Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 41 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands A B X / S ÍA Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nú getur þú valið um eina eða tvær vikur á ótrúlegum kjörum á einn vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni, Benidorm um leið og þú tryggir þér síðustu sætin í sólina í júlí. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 3 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Aðeins 21 sæti í boði Stökktu til Benidorm 10. júlí frá 29.865 Verð kr. 29.865 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 10. júlí, vikuferð. Staðgreitt. Alm. verð kr. 31.360. Verð kr. 39.950 M.v. 2 í íbúð, 10. júlí, vikuferð. Flug og gisting, skattar. Staðgreitt. Alm. verð kr. 41.950. VEITINGASTAÐURINN Gullöldin í Grafarvogi verður með fjölskylduhátíð á Kirkju- bæjarklaustri dagana 27.–30. júní. Hátíðin er unnin í sam- vinnu við Ægisklúbbinn sem er félagsskapur þeirra sem hafa keypt fellihýsi eða tjaldvagna hjá Seglagerðinni Ægi. Laugardagurinn verður að- aldagur hátíðarinnar og munu Gunnar og Felix skemmta börnunum ásamt trúð og rat- leikur verður á svæðinu ásamt mörgu fleiru. Einnig verður sér Útvarpstöð á hátíðinni „Útvarp Gullöld FM.101,1. Endar fjöl- skylduskemmtunin með varð- eldi í boði heimamanna. Verður svo efnt til Gullaldardansleiks með Stórsveit Ásgeirs Páls í fé- lagsheimilinu á Kirkjubæjar- klaustri um kvöldið, segir í fréttatilkynningu. Fjöl- skylduhátíð Gullaldar- innar NÝLEGA afhenti Búnaðarbanki Ís- lands 12 námsstyrki til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Þetta var í tólfta sinn sem Bún- aðarbankinn veitti slíka styrki. Í ár voru styrkirnir hækkaðir úr 150.000 kr. í 200.000 kr. Alls bárust 227 umsóknir. Námsstyrkirnir skiptust þannig að fjórir fóru til stúdenta við Há- skóla Íslands sem útskriftarstyrkir, tveir útskriftarstyrkir runnu til nemenda í íslenskum sérskólum og sex styrkir til námsmanna erlendis. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru eftirfarandi: Útskriftarstyrki til nemenda í Háskóla Íslands hlutu Bryndís Eva Birgisdóttir sem mun ljúka dokt- orsnámi í næringarfræði við Há- skóla Íslands nú í júní, Helga Davids sem stundar B.Sc.-nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands og áætlar námslok í október nk., Jens Hjörleifur Bárðarson sem lauk B.Sc.-námi í eðlisfræði við Há- skóla Íslands í vor og Laufey Erla Jónsdóttir sem lauk BA-námi í rúss- nesku við Háskóla Íslands, einnig í vor. Útskriftarstyrki til nemenda í ís- lenskum sérskólum hlutu að þessu sinni Bergþóra Magnúsdóttir sem lýkur BA-námi í textílhönnun við Listaháskóla Íslands nú í júní og Bjarney Sonja Ólafsdóttir sem lauk prófi í kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík nú í vor. Námsstyrki til námsmanna er- lendis hlutu Álfheiður Hrönn Haf- steinsdóttir sem mun ljúka BA-prófi í stjórnmálafræði og tónlist við Yale-háskóla í Bandaríkjunum í vor, Álfrún Helga Örnólfsdóttir sem stundar leiklistarnám við Webber Douglas Academy of Dramatic Art í London í Bretlandi, Gréta Björk Kristjánsdóttir sem stundar dokt- orsnám í jarðfræði við Háskólann í Colorado í Bandaríkjunum, Ingvar Björnsson sem stundar meist- aranám í jarðrækt við Háskólann í Guelph í Kanada, Theódóra Anna Torfadóttir sem stundar MA-nám í þýskum málvísindum og heimspeki við Humboldt-háskólann í Berlín í Þýskalandi og Þórólfur Jónsson sem lýkur mastersnámi í lögfræði við lagadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum nú í júní. Í styrkveitingarnefnd voru Guð- mundur Magnússon, prófessor, Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra sérskólanema, Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Heiður Reyn- isdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka íslenskra námsmanna erlendis og af hálfu Búnaðarbankans Jón Adólf Guðjónsson, fyrrverandi bankastjóri. Styrkþegar og aðstandendur þeirra sem ekki gátu mætt ásamt dómnefndarmönnum. 