Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.06.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LENGSTI dagurinn þetta árið er liðinn og bráðum rekur að því að myrkrið sæki í sig veðrið í baráttu dags og nætur. Við Eyjafjörð var fagurt um að litast er miðnætursólin gægðist í gegnum þunna skýjahul- una og speglaði sig á haffletinum. Í þessu tilkomumikla sjónarspili sigldi Goðafoss stoltur út fjörðinn og um hríð fylgdi honum lítil flugvél til móts við gullna miðnætursólina.Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigling í miðnætursól FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið á leigu tvær B767-300ER- breiðþotur sem verða í verkefnum fyrir Southern Winds-flugfélagið í Argentínu. Flogið verður einkum milli Cordoba og Buenos Aires í Argentínu og Miami í Bandaríkjun- um. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir að þetta sé fyrsta langtímaverkefni fyrirtækisins í Suður-Ameríku en samningurinn er til eins árs og hefst flugið 15. júlí næstkomandi. Atlanta verður þá alls með 21 breiðþotu í rekstri. Fyrr í mánuðinum samdi Flug- félagið Atlanta um leigu á tveimur 767-300ER-þotum. Er önnur þeirra með heimahöfn í Dublin á Írlandi og flýgur fyrir Aviajet með írska ferða- menn til sólarlanda. Hin er nýkomin í verkefni fyrir Aeromar í Dómin- íska lýðveldinu og flýgur milli Santo Domingo og Miami og New York. Hafþór Hafsteinsson segir að hugsanlegt sé að Atlanta fái fleiri verkefni í löndum Suður-Ameríku, ekki síst við flug til Bandaríkjanna. Flugmenn Atlanta fljúga nýju þotunum og segir Hafþór fyrirtækið hafa ráðið allmarga flugmenn til við- bótar á síðustu vikum og mánuðum, m.a. nokkra sem sagt hafði verið upp hjá Flugleiðum. Flugmenn Atl- anta og flugvélstjórar eru nú alls um 250. Þá segir forstjórinn að sífellt sé verið að leita fleiri verkefna fyrir flugflota Atlanta og ekki síst sé lögð áhersla á fraktflug um þessar mundir. Ýmsir möguleikar séu í As- íu, t.d. Malasíu, Suður-Kóreu, Hong Kong og Kína. Gallinn sé hins vegar sá að þessi lönd veiti flugfélögum ekki leyfi til að bjóða flugfélögum í viðkomandi löndum þjónustu sína nema í gildi séu loftferðasamningar við heimaland viðkomandi flug- félags. Þetta er afmarkað við mörg Asíulönd og er yfirleitt ekki skilyrði í öðrum löndum heims. Slíkir samn- ingar eru ekki í gildi milli Íslands og þessara Asíulanda og segir hann þetta vera farið að takmarka mögu- leika Atlanta til verkefna í þessum heimshluta. Hefur félagið nýverið ritað samgönguyfirvöldum bréf og óskað eftir að gert verði átak í því að koma slíkum samningum á. Það eru einungis 12 loftferðasamningar í gildi milli Íslands og annarra landa. Þeir voru flestir gerðir á sjötta og sjöunda áratugnum og fáir eftir það, að sögn Hafþórs, sem segir brýnt að fjölga slíkum samningum. Með áðurnefndum nýjum samn- ingum eru B767-þotur Atlanta orðn- ar átta. Hinar vélarnar fjórar eru í verkefnum fyrir Excel Airways, þrjár þotur, og fljúga þær út frá Gatwick í London og Nigeria Air- ways er með eina þotu í verkefnum milli Lagos og Dubai og Jeddah. Auk B767-flotans rekur félagið eina B747-100-þotu, þrjár 747-300 og níu 747-200-þotur og eru tvær þeirra síðastnefndu fraktvélar. Atlanta bætir tveimur breiðþotum í flotann GERT hefur verið tilboð í allt stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, en sparisjóðurinn heldur fund stofn- fjáreigenda á föstudag þar sem tekin verður afstaða til þess hvort breyta skuli sparisjóðnum í hlutafélag. Til- boðsgjafarnir eru fimm stofnfjáreig- endur í SPRON en Búnaðarbankinn fjármagnar tilboðið. Ef tilboðið geng- ur eftir mun hann eignast meirihluta stofnfjár SPRON og sameina spari- sjóðinn bankanum. Samkvæmt tilboði fimmmenninganna fá stofnfjáreig- endur fjórfalt verð fyrir bréf sín mið- að við það sem tillaga stjórnar SPRON gerir ráð fyrir. Jón G. Tómasson er stjórnarfor- maður SPRON og í samtali við Morg- unblaðið segir hann meðal annars að stjórn sparisjóðsins hafi miðað tillög- ur sínar til fundar stofnfjáreigenda við þær lagabreytingar sem gerðar hafi verið í fyrra. Hann segir að sam- kvæmt tilboði Búnaðarbankans væri verið að afhenda stofnfjáreigendum hálfan annan milljarð króna af eigin fé SPRON og að sér sýnist það í beinni andstöðu við skýrt lagaákvæði. Skilyrði að tillaga um breytingu í hlutafélag verði felld Stofnfjárfestarnir fimm eru Ingi- mar Jóhannsson, Pétur H. Blöndal, Sveinn Valfells, Gunnlaugur M. Sig- mundsson og Gunnar A. Jóhannsson. Tilboð þeirra er sett fram eftir samn- ing við Búnaðarbankann þar sem gert er ráð fyrir að þessir fimm geri öðrum