Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 35 ✝ Guðmundur Guð-mundsson fædd- ist í Lækjargötu 10b í Hafnarfirði 1. nóv- ember 1924. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði laugar- daginn 8. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Korts- son, vélstjóri og út- gerðarmaður, f. 26. júlí 1895, d. 20. maí 1953, og Guðbjörg Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 8. sept. 1894, d. 10. febr. 1995. Guðmund- ur var einkasonur þeirra hjóna. Hann kvæntist 30. sept. 1950 eft- irlifandi konu sinni, Sólveigu Jó- hönnu Guðbjartsdóttur, f. 22. mars 1929. Foreldr- ar hennar voru hjónin Guðbjartur Ásgeirsson, mat- sveinn og ljósmynd- ari, og Herdís Guð- mundsdóttir, ljós- myndari. Synir Guð- mundar og Sól- veigar eru: Guð- mundur Kort, f. 25. júlí 1950, kvæntur Sigrúnu Júlíusdótt- ur, f. 5. ágúst 1953, þau eiga fjórar dæt- ur og fjögur barna- börn; og Bragi Kort, f. 22. ágúst 1963, sambýliskona Sólveig Á. Ólafsdóttir, þau eiga eina dóttur. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey að ósk hins látna 13. júní. Mágur minn, Guðmundur Guð- mundsson, andaðist 8. júní sl. á heim- ili sínu. Systir mín Sólveig Jóhanna, Veiga eins og hún er kölluð, sagði mér að daginn fyrir andlát Mumma, en svo var hann ávallt nefndur, hafi þau hjónin átt afskaplega góðan dag sam- an og setið í dagslok óvenju lengi og horft á dagskrá tileinkaða afmæli Bretadrottningar. Morguninn eftir kvaddi vinur minn og mágur lífið og sofnaði inn til austursins eilífa. Guðmundur var sonur hjónanna Guðbjargar Guðmundsdóttur og Guð- mundar Kortssonar sem bjuggu í Hafnarfirði á árunum 1921 til 1928 er þau fluttu í Bræðrapart í Vogum á Vatnsleystuströnd. Mummi var þá fjögurra ára en hann var fæddur í Lækjargötu 10b í Hafnarfirði. Það er skemmtileg tilviljun að Veiga er fædd í næsta húsi, Lækjargötu 12b. Ungur reri Mummi með föður sín- um á bátnum Dagnýju frá Vogunum og alla tíð heillaði sjórinn og veiði- skapur hann og síðar þau hjónin bæði. Mummi lærði húsasmíði hjá Þor- birni Klemenssyni sem rak smíða- verkstæði í Lækjargötu 10 ásamt sonum sínum. Mummi og Veiga gengu í heilagt hjónaband 30. sept. 1950 og voru alla tíð einstaklega samhent. Þau áttu lítið veiðihús í Vogunum og reru lengi á eigin bát til fiskjar þegar stund gafst. Oft fiskaðist vel og ávallt nutu vinir og ættingjar þess í ríkum mæli. Húsið Álfaskeið 60 byggðu þau saman og deildu reyndar öllum frístundum saman. Áhugi fyrir stangveiði var um langt árabil ofarlega á lista yfir áhugamál þeirra hjóna þar sem sameinaðist áhugi fyrir veiðiferðum og íslenskri náttúrufegurð. Ég og Svana konan mín fórum í margar slíkar ferðir sem sumar urðu ógleymanlegar ævintýra- ferðir. Oft voru með í för Bragi Kort sonur þeirra og Katrín dóttir okkar Svönu. Ég og kona mín söknum góðs og tryggs vinar og vottum Veigu systur, Braga, Guðmundi og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Blessuð sé minning látins vinar. Sveinn Guðbjartsson. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986         :9$ , + '!8* F %   3 %   <  "''# 9 8 #! !' # ! .* '" , : ! # ! & !" (! ) (" ! : ! # ! ( !"!", $   $   $0 $0 $ # !8 " $AA  ; 1!* ) ! ! 8 ' 9!"! ; 1!* ) !    #  %   3    /  "''# "#! "#!3 (" -( !*" +, ." # ! " ! "#!3 # ! 9!" !! " (" !*" "#!3 # ! (! 1! &"#! )' "#!3 # ! 7 ! !! " (" !"!" ( !"!"!", 5 1 )8      4  )$     .+ $0 $/ ()) A!"