Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 27 SAMSKIPTI Íslands ogEvrópu eru meðal brýn-ustu hagsmunamála okk-ar Íslendinga. Þau munu í framtíðinni skera úr um sam- keppnisfærni Íslands á alþjóða- vettvangi, og þarmeð um velsæld Íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Samfylkingin setti Evrópumálið í ákveðið ferli á landsfundi sínum í nóvember síð- astliðnum. Morgunblaðið kynnti það vel í fréttum af fundinum, og ekki síður þá staðreynd, að for- maður Samfylkingarinnar teldi kosti aðildar fleiri en gallana. Í kjölfarið fór umræðan um ESB á fljúgandi ferð um allt samfélagið. Í því efni skal síst dregið úr jákvæð- um þætti utanríkisráðherra. Upplýst umræða Þó umræðan um mögulega aðild Íslands að ESB sé nánast á hvers manns vörum í dag skortir ber- sýnilega á að ýmis lykilatriði hafi komist til skila. Jafnvel þingmenn, sem eru andstæðir aðild, tala eins- og hún fæli í sér að lögsaga okkar yrði opnuð fyrir óvígum ryksugu- flota þjóða á borð við Spánverja. Það örlar jafnvel á skyldum mis- skilningi í ritstjórnargreinum marktækra dagblaða. Er það til dæmis líklegt að aðild að ESB myndi leiða til þess að spánskur sóðaskapur í umgengni við auðlindir hafsins yrði að reglu en ekki undantekningu, einsog mátti álykta af ritstjórnargrein Morgunblaðsins fyrir skömmu? Er líklegt að fólk í sjávarplássum, fiskvinnslufólk, trillukarlar, sjó- menn og útgerðarmenn muni sæta verri lífskjörum ef Ísland væri inn- an ESB, heldur en ef við stæðum utan sambandsins? Það er eðlilegt að spurninga af þessu tagi sé spurt. Þokkalega grunduð svör við þeim eru forsenda þess að hægt sé að mæla með umsókn, og síðan að- ild, að ESB. Það er hæpið að nokkur stjórn- málamaður treysti sér, að afloknu samningaferli, til að mæla með að- ild að ESB, ef niðurstaðan yrði t.d. að spænskur floti gæti komið til veiða í efnahagslögsögu Íslend- inga. Slík niðurstaða yrði kolfelld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hins vegar ekkert sem skýtur stoð- um undir að slíkir afarkostir yrðu hluti af samninganiðurstöðu. Jafn- framt virðast fulltrúar ESB, Frans Fischler, sem fer með sjávarút- vegsmál, og Gerhard Sabathil, sendiherra ESB hér á landi, ekki sjá neitt að því að gera lögsögu Ís- lands að sérstöku stjórnsýslusvæði undir stjórn Íslendinga en form- lega innan sameiginlegu fiskveiði- stefnunnar. Er það goðgá að láta reyna á slíkt? Þegar grannt er skoðað er satt að segja margt sem bendir til að aðild að ESB gæti orðið íslenskum sjávarútvegi lyfti- stöng. Við þurfum upplýsta umræðu. Það er sjálfsagt að þeir sem telja fýsilegt fyrir Íslendinga að sækja um aðild skýri ítarlega hvað veldur þeirri afstöðu. Að sama skapi er jafngilt að gera þá kröfu á hendur hinum, sem halda því t.d. fram að spænskur floti fengi veiðiheimildir innan lögsögunnar, eða að kjör Ís- lendinga rýrni við aðild, að þeir skýri á hvaða rökum sú skoðun byggir. Brotið blað í flokkslýðræði Samfylkingin setti Evrópumálið í ákveðið ferli á landsfundi sínum í nóvember síðastliðnum. Rauði þráðurinn í því er að kanna og kynna ítarlega hverjir kostirnir og gallarnir við hugsanlega aðild að ESB eru. Í því skyni er nú farin af stað hrina funda um land allt, sem mun standa yfir á næstu vikum og mánuðum í tengslum við Evrópu- kynningu Samfylkingarinnar. Kynningin hvílir á úttekt flokksins sem var gefin út í bókinni Ísland í Evrópu. Í henni kappkostum við að draga fram bæði kosti og galla hugsanlegrar aðildar Íslands að ESB og gefa flokksmönnum – og öðrum – færi á því að kynna sér málið frá öll- um hliðum. Næsta áfanga í Evr- ópuferlinu lýkur á því að við brjótum blað í sögu flokkslýðræðis á Íslandi með því að taka afstöðu til þess í inn- anflokkskosningum