka þátt Sam- verði 2002 á einn eða annan hátt eru m.a. starfsmenn Landhelgis- gæslunnar, Flugmálastjórnar, Rauða kross Íslands, Almanna- varna ríkisins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lögreglu, slökkviliðs og almannavarnanefnda. Þá mun fjöldi sjálfboðaliða frá deildum Rauða krossins og Slysavarnafélag- inu Landsbjörg taka þátt í æfing- unni en björgunarsveitir leggja til bíla, báta, leitarhunda og fleira. SAMVÖRÐUR 2002, almanna- varnaæfing NATO, hófst á mánu- dag. Æfingin stendur yfir til nk. sunnudags og er hluti af alþjóðlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Alls munu 550 Íslendingar taka þátt í æfingunni á einn eða annan hátt. Meginverkefnið í aðalæfingunni, sem fer fram um næstu helgi, verð- ur að æfa björgun fólks frá eyju þar sem eldgos og jarðskjálftar ógna lífi þess. Erlendir þátttakendur verða um 500 talsins. Setningin hófst með málþingi í Reykjavík þar sem sérfræðingar á sviði jarðvísinda og björgunarmála fluttu fyrirlestra. Jafnframt var haldin öryggisráðstefna og sýning í Keflavík fyrir erlenda þátttakend- ur. Í gær hófst skrifborðsæfing eða stjórnstöðvaæfing þar sem stjórn- kerfi og fjarskiptakerfi æfingarinn- ar eru prófuð. Einnig munu erlend- ar björgunarsveitir hefja þjálfun í Gufuskálum og á Austurlandi. Þær þjóðir sem taka þátt í æfing- unni eru Bandaríkin, Eistland, Belgía, Litháen, Uzbekistan, Rúm- Almannavarnaæfingin Samvörður 2002 er hafin Yfir þúsund þátttakendur FJÖLDI fólks lagði leið sína á Ak- ureyrarflugvöll um helgina en þar stóðu Flugsafnið á Akureyri og Flugmálafélags Íslands fyrir flug- helgi, með fjölbreyttri dagskrá. Flughelgin tókst með ágætum enda veðrið hagstætt til flugs. Flugsafnið var opið báða dagana, þar sem gest- um gafst kostur á að skoða gamlar flugvélar í eigu safnsins og end- urbætta ljósmyndasýningu um sögu flugsins á Akureyri, sem Hörður Geirsson safnvörður á Minjasafninu átti veg og vanda að. Boðið var upp á útsýnisflug báða dagana og flug fjarstýrðra flugvélamódela. Einnig var sýnt listflug og Íslandsmeist- aramót í listflugi fór fram á laug- ardeginum. Þá var sýnt hópflug einkaflugvéla, svifflug, listflug, flugdrekaflug og módelflug. Morgunblaðið/Kristján Þessi tveggja sæta Pits-flugvél er meðal annars notuð til að kenna flugmönnum listflug. Vel heppnuð flughelgi ÚTFÖR þeirra sem fórust í bíl- slysi við Blöndulón að kvöldi 17. júní sl. fór fram frá Fossvogs- kirkju í gær. Þau sem fórust í slysinu voru Jing Li og Albert Junchen Li, sonur hennar á fyrsta ári. Jing Li var eiginkona Davíðs Tong Li sem komst lífs af. Í slysinu fórust einnig hjónin Shouyuan Li og Xiuping Lin, foreldrar Davíðs Tong Li. Morgunblaðið/Árni SæbergÚtför kínversku fjölskyldunnar er fórst við Blöndu. Útför fólksins sem fórst við Blöndulón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.