12 hljóta styrk Námsmanna- línu Búnaðarbankans Í LOK júní og byrjun júlí verður hér á landi barna- og unglingasirkus frá Óðinsvéum í Danmörku. Í hópnum eru um 35 manns. Það sem gerir þennan sirkus frábrugðinn öðrum er að í öllu hans starfi er fyrst og fremst hugsað um að gleðja börn og ung- linga ásamt fjölskyldum þeirra án til- lits til efna, segir í fréttatilkynningu. Því er það grunnhugsun að sýning- arnar verði þannig að aðgangur sé ókeypis fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þetta hefur tekist með góðum stuðningi margra. Helstu styrktarað- ilar hópsins að þessu sinni eru Kjal- arnesprófastsdæmi, Mosfellsbær, Samskip, Herjólfur, Fríkirkjan í Reykjavík, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Vestmannaeyjabær, Laxnes – hestaleiga, Hópferðir Inga og Hreiðar Örn Stefánsson. Hópur- inn heldur nokkrar sýningar hér á landi og er frítt inn á allar sýningar hans. Sýningarnar verða sem hér segir: Í íþróttahúsinu Varmá í Mosfellsbæ fimmtudaginn 27. júní klukkan 10, 14 og 18, í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði föstudaginn 28. júní klukkan 10 og klukkan 13, í Íþrótta- miðstöð Njarðvíkur mánudaginn 1. júlí klukkan 10 og 13 og í Íþróttahús- inu í Vestmannaeyjum miðvikudag- inn 3. júlí klukkan 18. Fyrir utan þessar sýningar mun hópurinn halda sérsýningar fyrir ungmenni á Gogga- mótinu í Mosfellsbæ og fyrir drengi í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi. Sýningar hópsins standa í um 60– 80 mínútur og eru meðal annars at- riði með línudansi, einhjólum, trúð- um og margskonar fimleikaæfingum, ásamt mörgum öðrum skemmtileg- um atriðum. Ókeypis aðgangur að dönskum barna- og unglingasirkus FERÐAÁTAKINU „Ísland – sækj- um það heim“, sem samgönguráðu- neytið og Ferðamálaráð Íslands standa að, hefur bæst liðsauki. Gengið hefur verið frá samkomulagi um samstarf við Ríkisútvarpið, Olíu- félagið ESSÓ og Íslandspóst og munu þessir aðilar leggja sitt af mörkum til þess að efla ferðalög landsmanna innanlands. „Framlag samstarfsaðilanna þriggja má meta til um 20 milljóna króna og alls er umfang kynningar- átaksins, sem einkum stendur yfir á sumarmánuðunum, þá orðið um 50 milljónir króna. Samstarf RÚV og Íslands – sækj- um það heim felst í gerð ferðaþátt- arins Hvernig sem viðrar, sem sýnd- ur verður vikulega fram eftir sumri. Umsjónarmenn þáttarins leggja land undir fót og bregða sér í ferð um landið. Þeir munu koma víða við á ferð sinni og verður ekkert óvið- komandi, hvort sem um spennandi ævintýraferðir, hjólreiðar um há- lendið, böð í heitum laugum, leyndar náttúruperlur eða skemmtilegar uppákomur er að ræða. Hægt verður að fylgjast með ferðalöngunum á vefsíðu RÚV, þar sem þeir halda úti ferðadagbók, auk þess sem umsjón- armennirnir eru í reglulegu sam- bandi við Rás 2. Þáttur ESSÓ og Íslandspósts tengist einkum sérstökum póst- kortaleik sem efnt er til undir for- merkjum átaksins. Markmiðið með leiknum er að hvetja ferðafólk til þess að senda vinum og vandamönn- um póstkort hvaðanæva að af land- inu. Þeir sem taka þátt í sjálfum póstkortaleiknum senda kort með skemmtilegum textum til Helgarút- gáfunnar á Rás 2 og þar verður viku- lega valið besta póstkortið og send- anda þess veitt verðlaun. Í haust verður síðan dregið úr öllum inn- sendum póstkortum sumarsins og munu nokkrir heppnir þátttakendur fá vegleg verðlaun. Aðalvinningur póstkortaleiksins er Coleman-felli- hýsi en á meðal annarra vinninga má nefna spennandi ferðir á vegum Ís- lenskra ævintýraferða, flugmiða hjá Flugfélagi Íslands, gasgrill og bens- ínvinninga,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Ferðaátakinu „Ísland – sækj- um það heim“ bætist liðsauki MÁLÞING um smávirkjanir verður haldið á Hótel Eddu á Egilsstöðum föstudaginn 28. júní næstkomandi. Málþingið er haldið að tilstuðlan Fé- lags áhugamanna um litlar vatnsafls- virkjanir á Austurlandi og Landssam- bands raforkubænda. Aðalfundur Landssambands raforkubænda verð- ur haldinn sama dag, að málþinginu loknu. Auk áhugamanna um smávirkjanir og eigenda slíkra virkjana hér á landi sækja málþingið meðal annars fulltrúar frá iðnaðarráðuneytinu, Orkusjóði og RARIK og aðrir sem kynnt hafa sér málefni smávirkjana erlendis. Verða þessi mál tekin til meðferðar og um leið verður vakin at- hygli á þeim tækifærum sem felast í virkjun smærri vatnsfalla hér á landi. Þá verður farið í gegnum það hvað búið er að gera hér á landi í málefnum smávirkjana, hvað þarf að gera til að þessi uppbygging geti orðið með eðli- legum hætti, hvaða rannsóknir eru nauðsynlegar og hvað kostar að byggja upp virkjanir af þessu tagi. Fulltrúi frá iðnaðarráðuneytinu fer m.a. yfir störf nefndar um málefni smávirkjana, framkvæmdastjóri Orkusjóðs ræðir hvernig sjóðurinn kemur að uppbyggingu smávirkjana og stjórnarformaður RARIK skýrir umhverfi raforkumála á Íslandi. Einnig verða ræddir möguleikar á innlendu og erlendu samstarfi og kynnt fyrirkomulag málefna smá- virkjana í Noregi. Málþing um smávirkjanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.