hvort Samfylkingin eigi að setja umsókn um aðild að Evrópu- sambandinu á stefnu- skrá sína. Í þeim kosn- ingum, sem fram fara í lok október, erum við hinsvegar ekki að kjósa um aðild að Evr- ópusambandinu. Þar er kosið um hvort flokkurinn eigi að stefna að því að Íslendingar sæki um aðild að ESB á grundvelli útfærðra samningsmarkmiða, sem miðast við þarfir og hagsmuni ís- lensku þjóðarinnar. Engin ástæða er til þess að skipta sér í andstæð- ar fylkingar vegna spurningarinn- ar um aðild. Hennar verður ekki spurt fyrr en niðurstaða samn- ingaviðræðna við ESB liggur fyrir, og Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort niðurstaðan sé góð fyrir land og þjóð. Gleymum því ekki, að dæmi eru um að slíkri nið- urstöðu hafi verið hafnað í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Kostir fleiri en gallar Ég tel sjálfur eftir ítarlega yf- irferð að kostir aðildar séu fleiri en gallarnir. Það mun hinsvegar ekki koma endanlega í ljós fyrr en að- ildarviðræður hafa farið fram og samningurinn liggur fyrir. Sjálfur tel ég að við eigum að láta reyna á aðildarumsókn vegna þess að ég er þeirrar skoðunar að fyrirliggjandi staðreyndir bendi til að hagsmun- um Íslendinga verði í framtíðinni betur borgið innan ESB en utan. Um kosti og galla aðildar að ESB má hafa langt mál og mikið. Hér á eftir ætla ég að fjalla um langstærsta málið og það mikil- vægasta; yfirráðin yfir sjávarauð- lindinni ef til aðildar að ESB kem- ur. Full yfirráð yfir auðlindinni Án tryggra yfirráða yfir auð- lindinni kemur aðild að ESB að mínu mati ekki til greina. En m.a. vegna þess að allt bendir til að við héldum fullum yfirráðum yfir efna- hagslögsögunni í kringum landið að loknum samningaviðræðum þá tel ég að kostir inngöngu vegi þyngra en gallarnir. Forsendan er vitanlega að tryggt væri að við sætum ein þjóða að veiðum innan efnahagslögsögunnar og stjórnuð- um heildaraflanum. Samkvæmt niðurstöðu skýrsluhöfunda Sam- fylkingarinnar eru sjávarútvegs- málin ekki fyrirstaða ef til aðild- arumsóknar kæmi. Þvert á móti bendir ýmislegt til að núverandi sjávarútvegsstefna ESB sé Íslend- ingum að ýmsu leyti hagstæð. Sætum ein að veiðum Vegna veiðireynslu sætum við ein að veiðum á hafsvæði okkar. Samkvæmt núgildandi sjávarút- vegsstefnu ESB yrði kvóta deilt nið- ur á íslenskar út- gerðir af íslenskum ráðherrum, þótt ákvörðun um heild- arkvóta yrði tekin sameiginlega. Eitt helsta samnings- markmið Íslendinga hlyti að verða að undantekningalaust yrði farið að tillög- um íslenskra fiski- fræðinga við ákvörð- un hámarksafla við Íslandsstrendur. Það er erfitt að sjá rök, sem mæla gegn því að slíkt yrði sam- þykkt. Ég tel því að það yrði auð- sótt mál. Hvað varðar spánskan sóðaskap í umgengni við auðlindir hafsins, og meinta rányrkju gengjum við í ESB, þá myndu Íslendingar að sjálfsögðu ganga til samninga með þá kröfu í farteskinu að veiðum yrði stjórnað í krafti þeirra vís- indalegu reglna, sem við höfum þróað. Íslensk stjórnvöld telja sig búa að best þróaða fiskverndar- kerfi í heimi. Eitt af mikilvægum framlögum okkar, yrði af aðild, hlyti því að verða að miðla ESB í heild af þekkingu okkar og reynslu í þeim efnum. Varla telst goðgá af fiskveiðþjóð einsog okkur að stefna beinlínis að því að okkar eigin fiskveiðistefna verði tekin upp af ESB. Telji menn, að hér sé reifað á grundvelli óskhyggju er rétt að rifja upp að Jean-Luc Deh- ane, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, virtist á sínum tíma telja raunhæft að íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfið yrði hluti af sjáv- arútvegsstefnu ESB. Fyrir því eru einmitt fordæmi að sérstök stjórn- kerfi gildi á ákveðnum hafsvæðum, t.d. við Írland og