! &! " F +)"!) ! %      !  "''# 3+    !'! 8' # ! .8"" !!3 .8"" # ! ! "* (" "#! .8"" (" !" / (! # # ! .8"" !!3 .8"" # ! "#! (! ) (", :  ,   ,  8   8 %    1 $   $ . )8  +  = $$:$ + $+ !) C 21 '1, 2  ,   $   ; 4  % ( )  &!2"#' , +1 # ! )! , ""! (" D +1 # ! ." 7, ""! (" ' ;, +1 (" "8 ! -, # ! ())' .8"" # ! ) " + ! (" .8"" 9* (" &!  H8 !"" ( !", 5 1 )8  $  . $   $0: $ & + 7 ;G! F@H -) '1 %   0 %  <  "## ! "* (" +! ! &!"" )" .8"" # ! .8""  # (" .* '" ." # ! !"!" ( !"!"!", Í lífsins ólgusjó eru friðarhafnir, breysk- um sálum vorum jafn nauðsynlegar líkam- legri næringu. Önnu minni kæru vinkonu var gefin stór gjöf af almættinu, þolinmæði til að hlusta á armæðusögur hins daglega lífs, sjá á þeim betri og bjartari hliðina, beina hinni beygðu sál á hinn ljósa veg léttleikans, breyta grýttri fjalla- slóð í blómum skreytta braut og færa hinn daglega hafragraut í sætsúpubúning. Gjafmildi af þessu tagi er allt of sjaldgæf og gef- andanum oft þyngri þraut en að hann taki eftir sjálfur og gæti að eigin heilsu hvort líkamleg eður andleg er. Veröld vorri þarf ekki að kvíða á meðan fæðast andleg stórmenni á borð við Önnu sem frjóvga gróðursnauðar sálir vorar lífsins anda. Samúðarkveðjur, Bjarni Guðmundsson. Í dag kveðjum við hana Önnu vinkonu mína svo allt of snemma. Við Anna vissum hvor af annarri síðan við vorum sex og sjö ára. En það var ekki fyrr en þrjátíu árum seinna sem við kynntumst og urð- um vinkonur. Það voru hundarnir okkar, Emma og Nökkvi, sem leiddu okkur saman. Ekki var ég búin að spjalla lengi við Önnu þeg- ar ég sá að þarna fór mikil mann- kostamanneskja. Anna bar mikla umhyggju fyrir þeim sem voru minni máttar og það kom ekki síst í ljós þegar dýr áttu í hlut. Hún gat orðið bæði sár og reið við að heyra um fólk sem ekki fór vel með dýrin sín. Amma mín sagði einu sinni við mig að besta fólkið væri það sem færi vel með dýrin sín og tæki þeirra málstað. Það átti svo sannarlega við um hana Önnu. ANNA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Anna GuðrúnHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júní 1952. Hún andaðist á heimili sínu 13. júní síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 25. júní. Anna greindist með illvígan sjúkdóm fyrir nokkru og hún barðist gegn honum eins og hetja og var ákveðin í því að sigra. En lífið er ekki alltaf þannig og annar okkur æðri hefur síðasta orðið. Síðast þegar ég hitti Önnu var ég viss um að hún fengi lengri tíma hér fyrir sig og með ástvinum sínum. Hún var sjálfri sér lík, hellti upp á kaffi fyrir okkur og við ræddum um innflutning á nýjum hundi og margt fleira. Ekki datt mér þá í hug að það yrði síðasta skiptið sem við Anna hittumst, all- tént í bili. En sárast er það fyrir fjölskylduna hennar, sem nú miss- ir svo mikið. Eiginmanninn sem stóð með henni allt til enda, dótt- urina sem Anna bar svo mikla um- hyggju fyrir og aldraða móður sem sér á eftir barninu sínu. Ég sam- hryggist þeim svo innilega og bið góðan Guð að vera með þeim. En við þig, Anna mín, segi ég: Takk fyrir vináttu þína og góða ferð þangað sem þú heldur nú. Jesús Kristur gaf okkur það fyrirheit er hann fór héðan að hann færi á undan og byggi okkur stað. Þess vegna veit ég að þú ert í góðum höndum. Þín vinkona, Arndís Hauksdóttir. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is). Nauðsynlegt er, að síma- númer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.