stofnfjáreigendum kauptilboð sem hljóði upp á fjórar krónur fyrir hverja krónu endurmetins stofnfjár. Tilboð- inu fylgja ýmsir fyrirvarar, m.a. um að tillaga um breytingu SPRON í hlutafélag verði felld, að kaup gangi eftir á 67% stofnfjár, en þó kunni að verða vikið frá þessu takist að kaupa 51% stofnfjárins. Fyrirvari er einnig um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Gangi þessi kaup eftir hafa stofn- fjárfestarnir fimm samið við bankann um að selja honum öll hin keyptu stofnfjárbréf. Fyrir þessu eru settir nokkrir fyrirvarar, meðal annars um að ekki verði önnur röskun á högum starfsmanna SPRON en sem leiðir af eðlilegri þróun og að viðskiptavinir geti áfram gengið að óbreyttri fjár- málaþjónustu undir nafni SPRON. Þá er samkomulag um að atkvæðis- réttur, sem fylgir hlutafjáreign sjálfs- eignarstofnunar þeirrar sem verði til við hlutafjárvæðingu SPRON, verði ekki nýttur nema vegna hlutafjár- eignar í SPRON hf. Þá verði hluta- fjáreign sjálfseignarstofnunarinnar breytt í markaðsskuldabréf á tíu ár- um og að fjármunir hennar verði ein- göngu nýttir til menningar- og líkn- armála á starfssvæði SPRON. Bréf til stofnfjáreigenda SPRON frá tilboðsgjöfunum fimm var keyrt út í gærkvöldi, en stofnfjárfestarnir eru rúmlega 1.100 talsins. Bréfið er birt hér í blaðinu í dag.  Búnaðarbankinn/10 Búnaðarbankinn vill sameinast SPRON Fimm stofnfjáreigendur SPRON hafa milligöngu um yfirtökutilboð Í NÓTT voru eingöngu konur á vakt í flugstjórnarmiðstöðinni hjá Flug- málastjórn Íslands. Er það í fyrsta skipti svo vitað sé að slíkt gerist. Þar með féll enn eitt vígi karlmanna. Sjö konur sátu vaktina í flugstjórnar- miðstöðinni frá klukkan ellefu í gær- kvöldi til sjö í morgun og var Jóna Einarsdóttir varðstjóri á vakt. Að sögn Jóns Gunnlaugssonar að- alvarðstjóra var vaktin ekki skipu- lögð út frá kynjaskiptingunni og seg- ir hann að starfsmenn Flugmála- stjórnar hugsi lítið út í kynja- hlutföllin meðal starfsmanna. „Á síðustu árum hefur um það bil helm- ingur af nýjum flugumferðarstjórum verið konur, en að jafnaði bætast við 4 til 6 nýir flugumferðarstjórar á ári hverju,“ segir hann og bætir við að í dag sé fjöldi flugumferðarstjóra kominn yfir hundrað. Hæsta kvennahlutfallið er í flug- stjórnarmiðstöðinni, að hans sögn og eru þar starfandi 56 flugumferðar- stjórar, þar af 17 konur. Hann bend- ir á að í flugturnunum í Keflavík, á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Reykjavík séu þær samtals 8 af 49 flugumferðarstjórum og segir að 6 af 21 fluggagnafræðingi á Íslandi séu konur. Þess má geta að litlu munaði að konur hefðu skipað heila vakt á kvenréttindadaginn 19. júní síðast- liðinn, þegar aðeins einn karlmaður var á vakt. Eingöngu konur skipuðu vaktina NÝR SJÚKDÓMUR, kúffisksótt, var greindur við umfangsmikla rannsókn á starfsmönnum kúffisk- vinnslufyrirtækis á Norðurlandi. Gunnar Guðmundsson lungnalækn- ir, sem tók þátt í rannsókninni, segir að atvinnutengdir sjúkdómar séu allt of sjaldan tilkynntir og æskilegt sé að bæta úr því. Gunnar segir að ákveðinnar tregðu gæti hjá öllum sem nálægt slíkum tilfellum komi. „Læknar eru e.t.v. hikandi vegna mikillar pappírs- vinnu og hika við að setja heilu bæj- arfélögin á annan endann með at- hugasemdum, sem oft snerta aðal- lifibrauð íbúa. Starfsfólk vill oft og tíðum ekki kannast við kvillana af ótta við að missa vinnuna og atvinnu- rekandinn vill gjarnan sem minnst af þeim vita, enda leiða þeir til kostn- aðar fyrir hann,“ segir Gunnar. Fá tilfelli atvinnutengdra sjúkdóma tilkynnt Hann segir að af þessum völdum séu afar fá tilfelli atvinnutengdra sjúkdóma tilkynnt. „Við vildum vekja athygli á því,“ segir hann. Rannsóknin var sem fyrr segir af- ar umfangsmikil. „Fyrir það fyrsta tók langan tíma að greina sjúkdóm- inn og upptök hans. Þá þurfti að gera miklar breytingar á verksmiðjunni, til að draga úr skaðanum,“ segir Gunnar. „Við rannsóknina var þróuð rann- sóknaraðferð sem aldrei hafði verið beitt áður. Á endanum var greindur alveg nýr sjúkdómur, sem við kusum að kalla kúffisksótt,“ segir Gunnar. Útbreiðsla sjúkdómsins var með þeim hætti að prótín úr fiskinum barst út í andrúmsloftið, sem starfs- fólkið andaði að sér. „Það kveikti bólgusvörun í lungunum,“ segir Gunnar, „en besta aðferðin til að sporna við sjúkdóminum er að koma í veg fyrir að prótínið þyrlist út í loft- ið. Í raun þarf ekki að gera mikið meira en það, en ef það er hins vegar ekki gert getur það leitt til óaftur- kræfra lungnaskemmda.“ Nýr sjúk- dómur tengdur kúffiski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.