Hjaltland. Þessu til viðbótar er rétt að benda á, að ESB hefur gert fisk- veiðisamninga við 27 önnur ríki. Yrðu Íslendingar þátttakendur í ESB fengju þeir rétt til að nýta þessa samninga. Í því gætu falist gríðarleg útrásarfæri fyrir jafn öfluga og reynda atvinnugrein og íslenskur sjávarútvegur er. Ég tel því fráleitt að við mynd- um tapa yfirráðunum yfir auðlind- inni. Þeir sem halda því fram, verða að rökstyðja þá skoðun með öðru en sleggjudómum. Þegar allt er skoðað bendir ýmislegt þvert á móti til, að aðild gæti styrkt ís- lenskan sjávarútveg. Sérstaða svæðisins Af þessum sjónarhóli eru samn- ingaviðræður um aðild að Evrópu- sambandinu miklu raunhæfari kostur en ella. Ef Íslendingar setj- ast að samningaborði kemur fram hvað ESB er í reynd reiðubúið að fallast á í krafti óumdeildrar sér- stöðu Íslands í fiskveiðimálum. Sú sérstaða yrði algert lykilatriði í samningum. Við myndum að sjálf- sögðu láta reyna á hana líkt og Norðmenn byggðu á sérstöðu norskra hafsvæða í sínum aðildar- samningi. Í þessu samhengi er óhjákvæmi- legt að benda á athyglisverða leið sem utanríkisráðherra Íslands setti fram í ræðu sem hann hélt í Berlín fyrr á árinu. Þar reifaði hann að Íslendingar þyrftu ekki endilega almenna undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur gæti verið um sérstaka stjórnsýslu Ís- lands innan sameiginlegrar fisk- veiðistefnu ESB að ræða. M.ö.o.: Önnur stjórnsýsla, – en þó undir sama hatti. Í framkvæmd myndi það þýða að ákvarðanir um nýt- ingu á efnahagslögsögu okkar, sem ekki er sameiginleg með öðr- um aðildarríkjum ESB, yrðu tekn- ar hér á landi. Þeir fulltrúar ESB sem tjáðu sig um þessa hugmynd ráðherrans tóku vel í hana, bæði Fischler, sjávarútvegsstjóri ESB og sendiherra ESB gagnvart Ís- landi. Sjávarútvegsstefnan sjálf sönnun breytinga Því hefur oftsinnis verið haldið fram að sjávarútvegsstefnu ESB megi ekki breyta, t.d. í aðildar- samningum einsog nefnt er hér að ofan. Því fer fjarri, einsog margoft hefur komið í ljós. Til að mynda er sjálf sjávarútvegsstefna ESB dæmi um hverju er hægt að ná fram í aðildarsamningum. Þegar Bretar og Írar gerðust aðilar árið 1973 var engin sameiginleg sjáv- arútvegsstefna ESB. Fyrst og fremst vegna kröfu Breta í aðild- arsamningum var hún tekin upp og endanlega í gildi árið 1983. Því er ekkert að finna um hana í Róm- arsáttmálanum, gagnstætt því sem sjávarútvegsráðherra hefur haldið fram. Það er því hægðarleikur að breyta stefnunni ef vilji er til þess í aðildarsamningum ESB við ríkin við norðanvert Atlantshaf. Lyti íslenskri stjórn Núverandi stefna ESB í sjávar- útvegsmálum var mótuð með hags- muni þeirra ríkja, sem nú eiga að- ild að sambandinu, í huga. Þegar kemur að viðræðum Íslendinga við ESB munum við að sjálfsögðu láta reyna á sérstöðu okkar, enda af og frá að við göngum inn í fyrirfram- gefna stöðu, sem stillt er upp áður en þátttaka okkar kemur til. Norð- ur-Atlantshafsþjóðirnar hafa ríka sérstöðu í þessum efnum og því fullkomlega eðlilegt að um stefnu- breytingu verði að ræða hjá ESB þegar aðildarviðræður við þau lönd standa yfir. Þannig tel ég að við eigum mikla möguleika á að efnahagslögsaga Íslands yrði skil- greind sem sérstakt svæði sem lyti íslenskri stjórn. Það sama ætti við um Færeyjar, Grænland og Nor- eg, ef þau ríki settust að samninga- borðinu við ESB. Ótímabærir heimsendaspádómar Ég tel því að heimsendaspá- mennska um að flotar erlendra þjóða, svo sem Spánverja, flykkist inn í lögsöguna og hreinsi upp Ís- landsmið ef til aðildar Íslands að ESB kæmi, sé bæði óþörf og frá- leit. Það er einfaldlega ekki í kort- unum að við samþykkjum aðildar- samning sem felur í sér framsal á yfirráðum yfir auðlind Íslands- miða. Öll fyrirliggjandi gögn benda raunar til að í aðildarvið- ræðum næðust full yfirráð yfir auðlindinni. Það yrði vitaskuld samningsmarkmið númer eitt, tvö og þrjú að tryggja yfirráð yfir bæði veiðum og veiðistjórnun. Kostir aðildar og gallar grípa þó ekki aðeins inn í málefni sjávar- útvegs heldur öll hugsanleg svið ís- lensks samfélags. Ég ásamt fé- lögum mínum í Samfylkingunni mun gera mitt besta til að kynna þau mál ítarlega á næstu mánuð- um. Aðild að ESB og sér- staða sjávarútvegsins Össur Skarphéðinsson Þvert á móti bendir ýmislegt til, segir Össur Skarphéðinsson, að núverandi sjávar- útvegsstefna ESB sé Íslendingum að ýmsu leyti hagstæð. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins júkrahús- u. Leysa samfellu- stunni og á heilsu- sé lykilat- tuaðilar í i og spít- el saman, þjónustan fyrir við- akling ð við ger- með því að ekar þjón- eilsugæsl- ert á móti ta leiða til a úr þeim og gera almennt yrir sjúk- ara lækn- í heilsu- rvarnir og ðru leyti. ustöðvarn- egna þess fðbundnu en einnig nustu eins r, heima- ra,“ sagði enn hans ðgengi að stnað sem stunni og rið í þeim nar sagði ga á óvart ðra hefði s, en sam- unar sem nd manna um 18–75 r eða 24% astliðnum du að þeir a til lækn- kum gefn- a farið til og 31% til læknis úrtakið sé g athygl- að sé eink- 4, ára sem m, en 32% restað för nuðum. ið einka- igðisþjón- ðar rekst- ur heilsugæslustöðva. Það sé ekkert knýjandi sem kalli á breytingar í þá veru. Þvert á móti sé ekkert sem bendi til þess að þjónustan batni við slíkar beytingar. Margt bendi til þess að heildarkostnaður aukist og hætta á að sá aukni kostnaður lendi á sjúklingum. Ýmsar ástæður fyrir auknum heildarkostnaði Hann segir að ýmsar ástæður megi tína til sem skýringar á því af hverju heildarkostnaður aukist oft við rekstrarform einkaframkvæmd- ar. Í fyrsta lagi séu almennt veru- legar launavæntingar meðal starfs- manna sem fari úr starfi hjá hinu opinbera og yfir í einkarekstur og það sé í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það, þar sem starfsöryggi minnki til dæmis. Algengt sé að nálægt 70% af kostnaði rekstrareininga í heil- brigðisþjónustu eins og heilsugæslu séu laun og þess gæti því mjög fljótt í starfseminni þegar launin hækki. Þá náist tæplega lækkun á kostnaði við aðra þætti starfseminnar, svo sem innkaup, því ríkið sé yfirleitt með bestu kjör og einn aðili nái vart betri innkaupaárangri en ríkið að þessu leyti einfaldlega vegna stærð- arhagkvæmni í innkaupunum. Á móti kæmi hins vegar að ef til vill næðist fram betri nýting á tækjum og búnaði, en að hans mati næði það ekki að vega á móti hærri launa- kostnaði í einkaframkvæmdinni. Honum yrði að ná inn með einhverj- um hætti til dæmis með víðari heim- ildum til þjónustugjalda eða sér- tekna, eins og oft gerist í þessum samningum um einkaframkvæmd í heilbrigðisþjónustu erlendis. „Þetta skiptir máli frá aðgengis- sjónarmiði, því við erum að tala hér um að þessi framkvæmd og önnur verktakastarfsemi við veitingu heil- brigðisþjónustu geti þá leitt til þess að kostnaður sjúklinga aukist. Ég hef áhyggjur af einkaframkvæmd- ar- og einkarekstrarþróuninni, fyrst og fremst frá þessu sjónarmiði,“ sagði Rúnar ennfremur. Hann bætti við að kannanir sýndu að meðal almennings á Norðurlönd- um, þar sem heilbrigðisþjónusta sé á mjög háu stigi, sé lítill áhugi á einka- rekstri í heilbrigðisþjónustu. Í slíkar breytingar sé fyrst og fremst ráðist á hugmyndafræðilegum forsendum eða út frá hagsmunum heilbrigðis- stétta, en ekki á þeim forsendum að gæða- eða hagkvæmnissjónarmið kalli á slíkar breytingar. sugæslunnar hérlendis ð Háskóla Íslands          ! "#$ #()% # % * +, Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.